Þjóðviljinn - 19.12.1987, Side 15
ERLENDAR FRÉTTIR
Ungur Palestínumaður tekinn ómjúkum tökum af ísraelskum lögreglumanni. Ekkert lát virðist aetla að verða á mótmæl-
unum á Gazasvæðinu.
✓
Israel
Palestínumenn skotnir
Israelskir dátar réðust innísjúkrahús ígœr og börðu á
hjúkrunarfólk ogsjúklingum
Miklar óeirðir voru á hinu
hernumda Gazasvæði í gær,
tíunda daginn í röð. Israelskir
hermenn brugðu ekki þeim vana
sínum að beita skotvopnum og
myrtu þeir tvo Palestínumenn að
eigin sögn.
ísraelsk hernaðaryfirvöld
segja sína menn hafa skotið 16
Palestínumenn til bana og sært
fleiri en 70 frá því mótmælaað-
gerðirnar hófust fyrst á Gaza-
svæðinu fyrir 10 dögum. Tals-
menn palestínskra samtaka segja
þessar tölur um mannfall mjög
fjarri lagi og hafi til muna fleiri
Palestínumenn verið skotnir en
ísraelsmenn láti í veðri vaka.
Palestínska fréttaþjónustan
greindi frá því að 14 ára gamall
piltur hefði dáið í gær af völdum
skotsára er hann fékk á miðviku-
dag. Ennfremur sögðu frétta-
menn hennar frá því að upptök
óeirðanna í gær hefðu verið þau
að ísraelskir hermenn hefðu
skotið táragassprengjum inní
mosku, bænahús múhameðstrú-
armanna, í bænum Shajafye.
Læknar við Shifa sjúkrahúsið
skýrðu frá því að þangað hefði
verið komið með lík tveggja fórn-
arlamba ísraelshers í gær. Fjöl-
margir Palestínumenn hefðu
safnast saman á spítalalóðinni og
haft háreysti í frammi.
Þeir sögðu að eftirlitsflugvél ís-
raelsmanna hefði hnitað hringi
yfir sjúkrahúsinu er þetta fór
fram en skyndilega hefði fjöldi
dáta ráðist inná lóðina. Þeir
hefðu barið alla er á vegi þeirra
urðu, lækna og hjúkrunarfólk
ekki síður en mótmælendur.
Einn læknanna ræddi við
fréttamenn Reutersfréttastof-
unnar í síma og sagðist honum
svo frá: „Fjölmargir hermann-
anna ruddust inní sjúkrahúsið
sjálft. Þeir lúbörðu framkvæmda-
stjórann og fulltrúa hans og mis-
þyrmdu einnig þrem hjúkrunar-
konum er reyndu að koma í veg
fyrir að þeir rifu illa særðan mann
uppúr rúminu og hefðu hann á
brott með sér.
Þeir tóku mann sem var með
slæmt sár á læri með sér til aðal-
stöðva hersins og héldu honum
þar í dágóða stund. Þegar hann
var látinn laus báru áverkar á
höfði hans og baki vitni um
barsmíð."
ísraelskir ráðamenn virðast
hvorki skeyta um skömm né
heiður því þeir hafa látið
gagnrýnisorð fjölmargra er-
lendra ríkisstjórna vegna hátta-
lags þeirra á Gaza sem vind um
eyrun þjóta. Forhertastur er
sjálfur forsætisráðherrann, Yitz-
ak Shamir, sem kveður af og frá
að „hryðjuverkamenn" verði
látnir komast upp með múður á
herteknu svæðunum. -ks.
Indland
Union Carbide greiði
fomaiiömbum skaðabætur
Indverskur dómari hefur skipað fjölþjóðahringnum aðgreiða
fórnarlömbum eiturslyssins í Bhopal270 miljónir dala
Indverskur dómari skipaði í
fyrradag fjölþjóðaauðhringn-
um Union Carbide að greiða
fórnarlömbum eiturlekans í
Bhopal 270 miljónir Bandaríkja-
dala í skaðabætur til bráðabirgða
áður en hann kveður upp endan-
legan úrskurð í málinu. Tals-
menn Ijölþjóðarisans brugðust
ókvæða við og töldu fráleitt að
reiða svo mikið fé af hendi án
dómsúrskurðar.
