Þjóðviljinn - 23.12.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.12.1987, Blaðsíða 10
BÆKUR P.C. Jerild Babelshús P.C. Jersild: Babelshús (346 bls.) Svart á hvítu Hér er á ferðinni saga um og eftir lækni og þýdd af lækni. Allt hjálpar þetta til að koma til skila raunsæislegri og sþennandi frá- sögn með vænum skammti af umfjöllun um mannlegan vanda. Vettvangurinn er sjúkrahús, kjörinn staður fyrir hópsögu. Upphafið að kynnum lesandans af sjúkrahúsinu er gegnum gaml- an mann, Primus Svensson, sem er lagður inn vegna hjartaáfalls. f raunini skipta veikindi hans eng- an neinu máli, á sjúkrahúsinu er hann bara ákveðið tilfelli og m.a.s. drykkjusjúkur sonurinn er sinnulaus um gamla manninn. Af þeim sem vinna á sjúkra- húsinu ber einna mest á tveimur læknum: prófessor Erik Ask og Gústaf Nyström. Þeim er lítt til vina. Prófessornum finnst Ny- ström gera sér of dælt við stú- dentana á sjúkrahúsinu, finnst hann hafa of miklar vinstritil- hneigingar, eitthvað sem hann hélt að væri komið úr tísku. Ny- ekki allt. Nyström sækist eftir raunverulega nýjum sannindum en ekki tómri vegtyllu. Hann reynir að gleyma þessum vanda sínum eina næturstund hjá stúlku sem hann kennir - en það fær enginn flúið sjálfan sig. Mikið fleiri persónur koma við sögu og atburðirnir að sama skapi fjölbreytilegir en ekki skal farið nánar út í það. Eftirtektarverð er afstaðan í sögunni til sjúkrahússins. Heiti sögunnar kveikir þá hugsun að sjúkrahúsið sé babelsturn nútím- ans, yfirlætisfullt bákn með óljós- an tilgang. Það er eins og persón- urnar átti sig hvorki á hlutverki sjúkrahússins né sjálf sín. Menn reyna að þrauka innan veggja sjúkrahússins, bæði starfsfólk og sjúklingar, og ýmist lifa þeir af eða deyja- og þá í fleiri en einum skilningi. Var þetta ástand ekki einhvern tíma nefnt firring? Þessi saga er góð lesning, og sjálfsagt ekki síst fyrir þá sem starfa á sjúkrahúsum. Þýðing Þórarins Guðnasonar sýnir að hann er á heimavelli. Ingi Bogi bili. Hann sér að eitthvað verður að gerast í lífi hans til þess að hann eigi einhverja von um meiri starfsframa. Hann gælir við þá von að ljúka doktorsprófi en Ask sættir sig ekki við rannsóknarað- ferðir hans, þær þykja honum vera loddaralegar. Fyrir Nyström vakir aftur á móti að taka áhættu og brjóta upp fræðin, honum nægja ekki gömlu aðferðirnar, þær munu að vísu örugglega skila honum doktorsnafnbót en hún er ström finnur hins vegar aldurinn færast hratt yfir sig á þessu tíma- INGI BOGI BOGASON Stefán Jónsson Höskuldsstöðum RITSAFN IV ÞÆTTIR OG ÞJÓÐSÖGUR Þættir og þjóðsögur Stefáns frá Höskuldsstöðum Út er komið hjá Sögufélagi Skagfirðinga fjórða bindið af rit- safni Stefáns Jónssonar fræði- manns frá Höskuldsstöðum í Skagafirði. Nefnist það Þættir og þjóðsögur. Lengstur og veigamestur er þáttur um Pétur Pálmason, bónda í Valadal. Er hann í meg- inatriðum byggður á frásögnum Símonar Eiríkssonar í Litladal. Aðfangadagur Jóladagur 2. jóladagur Gamlársdagur Nýársdagur Alla aðra daga er opið eins og venjulega kl. 11—23.30 lokað lokað lokað lokað kl. 18-23.30 Þökkum viðskiptin á árinu Hraéretta vátinqastaöur i hjarta borgarinnar o Tryggvagotu oq RKthusstrxtis Smn 16480 Ffrífcftnfliitaóartnn SOUTHERH FRŒD CfflCKEN Pétur í Valadal var mikill atgerv- ismaður, andlega jafnt sem líkamlega, sveitarhöfðingi, orð- lagður glímu- og aflraunamaður. Afkomendur hans eru fjölmargir og ýmsir þeirra landsþekktir. - Þá er þáttur um Jón godda, sem í engu var „eins og fólk er flest“. - Þáttur um Eirík á Óslandi og Guðvarð í Tungu fjallar einkum um bændur í Fljótum og uppi- staðan í þætti um Pétur Guð- mundsson hagyrðing eru vísur hans og sagnir tengdar þeim. Þáttur um börn Olafs prests Tómassonar í Blöndudalshólum snýst að mestu um Stefán fína, förumann í Húnaþingi. Síðasti þátturinn er um þá menn sem gerðu þjófaleitina í Bólu 28. nóv. 1838, er þjófnaðargrunur féll á Bólu-Hjálmar. Þá eru og í bókinni allmargar þjóðsögur og munnmælasagnir, sem Stefán skráði, flestar úr Skagafirði og Húnaþingi. Þar á meðal er sérstakur þáttur um Magnús