Þjóðviljinn - 19.12.1987, Page 10

Þjóðviljinn - 19.12.1987, Page 10
YDDA F11,4/SlA menning/bækur Tveggja alda gamalt skáldrlt Eiríkur Laxdal: SAGA ÓLAFS ÞÓRHALLASONAR. Álfasagan mikla. Skáld- saga frá 18. öld. Þorsteinn Antonsson og María Anna Þorsteinsdóttir sáu um út- gáfuna. Bókaútgáfan Þjóð- saga 1987. Það má teljast til nokkurra tíð- inda, að í öllu bókaflóði haustsins rekur á fjörur lesenda tveggja alda gamalt skáldrit, áður ó- prentað, Ólafs sögu Þórhallason- ar, eftir Eirík Laxdal. Raunar hefur rit þetta verið ýmsum meira eða minna kunnugt og nokkrir orðið til að benda á það, en fáir af þeim skilningi, sem ber að hafa við könnun verksins. Höfundi hefur því löngum verið ætlaður annar tilgangur með verki sínu en fyrir honum sjálfum vakti. Til- gangur hans var að semja skáld- sögu en ekki að segja þjóðsögur, eins og sumir hafa viljað vera láta. Hafa því flestir látið lítt af bókinni og vafasamt hve mikinn hluta hennar þeir hafa lesið, því að bókin er löng, hátt á fjórða hundrað blaðsíður af drúgu letri. Sennilega hefur það ekki bætt orðstír bókarinnar hjá samtíma- mönnum og hinum fyrri kynslóð- um, að höfundur bókarinnar var utangarðsmaður þjóðfélagsins, hafði spjallað biskupsdóttur, siglt til háskólanáms í Kaupmanna- höfn og farið þar í hundana eins og stundum var komist að orði. Hann lauk ævi sinni norður á Stokkahlöðum sem staðfestulaus flækingur og landshornamaður. Ólafs sögu Þórhallasonar fer svo fram að hún gerist hálf í mannabyggð og hálf í undir- heimum álfa, ævintýra og úti- legumanna. Ólafur er hinn mesti kvennahrókur og gengur jafnt í sæng óspjallaðra álfameyja sem mennskra og gerist af þessu öllu saman mikil og margflókin saga, þar sem einni sögunni er skotið inn í aðra að dæmi Þúsund og einnar nætur. En sú bók hafði þá fyrir ekki ýkja löngu hafið sigur- för sína um álfuna og orkað fast á bókmenntir tímabilsins ekki síður en sagan af Róbinson Krús- óe, en áhrifa þeirra beggja virðist gæta í frásögn Eiríks. í sögunni er ofið saman ís- lenskt aldarfar eins og það var á ofanverðri 18. öld og sá heimur þjóðsagna og ævintýra sem þjóð- in hrærðist í um sömu mundir. Ekki skal þó fullyrt að höfundur- inn hafi haft fyrir sér ákveðnar sagnir, þegar hann ritaði bók sína og eins lfklegt að hann hafi „logið þeim upp frá eigin brjósti“, eins og einn þeirra, sem um Eirík rita kemst að orði. En þó hann hafi sennilega búið frásögn sinni það gerfi sem þær hafa í bókinni, eiga þær uppruna sinn að rekja til efn- iviðar úr hugmyndaheimi aldar- innar. Þær verða þannig skuggsjá tímans, þar sem drættirnir eru efalaust markaðir skýrari drátt- um. Af sögunni má ráða, að á háskólaárum sínum í Kaup- mannahöfn hafi Eiríkur heillast af hugmyndum upplýsingarstefn- unnar, sem þá var efst á baugi. Þetta kemur glöggt fram í við- ræðum hans og prestsins í Krýsu- vík við álfkonuna Álfbjörgu í Krýsuvíkurbjargi, þar sem hún er fulltrúi hinnar nýju fræðslustefnu gegn menningarlegri stöðnun ís- lensks þjóðfélags. Þannig opnar Ólafs saga okkur yfirsýn inn í gildan þátt íslenskrar menningar Verslunarsaga Vestur-Skaftfellinga Kjartan Ólafsson Vestur-Skaftafellssýsla gefur út fyrra bindi Verslunarsögu Vestur-Skaftfellinga, eftir Kjartan Ólafsson, fv. ritstjóra, í tilefni þess að eitt hundrað ár eru liðin frá því að verslun fluttist inn í hér- aðið. Vestur-Skaftafellssýsla var um aldir sú íslensk byggð þar sem samgöngur voru hvað erfiðastar enda er héraðið sundurslitið af straumhörðum jökulvötnum og eyðisöndum, auk þess sem