Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMÁL
REYKJKSJIKURBORG
Acuuasi Sfádui
Dagvist barna
Skóladagheimilið Skáli
við Kaplaskjólsveg
Óskar eftir að ráða fóstru eða kennara til starfa
frá 15. janúar.
Á heimilinu er starfandi fóstra.
Upplýsingar í síma 17665.
HH REYKJNJÍKURBORG m
Dagvist barna
Nóaborg
Stangarholti 11
Deildarfóstra eða starfsfólk með uppeldis-
menntun óskast. Einnig vantar starfsfólk í hluta-
störf.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 29595
og á staðnum.
Ifl REYKJKIÍKURBORG
Aeuuuin. Stödux
íþrótta- og tómstunda-
ráð Reykjavíkur
Starfsfólk óskast í eftirtaldar félagsmiðstöðvar.
Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun og eða
reynslu af uppeldisstarfi:
Bústaði
Fellahelli
Tónabæ
Þróttheima
Upplýsingar veitir æskulýðsfulltrúi að Fríkirkju-
vegi 11 eða í síma 622215.
Lóðaúthlutun
í Grafarvogi III, svokölluðu Brekkuhverfi, verðatil
úthlutunar á þessu ári lóðir fyrir um 500 íbúðir í
einbýlis-, fjölbýlis- og rað- eða parhúsum. Gert er
ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar á
þessu ári. Úthlutun 140 einbýlis- og parhúsalóða
verður hafin nú í janúar. Nánari upplýsingar
verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings,
Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þar fást einnig
umsóknareyðublöð og skipulagsskilmálar.
Borgarstjórinn í Reykjavík
þlÓOVILIINN
óskar eftir blaðamanni
Okkur vantar í hópinn einn blaðamann eða fleiri.
Reynsla af blaðamennsku eða svipuðum starfa
æskileg. Sendið umsóknir (nám, fyrri störf
o.s.frv.) til Halls Páls Jónssonar framkvæmda-
stjóra fyrir 10. janúar.
Ritstjórn Þjóðviljans
O
mannastöðum og til þess yrði
veitt 10 miljónum, auk þess sem
þeir lögðu til að niðurgreiðslur á
rafhitun til húshitunar yrðu ekki
skornar niður um 30 miljónir þar
sem slíkur niðurskurður yrði til
þess að hitunarkostnaður hækk-
aði um 40% samkvæmt útreikn-
ingum Rafmagnsveitna ríkisins.
Að lokum flutti Hjörleifur
breytingartillögu með Guðrúnu
Agnarsdóttur um að Fiskimála-
sjóður fengi 15 miljón króna
framlag til aðstoðar við tækniþró-
un í fiskvinnslu.
Ragnar Arnalds og fleiri þing-
menn Alþýðubandalagsins fluttu
tillögu um að framlög til Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna
hækkuðu um 200 milljónir, úr
tæpum 1,5 miljarði í tæplega 1,7
miljarð króna. Þórhildur Þor-
leifsdóttir og fleiri þingmenn
Kvennalistans fluttu einnig sam-
hljóða tillögu. Þá flutti Ragnar
tillögu um að framlög til jöfnunar
námskostnaðar yrðu 75 miljónir í
stað 25 miljóna. Þórhildur Þor-
leifsdóttir hafði áður flutt tillögu
um að þessi framlög yrðu 100
miljónir. Ragnar var einnig með
tillögu um að framlög til Þjóð-
leikhússins vegna byggingarinnar
sjálfrar, yrðu 20 miljónir í stað 10
miljóna, en Þjóðleikhússtjóri
hefur lýst því yfir opinberlega að
húsið sé nánast að hruni komið.
Þórhildur Þorleifsdóttir var hins-
vegar með breytingartillögu um
að framlagið yrði hækkað í 18
miljónir. Þá var Ragnar með til-
lögu um að við landbúnaðarbálk-
inn bættist nýr liður um sérstakt
þróunarverkefni til endurheimtu
birkiskóga og yrði veitt 3 miljón-
um til þess.
Svavar Gestsson og Guðrún
Helgadóttir fluttu tillögu um að
nýrliður bættist við Borgarspítal-
ann þar sem gert yrði ráð fyrir að
40 miljónum yrði veitt til bygg-
ingar B-álmu spítalans.
Kvennalistinn
Þórhildur Þorleifsdóttir og
fleiri þingmenn Kvennalistans
voru með tillögur um að fræðslu-
starfsemi á vegum Náttúruvernd-
arráðs fengi tæpar 2 miljónir í
stað tæprar einnar. Þá lögðu þær
til að við Náttúruverndarráð
bættist nýr liður sem varðaði
framkvæmdir í þjóðgörðum og á
friðlýstum svæðum og að til þess
yrði varið 3 miljónum. Einnig
vildu þær að framlög til almenns
reksturs Þjóleikhússins ykjust
um 25 milljónir og yrðu tæpar 163
miljónir króna. Þá voru þær með
breytingartillögur við listir og
framlög og voru þar lagðar til
töluverðar hækkanir til hinna
ýmsu listgreina, auk þess sem fra-
mlög til listkynningar yrðu aukin.
