Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTIIR Sovétríkin Eitt frægasta klaustur Rússlands opnað á nýjan leik Glasnost ítrúmálum: virðum andlegan arfþjóðarinnar í öllum hans fjölbreytilegu myndum Merkileg tíðindi frá Moskvu: Optina Pústin verður aftur klaustur. Hér er um að ræða citt merkilegasta klaustur rússneskui kirkjunnar sem lokað var skömmu eftir byltingu. Klaustur þetta á sér merkilega sögu sem tengist m.a. nöfnum stórmenna rússneskra bókmennta eins og Dostojevskí og Tolstoj, og þegar það nú verður opnað ber það bæði vott um breytingar á opin- berri stefnu gagnvart kirkjunni og ýmislegt fleira. Blaðið Moskvufréttir, eitt helsta málgagn „glasnost" Gor- batsjovs, skýrði frá væntanlegri opnun Optinaklausturs í grein sem er óvenjulega jákvæð í garð rússnesku kirkjunnar og þess hlutverks sem hún hefur gegnt í sögu þjóðarinnar. I greininni er á það minnt, að nú sé þegar langt komið að gera upp hús Danilovklausturs í Mos- kvu og verði það tilbúið til notk- unar þegar haldið verður upp á þúsund ára afmæli kristnitöku í Rússlandi nú í sumar. Þess er get- ið um leið að Rússneska réttrúnaðarkirkjan hafi endur- heimt Tolgskíklaustrið í hinni fornu borg Jaroslavl, rætt sé um að endurreisa múnklífi á Solevetskí-eyjum (þar voru um langt skeið illræmdar fangabúð- ir), að gamlar kirkjur hafi verið opnaðar í nokkrum bæjum og nokkrar nýjar kirkjur hafi verið reistar. Eins og blaðið segir þá eru þetta nýmæli mikil - lengst af hafa stjórnvöld einkum staðið í því að loka kirkjum og klaustrum á þeim forsendum að trúin væri illur hjátrúararfur fortíðarinnar og ósæmilegur fólki á vísindaöld. Að vísu var stundum slakað á, stundum fékk kirkjan að opna nokkur guðshús sem áður var lokað (til dæmis á heimsstyrjald- arárunum þegar sameina skyldi allt sem rússneskt var í slagnum við Hitler). En margt hefur verið tekið aftur af því sem kirkjan fékk og nýjar borgir hafa risið án þess að ein einasta kirkja fengi að rísa þar. Kreddumenn hræddir Greinarhöfundur Moskvu- Optinaklaustur - hingað komu ótal Rússar, frægir og nafnlausir, „til að leita að siðferðilegum stuðningi" frétta segir að „kreddumenn" séu felmtri slegnir yfir þessu „undan- haldi“ frá byltingararfinum. Séu þetta menn sem ekki skilji að það sé hættulegt að byggja samskipti ríkis og kirkju á herskáum fjand- skap þar sem „sá hefur réttinn sem valdið hefur". Minnt er á það, að Optina- klaustur var bækistöð merki- legrar hreyfingar sem kennd var við öldunga (startsi). Öldungar voru múnkar sem þóttu fram úr skara að lærdómi og innsæi og leituðu til þeirra háir sem lágir með vandamál sín „í von um að finna siðferðilegan stuðning" eins og í Moskvufréttum segir. Skáld í sálarangist Lögð er mikil áhersla á það í greininni að í Optinaklaustri hafi dvalið miklir lærdómsmenn sem báru merkilegan persónuleika. Mest segir af föður Amvrosí, sem var fyrirmynd að öldungnum Zo- síma í hinni þekktu skáldsögu Dostojevskís, Karamazofbræð- urnir. Dostojevskí heimsótti föður Amvrosí árið 1878, skömmu eftir að eftirlætisbarn rithöfundarins lést úr flogaveiki. Amvrosí leist vel á Dostojevskí, hann er iðrandi sál, segir hann í dagbók sinni. Og Dostojevskí gerði hann í skáldsögu sinni að manni sem hafði