Indverska ríkið rekur nú mál
gegn Union Carbide og krefst 3,3
miljarða dala skaðabótagreiðslu
vegna slyssins. Það er kunnara en
frá þurfi að segja að þann 3. des-
ember árið 1984 lak mikið magn
eiturefna út í andrúmsloftið frá
skordýraeitursverksmiðju auðfé-
lagsins í Bhopal. Að minnsta
kosti 2,500 manns létu lífið og 200
þúsund örkumluðust.
Nokkur fórnarlamba slyssins
auk hjálparstarfsmanna stóðu
utan dómshússins í Bhopal þegar
M.W.Deo dómari kvað upp úr-
skurðinn í fyrradag og fagnaði
fólkið ákaflega er því barst frétt-
in.
Deo sagði að féð yrði notað til
að efla heilsugæslu og auka at-
vinnutækifæri þeirra 500 þúsund
manna er ættu um sárt að binda
sökum slyssins.
„Viðleitni manna til að ná
samkomulagi um bótagreiðslur
virðast hafa farið út urn þúfur og
enn hafa fórnarlömb eiturlekans
verið sett hjá þótt nú séu þrjú ár
liðin frá því slysið átti sér stað,“
sagði dómarinn meðal annars er
hann gerði grein fyrir ákvörðun
sinni.
f öndverðum síðasta mánuði
hafnaði indverska ríkisstjórnin
tilboði Union Carbide um bráða-
birgðagreiðslu að upphæð 1,5
miljónir dala. Þann fyrsta þessa
mánaðar lagði ríkið síðan fram
ákærur á hendur fyrrum forseta
Indlandsdeildar fjölþjóðafyrir-
tækisins og átta öðrum mönnum.
Þeir eru allir sakaðir um mann-
dráp.
-ks.
Laugardagur 19. desember 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15
Sjúkrahúsið á Siglufirði
Tilboð óskast í innanhúsfrágang sjúkraþjálfunar
fyrir sjúkrahúsið á Siglufirði.
Um er að ræða ca 363 m3 svæði á jarðhæð, sem
nú er fokhelt og skal ganga frá að fullu með
innréttingum.
Verkinu skal skila í tvennu lagi, megin hluta þess
skal fullgera fyrir 1. júní 1988, en síðari hluta fyrir
20. janúar 1989.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg-
artúni 7, Reykjavík gegn 10.000 kr. skilatrygg-
ingu til og með 5. janúar 1988.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12.
janúar 1988 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7^ÓSTBÓLF 1450, 125 REYKJAVÍK.
M
Útboð
Einkasímstöð fyrir Stjórnarráðið
Óskað er tilboða í stafrænt einkasímstöðvakerfi
(PABX) fyrir Stjórnarráðið.
Áætluð stærð:
500 númer, stækkanleg í a.m.k. 800
40 línur með beinu innvali, stækkanleg í a.m.k.
70
50 úthringingarlínur, stækkanleg í
a.m.k. 90
3 skiptiborð, stækkanleg í a.m.k. 5
Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, á kr. 1.500.- frá og með þriðjudeginum 22.
desember 1987.
Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn 5.
febrúar 1988, kl. 11.00 f.h.
Þjóðlíf - framkvæmdastjóri
Fréttatímaritið Þjóðlíf óskar eftir framkvæmda-
stjóra sem hafið gæti störf 1. janúar 1988.
Um er að ræða krefjandi og spennandi starf.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Tilboð sendist blaðinu merkt - Þjóðlíf - fyrir 23.
desember.
Þjóðlíf, fréttatímarit
íbúð óskast
íþróttafélagið Gerpla
í Kópavogi óskar eftir að taka á leigu 3-4ra her-
bergja íbúð fyrir erlendan þjálfara. Æskileg stað-
setning er í austurbæ Kópavogs eða Breiðholti.
Upplýsingar í símum 74925 og 73687.
íþróttafélagið Gerpla
Skemmuvegi 6
Kópavogi
FÉLAGSMÁLASTOFNUN
lið REYKJAVÍKURBORGAR
Starf yfirmanns fjármála- og rekstrardeildar Fé-
lagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar er laust til
umsóknar. Viðskiptafræðimenntun áskilin.
Upplýsingar veitir félagsmálastjóri Reykjavíkur-
borgar í síma 25500. Umsóknir á þartilgerðum
eyðublöðum sendist starfsmannahaldi Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, fyrir 5. janúar n.k.