Þjóðviljinn - 23.12.1987, Side 15

Þjóðviljinn - 23.12.1987, Side 15
ÍÞRÓTTIR Handbolti Alfreð tilKR Alfreð Gíslason, leikmaður með Essen í Bundesligunni í V- þýskalandi, hefur ákveðið að koma heim og leika með KR næsta vetur. Alfreð Gíslason hefur leikið í fimm ár í Bundesligunni og tvisv- ar orðið þýskur meistari með liði sínu. Alfreð lék með KR áður en hann hélt út og mun að sjálfsögðu vera KR-liðinu gífurlegur liðs- styrkur. -Ibe Evrópukeppni Naumt hjá Portúgal Portúgal sigraði Möltu, 1-0, í síðasta leiknum í 2. riðli Evróp- ukeppninnar í knattspyrnu um helgina. Leikurinn var slakur, enda voru ítalir löngu búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Lið Portúgal, sem var að mestu skipað leikmönnum úr Olympíul- iðinu, tryggði sér sigur með marki frá Frederico á 74. mínútu. Lokastaðan í 2. riðli: ftalfa.........8 6 1 1 16-4 13 Svíþjóö........8 4 2 2 12-5 10 Portúgal.......8 2 4 2 6-8 8 Sviss..........8 1 5 2 9-9 7 Malta..........8 0 2 6 4-21 2 -Ibe/Reuter Frjálsar íþróttir íslandsmet í hástökki Gunnlaugur Grettisson ÍR setti nú fyrir skömmu íslandsmet í hástökki innanhúss og bætti 25 ára gamait met Jóns Þ. Ólafs- sonar. Gunnlaugur stökk 2.12 metra og bætti gamla metið um einn sentimetra. _ih. Frakkland Þjálfarinn rekinn Þjálfari franska l.deildar liðsins Paris Saint Germain, Eric Momba- erts, var rekinn frá liðinu á laugar- dag. Þá var hann aðeins búinn að starfa í átta vikur hjá félaginu. Lið- ið hafði leikið níu lciki undir stjórn Mombaerts en aðeins unnið einn leik. Francois Borelli, forseti félagsins sagði að nýr þjálfari yrði ráðinn nú á næstu dögum. „Paris SG þarfnast alvöru læknis til þess að ná okkur úr þeim rústum sem við erum nú í,“ sagði Borelli. Paris SG hefur haft 12 þjálfara eða liðsstjómendur síð- an félagið var stofnað 1973. -ih/Reuter Handbolti Haldið til Danmerioir íslenska landsliðið í hand- knattleik fær ekki langt jólafrí. Annan í jólum halda landslið- mennirnir til Danmerkur þar sem ísland tekur þátt í fjögurra þjóða móti. Auk íslendinga verða þar Dan- mörk, Sviss og Frakkland. Næsta verkefni eftir Danmerk- urförina er World Cup í Svíþjóð, en þar mæta til leiks átta sterk- ustu þjóðir heims. -Ibe Atli Hilmarsson lyftir sér upp og skorar sitt eina mark í leiknum. Mynd: Sig. Handbolti Hraðinn of mikill Fimm marka tap fyrir Suður-Kóreu í síðari landsleiknum íslendingum tókst ekki að ráða við hraða hinna smávöxnu Suður- Kóreumanna í síðari landsleik þjóðanna í gær. Eftir glæsilegan ís- lenskan sigur í fyrrakvöld náðu Kóreumenn að svara fyrir sig og sigruðu, 28-33. Þó var leikurinn ekki ólíkur þeim fyrri, en nú voru það Suður-Kóreumenn sem höfðu heppnina með sér, en sigur þeirra var sanngjarn þegar á heildina er litið. ,4 gær fóru strákarnir í leikinn til að sigra og með einbeitinguna í lagi. í kvöld var það hinsvegar svo að einbeitinguna vantaði, en hugsun- arleysið var algjört,“ sagði Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari eftir leikinn í gær. „Okkur gekk illa að stöðva Kang, enda eru svona leik- menn ekki á hverju strái. Við reyndum allar gerðir varna og flöt vörn reyndist best, en ekki nógu vel. Slæm byrjun Það byrjaði illa í gær og eftir fjór- ar mínútur var staðan 0-3, Kóreu- mönnum í vil. íslendingar náðu að saxa á forskotið, en þegar fyrri hálf- leikur var tæplega hálfnaður var staðan 5-7. Þá komu fimm mörk í röð frá Kóreu, tvö þeirra voru svo- kölluð „sirkusmörk“. Munurinn því orðinn sjö mörk og útlitið ekki bjart. Þegar staðan var 6-13 kom Vald- imar Grímsson inná. Hann fór á