Þjóðviljinn - 20.12.1987, Síða 9

Þjóðviljinn - 20.12.1987, Síða 9
blóðugan, frá hvirfli til ilja. Hann andvarpaði mæðilega og sagði: „Öllum þeim mönnum er illa far- ið sem ekki hlýða góðra manna ráðum og ganga fram eftir sér- þótta sínum. Þurfa þar ekki ný dæmi til að færast og heldur ekki gömul því dagleg reynsla er sá besti sjónarvottur. Og hér er víst dæmi fyrir augum. Hefði ég fylgt þínum velmeintu ráðum, hefði mér allt vel gengið. En þar sem ég gjörði þvert móti þeim hefir mér og mun mér illa ganga.“ Ólafi varð bilt við og stökk upp og vildi hjálpa manninum. En þegar hann vaknaði sá hann að þetta var ekki annað en draumur. Hann vildi halda fyrir sér vöku en gat ekki því nú var hans svefntími og sofnaði hann bráðum aftur. Kom þá Eyvindur til hans í sömu ásýnd og hegðun sem áður, og þó enn ógnarlegri svo að Ólafi lá við felmtri. Hann opnaði sár sín sem hann hafði alla vega. Höfuðið var klofið og sýndi hann honum í opið, handleggirnir voru brotnir og hristi hann þá framan í Ólaf. Olafur þóttist spyrja hvernig hann hefði fengið þetta. En hann svaraði: „Það hefi ég fengið af því að ég breytti ekki að ráðum þín- um; því hefði ég látið þá dauðu konu vera óuppskorna hefði ég ekki komið í slíka neyð. Er það því víst að fátt verra en vara heimskan.“ Ólafur spyr hvað honum mætt hafi og hans félögum. En hann sagði svo: „Og morguninn, þegar vér höfðum skinnfatað oss, sett- um vér skipið fram til sjávar og rerum fram á mið, gekk oss næsta vel sem vant var og vorum vel kátir. En þegar áleið daginn heyrðum vér dynjandi reiðir allt í kring um oss með slíkri skelfing að vér ætluðum himin og jörð mundi forganga. Allir hlutir hristust líka sem þeir léki á þræði; særinn æstist, bylgjurnar ógnuðu oss, og þó var hin mesta veður- stilla. Og þannin opnaði sig öll heimsfurða fyrir oss félögum. En hvflík hræðsla oss ásótti kann engi mannleg tunga að útskýra. Hún aftraði vorri bænagjörð svo vér kunnum ekki að hugsa eður tala. Vér drógum upp vora fisk- vaði en á meðan kom hræðilegur eldslogi yfir oss; og þegar því létti sáum vér stórfisk fyrir aftan skipið. Vér vildum taka til róðurs en hvað skeði, þar var annar fyrir framan. Vér vorum ráðlausir áður, urðum vér nú (öldungis án vonar) og voru þar nokkrir sem vildu fleygja sér útbyrðis. En í sama bili kom nokkur fjandi í arnar líki sem tók skipið upp með mönnum og öllu tilheyrandi og færði norður á Jórukleif og kast- aði þar. Má þar líta eftir leifar af illum umgangi og væri best að sem flestir sæi það, að þeir frem- ur tæki sér vara fyrir illu athæfi." Þegar hann hafði þetta talað sló hann sundur munni sínum og æpti ógurlegri röddu svo Ólaf felmtraði. Hvarf Eyvindur frá honum en Ólafur vaknaði og blés mæðilega. Var þá nær dagur og gekk hann út af búðinni. Strax sem dagur rann kallar Ólafur menn saman og segir þeim allt hvernin tilgengið hafi. Gjörðust flestir felmtsfullir, gengu heim í Krísuvík, fundu Eirík prest og sögðu honum sem tilgengið hafði. Veitti hann Ólafi stórar átölur að hann hafði þann- in hræðst mennina, að leyna slík- um ósköpum. En með því hann var Ólafi velviljaður þá vor- kenndi hann honum og sagði, að flestum yrði fyrir að hræðast dauða sinn. Voru síðan bein konunnar sótt og gjörði prestur hennar greftran sem virðulegasta. En á meðan sendi hann trú- verðuga menn upp á Jórukleif, að forvitnast ef þeir sæi nokkurt mark til þessa. Fundu þeir brotin af skipinu og fiskinn sem lá þar hingað og þangað en á steinunum lágu heila og blóðsletturnar, en ekki sást hið minnsta til nokkurs annars hlutar af mönnunum. Fóru þeir heim og sögðu presti tíðindin, en hann skrásetti og las sínu sóknarfólki og lagði til fagrar áminningar um betran lífsins. Eftir þetta setti prestur menn til að skipta afla þeirra og var svo gjört, hafði enginn munað slíkan afla því hvers manns hlutur fyrir sig var nítján hundruð af hinum vænsta fiski; því slíkir erðisfiskar sem voru í þeirra hlutum fengust hvergi um öll suður- og innnes. Þorsteinn:Álf- arnirísögunnieru afartæknivæddir og stundat.d. fiskiræktístórum stíl... Staðakon- unnarhjáálfum er líkaámótaoghjá okkurnúátímum. tii þess að hann hafi skrifað sögu Ólafs Þórhallasonar á þessum tíma. Þau hjónín flosnuðu upp af jörðinni eftir fáein ár, hún fór á hreppinn, en hann lagðist í flakk síðustu þrettán æviárin. Hann náði býsna háum aldri, varð 73 ára, og hafði söguna jafnan í far- teskinu og las úr henni fyrir fólk.“ - Og nú, 200 árum síðar, - hvaða gildi hefur þessi bók? „Þessi saga varðveitir mannlíf 18. aldar eins og bókmenntaverk getur framast gert, en er um leið einkar læsileg enn þann dag í dag. Hún er skrifuð af miklum húmor - og það svo dirfskufullum að hann á ágætlega við okkur eftir að upplýsingin hefur varað í tvær aldir. Málfarið er afar auðugt, stfltilf- inningin er mikil og bókin er náma af hvers konar orðatiltækj- um, málsháttum, örnefnum og beinlínis fróðleik um atvinnu- hætti sem getur án efa bætt við það sem þegar er kunnuhgt um af slíku. Þannig að gildi þessarar bókar er margþætt fyrir okkur enn í Hqít “ Sunnudagur 20. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 IVIyndlist er góð gjöf. Eiguleg gjöf sem ber þiggjanda sem gefanda vitni um góðan smekk. tz : ~ Xvomið við á jólasölunni í Gallerí Borg. Njótið listar, - skoðið, á tveimur stöðum. 'rvalið er gífurlegt og eitthvað við allra hæfi. G ijafakortin okkar leysa oft vandann. Pósthússtræti 9 og Austurstræti 10. Sími (91) 24211,101 Reykjavík. í salnum í Austurstræti 10 (Penninn) er mikið úrval af grafík og keramiki. í Pósthússtræti 9, að auki, vatnslitamyndir, teikningar og ýmis verk eldri sem yngri meistara. Islenskir listmunir, eign og gjöf sem gleður lengi. v° Gallerí á tveimur stöðum BÖRG

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.