séð svo mörg hjörtu opnast fyrir sér og tekið til sín svo margar játningar og sorg- ir, að hann „þurfti ekki annað en líta í andlit ókunnugs manns sem til hans kom til að skynja til hvers hann var kominn og hver sú ang- ist var sem sál hans mæddi“. Tolstoj heimsótti Optina- klaustur fimm sinnum. Hann hef- ur skráð það hjá sér eftir fyrstu heimsókn sína, að faðir Amvrosí hafi haldið því mjög að sér að fullkomnun mætti aðeins finna í fátæktinni og að hennar ætti hinn frægi greifi og skáld að leita með kirkjunni. En Tolstoj hafði þá þegar komist að þeirri niðurstöðu fyrir sjálfan sig að kirkjan væri óþarfa milliliður milli guðs og manns og hélt sínu striki með „Gagnrýni á dogmatíska guð- fræði". Og Amvrosí sagði um hinn fræga gest: „Hann er of drembilátur". Hitt er svo fróðlegt að á sínum fræga flótta frá heimili sínu í Jasnaja Poljana rétt fyrir andlátið kom Tolstoj við í Opt- inaklaustri - en menn vita ekki hvers hann leitaði þar, um það þegja bækur. Lifi umburðarlyndið En hvort sem sú saga er rakin lengur eða skemur þá vekur það mesta athygli með hve jákvæðum hætti er fjallað um kirkjulegí menningarsetur eins og Optina- klaustur í Moskvufréttum. Greinarhöfundur, Alexandr Nézjnij, lýsir því, hve dapurlegt honum þótti að koma jjangað fyrir nokkru og sjá sögulegar byggingar í niðurníðslu eða að falli komnar, en aðrar notaðar fyrir heimavistarskóla og líka illa farnar. í framhaldi af þessu spyr greinarhöfundur: „Hverjir erum við? Hefur okk- ur loksins tekist að ala upp í okk- ur andlega víðsýni, umburðar- lyndi og skilning á eilífu gildi margbreytileikans í birtingar- formum menningar lands okkar? Hefur lotning aftur orðið til í hjörtum okkar eða heldur kann- ski tortímingarástríðan áfram að blinda okkur sem fyrr? Og skiljum við, að með því að skila aftur hinum sögulegu mannvirkj- um því sem þeim heyrir þá mun- um við skjóta dýpri og traustari rótum í jarðvegi okkar þjóðern- is? Að lokum er frá því skýrt að þegar hafi mikið starf verið unnið í klaustrinu. Bráðabirgðaathug- un sýni að til að endurreisa klaustrið þurfi að safna 15-20 miljónum rúblna og hefur Rússneska rétttrúnaðarkirkjan sjálf tekið það að sér. Mítrópó- litinn Sergíj hefur lýst því yfir að innan tíðar verði aftur múnklífi í Optina pústin. áb tók saman. Sovétríkin Aralhafið að Iwerfa Aralhafið hefur minnkað umþriðjung á undanförnum tuttugu árum. Stórfellt vistfrœðislys í uppsiglingu Aralhafið í Mið-Asíu hefur minnkað um þriðjung á tveimur síðustu áratugum, og að sögn sovéska vikuritsins Ogonyok er stórfellt vistfræðislys í uppsigl- ingu fyrir vikið. Árnar Amudarya og Syrdaria hafa verið nýttar ótæpilega í áveituskyni, og fyrir bragðið hef- ur Aralhaf hörfað um ríflega hundrað kflómetra, auk þess sem yfirborðið hefur lækkað um að minnsta kosti tólf metra. „Ef við verðum ekki vitni að meiri háttar kraftaverki á næstunni munu þessar breytingar hafa stórfellt vistfræðiáfall í för með sér,“ segir í grein blaðsins, en hana ritar Abdizhamil Nurpeisov. Nurpeisov skellir skuldinni á mannlega skammsýni; vistfræði- legt jafnvægi svæðisins hafi verið rofið þegar ráðist var í umfangs- miklar áveituframkvæmdir í auðnum Kazakhstan og Uzbek- istan, milli ánna Amudarya og Syrdarya. í