Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Um alræði markaðarins Fjármagnskostnaður er orðinn óheyrilega hár hér á landi. Vextir af vísitölutryggðum bank- alánum eru tæp 10%. Hjá verðbréfamörkuðum og kaupleigufyrirtækjum eru teknir 10-20% raunvextir og talið er að raunvextir geti verið á milli 20 og 30 % á svokölluðum gráum markaði þar sem verðbréf og kröfur eru seld og keypt með afföllum. Þessir vextir eru óheyrilega háir miðað við nágrannalönd okkar. Venjuleguratvinnurekstur er vart talinn geta staðið undir svona háum fjármagnskostnaði. Einkum er álitið að undir- stöðugreinunum, sjávarútvegi og fiskverkun, sé hætt, því að þar sé ekki hægt um vik að velta auknum kostnaði út í afurðaverð. í samkeppni um fjármagnið hafi verslun og þjónusta yfirburði og því leiði háir vextir til offjárfestingar í verslun- arhöllum, skrifstofubyggingum og danssölum. Almenningur, sem leita þarf út á fjármagns- markaðinn, verður að greiða þessa háu vexti sem í mörgum tilfellum hafa gert menn eigna- lausa eftir mislukkaða tilraun þeirra við að eignast þak yfir höfuðið. Háum vöxtum getur fylgt efnahagsleg glötun einstaklinga og gjaldþrot fyrirtækja. Samkvæmt kenningu frjálshyggjunnar um alræði markað- arins er það síður en svo af hinu vonda og mun smám saman leiða til minni eftirspurnar eftir lánsfé og til lækkandi vaxta. Markaðurinn virkar eins og guðleg eilífðarvél, samkvæmt þessum kenningum, og það er jafn ástæðulaust að harma það að einhver fari á hausinn og það er fánýtt að gráta þann spörfugl sem króknar í hausthreti. Hretin og vetrarhörkurnar eru nauðsynlegur þáttur hinnar guðlegu forsjónar, sem öll náttúran lýtur, ómissandi til að grisja stofninn og gefa nýjum og sterkari aðilum nægj- anlegt rými til athafna. Á sama hátt stýrir mark- aðurinn því að veikburöa fyrirtæki og efnahags- lega tvílráðir einstaklingar verða undir í barátt- unni og gefa þannig öðrum sterkari aðilum betri aðgang að fjármagninu. Þannig er kenning frjálshyggjunnar og sam- kvæmt henni þurfa menn ekki að hafa miklar áhyggjur af háum vöxtum. Þeir eru þó býsna margir sem hafa nokkrar áhyggjur af þeim fórnum sem færa verður á altari frjálshyggjunnar áður en fjármagnsmark- aðurinn nær jafnvægi og vextir verða sambæri- legir hér og í viðskiptalöndum okkar. Menn velta því æ oftar fyrir sér hvort það sé almennur vilji fyrir því að láta það afskiptalaust að fjöldi heimila splundrast vegna þess að fjárhagurinn þolir ekki það vaxtaokur sem nú viðgengst. Vill fólk búa við það kerfi sem stöðugt fjölgar þeim sem þurfa að leita aðstoðar hjá félagsmálastofnunum? Eru vandamál þess fólks, sem örvinglast og gefst upp, kannski ekki hótinu merkilegri en vandi spörvanna sem krókna í vetrargaddinum? Telur fólk að rétt sé að láta það afskiptalaust að atvinnulíf heils byggðarlags leggist í rúst ef það bara er þáttur í að koma á jafnvægi á ginn- helgum markaði? Hvað eiga stjórnvöld að gera ef fyrirtæki, sem er burðarás í útgerð og fisk- vinnslu í venjulegu íslensku sjávarplássi, fer á hausinn og stærsti hluti íbúanna verður atvinnu- laus? Á að láta málið afskiptalaust og er kann- ski réttast að afnema atvinnuleysisbætur svo að markaðsöflin geti óheft fengið að móta þjóðfélagið? Sem betur fer er íslenska þjóðin ekki reiðubú- in til að lúta í blindni alræði markaðarins, hvorki í vaxtamálum né öðrum þáttum efnahagslífsins. Vissulega ríkir hér almennur ágreiningur um hvað afskiptasemi stjórnvalda eigi að vera mikil á hinum ýmsu sviðum efnahagsmála, en þeir eru ekki margir sem í alvöru trúa því að best sé að skrúfa fyrir alla samfélagslega afskiptasemi og láta markaðinn ráða öllu. Og langflestum hrýs hugur við því þjóðfélagi sem afneitar allri samfélagslegri ábyrgð á velferð þegnanna. Þetta þýðir að íslendingar eru reiðubúnir að kosta nokkru til svo að unnt sé að leiðrétta þær skekkjur sem stafa af náttúruhamförum, ótíma- bærum dauðsföllum eða efnahagslegum áföll- um. Við skulum því forðast að leyfa markaðs- öflunum að fjölga þeim vandamálum sem al- mennur vilji er fyrir að nokkurt fé verði í lagt í að leysa. ÖP KUPPT OG SKORIÐ Pavarotti, Domingo, Carreras: ég get ekki borgað hljómsveitarmönnum mínum tíu sinnum minna á mánuði en einum þeirra fyrir eitt kvöld. A óperutímum í frægu bókaflóði vill það gjarna gleymast hve forfallnir ís- lendingar eru í söng. Eins og kunnugt er höfum við upplifað heila óperubyltingu á síðustu misserum. Og áhuginn á stór- stjörnum söngsins er alveg dæmalaus - hvort sem mönnum líkar betur eða verr eru stórskáld og íþróttahetjur, að maður ekki tali um stjórnmálaforingja, löngu horfnir í skugga þeirra vinsælda sem lyfta hátt ísienskum