Þjóðviljinn - 06.01.1988, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 06.01.1988, Qupperneq 3
Kvótinn Hagsmuna- aðilar í hár saman Fjögur stéttarfélög yf- irmanna áfiski- skipum mótmœla harðlega vinnu- brögðum Alþingis „Við getum alls ekki liðið það að Alþingi ætli sér að hygla smá- bátaeigendum á kostnað annarra hópa sem eiga ekki síður allt sitt undir afkomunni á sjónum. Ef svo fer verður einungis minna til skiptanna fyrir hina og það fínnst okkur vera forkastanleg vinnu- brögð“, segir Helgi Laxdal, for- maður Vélstjórafélags íslands í samtali við Þjóðviljann í gær. Um áramótin sendu fjögur stéttarfélög yfirmanna á fiski- skipum, það er Vélstjórafélag ís- lands, Skipstjóra- og Stýri- mannafélagið Sindri á Austur- landi, Skipstjóra- og Stýrimanna- félagið Aldan í Reykjavík og Vél- stjórafélag Vestmannaeyja, frá sér harðorða ályktun þar sem vinnubrögðum Alþingis er mót- mælt að hafa ekki samþykkt kvótafrumvarp ríkisstjórnar- innar fyrir áramót. Jafnframt mótmæla félögin því að smábáta- eigendum verði færðar veiði- heimildir umfram aflareynslu viðmiðunaráranna. í ályktun fé- laganna segir að slík stjórnun skapi óréttlæti og óeiningu meðal þeirra sem eftir verða að starfa. Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landsambands smábáta- eigenda, sagði aðspurður um þessa ályktun stéttarfélaganna, að þarna væri á ferðinni „handa- uppréttingarliðið", eins og hann orðaði það. Örn sagðist vilja vísa allri ályktuninni til föðurhúsanna eins og hún legði sig. Hann sagði að það væri mesta firra að halda því fram að smábátaeigendur væru að fara fram á eitthvað meira en þeim bæri. Sagði hann að það sem nú lægi fyrir þinginu væri mjög mikil skerðing á hlut smábáta í þorskaflanum, og einn- ig að fjölga banndögunum, úr 66 eins og var á síðasta ári í 79. - grh FRETTIR Forstjóralaun Um 200.000 á mánuði Forstjórar banka ogfjármálastofnanaforstjóra hœstir í launum. Það opinbera borgar verst Forstjórar höfðu að meðaltali 190.000 króna mánaðarlaun í októbermánuði á síðasta ári. For- stjórar í störfum hjá ríki eru sýnu lægra launaðir en stallbræður þeirra hjá einkaaðilum. For- stjórar hjá því opinbera þágu að meðaltali 153.000 í iaun, meðan forstjórar á hinum almenna vinn- umarkaði eins og það er nefnt, báru að meðaltali 192.000 úr být- um. Allra forstjóra fengsælastir voru þó forsvarsmenn fjármála- stofnana og banka, en meðallaun þeirra námu litlum 200.000 krón- um. Þessar upplýsingar koma fram í nýlegu fréttabréfi Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga og eru forsmekkurinn að því sem koma skal er endanlegar niður- stöður verða gerðar lýðnum heyrin kunnar úr launakönnun sem félagið gekkst fyrir í október á sl. ári meðal félagsmanna sinna. í fréttabréfinu kemur fram að yfirvinna, unnin og óunnin, sem og hvers kyns sporslur, eru óverulegur hluti af launum for- stjóranna. Af 190.000 króna meðalmánaðarlaunum forstjóra eru 11.000 vegna yfirvinnu, 2.961 vegna aukastarfa, tæp 12.000 vegna ómældrar yfirvinnu og tæp 18.000 vegna hlunninda. Til samnburðar má geta þess að í könnuninni kemur fram að af 109.000 króna meðalmánaðar- laun kennara í framhaldsskólum Nýr íslenskur söngleikur Sunnudaginn 10. janúar kl. 20.00 frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur söngleikinn „Síldin er komin“ eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur með tónlist eftir Valgeir Guðjónsson. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Þórunn Sigurðardóttir og meðal leikenda eru þau Sigrún Edda Björnsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Guðrún Ásmundsdóttir sem hér sjást í hlutverkum sínum. Mynd - Sig. Bankastjórar Helmingaskiptin á hreinu ✓ A 35 árum hafa 8þingmenn orðið bankastjórar ríkisbanka. Allir úr röðum Sjálfstœðis- og Framsóknarflokks. Flestir hafa gegnt tveimur störfum samtímis. Þingmennska stökkpallur í bankastjórastöður? Sverrir Hermannsson og Kjartan Jóhannsson efstir á biðlista g ankastjórastöður í ríkis- bönkunum hafa lengi verið með eftirsóknarverðari hnossum sem ýmsir þingmcnn hafa getað hugsað sér að sinna jafnhliða þingsetunni eða sem