Þjóðviljinn - 19.12.1987, Síða 5
Að þrjátíu
árum liðnum
Maðurinn og skáldið Steinn
Steinarr (156 bls.)
Sigfús Daðason setti saman
Reykholt 1987
Loksins, loksins - loksins!
Ööruvísi held ég sé ekki við
hæfi að bregðast við þegar fyrsta
bókin um Stein lítur dagsins ljós,
tæpum þrjátíu árum eftir dauða
hans, sú fyrsta en væntanlega
ekki eina. Til skamms tíma hafa
fáar fræðilegar greinar birst um
skáldskap hans, og skal þá undan
skilja ritgerðir Kristjáns Karls-
sonar og Silju Aðalsteinsdóttur.
Steinn var umdeilt skáld í lif-
anda lífi en ástsælt skáld eftir
dauða sinn og er núna hugstæður
hverjum þeim sem ann góðum
skáldskap - og skiptir aldur, stétt
eða staða lesenda engu máli.
Þannig er þrjátíu ára þögn engan
veginn vísbending um tómlæti
þjóðarinnar gagnvart Steini. Á
kápu umræddrar bókar standa
þessi orð: „Hann var eitt af höf-
uðskáldum íslendinga á tuttug-
ustu öld“ og skal tekið undir
þetta því vafalaust er hér ekki of
fast að orði kveðið.
En hvernig hefur svo tekist að
gera fyrstu bókina um Stein úr
garði? Að mínum dómi hefur það
tekist bæði vel og illa.
Bókin er ofin úr nokkrum þátt-
um sem grípa hver inn í annan án
þess þó að byggingin geti kallast
ofskipuleg. Uppistaðan er frá-
sögn Sigfúsar um ævi og skáld-
skap Steins sem nær yfir rúmar 50
blaðsíður, ýmist heilar eða hálf-
ar. Inn í þetta og saman við er
blandað ýmsum ljóðum Steins,
þar af nokkrum sem ekki hafa
birst áður, textum hans í
óbundnu máli og blaðaviðtölum
við hann.
Höfundur þessarar bókar er
löngu þekktur fyrir vönduð vinn-
ubrögð og harðar kröfur til verka
sinna - sem umrædd bók er líka
vitni um. Ekki verður höfundur-
inn hér sakaður um að bruðla
með orð. Saga Steins er rakin í
afar stórum dráttum og frásögnin
öll í knappara lagi, raunar erfitt
að hugsa sér að hún geti knappari
verið. Þetta hefur bæði kosti og
galla. Orðagjálfur og mas er víðs
fjarri. Á hinn bóginn finnur les-
andinn oft fyrir því að hann hefði
gjarnan viljað fá að vita fleira.
T.a.m. segir frá því að Steinn
fékk ekki vegabréfsáritun til
Bandaríkjanna 1942: „Verður
engum getum leitt að því, hvað
einkum hefur ráðið því að Steini
var bannaður aðgangur að Vest-
urheimi hvort þeim herrum hefur
litist illa á skáldskap hans, eða
hvort tukthúsdómurinn vegna
niðurskurðar hakakrossfánans
hefur verið honum til trafala, eða
eitthvað enn annað.“ Hér er ýjað
að „einhverju enn öðru“, sem
gæti hafa verið ástæðan en ekki
útskýrt. Má vera að það sé órétt-
mætt af lesandanum að vilja nán-
ari útlistun, kannski er hún ekki
til, en lesandinn er samt áfram
ófullnægður og forvitinn.
Stíll bókarinnar er einfaldur og
alþýðlegur, mjög svo undirgefinn
viðfangsefninu. Ekki er með því
sagt að viðfangsefninu séu gerð
„alþýðleg" skil, þvert á móti hafa
sannleiksþráin og vísindaleg
vinnubrögð verið látin sitja í
fyrirrúmi þótt lesandinn taki ekki
auðveldlega eftir slíku. Það er
trúlegt að höfundi hafi reynst erf-
itt að safna heimildum um ævi
Steins, sérstaklega þeim sem
greina frá æsku hans og uppvexti,
ekki síst vegna þess hve Steinn
var jafnan fáorður um sjálfan sig.