tenór eða sópran. Menn eru ekki búnir að koma sér niður á óperustefnu þótt þau mál hafi verið rædd af talsverðu kappi. Enda er líf óperunnar ekki ýkja langt enn á íslandi, margt í óvissu og vandamál önnur en í grónum óperulöndum. Sparnaðarkuti á lofti En þar, t.d. í Þýskalandi, eru ýmsar blikur á lofti. Borgir vilja gjarna státa af óperu og Ieggja til þeirra mikið fé (í Þýskalandi er algengt að tekjur af miðasölu séu aðeins fimmtungur af útgjöldum óperuhúss, afgangurinn er opin- ber styrkur). En nú eru sparnað- arblikur á lofti og víða sjá óperu- stjórar fram á það að þeir þurfi að draga saman sín segl. Sparnaðar- hnífar eru ekki aðeins brýndir vegna þess að hægrivindar fari um löndin sem vilja treysta sem mest á markaðslögmál. Óperu- stjórar hafa gefið höggstað á sér með því að kostnaður við óperu- rekstur hefur margfaldast á skömmum tíma og vaxið miklu hraðar en flest annað. Og sú þró- un er ekki síst tengd því, að fárán- legt kapphlaup um nokkrar stór- stjörnur (Pavarotti, Placido Domingo, Katiu Ricciarelli, José Carreras og fleiri) hefur leitt til þess, að söngvarar þessir taka fáránlegar upphæðir fyrir sína kúnst. Kannski taka þeir sem svarar hálfri miljón króna fyrir að koma fram eitt kvöld, kannski miljón eða meir. Óperustjórar í Evrópu ( Amríkanar eru hættir að treysta sér til að borga svona mikið) reyna að koma sér upp einskonar vísitölu yfir stjörnur þessar með samræmdu verðlagi - en svíkja hver annan eins og fara gerir og sprengja upp verð eins og fara gerir. Ongvar stjörnur takk Vesturþýska vikublaðið Spieg- el birti fyrir skemmstu fróðlegt viðtal við ungan óperustjóra sem hefur gert uppreisn gegn þessu kerfi með góðum árangri. Hann heitir Gerard Mortier og stjórnar nú óperunni í Brussel, en starfaði áður í Þýskalandi. Einnig hann hefur orðið fyrir niðurskurði á fjárlögum, orðið að fækka nýjum sviðsetningum úr fimm í þrjár á ári, stytta sýningartíma nokkuð osfrv. En samt spjarar hann sig vel. Einkum með því að láta stjörnurnar lönd og leið en treysta þeim mun betur á sjálfan listamannahópinn og vandaða leikstjórn. Hann fer háðulegum orðum um „mafíuástandið" í þýskum óperuhúsum, varar við eltingarleiknum við stjörnurnar, þótt svo sýnist sem þær auki að- sókn um stund, og spáir því að yfir óperunni vofí meiriháttar kreppa, einskonar hrun eins og á verðbréfamarkaðnum. Mortier segir meðal annars á þessa leið: „Óperuleikhús sem haldið er á lífi með ríkisstyrkjum hefur allt öðru hlutverki að gegna en að hella gulli yfir háaséið hjá stjörn- unum. Það. eru einmitt óþekktir söngvarar sem vinna vel og lengi með leikstjóra að hlutverkum sínum sem oftast nær ná sýnu betri listrænum árangri en svon- efndir toppsöngvarar, sem koma fljúgandi, hespa af sínum aríum og eru roknir um leið.“ Vinnusiðgæði Mortier segir líka ýmislegt mis- jafnt um kollega sína óperustjór- ana, sem vanrækja sitt starf til að geta ráðið sig hver hjá öðrum til að leikstýra og hala inn fé fyrir sjálfa sig. En fyrst og síðast minnir hann á, að það sé hægt að venja fólk af hinni skaðvænlegu hjátrú á stórstjörnur. Mortier hefur látið setja á svið Mozartóp- erur, Otello eftir Verdi og nútím- aóperur og gengur það allt vel. Þegar Placido Domingo var á ferð í Brussel nýlega og hélt kons- ert gaf hann það til kynna að hann vildi gjarna syngja sem gest- ur í Otello, en Mortier lét það sem vind um eyrun þjóta. Hvers 'vegna? Mortier svarar: „Hann æfír aldrei, hann heimtar bara viss hlutverk sem ekki hæfa lengur hvorki rödd hans né vaxtarlagi og hann heimtar laun sem ég vil ekki borga - ég get ekki borgað hlj óm- sveitarfólki mínu 50-60 þúsund krónur á mánuði og herra Dom- ingo tíu sinnum meira fyrir eitt kvöld. Það væri siðlaust." Og stefna Mortiers gengur upp. Hann hefur fjölgað þeim óperum sem tengjast okkar tím- um, hann hefur endurnýjað áheyrendahópinn, fengið þrjú þúsund nýja áskrifendur ( hefur alls 14 þúsund) og honum tókst að lækka meðalaldur þeirra í 30- 32 ár og, segir hann: „Ég fæ ekki lengur bréf þar sem einhver er að væla eftir sín- um elskuðu stjörnum. Fólk hefur skilið að heiðarleiki í starfi skiptir miklu meira máli en matadórarn- ir af raddsviðinu". áb þlÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fróttaatjóri: LúðvíkGeirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlf8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Siaríður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Útbreiðsla: G. MargrótÓskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og sotning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65 kr. Askriftarvorð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.