Þjóðviljinn - 19.12.1987, Side 14
REYKJKJIKURBORG
Jlau&a% Stöcáa
Dagvist barna
Staða forstöðumanns
Forstöðumannsstaöa á leiksk./dagh. Foldaborg,
Frostafold 33, Grafarvogi er laus til umsóknar.
Fóstrumenntun áskilin.
Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og umsjón-
arfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna, sími
27277.
HH REYKJKJÍKURBORG HH
Jlcuctevi Stöcáa
Þjónustuíbúðir
aldraðra
Dalbraut 27
Starfsfólk óskast til starfa í eldhús og viö ræsting- ar
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377.
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma
Þórlaug Marsibil Sigurðardóttir
Hátúni 10a Reykjavík
sem andaðist 14. desember verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 21. desember kl. 15.
Þráinn Sigurbjörnsson
Kjartan Kristófersson Hafdís Guðmundsdóttir
Þóra Ósk Kristófersd. Kristófer Óskar Baldursson
Auður Kristófersdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar
Ingibjörg Jónsdóttir
frá Vaðbrekku
andaðist í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 17. desember.
Guðrún Aðalsteinsdóttir
Jóhanna Aðalsteinsdóttir
Guðlaug Ingibjörg Aðalsteinsdóttir
Jón Hnefill Aðalsteinsson
Stefán Aðalsteinsson
Sigrún Aðalsteinsdóttir
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Hákon Aðalsteinsson
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Ástkær móðir okkar,
Guðrún H. Steingrímsdóttir
Nýiendu, Miðnesi
andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, 15. desember.
Jarðsett verður að Hvalsnesi þriðjudaginn 29. desember kl.
14.00.
Steinunn G. Magnúsdóttir Hákon Magnússon
Einar M. Magnússon Gunnar R. Magnússon
Bára Magnúsdóttir Sólveig Magnúsdóttir
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
Guðrún Bjarnadóttir
Kópavogsbraut 63
andaðist í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, miðvikudaginn
16. desember.
Bjarni R. Jónsson
Björgvin Jónsson
Þórdís Eggertsdóttir
og barnabörn
SKAK
Umsjón: Helgi Ólafsson
Æsispennandi lokaskák fór í bið í gœr:
Miklar Iflair á því
að Kasparov vinni
og verji titilinn
Tuttugasta og fjórða, og þar
með síðasta skákin, í meira en
tveggja mánaða löngu einvígi
Garrís Kasparovs og Anatolys
Karpovs stóð fyrir sínu eins 'og
vænta mátti. Þessi skák var æsi-
spennandi eftir sem því leið á og
kom skákklukkan þar mikið við
sögu, en báðir keppendur lentu í
feiknalegu tímahraki - þó eink-
um Karpov sem þurfti að leika 12
síðustu leikjum sínum á innan við
fjórum mínútum. Karpov virtist
jafna taflið fremur auðveldlega
en þó aldrei fullkomalega, og var
á tímabili var eins og væri hann á
valdi draumkenndra tilfinninga.
Hann ætlaði aldrei að koma sér
að því að leika og tiltölulega ein-
föld miðtaflsstaða tók að þróast
heimsmeistaranum, mjög í vil.
Undir lok setunnar gerði Kaspar-
ov harða hríð að kóngsstöðu
svarts með Karpov alveg á „lakk-
inu“ eins og það er kallað. Hann
átti innan við mínútu á síðustu
átta leiki. Rafeindaklukkur á
skáktap fáfu til kynna að Karpov
hefði fallið á tíma og brutust við
það út fagnaðarlæti í tilefni þess.
Karpov náði tímarmörkunum,
er peði undir og hans bíður geysi-
erfið vörn. Skoðanir manna
munu vera skiptar og þær raddir
hafa heyrst að svartur eigi að
halda jafntefli. Sovéski stór-
meistarinn Georgadze, sem er á
bandi Kasparovs eiga nokkra
vinningsmöguleika. Raymond
Keene, enski stórmeistarinn,
kvaðst sjaldan hafa séð Karpov
jafn taugaóstyrkan.
Feiknarleg spenna var ríkjandi
í Lope De Vega leikhúsinu, troð-
fullt út úr dyrum. Fæstir áttu von
á að Kasparov næði að herða upp
hugann og tefla til sigurs en hann
var greinilega í baráttuskapi þrátt
fyrir rólega byrjun og tafl-
mennska hans frá 21. leik minnti
um margt á hans bestu daga, en
hann hefur sannarlega verið frá
sínu besta í þessu einvígi:
Garri Kasparov vígalegur á svipinn.
24. einvígisskák:
Garrí Kasparov - Anatoly
Karpov
Vængtafl
1. c4
Ýmsir urðu til þess að spá því
að Kasparov myndi breyta út af
sínum hefðbundna fyrsta leik.
Hann hefur ekki snert drottning-
arpeðið í þessu einvígi.
