Þjóðviljinn - 20.12.1987, Síða 11

Þjóðviljinn - 20.12.1987, Síða 11
Beðið eftir gosi. Samvinnunefndarfulltrúar við Geysi 1949. Sitjandi frá vinstri. Bodil Begtrup sendiherra Dana á íslandi, Stefán Jóhann Stefánsson, Martin Tranmæl ritstjóri (Noregi) Sæmundur E. Ólafsson varaforseti ASÍ og Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri ASÍ. Ljósmyndari Guðmundur Hannesson. Úr einkasafni Helga Hannessonar. keikur og glaður yfir árangri terð- arinnar er Stefán kalinn á hjarta og hamslaus af bræði að komast ekki á þing. Staðráðinn í því að nota það afl sem hann hefði brást hann skjótt við, eins og fyrr segir, og sendi vini sínum Hedtoft bréf. Til þess að vera viss um að ekkert yrði að gert fyrr en bréfið væri komið í réttar hendur sendi hann honum fyrst skeyti dags. 1. apríl: Mikilvægt bréf á leiðinni, sjáðu vinsamlegast svo um að ekkert verði gert varðandi málgagn okkar hvorki af hálfu flokksins né Alþýðusam- bandsins fyrr en þú hefur fengið bréfið.8 Bréfið er dagsett 2. apríl og þar segir svo: Kæri Hans. Ég veit að þú þekkir nokkuð til flokksmála hér á landi og þess klofnings sem gerði vart við sig á síðasta flokksþingi. Ég hef áður skrifað þér um þessi leiðindamál, og ég held því miður að tíminn hafi staðfest skoðanir mínar og ótta. Ég reikna með að þú vitir 'hvernig í málunum liggur. Nú hefur nýi formaðurinn okk- ar, Hannibal Valdimarsson, ver- ið á norska flokksþinginu í Osló. Okkur skilst að hann komi þaðan sem sigurvegari og hafi fengið vil- yrði um fjárhagsaðstoð frá bræðraflokkunum, eða/og skandinavísku alþýðusambönd- unum, í formi ókeypis pappírs fyrir aðalmálgagn okkar Alþýðu- blaðið. Að sjálfsögðu gleðjumst við mjög yfir þeirri athygli sem vinir okkar í Skandinavíu sýna flokki okkar, en teljum að hún hefði átt að koma á öðrum og heppilegri tíma. Ég og nánustu vinir mínir, ein- mitt þeir sem þú hefur kynnst hér á landi, og sem þú þekkir flesta persónulega, erum undrandi. Nýja flokksstjórnin hefur nú gert nokkrar tilraunir til að minnka áhrif okkar, okkar sem ég þori að fullyrða að höfum verið burðar- stoðir flokksstarfsins og skólunar hans. Jafnframt erum við hræddir um að nýja stjórnin undirbúi breytingar á stefnu flokksins í utanríkismálum og fari út á braut sem ekki er sérlega vilhöll NATO-löndunum. Okkur virðist því sem nýja flokksstjórnin hafi tekið ranga stefnu sem jafnvel getur orðið hreyfingunni hættu- leg. Og einmitt af þessum ástæð- um tel ég og vinir mínir, að bein aðstoð frá bræðraflokkunum á Norðurlöndunum einmitt á þess- um tíma, - ef ég má segja það hreint út, - verði túlkuð hér af mörgum á þá leið að norrœnir vinir taki beinlínis afstöðu í innanflokksdeilunum, með nýju stjórninni og stefnu hennar, en gegn okkur hinum. Við höfum vonað og búist við að norrænir flokksbræður myndu bíða átekta, áður en þeir ákveða að veita nýju flokksstjórninni stóra aðstoð og viðurkenningu. Því miður er ekki hægt að neita því að í flokknum geisar stríð, þótt dult fari, og það hefði verið heppilegt að sjá á hvern hátt stríðið kristallaðist í næstu fram- tíð, sérstaklega hvað varðar á- kvörðunina um frambjóðendur til næstu Alþingiskosninga, og ef til vill varðandi breytta stefnu í utanríkismálum. Þess vegna vil ég og vinir mínir ráðleggja flokksfélögum okkar á Norður- löndum að bíða um stund með beina aðstoð til nýju flokksstjórn- arinnar, jafnframt sem við von- um að bráðlega muni gagn- kvæmur skilningur og samvinna innan flokksins aukast og að við öll getum vænst stuðnings og hjálpar frá okkar ágætu norrænu flokksfélögum. Ég er ákaflega leiður að þurfa að senda þér þetta bréf, sem að sjálfsögðu er algjört trúnaðarmál, en ég og vinir mínir töldum að brýna nauðsyn bæri til...9 Eins og ætti að vera ljóst hafn- aði Stefán Jóhann alfarið að taka sæti á óröðuðum