Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 10
FJðLBRAimSXÚUWi BREIÐHOm Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun og val námsáfanga í Kvöldskóla F.B. fer fram dagana 4., 5. og 7. janúar kl. 16.00-20.00. Almennur kennarafundur verður 5. janúar kl • 9.00-12.00. Námskynning fyrir nýnema kvöldskólans verður 7. janúar kl. 20.00-22.00 en dagskólans 8. janúar kl. 10.00-16.00. Stundatöflur dagskólanemenda verða afhentar 8. janúar, nýnemar kl. 9.00-10.00 en eldri nem- endur kl. 10.00-13.00. Kennsla hefst í dagskóla og kvöldskóla mánu- daginn 11. janúar 1988 skv. stundaskrá. Skólameistari. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Dagskóli: Stundatöflur verða afhentar í skólanum gegn greiðslu skráningargjalds kl. 13 föstudaginn 8. janúar, nema nýnemar á vorönn 1988 fá töflur kl. 14 sama dag. Öldungadeild: Endanleg stundaskrá verður afhent gegn greiðslu skólagjalds, kr. 4.800 kl. 8-16 miðviku- daginn 6. janúar og kl. 8-19 fimmtudaginn 7. janúar. Kennarafundur verður haldinn föstudaginn 8. janúar kl. 10. Stöðupróf verða haldin í skólanum sem hér segir: í ensku og frönsku miðvikudaginn 6. janúar kl. 17, í dönsku og þýsku fimmtudaginn 7. janúar kl. 17. Kennsla hefst í dagskóla og öldungadeild skv. stundaskrá mánudaginn 11. janúar. Rektor. Creiðslur almennings fyrír læknishjálp og lyf (skv. regiugerð útg. 9. desember 1987) 1. Greiðslur hjá heimiíislækni og heilsugæslulækni 150 kr. — Fyrir viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils. 280 kr. — Fyrir vitjun læknis til sjúklings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. 2. Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu 500 kr. — Fyrir hverja komu til sérfræðings. 170 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér að neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í framhaldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi. TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Ranns./ Röntg.gr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi Dæmi 1 150 500 Dæmi 2 150 350 Dæmi 3 150 500 500 Dæmi 4 150 500 0 Dæmi 5 150 500 0 500 Dæmi 6 150 500 0 500 0 500 Skýringar: Taflan lesist frá vinstri til hægri og sýnir samskipti við a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúkl- ingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar 150 kr. Heimilislæknir vísar síðan sjúklingi til sérfræð- ings, og þar greiðir sjúklingur500 kr. Þessi sérfræðingur sendir sjúkling í röntgengreiningu, og þarf sjúklingur ekki að greiða sér- staklega fyrir hana, þar sem hún er í beinu framhaldi af komu til sérfræðings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum. Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi si'nu kvittun fyrir 12 greiðslum á sérfræði- læknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins. 3. Greiðslur fyrir lyf 400 kr. — Fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. 130 kr. — Elli- og örorkuli'feyrisþegar, fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfjaskammt, eða brot úr honum. Gegn framvísun sérstaks lyfjaski'rteinis i' lyfjabúð fást ákveðin lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdómum,ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á ski'rteini kann að vera fyrir hendi. Greiðslur þessar gilda frá og með 1. jan. 1988. ■■mÖRFRÉTTIR^h Verkföll voru með mesta móti í Júgóslav- íu á síðasta ári, eða 1570 að tölu. Tóku þau til 365,000 verka- manna að sögn Tanjug, frétta- stofu ríkisins. Til samanburðar má geta þess að 851 sinni kom til verkfalla árið 1986, en það ár var fjöldi verkfallsmanna um 88,000. Efnahagskreppa hrjáir lands- menn þessi misserin; verðbólg- an erum 167%, lífskjör fara hríð- versnandi og erlendar skuldir himinháar. Tvisvar á síðasta ári kom til víðtækra verkfalla, í bæði skiptin í kjölfar efnahagsaðgerða stjórnarinnar. Flugvallar- starfsmaður á Filipseyjum, Jessie Barcelona, batt endi á fjögurra ára þögn sína í gær er hann bar fyrir rétti að hann hafi séð hermann skjóta andstöðuleiðtogann Benigno Aquino í höfuðið. Miklar róstur fylgdu í kjölfar morðsins á Aqu- ino, og um síðir varð Marcos að hrökklast frá völdum. Vitnisburð- ur Barcelona gefur Ijósa mynd af morðinu: „Ég sá hermann miða á hnakkann á hvítklædda mannin- um (Aquino). Skot reið af. Hvít- klæddi maðurinn féll fram fyrir sig.“ Barcelona var i um 15 metra fjarlægð er ódæðið var framið. Forsætisráð- herra Möltu Fenech Adami, leitast við að bæta samskiptin við granna sína, Lýbíumenn, og hefur hann nú sótt Gaddafi heim því til árétting- ar. Kurteisisheimsóknin hófst í gær og mun standa í þrjá daga. Búist er við að gengið verði frá olíusamningi í leiðinni, og munu Möltubúar njóta vildarkjara. Verkamannaflokkurinn með Don Mintoff í forsæti hefur lengi verið við völd á eynni, en í róstusömum kosningum á síðasta ári náðu frjálslyndir undir forustu Adamis loks meirihluta á þingi og þar með stjórnartaumunum. Vorið í Prag á ekki upp á pallborðið hjá núver- andi valdhöfum: Tuttugu ár eru nú liðin frá því Alexander Dubcek komst til æðstu metorða, og í gíf- uryrtum leiðara í flokksmálgagn- inu, Rude Pravo, er tækifærið notað til árása á hann. Þar er Du- bcek lýst sem vingulgjörnum uppgjafamanni, og hanskinn tek- inn upp fyrir innrás fimm Varsjár- bandalagsríkja undir forystu So- vétmanna: „Alþjóðleg aðstoð sósíalísku ríkjanna í ágúst 1968 gerðu vonir hægrisinna og and- sósíalista að engu," stendur þar. Dubcek býr nú í Bratislava, og hefur umsjón með skógarhöggi fyrir lifibrauð. Hagvöxtur í Afríku var heldur örari í fyrra en í hitti- fyrra - 1,5% samanborið við 1,2% - en þó til muna hægari en áætlað hafði verið, að sögn Ade- bayo Adedeji, framkvæmda- stjóra þeirrar stofnunar Samein- uðu þjóðanna sem annast efna- hagsmál Afríku, en búist var við hagvexti upp á 2% til 4%. Verð- mæti útflutningsafurða jókst til muna minna en ætlað var, vegna heimsmarkaðsverðfalls á tei, kaffi, kakói og fleiri afurðum. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.