Þjóðviljinn - 23.12.1987, Page 1
Samningaviðrœður
Kippt í spottann?
Samningaviðrœður verkalýðsfélagsins Jökuls og Kaupfélags A-Skaftfellinga um
útfœrslufastlaunasamninga út um þúfur. Björn Grétar: Áttum von á að samningar
tœkjust. Viðsemjendur sneru við blaðinu. Hermann Hansson: Vildum aldrei semja
nema aðfenginni tryggingufyrir betri afkomufiskvinnslunnar
Samningaviðræðum er lokið án
árangurs og ég tel það mjög
miður. Viðræðurnar hafa verið
afar vinsamlegar og við áttum
von á að samningar tækjust, en í
fyrradag sneru viðsemjendur
okkar við blaðinu og ákváðu að
semja ekki, sagði Björn Grétar
Sveinsson formaður verkalýðsfé-
lagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði
í samtali við Þjóðviljann í gær en
fram að fundi Kaupfclagsstjórn-
ar A-Skaftfellinga í fyrradag
höfðu fulitrúar verkalýðsfé-
lagsins verið vongóðir um árang-
ur I gerð fastlaunasamninga fyrir
fiskvinnslufólk sem samningasað-
ilar hafa verið að útfæra á síðustu
vikum.
Björn Grétar sagði að þær hug-
myndir sem ræddar voru, hafi
verið tillögur til leiðréttingar á
launum fiskvinnslufólks. Þærhafi
ekki falið í sér grunnkaups-
hækkun heldur starfsaldurs-
hækkanir og átti hækkunin að
verða mest hjá starfsfólki með 15
ára starfsreynslu hjá sama at-
vinnurekanda, eða 25% miðað
við byrjunarlaun. Samningnum
var ætlað að gilda frá áramótum
fram í febrúarlok.
„Með þessari skammtímalausn
töldum við að hægt yrði að flýta
fyrir heildarkjarasamningum, en
viðsemjendur okkar treystu sér
ekki til að taka fyrsta skrefið,"
sagði Björn Grétar.
Þá sagði Björn Grétar að hann
sæi fram á stórátök á vinnumark-
aðnum eftir áramót og hann viidi
hvetja verkafólk til þess að vera
viðbúið slíkum átökum.
Aðspurður neitaði Hermann
Hansson kaupfélagsstjóri A-
Skaftfellinga því að Vinnumála-
sambandið eða Vinnuveitendas-
ambandið hafi kippt í spottann á
síðustu stundu, en miðað við
væntingar verkalýðsfélagsins um
niðurstöður samningsviðræðna
er ekki fráleitt að álykta að svo
hafi verið. „Það kemur mér á
óvart hversu bjartsýnir viðsemj-
endur hafa verið. Við höfum all-
an tímann sagt þeim að samning-
ar kæmu ekki til greina nema
trygging fengist fyrir því að tekjur
fiskvinnslunnar færu batnandi,"
sagði Hermann. -K.Ól.
1
dagur ti! jóla
Fjárlög
Fiskur
niður
varalitur
upp
Söluskattur áfiski
endurgreiddur um 15%.
Vörugjald lagtá varalit
ogsnyrtivörur
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
greiða niður söluskatt á fiski
um 15%, þannig að fiskur muni
hækka um 10% eftir áramót í
stað 25%. Ákveðið hefur verið að
verja 160 mi|jónum til þessa á
fjárlögum.
Áætlað er að með því að leggja
vörugjald á varaliti og snyrti-
vörur „einkum fyrir hið veikara
kynið,“ einsog Sighvatur Björg-
vinsson, formaður fjárveiting-
arnefndar orðaði það þegar hann
mælti fyrir breytingartillögum
nefndarinnar við fjárlagafrum-
varpið við þriðju umræðu á Al-
þingi í gær megi afla 150 miljóna
til þessa.
Sighvatur rökstuddi vörugjald-
ið með því að benda á að erlendir
merkjaframleiðendur myndu
aldrei una því að verð á þessum
vörum lækkaði um 47% á lslandi,
heldur myndu þeir hækka
innkaupsverðið erlendis og því
hefði þetta verið ákveðið.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans þótti það hinsvegar afar
slæmt áróðurslega að varalitir
lækkuðu um 47% samtímis og
fiskur hækkaði um 25% og því
greip ríkisstjórnin til þessa ráðs.
Menn hrista hinsvegar hausinn
yfir því hvernig það samræmist
einföldun á söluskattskerfinu
með því að leggja fyrst 25% sölu-
skatt á fisk og niðurgreiða hann
síðan um 15% og segja þetta nán-
ast óframkvæmanlegt. -Sáf
Sjá nánar umfjárlög
og aðrar þingýréttir á
bls. 3
Allt trá 1960 hefur fæðingum á íslandi farið fækkandi. Er þróunin að snúast við?
Landspítalinn
Fæðingum fjölgar um 8%
Fjölgunfœðinga á Landspítalanum gœti bent til þess aðfæðingar á
landinu öllu verðifleiri en á síðustu árum
Fæðingum á Landspítalanum
hefur fjölgað um 8% á árinu.
Stór hluti fæðinga á landinu fer
fram á Landspítalanum og gæti
þessi fjölgun því bent til þess að
fæðingar í ár verði eitthvað fleiri
en undanfarin ár.
Fæðingar á Landspítalanum í
ár eru 2306, miðað við bráða-
birgðatölu fyrir desember, en í
fyrra voru þær 2139. Fæðingum
þar hefur því fjölgað um tæp 8%.
Ekki virðist þó sama þróun eiga
sér stað annars staðar á landinu
en Þjóðviljinn hafði samband við
nokkur sjúkrahús úti á landi og
þar var útliti fyrir að fjöldi fæð-
inga í ár yrði mjög svipaður og á
síðasta ári.
Allt frá árinu 1960 hefur fæð-
ingum á íslandi farið fækkandi en
þá fæddust tæplega 5000 böm. Á
árunum 1985 og 1986 vom fæð-
ingar orðnar innan við 4000. í
framtíðarspá forsætisráðuneytis-
ins kemur fram að ef fæðingum
heldur áfram að fækka með sama
hraða og undanfarinn áratug
verði fæðingar á árinu 2000 að-
eins 3400. En eins og danski háð-
fuglinn Storm P. segir: „það er
erfitt að spá, sérstaklega um
framtíðina“ og á það kannski
einkanlega við um hegðun
mannsins í endurframleiðslunni
sjálfri.
-K.Ól.
OECD
Góðærinu lokið
OECD (Efnahags- og framfar-
astofnun Evrópu) sér merki þess
að góðæri, sem hófst á íslandi
1984 og hefur byggst á auknum
fiskveiðum, sé nú lokið. Bráða-
birgðaspá gerir ráð fyrir 3%
aukningu á landsframleiðslu í
stað 4,75% aukningar á þessu
ári.
Samkvæmt Reuter-skeyti em
þetta helstu niðurstöður um ís-
land í skýrslu OECD um efna-
hagshorfur á Norðurlöndum á
næsta ári.
Höfundar skýrslunnar taka
fram að hún sé samin áður en
búið er að gera grein fyrir nýjustu
aðgerðum stjórnvalda í efna-
hagsmálum og því sé aðeins um
að ræða fyrstu drög að spá. En
líkur séu á að hagvöxtur hægi á
sér.