krafti áveitnanna tókst að drífa upp mikla hrísgrjóna- og baðmullarrækt, ýmisskonar þungaiðnaði var komið á fót og nýir bæir urðu til. Hitt kipptu menn sér ekki upp við að árnar tvær gegna afgerandi hlutverki fyrir endurnýjun Aralhafsins. - Vistfræðilegt jafnvægi alls þessa svæðis er farið veg ailrar veraldar, segirNurpeisov: Illvígir stormar sandblása nú suður- og austurströnd hafsins. Á myndum sem teknar hafa verið í geimnum má sjá að milljónir tonna af sandi og salti hafa fokið yfir víðáttu- mikil landsvæði. í greininni segir að fiskveiðar og skipasmíði hafi lagst af við Ar- alhaf; það sé orðið of salt til að fiskurinn þrífist, og of grunnt fyrir skipin, og á ljósmyndum sem greininni fylgdu má enda sjá skipsskrokka á þurru landi, nán- ar til tekið sand- og saltauðnum. Akrarnir sem eiga allt sitt undir áveitunum eru einnig farnir að láta á sjá vegna saltsins frá Aralhafi sem spillir uppskerunni. Þetta hefur aftur sitt að segja upp á heilsufar íbúanna; þaulmengað áveituvatn af baðmullarökrunum hefur komist í vatnsból og pestir grassera. Greinarhöfundur krefst að- gerða og segir að leita verði allra færra leiða til að bjarga Aralhafi, sem skipti sköpum um veðurfar í Kazakhstan og Mið-Asíu allri. HS FLÓAMARKAÐURINN Trommusett Notað trommusett óskast. Hringið í síma 11773. ísskápur fæst gefins Sími 34125 eftir hádegi. Til sölu eikarsófaborð 15 ára gamalt selst mjög ódýrt. Sími 622456. Óska eftir að kaupa barnakojur, kommóðu, stóra dýnu og ódýrt litsjónvarp. Uppl. í síma 10633 eftir kl. 17. Eldhúsinnrétting með AEG helluborði, ofni og viftu ásamt tvöföldum stálvaski til sölu ódýrt. Uppl. í síma 79508 frá kl. 16- 20. Ung kona "með 1 barn óskar eftir 3ja herb. íbúð í Vogahverfi. Uppl. í síma 672698 eftir kl. 17. Vil selja lítið ekinn Skoda árg. ’85 í toppstandi. Selst á góðum kjörum. Uppl. í síma 44465. Ritvél til sölu Lítil rafmagnsritvél með tösku og leiðréttingaborða. Nýyfirfarin og lítið notuð. Tilvalin fyrir mennta- skólanema. Sími 78512. Notaður leirbrennsluofn til sölu Sími 21981 og 29734. íbúðaskipti Kaupmannahöfn - Reykjavík. 3ja herb. íbúð á góðum stað í Kaup- mannahöfn fæst í skiptum fyrir íbúð í Rvík. í 6 mán. til heils árs. Uppl. í síma 21733. Ertu að taka upp gólfteppið? Okkur bráðvantar notað gólfteppi til bráðabirgða á kaldan steininn hjá okkur. Er ekki einhver sem vill losna við gamla gólfteppið? Við þiggjum það með þökkum, fyrir litið eða gef- ins. Vinsamlegast hringið í síma 656661. Til sölu Konica myndavél með aukalinsum. Amerískt litsjónvarpstæki með At- ari tölvuspili og Sinclair tölvu. Dyn- aco hljómflutningstæki og Olympia rafmagnsrituel. Selst ódýrl. Uppl. í síma 39236. Móðir okkar, tengdamóðir og amma Guðrún Bjarnadóttir Kópavogsbraut 63 sem andaðist 16. desember sl. verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 13.30 Bjarni R. Jónsson Björgvin Jónsson Þórdís Eggertsdóttir og barnabörn Eiginmaður minn Gísli Guðmundsson Akurgerði 19, Akranesi sem andaðist 2. janúar verður jarðsunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 9. janúar kl. 11.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á dvalarheimilið Höfða. Lára Jónsdóttir ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.