1. .. e6 2. Rf3 Rf6 3. g3 d5 4. b3
Be7 5. Bg2 0-0- 6. 0-0 b6 7. Bb2
Bb7 8 e3
Það kann að koma mönnum á
óvart hversu rólega Kasparov fer
í sakirnar. Þetta er út af fyrir sig
eðlileg taktík því Karpov verður
ekki tekinn með áhlaupi. Hér er
venjulega leikið 8. .. 11 c5 og 9. ..
Rc6 og er víst að Kasparov hefur
eitthvað til málanna að leggja í
því afbrigði svo Karpov breytir út
af hefðbundnum leiðum.
8. .. Rbd7 9. Rc3 Re4 10. Re2
Það þjónar ágætlega hagsmunum
Karpovs að ná uppskiptum svo
Kasparov víkur undan.
10. .. a5 11. d3 Bf6 12. Dc2 Bxb2
13. Dxb2 Rd6 14. cxd5 Bxd5
(1.09) 15. d4 (1.26)
Kasparov hugsaði sig um í 35
mínútur. Það var álit flestra að
staðan væri í jafnvægi, þótt
auðvitað njóti Kasparov eilítið
betri stöðu vegna meiri rýmis.
15. .. c5 16. Hfdl Hc8 17. Rf4
Bxf3
Einfaldasta leiðin til að stemma
stigu við þrýstingi hvíts eftir d-
línunni. Nú fær Kasparov aftur á
móti sinn „katalónska" biskup
sem hann meðhöndlar öðrum
betur.
18. Bxf3 (1.50) De7 (1.53) 19.
Hacl Hfd8 20. dxc5 Rxc5 21. b4
(2.06) axb4 (2.07)
„Það eina sem er áhugavert við
þessa skák er klukkan," sagði Jon
Tisdall, fréttaritari Reuters við
mig en honum fannst byrjun
þessarar skákar frámunalega
leiðinleg. Og einmitt sú stað-
reynd að keppendur voru orðnir
geysilega tímanaumir gerði þessa
viðureign æsispennandi.
22. Dxb4 Da7 23. a3 Rf5
Eitt helsta vandamál svarts er
það hversu erfiðlega riddurunum
tekst að finna fótfestu. Kasparov
hefur lítið en þægilegt frumkvæði
og heldur skynsamlega á málum í
næstu leikjum.
24. Hbl Hxdl-t- 25. Hxdl Dc7?!
Eitthvað er þetta mislukkaður
leikur. Svartur lendir í erfið-
leikum með menn sína á c-
Iínunni.
26. Rd3 h6
Kannski var skárra að leika 26.
.. Rxd3 27. Hxd3 en stöðuyfir-
burðir hvíts eru eftir sem áður
umtalsverðir, b6 - peðið verður
t.d ekki auðvarið.
27. Hcl Re7?
Betra var 27. .. Rf5. Karpov
átti 6 mínútur eftir til að ná tíma-
mörkunum, Kasparov 14.
28. Db5 Rf5 29. a4
Eykur þrýstinginn. Þar sem
Karpov átti aðeins röskar 3 mín-
útur eftir til að ná tímamörkun-
um var ljóst að aðstaða hans var
geysilega erfið, sérstaklega vegna
þess að minnstu mistök gátu kost-
að hrun stöðu hans. Kasparov
átti 8 mínútur eftir er hér var
komið sögu.
29 ... Rd6 30 Dbl!
Stórsnjall leikur eins og kemur
á daginn.
30 ... Da7 31. Re5 Rxa4
31... Dxa4 strandar á 32. Dxb6
og svörtum tekst ekki að halda
stöðu sinni saman. Kannski mátti
reyna 31. ... Hf8.
32. Hxc8+ Rxc8
abcdefgh
33. Dl!
Þessi stórsnjalli leikur gerir að-
stöðu svarts hreint ekki læsilega.
Drottningin er bundin við að
valda a4 - riddarann sem vill
þýða að hvítur nær að brjótast í
gegn. Að sögn sjónarvotta var
spennan rafmögnuð þegar síð-
ustu leikirnir voru leiknir, Karp-
ov var alveg að falla á tíma en
einhvernveginn tókst honum að
ná mörkunum þótt ekki munaði
miklu.
33.. .. Re7 34. Dd8+ kh7 35. Rxf7
Rg6
Eini leikurinn.
36. De8
Hótar 37. Be4 o.s.frv.
36.. .. De7 37. Dxa4 Dxf7 38. Be4
Kg8 39. Db5 Rf8 40. Dxb6 Df6 41.
Db5 De7
Hér fór skákin í bið. Með því
að mynda breifylkingu peðanna á
kóngsvæng og skunda með kóng-
inn fram á vígvöllinn ætti Kaspar-
ov að ná slíkum tökum á stöðunni
að eitthvað verði undan að láta.
Ég tel allar líkur á því að honum
takist að knýja fram sigur, þótt
auðvitað megi ekki afskrifa
Karpov.
Biðskákin verður til lykta leidd
á morgun og hefst kl. 15.30 að
íslenskum tíma.
Staðan:
Karpov 12 - Kasparov 11
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. desember 1987