Þjóðviljinn - 20.12.1987, Síða 12
Messías og ríka fólkið
Pólýfónkórinn er þrjátíu ára.
Allir keppast viö að ausa lofi á
eiganda hans og stjórnanda.
Segja menn að Ingólfur Guð-
brandsson sé merkilegur braut-
ryðjandi er gert hafi byltingu í
fslensku sönglífi. Ég tek undir
þetta. En mig langar til að bera
upp hógværa spurningu: Hefði
Ingólfur haft tök á því að reka
kórinn ef hann hefði alla ævi
þrælað sem hafnarverkamaður
fyrir smánarlaun? Nú verður sagt
að ég sé að gera lítið úr starfi
hans. En ég er ekki að gera lítið
úr neinum. Ég er aðeins að minna
á þá staðreynd, að efnalegar að-
stæður skapa að langmestu leyti
hetjur menningarinnar í þjóðfé-
laginu. Þær koma ekki úr röðum
verkalýðsins. En þetta má ekki
segja opinberlega. Allra síst á
miklum listahátíðum. Það er
þegjandi samkomulag um þá lygi
að við búum í „velferðarþjóðfé-
lagi“, þar sem aliir geta notið
þeirrar menntunar er þeir óska
og gert yfirleitt allt sem hugurinn
girnist. Og yfirstéttin verður sí-
fellt frekari og ósvífnari að
tryggja forréttindi sín. Nú síðast
með söluskatti á matvælum. Allir
þurfa að borða en ríka fólkið
munar ekkert um þessa hækkun.
Það étur jafnvel enn þá meira til
að finna til máttar síns. En þetta
gerir fátæku fólki erfiðara um vik
að njóta lista og menningar.
Heimur listarinnar er greinilega
ekki talinn við þess hæfi. Lág-
launafólk á bara að vinna, éta,
sofa og ríða.
Það er reyndar skoðun mín,
sem ég sé ekki ástæðu til að þegja
yfir, að þeir menn sem raka sam-
an auði í heimi þar sem fjöl-
mennar þjóðir búa við skort og
smán, eigi að skammast sín niður
í tær og láta sem minnst á sér bera
framan í þjáningu mannkynsins.
Og má Þjóðviljinn vera stoltur af
því að enn skuli finnast menn er
halda fram þessari gamalkunnu
og alþýðlegu hugsun á síðum
blaðsins. Að rökstyðja hana hér
er of langt mál. En fróðleiksfús-
um lesendum er bent á rit Karls
nokkurs Marx er eitt sinn þótti
nokkuð áreiðanlegt vitni og
guðspjöllin er segja frá Jesú Jós-
efssyni, sem var Messías og
kenndi burgeisabreiðmennum
sinnar tíðar harða lexíu með of-
urljósum dæmisögum um allt
milli himins og jarðar. Meira að
segja um úlfaldadal. Það komast
ekki allir í himnaríki. Sumir
verða að láta sér lynda að fara til
helvítis.
En Pólýfónkórinn flutti Messí-
as 12. desember í Hallgríms-
kirkju. í efnisskrá skrifar IG
m.a.: „Sú hrifningaralda sem
Messías vakti strax í upphafi, hef-
ur síðan borist um allan hinn sið-
menntaða heim“. Hvað þýðir
þetta? Hver er hinn „siðm-
enntaði heimur“ nú á dögum? Og
hvar er þá hinn ósiðmenntaði
heimur þar sem villimennirnir
búa og baula á Messías? Ég hélt
að allur heimurinn væri orðinn
siðmenntaður. Vestræn tækni og
lífsþægindi hafa farið sigurför um
hnöttinn. Afleiðingarnar eru þær
að jörðin er að verða óbyggileg.
Hvernig verður ástandið eft
hundrað ár með sama siðmennt-
aða áframhaldi? Skrælingjar,
eins og íslendingar kölluðu
eskimóa áður fyrr, eru taldir sá
kynstofn er lifað hefur af mestri
snilld í samræmi við náttúrulegar
aðstæður. Það er menning. Það
er lífsviska. Nú eru þeir að
drekka sig í hel. Ekki er hægt að
hugsa sér meiri ómenningu en
lífshætti er stofna öllu lífi á jörð-
unni í bráða voða og leggur
heilbrigt mannlíf í rústir.
Hvað tónverk Handels um
Messías varðar er það vafalaust
vinsælt í kristnum ríkjum Evr-
ópu, Ameríku og Ástralíu,
jafnvel í kristnu Afríku og svo í
Japan. En áreiðanlega hefur
Messías ekki vakið neina sérs-
taka hrifningaröldu í ríkjum ara-
ba eða öðrum löndum Múham-
eðs, eða þar sem hindúismi og
búddatrú stýra hugsun þjóða í
Asíu. Að ekki sé minnst á Kína.