kostum og skoraði sex af næstu sjö mörkum Islands. Stóð sig ótrúlega vel og nýtti færi sín til fullnustu. í hálfleik var staðan 13-16, Kóreu- mönnum í vil. Alltaf undir Guðmundur Hrafnkelsson lék í markinu í síðari hálfleik, en það vakti nokkra athygli að hann skyldi ekki byrja í markinu eftir góða frammistöðu í fyrri leiknum. „Þó að leikmaður eigi góðan leik er ekki þarmeð sagt að hann sé í byrjunar- liðinu,“ sagði Bogdan Kowalczyk eftir leikinn. „Einar er ekki í réttu formi og hann þarf að spila. Þetta var aðeins æflngaleikur, en hefði þetta verið á Olympíuleikunum þá hefði Guðmundur líklega haflð leikinn. Annars voru þeir svipaðir og ég held að þetta hafl ekki breytt neinu.“ Síðari hálfleikur byrjaði rólega, það liðu tæpar sjö mínútur þartil Suður-Kóreumenn skoruðu sitt fyrsta mark. Guðmundur varði mjög vel, en íslendingum tókst ekki að nýta færin nógu vel. Mun- urinn var þó aðeins tvö mörk, 16-18 og íslendingar virtust líklegir til að jafna. Þá kom slæmur kafli og þrjú mörk í röð frá Kóreumönnum sem breyttu stöðunni í 16-21. Þessi munur hélst lengst af í síðari hálf- leik, en íslendingum tókst að minnka muninn í þrjú mörk, 24-27. Þá komu aftur þrjú mörk í röð frá Kóreumönnum og þá má segja að úrslitin hafi verið ráðin. „Það var bara þannig að í gær var sóknarleikurinn frábær og við vissum að við myndum ekki ná slík- um leik aftur. Það lá því fyrir að bæta varnarleikinn, en það tókst ekki,“ sagði Þorgils Óttar Mathie- sen, fyrirliði íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Okkur gekk illa. Vörnin var slök og sóknarleikurinn óöruggur. Það voru aðeins tveir leikmenn sem stóðu sig vel í liðinu Valdimar Grímsson og Guðmund- ur Hrafnkelsson.“ íslenska liðið átti frekar slakan dag. Það var erfitt fyrir liðið að elt- ast allan tímann við 4-5 marka for- skot og hvorki vörnin né sóknar- leikurinn voru sérlega sannfærandi. íslenska liðið lék nær allar gerðir af vörnum, en ekkert dugði gegn skyttum Kóreumanna og í sókninni var mikið um klaufa- leg mistök og mörg dauðafæri fóru í súginn. Valdimar Grímsson stóð þó fyrir sínu og átti mjög góðan leik og Guðmundur Hrafnkelsson varði vel, 8 skot þaraf eitt víti. Einar Þor- varðarson varði sex skot, þaraf eitt vítakast. „Þetta var í raun svipaður leikur og sá fyrri. Málið var bara að þeir höfðu heppnina með sér,“ sagði Valdimar Grímsson eftir leikinn. „Ég er ekki ánægður með minn leik, enda unnum við ekki sigur og það er alltaf jafn sárt að tapa, sama hvað maður skorar mörg mörk.“ í liði Suður-Kóreu var Kang allt í öliu. Ótrúlega góður leikmaður. Þrátt fyrir að vera aðeins 180 sent- imetrar fór hann létt með að stök- kva yfir stærstu mennina í vörn fs- lands. Úrkoman úr þessum leikjum er ekki svo slæm. Einn sigur og eitt tap, en leikirnir hafa verið hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. -Ibe ' Laugardalshöll 22. desember Ísland-Suður-Kóreu 28-33 (13-16) 0-3,3-5,5-7,5-7,6-13,10-15,13-16,16-18,16-21,18-23,21-26,23-26, 24-27, 24-30, 26-32, 28-33. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 8, Sigurður Gunnarsson 5, Kristján Arason 4(1 v), Þorgils Óttar Mathiesen 4, Jakob Sigurðsson 2, Guðmundur Guðmundsson 1, Geir Sveinsson 1, Atli Hilmarsson 1 og Júlíus Jónasson 1. Mörk Suður-Kóreu: Jae-Won Kang 10, Sang-Hyo Lee 8(1 v), Jae-Hwan Kim 6, Young-Dae Park 4, Suk-Chang Koh 2, Young-Suk Sin 2 og Jin-Suk Lim 1. Dómarar: Ingve Walstad og Ove Olsen frá Noregi: - mjög slakir. Maður lelksins: Jae-Won Kang, Suður Kóreu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.