sálarháska, sérkenni- legan kynjakvist. Magnús var sláttumaður svo mikill að hann sló á tveimur til þremur dægrum þann völl, sem venjulegum manni entist í viku. Hann lagðist út á Hveravöllum, líkt og Eyvind- ur og Halla. Hafðist þar við í þrjár vikur við þröngan kost. Fyrstu vikuna lifði hann á hráum lambslungum, aðra á munnvatni sínu og þá þriðju á guðsblessun, „og það var versta vikan, sagði nafni sálarháski. - mhg Mánudagar tik mæðu Komin er út hjá IÐUNNI ný unglingabók sem heitir: ÉG ÞOLI EKKI MÁNUDAGA! og er eftir danskan höfund, Martin Elmer að nafni. Bók þessi hlaut alþjóðleg verðlaun sem besta unglingabókin 1987. í bókarkynningu segir m.a.: Hér segir af grunnskólanemand- anum Daníel, sem býr einn með pabba sínum. Hann segir raunar sjálfur frá lífi sínu og upplifunum, sem á köflum nálgast hið ótrú- lega. Mannlegum samskiptum eru gerð góð skil í þesari bók, samskiptum unglinganna og full- orðinna. Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Spennusaga eftir Jeffrey Archer Frjálst framtak hf hefur gefið út bókina HEIÐUR í HÚFI eftir breska rithöfundinn Jeffrey Arc- her. Höfundur bókarinnar, Jeffrey Archer er í hópi vinsælustu rithö- funda og kvikmyndir og sjón- varpsmyndaflokkar hafa verið gerðar eftir bókum hans. Jeffrey Archer hefur oftsinnis verið í sviðsljósinu vegna einkamála sinna. Hann var kjörinn á breska þingið þegar hann var aðeins 29 ára en varð síðan að segja af sér þingmennsku og hóf þá rithöfu- ndaferil sinn. Hann sneri sér síð- an aftur að stjórnmálum, var aft- ur kjörinn á breska þingið og var orðinn varaformaður breska íhaldsflokksins en varð að segja af sér í fyrra vegna ásakana um viðskipti við vændiskonu sem hann var síðar sýknaður af. Söguþráður HEIÐUR í HÚFI er í örstuttu máli á þessa leið: Þegar Dam Scott kemst á snoðir um leyndarmál föður síns er eins og sprengju hafi verið kastað. Leynimakkið, tilfinningahitinn og ágirndin eiga rætur allt frá íkon í bankahólfi í Sviss og íkon- inn er lykill að leyniskjali sem gæti haft áhrif á sambúð Austurs og Vesturs. Aðeins örfáir vita um tilvist þessa skjals en þeir eru allir 10 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. desember 1987 reiðubúnir að fórna hverju sem er til að komast höndum yfir það, jafnvel að fremja morð. Betlidrengurinn og Móðir Teresa Bókaútgáfan Landakot hefur gefið út bókina „Betlidrengurinn Jugga finnur Móður Teresu“ eftir Kirsten Bang. Hún er skreytt fjöld teikninga eftir Kömmu Svensson og Torfi Ólafsson hefur þýtt hana á íslensku. Anna G. Torfadóttir sá um útlit bókarinn- ar. Þetta er saga af bækluðum dreng í sveitaþorpi í Indlandi sem foreldrarnir neyðast til að selja vegna fátæktar sinnar. Drengn- um er ætlað að verða betlari því að meiri líkur eru til að fólk gefi bækluðum börnum en heilbrigð- um. Drengurinn gengur kaupum og sölum og lendir síðast á göt- unni í Kalkútta þar sem hann á ekki annað fyrir sér en að veslast upp úr næringarskorti, en þá kemur Móðir Teresa og systurnar hennar til sögunnar. Höfundurinn fléttar saman við spennandi söguþráð fræðslu um Indland, kjör umkomulausra barna þar í landi og starfsemi Móður Teresu og Kærleiksboð- beranna í þágu sveltandi og um- komulausra barna jafnt sem full- orðinna. Sá hagnaður, sem verða kann af sölu bókarinnar, rennur til styrktar starfsemi Móður Teresu í þágu bágstaddra barna í Ind- landi og víðar. Oskabækur til lestrarþjálfunar Námsgagnastofnun hefur nú hafið útgáfu á nýjum bókaflokki sem nefnist Óskabækurnar. Ósk- abækurnar eru ætlaðar til þjálf- unar í lestri fyrir börn sem eru búin að ná tökum á undirstöðuat- riðum í lestri. Fyrsta bókin í þessum flokki er eftir Iðunni Steinsdóttur og nefn- ist Iðunn og cplin. Sagan byggir á frásögn í Snorra Eddu. Búi Krist- jánsson myndskreytti bókina. Sköpunin er önnur Óskabókin sem út kemur. Hún hefur að geyma endursögn og mynd- skreytingu Ragnheiðar Gests- dóttur á sköpunarsögunni í 1. kafla 1. Mósebókar. Sköpunin hlaut verðlaun í samkeppni Námsgagnastofnunar um bækur fyrir 6-9 ára börn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.