Það má segja að Steinn hafi að
þessu leytinu stigið „spor“ sín „í
sandi“. Á fremstu síðum bókar-
innar segir um Etelríði og Krist-
mund, foreldra Steins, að þau
hafi verið flutt hreppaflutningum
í Saurbæjarhrepp. í framhaldi
kemur þessi setning og lætur lítið
yfir sér: „Þetta hefur verið árið
1910.“ Á bak við þessi fimm orð
liggur líklega athugun sem leiðir
til einnar afar líklegrar niður-
stöðu sem þó er ekki óyggjandi
en skiptir samt miklu máli. Slík
vinnubrögð eru virðingarverð:
Fátt er jafn-sorglegt og til eins
mikillar ömunar allri fræði-
mennsku en einmitt það þegar
ónákvæmni og villur taka sér
bólfestu í viðfangsefninu og lifa
þar góðu en óréttmætu lífi.
Tilhneigingin til að fullyrða
fátt og draga úr allri túlkun verð-
ur stundum dálítið kyrkingsleg.
Á köflum jaðrar við að höfundur
taki enga afstöðu til eigin frá-
sagnar. Á einum stað segir:
„Varla er fjarri lagi að segja sem
svo að æsku Steins sé lokið, í viss-
um skilningi, þá er hann fer frá
Núpi vorið 1926...“ Af hverju er
það „varla fjarri lagi“ og hver er
þessi „vissi skilningur"? Slík var-
kárni er einkennandi þegar sagt
er frá Steini sjálfum en til allrar
lukku er annað á seyði þegar
fjallað er um ljóðabækur hans.
Hér rekur höfundur þróun í
ljóðagerð Steins á nokkrum síð-
um og vílar ekki fyrir sér að bera
saman ljóðabækurnar og túlka
efni þeirra og form í örfáum setn-
ingum. Hér lifnar textinn við, hér
er einhverju vogað og samhengi í
ljóðagerð Steins útskýrt, hvorki
endanlega né á hinn eina og
sanna hátt - en samt útskýrt.
Sigfús Daðason mun hafa
þekkt Stein vel persónulega,
jafnvel betur en margir aðrir. Á
slíkri vináttu örlar í bókinni en
ekki er gert mikið úr henni. En
INGI BOGI
BOGASON
þessar fáorðu lýsingar á sam-
skiptum höfundar og Steins eru
þakkarverðar þótt lesandinn
hefði þegið fleiri. Má vera að höf-
undur hafi viljað forðast að trana
sér of freklega fram í sögu Steins.
Meðalvegurinn er vandrataður í
þessum efnum því nákomin sam-
skipti geta svo auðveldlega orðið
slúðurkennd á prenti. Ekki er
annað hægt að segja en höfundur
sé a.m.k. þingmannaleið frá
slíku. Merkilegt er að heyra hvað
Steinn sagði Sigfúsi um afstöðu
sína til ljóðagerðar eftir að hann
hafði gefið út allar bækur sínar:
„Steinn hafði tíðum yfir sér hul-
iðshjúp í samskiptum við aðra
menn, en stundum sviptist hjúp-
urinn af honum, og svo var íþetta
skipti. Hann talaði þá ífullri ein-
lcegni um kröfurnar sem skáldlist-
in, eða skáldlist nútímans, gerði
til iðkenda sinna, og hvefjarri þvi
fœri að hann gœti uppfyllt þœr
kröfur. Ég reyndi að malda í mó-
inn, halda fram málstað Steins
Steinn Steinarr
gegn honum sjálfum að því er mér
þótti, en ég vissi vel að þœr mót-
bárur voru tilgangslausar. “
Þrjátíu og sex af ljóðum Steins
eru prentuð í þessari bók, auk
Dvalið hjá djúpu vatni en svo
nefnist frumgerðin að Tímanum
og vatninu. Ljóðunum er gjarnan
smekklega komið fyrir með
skyggðan flöt að baki. Átta
þeirra hafa ekki birst í bókum
áður en bera samt flest gott vitni
um handbragð meistarans, sér-
staklega þau sem ort eru í anda
Tímans og vatnsins. Það hlýtur
alltaf að vera álitamál hvaða ljóð
skuli taka í bók sem þessa. Mér
sýnist valið vel viðunandi og ljóð-
in raunar ganga í takt við megin-
textann. Hvort þau eru of mörg
er svo annað mál.
Töluvert er af myndum í bók-
inni og sýna þær margar það sem
orð fá aldrei sagt. Fæstar þeirra
hafa birst áður og eru því kær-
kominn vitnisburður um Stein.
Eftirminnileg er t.d. myndin af
skáldinu, sitjandi við útidyr, með
drúpandi höfuð og hendur undir
kinnum, svipurinn fjarrænn í
ljóðrænni ró „í öryggi hins sól-
hvíta dags“. Þarna eru myndir frá
æskustöðvum Steins og af Steini
og vinum hans á góðri stund, ým-
ist teknar hér heima eða á ferða-
lögum hans erlendis. Þótt mynd-
irnar séu margar athyglisverðar
rýrir samt ýmislegt gildi þeirra.