Frá Kvennalistanum kom einnig
tillaga um aukin útgjöld til má-
lefna fatlaðra í Reykjavík og að
framlög til Kvennaathvarfsins
yrðu aukin um rúma miljón, úr
4.5 miljónum í rúmar 5,5 miljón-
ir. Þá kom breytingartillaga frá
Kvennalistanum vegna Krabba-
meinsfélagsins og einnig vegna
annarra heilbrigðismála. Að lok-
um voru þær með tillögur um
aukin framlög til Ferðamálaráðs.
Borgarar og Stefán
Borgaraflokkurinn lét sig eink-
um varða íþróttamálin. Ingi
Björn Albertsson var með til-
lögur um að íþróttasjóður fengi
3.5 miljónir í rekstrarstyrk og að
75 miljónum yrði varið til bygg-
ingar íþróttamannvirkja. Þá lagði
hann til að framlög til ÍSÍ yrðu 27
miljónir í stað tæpra 14,4 milj-
óna. Þá lagði hann til að framlög
til íþróttamála fatlaðra yrðu 3,3
miljónir í stað 2,3 og að íþrótta-
starfsemi almennt fengi miljón í
stað hálfrar miljónar.
Stefán Valgeirsson var með til-
lögu um að útgjöld til hafnar-
framkvæmda í Norðurlandi ey-
stra yrðu aukin úr 30,4 miljónum
í 56,9 miljónir króna.
-Sáf
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Viðskiptafræðingur/
skattend u rskoðu n
Skattstjóri Austurlandsumdæmis vill ráöa viö-
skiptafræöing til starfa viö álagningu og endur-
skoöun framtala og ársreikninga einstaklinga og
félaga í atvinnurekstri. Til greina kemur aöili meö
sambærilega þekkingu á bókhaldi og reiknings-
skilum.
Um er aö ræða krefjandi og áhugavert starf og
tækifæri til þess að öðlast þekkingu og reynslu í
skattskilum og skattarétti í framkvæmd. Jafn-
framt gefst tækifæri til þess aö vinna við og eiga
þátt í mótun hins nýja staðgreiðslukerfis skatta.
Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist skattstjóra Austur-
landsumdæmis, Selási 8, 700 Egilsstööum fyrir
31. janúar nk.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi
SVÆÐISSTJÓRN
MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJAVÍK
Laus staða
félagsráðgjafa
Auglýst er til umsóknar staöa félagsráögjafa hjá
Svæðisstjórn. Starfssvið hans er auk ráögjafar-
starfa, móttaka umsókna um aðstoð skv. lögum
nr. 41/1983 um málefni fatlaðra, öflun og úr-
vinnslu upplýsinga.
Ráöningartími hefst þ. 1. feb. nk. Laun skv.
kjörum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt
upplýsingum um fyrri störf sendist fyrir 15. jan.
n.k.
Nánari upplýsingar í síma 621388.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
Hátúni 10-105 Reykjavík
Bygging K
á Landspítalalóð
Tilboö óskast í stjórntæki fyrir hita- og loftræsti-
kerfi í byggingu K á Landspítalalóö í Reykjavík.
Verkiö skiptist í þrjá hluta:
1. Stýritölvu og tengdan búnað.
2. Stjórntæki.
3. Uppsetningu stjórnkerfis.
Verkinu skal skilað í tveimur áföngum, afhend-
ingu stjórntækja í 14. viku ársins 1988 og verkinu
öllu fullfrágengnu í viku 26 á árinu 1988.
Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri Borg-
artúni 7, Reykjavík gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð veröa opnuð á sama staö þriðjudaainn 2.
febrúar 1988 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borgartúni 7, sími 26844
AUGLÝSING
Laus staða áhaldasmiðs
Staða áhaldasmiös við tækni- og veðurathug-
anadeild Veðurstofu íslands er laustil umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur þurfa aö vera hagir á tré og járn og
hafa iðnréttindi í einhverri grein smíöa. Ennfrem-
ur þurfa þeir að hafa bílpróf.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sem og meðmælum ef fyrir
hendi eru, skulu hafa borist samgönguráðuneyt-
inu fyrir 22. janúar 1988. Nánari upplýsingar um
starfið gefur deildarstjóri tækni- og veðurathug-
anadeildar Veðurstofunnar.
%is"*