landslista. Ann- að hvort fengi hann efsta sæti númeraðs landslista eða annað tveggja efstu sætanna í Reykja- vík. Þeirri kröfu hans var synjað og málið þar með afgreitt af hálfu stjórnar. Stefán Jóhann og stuðn- ingsmenn hans gáfust þó ekki upp og á fundi miðstjórnar 13. apríl var lesin upp áskorun frá 38 meðlimum fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík um að tryggja Stefáni efsta sæti númeraðs landslista.10 Þann sama dag skrifar Hans He- dtoft vini sínum svarbréf.11 f bréfi sínu segir Hedtoft m.a. að hann sé undrandi á innihaldi bréfsins. Hann segist hafá verið annar fulltrúi danska flokksins á þinginu í Osló. Hinn var Tabor ritstjóri málgangs þeirra, Social- Demokraten. Þeir hafi hitt Hannibal en hann hafi ekki minnst á ástand Alþýðublaðsins og í máli sínu hafi hann ekki hall- að á Stefán Jóhann persónulega. „Honum er ugglaust kunnugt um að við erum vinir frá gamalli tíð.“12 Hedtoft segist ekki vera kunn- ugt um að nein styrkbeiðni hafi komið fram. Hann segir enga beiðni hafa borist Dönum, né heldur Norrænu samvinnunefnd- inni. Ef samvinnunefndin hefði fengið ósk um aðstoð myndi hann vita um það því aðalstöðvar hennar væru þá stundina í Dan- mörku. Hinsvegar útilokar hann ekki að Hannibal hafi leitað til Norska verkamannaflokksins eða alþýðusambandsins norska. Síðan biður hann Stefán Jóhann um að senda sér nánari greinar- gerð sem hann gæti stuðst við ef Norrænu samvinnunefndinni bærist formleg bón sem þvingaði fram opinbera afstöðu. Að sjálfsögðu hef ég enga heimild til að blanda mér í mál ykkar íslendinga, en ég vil þó sem gamall vinur þinn og félagi segja, að mér sýnist ekki rétt að þú né aðrir flokksfélagar, sem teljið ykkur sniðgengna, vinnið gegn ákvörðunum sem löglega kosin flokksstjórn eða stjórn Al- þýðusambandsins tekur varðandi Norrænu samvinnunefndina. Ég held að mér sé óhætt að segja að allir flokksfélagar ykkar hér óski þess heilshugar að atburðir síð- asta flokksþings leiði ekki til klofnings milli þín og löglega kjörinnar stjórnar. Þó svo við á stundum lendum í að teknar eru ákvarðanir sem ganga á skjön við persónulegar óskir okkar þá er það mikilvægt fyrir okkur öll að flokkurinn haldist heill. Það markmið verður að standa öðru ofar öllu.11 Noregsför Hannibals bar ekki þann árangur að Alþýðuflokkur- inn fengi fjárhagsaðstoð eða vil- yrði um slíka. Hedtoft staldraði stutt við, hann stóð í miðri kosn- ingabaráttunni til danska þjóð- þingsins og sneri því heim að lok- inni opnunarathöfninni.14 Hannibal tókst því ekki að kynn- ast honum persónulega. Á leið sinni heim til íslands hafði hann viðdvöl í Kaupmannahöfn og ætl- aði þá greinilega að ná tali af dönsku forystumönnunum til að ræða flokksmálin. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir tókst honum það þó ekki og sneri heim við svo búið.15 Á flokksþinginu í Osló hafði honum hinsvegar tekist að fá lof- orð um að fá til íslands norskan sérfræðing til að gera úttekt á stöðu Alþýðublaðsins og útgáfu þess.16 Sérfræðingurinn, Johan Ona að nafni, kom hingað um sumarið og skilaði að lokinni rannsókn ítarlegri skýrslu sem um verður fjallað síðar, en á henni grundvölluðu norrænir bræðraflokkar næstu ákvarðanir um aðstoð við Alþýðuflokk ís- lands. Áður en fjallað verður um skýrslu Norðmannsins er rétt að huga að eldskírn nýju forystunn- ar í kosningunum 28. júní 1953. Til þeirra gekk flokkurinn fá- tækur af aurum, en með formann sem boðaði straumhvörf. Eftir kosnigar skyldi það ekki verða hlutskipti Alþýðuflokksins að vera minnstur hér á landi, það yrði Sósíalistaflokkurinn, - að Lýðveldisflokki og Þjóðvarnar- flokki undanskildum.17 LÉLEGASTA BÚÐIN IB4NUM Nei, nei, þetta er bara smágrín viö erum ágœt VÖRULOFTID SKIPHOLTI 33

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.