Álloft saknar lesandinn þess að
getið sé hvar og hvenær myndirn-
ar eru teknar- og slæmt er þegar
ekki er getið hver er með skáld-
inu á myndum þótt skiljanlega
geti verið vandkvæðum bundið
að komast að því áratugum síðar.
Verra er þó hitt þegar mynda-
textinn er misvísandi og jafnvel
rangur. Dæmi um slíkt er á bls.
19, þar stendur fyrir ofan mynd-
ina: „Mikligarður í Saurbæ“ en í
forgrunni er forna höfuðbýlið
Staðarhóll, það glittir aðeins í
Miklagarð í bakgrunni.
Myndasmiða er hvergi getið.
Eins og áður segir eru birtir í
þessari bók allmargir textar í
óbundnu máli eftir Stein og
sömuleiðis fáein viðtöl við hann.
Allt er þetta gott efni sem
mönnum er hollt að lesa og á
heima hér, ekki síst lausamál
Steins - menn gleyma því nefni-
lega gjarnan að Steinn var frábær
stílisti í lausu máli þótt ekki liggi
stórt eftir hann af því. Á hinn
bóginn má finna að uppsetningu
þessara texta. Þeir eru illa
auðkenndir frá megintextanum
og hefði verið lítið mál fyrir út-
gefendur að breyta því, annað-
hvort með skáletrun eða smækk-
un. Það hefði skipt miklu máli
fyrir lesendur og útlit bókarinn-
ar.
í lokin skal hnykkt á því að hér
er á ferðinni álitlegur böggull þar
sem umbúðirnar hefðu mátt vera
í snyrtilegra samræmi við
þrautunnið innihald.
Ingi Bogi
Iðnaðarmenn
Iðnskólaútgáfan
gefur út bókina
Iðnaðarmenn
Hjá IÐNÚ, Iðnskólaútgáfunni,
er komin út bókin Iðnaðarmenn,
sem hefur að geyma frásagnir
sex iðnaðarmanna sem helgað
hafa krafta sfna íslenskum iðnaði
meginhlutaævinnar. Þettaer
fyrsta bindi f mikilli ritröð sem
væntanleg er.
í frásögnum þessara manna,
sem staðið hafa í fremstu röð,
hver á sínu sviði, er saman kom-
inn mikill fróðleikur um íslensk-
an iðnað og málefni tengd hon-
um. Lítið hefur verið af því að
bækur um iðnað og iðnaðarmenn
hafi verið gefnar út, og því er
þetta þarft verk. Við lestur bók-
arinnar sjást fyrstu skrefin í ís-
lenskum iðnaði, sögu hans og við
kynnumst þeim mönnum sem
hafa mótað hana.
-ns.
Á myndlnni er hluti aðstandenda bókarinnar Iðnaðarmenn. Frá vinstri: Atli Rafn
Kristinsson í ritnefnd, Jóhanna Sveinsdóttir sem bjó bókina til prentunar, Björgvin
Frederiksen vélsmíðameistari, Bjarni Einarsson skipasmíðameistari, Gísli Ólafsson
bakarameistari, Sigurgestur Guðjónsson bifvélavirkjameistari og Sigurður Kristinsson
í ritnefnd. Mynd: KGA.
Ný skáldsaga eftlr
Guðmund Daníelsson:
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur gefið út nýja skáldsögu eftir
Guðmund Daníelsson. Heitirhún
Vatnið og gerist austanfjalls og (
höfuöstaðnum. Tfmi hennar er
1930-50, en ræturnar liggja aftur
til 1914. Utgefandi kynnir Vatnið
og bókarhöfund svo á kápu:
„Ef til vill má segj a að aðalvið-
fangsefnin Vatnsins sé ástin og
eignarrétturinn, upphafið og
endalokin, tafl andstæðnanna,
þar sem allt er í veði, ekki síst
lífið. Vatnið er í senn raunveru-
legt vatn og tákn tilverunnar og
sjálfrar forsjónarinnar, sem er
óskilj anleg og ofviða sérhverri
valdstjórn og til alls vís, jafnt
góðs sem ills. Það sem hún gefur
með annarri hendinni - það tekur
hún iðulega með hinni. “
Guðmundur Danfelsson
Laugardagur 19. desember 1987 pjÓÐVILJINN - SlÐA 5