Þjóðviljinn - 19.12.1987, Qupperneq 9
MENNING / BÆKUR
Verðlaunabókin
LEÐURJAKKAR
OG SPARISKÓR
— bráðsmellin og
spennandi saga.
Bókin sem hlaut hæstu
n sem veitt hafa
verið f samkeppni um
barna- og
. unglingaskáldsögur
hérlendis.
S.agan snýst um daglegt
, amstur og ástarskot
nemenda í 8. H —
glettin og gáskafull —
þangað til að Sindbað
sæfari kemur til
. sögunnar. — Þá æsist
, leikurinn heldur betur
vog ótrúlegur háski vofir
• ýfir aðalsöguhetjunni....
ÆSKAN
Sími 1 73 36
Töframaðurinn færeyski
Wllliam Heinesen
Töfralampinn
Nýjar minningasögur
Þorgeir Þorgeirsson þýddi
Forlagið Þýðingaútgáfan 1987
Oft hafa lesendur Williams
Heinesens rifjað upp fyrir sér þau
ummæli hans, að heimurinn sé
allur í Þórshöfn, þessu litla plássi
á hjara veraldar. Þar eru allar
manngerðir, þar getur allt gerst.
Ekki nema von, því við erum svo
oft og fallega minnt á þetta í sög-
um hans. Og í þessum „nýju
minningasögum" öldungsins fær-
eyska erum við kannski minnt á
þessa frjóu heimssýn með ef til
vill meiri styrk og samkvæmni en
nokkru sinni fyrr. Allt frá fyrstu
sögunni, einskonar formála, þar
sem kliður frá leikjum bernsk-
ÁRNI
BERGMANN
unnar berst út á götu þá sem
gengin er út á Hærukollsbryggju
þar sem ferjarinn gamli bíður og
yfir okkur eilífðarstjörnur - og til
lokasögunnar þar sem galsi og
átök og slagsmál við vígslu nýrrar
brunadælu á því herrans ári 1914
eiga undramargt sameiginlegt
með því stórveldastríði sem þá
brýst út.
Sögurnar eru tengdar mörgum
þráðum, ferjarinn gamli,
dauðinn, bíður sinna farþega,
persónur ganga á milli sagna og
svo þessi merkilega meðferð á
kátlegum og sorglegum atburð-
um sem á einum stað leiðir af sér
„þessa sérstöku hörmungum
blöndnu gamansemi“ og í annarri
sögu er líkt við að reynt sé að
þræða „einstigið milli kátínu og
upphafningar". En sem fyrr
segir: sameiningartákn þessara
sagna er fyrst og síðast hin erfiða
- en í meðförum Heinesens ljúfa
og sjálfsagða - viðleitni til að
stækka heiminn. Byrja á hvunn-
dagsfólki í litlu plássi og sækja
með atbeina skáldskaparins fram
um víðerni mannssálar og
heimsbókmennta og veraldar-
sögu.
Til dæmis er Anna, móðir
piltsins sem kynti föður sínum
fjölþreifnum eld mikinn þegar
ljóst varð að stúlkan hans var
reyndar hálfsystir hans og ferst
síðan með voveiflegum hætti -
Anna þessi er „ósköp venjuleg“ í
flestra augum. „En strax og hún
er orðin sagnapersóna og tilbún-
ingur í ballöðunni hérna fá eigin-
leikar hennar annað og merki-
legra hlutverk. Þá er hún í fyrst-
unni holdi klædd ungmeyjagleðin
og eftirvæntingin sjálf, síðarmeir
táknmynd einmana sorgar, náð-
ug Mater dolorosa þessa smábæ-
jar“. Og eitthvað slíkt gerist
reyndar hvenær sem William
Heinesen snertir mannfólkið sín-
um töfrafingrum. Hvort heldur
hann lýsir glöðum laumuástum
roskinna og einmana manneskja
(„Meistari Jakob og jómfrú Urð-
ur“), eða tignarlegri staðfestu
Stínu stífu sem kærastinn yfirgaf,
eða blátt áfram þeim „alsælubyr
tilhlökkunarinnar" sem geymist
djúpt í bláum hyl minninganna -
eins þótt aldrei yrði neitt úr þeim
atburði sem til var hlakkað (Töfr-
alampinn).
Textinn allur er og ríkur með
líkingar sem gefa bríma og iðrun,
von og sorg, merkilegt jarðsam-
band við þann „litla“ heim sem
smíðað er úr. Meðan sú Anna
sem áðan var til vitnað („Ballað-
an um Bólustrákinn") bíður eftir
því að fagnaðarríkir og um leið
uggvænlegir spádómar um líf
hennar fari að rætast, slakar hún
sjaldan „á þessari vonglöðu
spennu sem einnahelst minnti á
sápukúluna regnbogaglitrandi og
viðkvæma sem þó hefur staðfestu
að þráast við og spegla hrjúfa ver-
öldina í saklausum töfrandi speg-
ilfleti sínum.“ Og þegar Jóhann
sterki hefur hrasað með reisn og
tilþrifum í fang Fanneyjar
(,,Syndafall“) kemur iðrunin yfir
hann með þessum hætti hér: „Að
því loknu seig yfir Jóhann furðan-
legt magnleysi samfara vaknandi
iðrun líktog hann væri að horfa
gegnum tæran sjó niðrá sandbotn
iðandi af stórum hálfföldum
skötum með gínandi áfergju-
kjafta".
Og þegar lesandinn hefur lokið
við að lesa þennan ilmandi og
vandaða texta þakkar hann Þor-
geiri Þorgeirssyni fyrir sig og
dettur aldrei í hug að neitt týnist á
milli frummáls og þýðingar.
William Heinesen
FLUTTUM
OKKKUR UM
SETOG
fste [ i i J h'1 ,v
.
M |
\
AFTUR í NÝJU
OGBJÖRTU
HÚSNÆÐI AÐ
GRENSÁSVEG116.
Við viljum benda þér á
opnunartilboð okkar:
Skrifborðsstólar frá
kr. 2.600,—
Leðurlúx sófasett
kr. 69.940,—
Steríóbekkir frá
kr 4.380,-
OPIÐ ALLA HELGINA.
FURUHÚSIÐ
GRENSÁSVEGI 16, S. 687080