Þessi landskikar þar sem býr
helmingur mannkynsins teljast
sennilega ekki til hins „siðmennt-
aða heims“. Slíkar ályktanir
mætti hæglega draga af orðum IG
í söngskránni. Samt ætla ég hon-
um ekki svona hrokafulla kenn-
ingu. Hann meinar eflaust ekkert
með þessu. Hann setur þetta si
svona á pappírinn í siðfágaðri
hugsanatregðu. Orð hans þýða
svo sem ekki annað en jamm og
jæja og það held ég. Én slíkur
sljóleiki hugans er jafnvel enn
ferlegri afspurnar en forhert
fyrirlitning á menningu annarra
þjóða.
En víkjum loks að flutningi
Pólýfónkórsins á Messíasi. Ég sat
á fjórða bekk frá altari, yst til
vinstri ef gengið er inn kirkjuna.
Þar var hljómburðurinn hræði-
legur. Hljómsveitin rann að
mestu út í bassaþungan mattan
hljómamökk. Kórinn var skárri
þó erfitt væri að greina eina rödd
frá annarri. Af einsöngvurum
heyrðist sæmilega sópran og ten-
ór, illa alt og bassi. Umsögn mín
um tónleikana verður því fremur
endaslepp. Þó heyrði ég ekki
annað en kór og hljómsveit væru
harla góð og stjórnandinn næði
oft fram dramatískri kynngi og
jafnvel mystískri dulúð á við-
eigandi stöðum. Og mér heyrðist
Inga Jónína Backman og Gunnar
Guðbjörnsson syngja ljómandi
vel og virðist Gunnar vera afar
efnilegur. Ég heyrði svo ekki bet-
ur en Sigríður Elliðadóttir hafi
litla og lokaða rödd sem hún
beitir þó ágætlega og loks
heyrðist mér endilega að út-
lendingurinn, William Mackie,
væri mikill fyrir sér en titrandi og
kæfður inn í sig eins og leiðinleg-
asti bassi í heimi, landi hans John
Shirley-Quirk og má mikið vera
ef Mackie hefur ekki lært af hon-
um andköfin.
Mér leiddist þarna. Það er hart
að selja fólki tónleika dýrum
dómum sem heyrast svo ekki
nema við illan leik. Og það er
virðingarleysi við listamennina er
leggja sig alla fram. Afhverju
berja menn höfðinu við steininn?
Afhverju halda menn ekki kon-
serta í Háskólabíói þar til tónl-
eikahúsið nýja rís af grunni?
Að lokum til umhugsunar fyrir
eldvarnaeftirlitið: Hvað myndi
gerast ef heilagur andi stigi allt í
einu niður úr lofti Hallgríms-
kirkju í leiftri guðlegrar heiftar í
miðri athöfn svo kirkjugestir
tækju skelfingu lostnir til fótanna
undan því brennandi sannleiks-
ljósi? Þá mætti segja mér að fína
fólk höfuðstaðarins myndi troða
hvert öðru óþyrmilega um tær í
þeim sprettharða útgöngumarsi.
Rit um
jógaspeki
Vasaútgáfan hefur gefið út
bókina „ Yoga-heimspeki“
eftir Ramacharaka í þýðingu
Steinunnar Briem. Hér er um
að ræða endurútgáfu á verki
sem guðspekingar telja eitt
undirstöðurit austrænnar dul-
speki. Kom það fyrst út á ís-
lensku fyrir 26 árum en var
löngu uppselt.
Ramacharaka var indverskur
spekingur, sem uppi var á 19. öld,
en lærisveinn hans Baba Barata
ferðaðist til Vesturlanda, skráði
þá fyrirlestra hans á ensku með
hjálp rithöfundarins Atkinsons.
í bókinni Yoga-heimspeki er
fjallað um ýmis helstu undir-
stöðuatriði dulspekinnar. Þar eru
útskýrð ýmis dularfull fyrirbæri
eins og fjarhrif, dulskyggni,
mannlegt segulafl, dulrænar
lækningar og ekki síst hið svokall-
aða lífsafl (prana).
VIGDIS GRIMSDOTTIR
1
VIGDIS GRIMSDOTTIR
kaldaljós
„Kaldaljós er óður til fegurðar, trúnaðar,
grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga ást-
ar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af mikilli list.
Henni skal ekki líkt við neitt.“
Jóhanna Kristjónsdóttir Morgunblaðinu
„Þessi skáldsaga Vigdísar er án efa eitt athyglis-
verðasta skáldverk sem jólabókaflóðið færir okkur
í ár.. . hér er ósvikið listaverk á ferðinni."
Soffía Auður Birgisdóttir Helgarpóstinum.
^vort á fnntu
STEFÁN JÓNSSON
íiwm
Bernskuminningar Stefáns Jónssonar
fyrrverandi fréttamanns og þingmanns.
„Mér er eiður sær að bók sambærileg
þessari hefur ekki komið til þessarar þjóðar
áður.“
Jónas Árnason rithöfundur (í útvarpsviðtali).
Svartáfwítu