Þjóðviljinn - 23.12.1987, Side 16

Þjóðviljinn - 23.12.1987, Side 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN OO -vAr 1007 OQQ IAIiiHI/iA AO Arnnnni i Mlðvikudagur 23. desember 1987 288. tölublað 52. örgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Sambandið Rökleysa hjá ráöheira Synjun á tilboðinu í Útvegsbankann afpólitískum toga. Meðferð stjórnvalda á málinu ámœlisverð. SIS bíður átekta Samband íslenskra samvinnu- félaga segir að raunveruleg ástæða fyrir synjun Jóns Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra á tilboði .SÍS í hlutabréf Útvegsbankans sé af pólitískum toga og að þær ástæður sem ráherra færi fyrir synjun sinni, að engin fullnægjandi tilboð hafi borist í bréfm, eigi ekki við rök að styðj- ast. í yfirlýsingu sem Sambandið hefur sent frá sér segir ma. að synjun ráðherra eigi rót sína að rekja til þess pólitíska uppnáms sem varð meðal þeirra, sem fram að því að Sambandið lagði fram boð sitt, höfðu ekki sýnt hluta- bréfakaupum neinn áhuga, en vildu fyrir hvern mún koma í veg fyrir að viðskiptaráðherra seldi Sambandinu og samstarfsfyrir- tækjum þess hlutabréf ríkissjóðs í bankanum. Forráðamenn Sambandsins segja í yfirlýsingunni að þeim hafi verið ljós sá vandi sem viðskipta- ráðherra rataði í vegna þessa upphlaups og því fallist á ósk hans um óformlegar könnunar- viðræður um ráðstöfun á hluta- bréfaeign ríkissjóðs, sem leiddu ekki til neins. - Við lítum svo á, að meðferð stjórnvalda á þessu máli hljóti að teljast ámælisverð og ekki í sam- ræmi við góða viðskiptahætti, segja Sambandsmenn og lýsa því yfir að þeir ætli ekki að efna til frekari deilna um þetta mál en bíða átekta eftir frekari aðgerð- um stjómvalda um endurskipu- lagningu bankakerfisins. -4g- Útvegsbankinn Jólaskák Síðasta mót Jóhanns fyrir einvígið Jóiahraðskákmót Útvegsbank- ans verður haldið á sunnudaginn. Þetta er í sjöunda sinn sem mótið er haldið. Mótið hefst kl. 14 í afgreiðslu- sal bankans og eru keppendur 18 talsins og tefla allir við alla, alis 17 umferðir. íslensku stór- meistararnir láta sig ekki vanta og er sérstök ástæða til að fylgjast með Jóhanni Hjartarsyni sem að öllum líkindum teflir þarna í síð- asta skipti opinberlega áður en hann heldur til einvígis við Viktor Kortsnoj. Öllum skákáhugamönnum gefst kostur á að fylgjast með keppninni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.