strandlengjan er bæði hafnlaus og brimasöm. Hvergi á landinu voru kaupstaðarferðir lengri og erfiðari, hvort heldur sem farið var austur á Papós eða vestur á Eyrarbakka til að sækja brýnustu lífsnauðsynjar. Sumir týndu líf- inu í glímunni við árnar en aðrir misstu hesta sína eða varning í beljandi flauminn. Það olli því ekki litlum þáttaskilum í lífi Skaftfellinga þegar uppskipun í vörum hófst í Vík í Mýrdal og verslun og þjónusta færðist inn í héraðið. Nú er rétt öld síðan Vík varð löggiltur verslunarstaður, en það var 2. desember 1887. Þegar líða tók að hundrað ára afmæli þessa sögulega atburðar, þótti sýslunefnd Vestur- Skaftafellssýslu einsýnt að láta rita verslunarsögu byggðarinnar og fól hún ritnefnd Dynskóga, héraðssögurits sýslunnar að sjá um framkvæmd verksins. Rit- nefndin réði til þess Kjartan Ól- afsson fv. ritstjóra til að rita sög- una. Hefur hann dregið fram í dagsljósið fjölda merkra heim- ilda og átt viðtöl við Skaftfellinga sem enn mundu uppskipun við hafnlausa strönd og verslunar- hætti í upphafi aldarinnar, en sumir þeirra eru horfnir af sjón- arsviðinu, nú þegar þetta rit kem- ur út. Kjartan ritar um efnið af mikilli þekkingu, á fjörlegan og ljósan hátt. í fyrra bindi Verslunarsögu Vestur-Skaftfellinga er fjallað um söguna frá síðari hluta 18. aldar og fram undir fyrri heimsstyrjöld. Jafnframt greinargóðri frásögn um upphaf og þróun verslunar- innar er varpað ljósi á mannlíf og atvinnuhætti og þá menn sem voru í fararbroddi í sókn til fram- fara og bættra lífskjara. Bókin er rúmar 400 bls. að stærð í stóru broti, og hana prýða um 400 myndir sem fæstar hafa verið birtar áður og varpa ljósi á löngu horfna lífshætti og mannlíf í harð- býlu héraði. Verslunarsaga Vestur-Skaft- fellinga, fýrra bindi, fæst á ás- kriftarverði, kr. 3.300.00 hjá Björgvin Salómonssyni, Skeiðar- vogi 29, en almennt verð er kr. 4.950.00. eins og hún var á dögum höfund- arins. Svo hefur löngum verið talið, að á síðari hluta 18. aldar hafi hagur íslenskrar tungu verið hvað bágastur, og hefur margt verið tínt fram því til stuðnings. Saga Ólafs Þórhallasonar sýnir, að hér er ekki um einhlítan dóm að ræða. Frásögn Eiríks er yfirleitt á hreinu og prýðisfallegu talmáli. Þó að einstöku hnökrar séu á frá- sögninni gætir þeirra svo lítið, að lesandinn tekur varla eftir því. Orðkyngi Eiríks er mikil, án þess að vera langsótt og sérviskuleg, og öll ber frásögnin merki hins þaulvana sagnamanns, eins og hún hefði mótast við að segja sög- una aftur og aftur á ferðalagi höf- undar um byggðir landsins. Af umsögn þeirra sem bjuggu söguna til prentunar virðist hafa verið vel til verksins vandað og þeir freisað þess að skila texta frumritsins orðrétt. Það hefur þó áreiðanlega ekki verið alltaf létt verk, því að hönd Eiríks er með afbrigðum ólæsileg, eða svo reyndist hún mér, þegar ég fyrir mörgum árum freistaði þess að lesa söguna. Af hálfu forlagsins er bókin hin prýðilegasta. Haraldur Sigurðsson Um þessar mundir eru fyrstu bankakort- in að falla úr gildi. Athugaðu því strax hvað þitt kort gildir lengi. Ef það er útrunnið bíður þín nýtt kort í bankanum þínum og þú ættir að sækja það við fyrsta tækifæri. Þannig kemstu hjá óþæg- indum sem ógilt bankakort getur valdið. < Hér sérðu gildistíma bankakortsins Bankakortið- tákn um traust tékkaviðskipti. Alþýðubankinn, Útvegsbankinn, Búnaðarbankinn, Verzlunarbankinn, Landsbankinn, og Sparisjóðirnir. Samvinnubankinn, ER BANKAKORTIÐ ÞITT í GILDI?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.