lifibrauð eftir að af þingsetu er látið. Nú síðast hafa Sverrir Hermannsson og Kjartan Jóhannsson verið nefndir sem vonbiðlar banka- stjórastóla sem losna á næstunni eða kunna að losna. Fullyrt er að samkomulag hafí orðið með ríkis- stjórnarflokkunum að Sverrir fái stól í Landsbankanum og Kjartan f Búnaðarbankanum. Jafnvel þótt ýmsir bankamenn og stjórnmálaflokkar hafi gagn- rýnt þessa skipan mála á undan- förnum árum og bent á að eðli- legra sé að taka tilit til faglegra sjónarmiða við ráðningu banka- stjóra en að bankastjórn gangi í pólitískar erfðir, er ljóst að á und- anförnum áratugum hafa þing- flokkar Sjálfstæðisflokks og Fra- msóknar ekki verið sama sinnis og neytt valdastöðu sinnar og út- býtt banakstjórastólunum sér og sínum til handa. Frá því á sjötta áratugnum hafa alls átta alþingismenn hreppt bankastjórastöður í ríkisbönkun- um, - flestir meðan þeir voru enn á þingi. Það er ekki svo lítið þegar þess er gætt að ráðning í embætti bankastóra ríkisbankanna hefur nánast jafngilt æviráðningu. Athyglisvert er að allir þessara átta þing-bankastjóra koma úr röðum Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokksins. Sjálfstæðisflokkur- inn ber þó höfuð og herðar yfir Framsókn í þessu tilliti. Alls hafa sex sjálfstæðisþingmenn sest í bankastjórastóla ríkisbankanna síðastliðin 35 ár, en á sama tíma hafa bankastjórar úr þingmanna- liði Framsóknarflokksins verið tveir talsins. Úr þingliðinu voru síðast ráðnir Geir Hallgrímsson og Tómas Árnason sem fóru í Seðla- bankann og Lárus Jónsson, sem tók við stjórnvelinum í Útvegs- bankanum þó skemur væri en upphaflega hafði verið ráð fyrir gert sökum óvæntra uppákoma í tengslum við Hafskipsmálið. Aðrir bankastjórar úr hópi þingmanna undanfarna þrjá ára- tugi, sem eru úr röðum þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, eru þeir Davíð Ólafsson, sem varð bankastjóri í Seðlabankanum er hann fór út af þingi 1967, Jóhann Hafstein, var bankastjóri Út- vegsbankans 1952-63 samhliða þingsetu og um tíma ráðherra- dómi, Jónas G. Rafnar banka- stjóri sama banka frá 1967 sam- hliða þingsetu til 1971 og Magnús Jónsson sem var bankastjóri Búnaðarbankans 1961, samhliða þingsetu, en að undanteknum þeim tíma sem hann var ráð- herra. Úr þingflokki Framsóknar- flokksins hefur Helgi Bergs, auk Tómasar Árnasonar setið á bank- astjórastóli. Helgi er einn núver- andi bankastjóra Landsbankans, eða frá 1971, Helgi sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árun- um 1963-67. Til viðbótar má geta þess að tveir aðrir þingmenn hafa setið við stjórnvöl banka meðan á þingsetu stóð. Finnbogi Rútur Yaldimarsson var bankastjóri Útvegsbankans 1957-72 og jafn- hliða var hann í þingliði Alþýð- uflokksins eða frá 1959-63. Einar Ágústsson var bankastjóri Sam- vinnubankans, sem reyndar telst ekki til ríkisbankanna, frá 1963- 71, og þingmaður að auki. -rk eru 2.000 vegna hlunninda og rúmar 40.000 vegna yfirvinnu. -rk Fiskveiðistefnan Langt í land Önnur umræða um kvótann hófst í gær og heldur áfram í dag. Fjöldi breytingatillagna hggja fyrir Fiskveiðistefnan kom til ann- arrar umræðu í neðri deild Al- þingis í gær. Alls lágu fjögur nefndarálit fyrir þingmönnum og fjöldi breytingatillagna við frum- varpið. í gær mæltu nefndarmenn fyrir álitunum en fundi var frestað klukkan sjö og haldið áfram í dag klukkan 10. Kjartan Jóhannsson mælti fyrir áliti meirihluta sjávar- útvegsnefndar, og greindi frá breytingartillögum meirihlutans. Meginbreytingin er sú að heim- ildir smábátaeigenda verða rýmkaðar miðað við frumvarpið þó enn séu banndagar töluvert fleiri en í fyrra. Matthías Bjarnason lagði fram átta breytingartiliögur við frum- varpið. Varða þær m.a. rækju- kvótann og að samráðsnefndin verði skipuð 5 mönnum, þremur skipuðum af Alþingi, einum af sjómönnum og einum af útgerð- armönnum. Þá leggur hann til að níu manna nefnd verði kosin hlutfallskosningu af Alþingi til að endurskoða fiskveiðistefnuna. Hann er einnig með tillögu um að gildistíminn verði bara tvö ár. Matthías er hinsvegar ekki með neina breytingartillögu við veiðar smábáta. Hjörleifur Guttormsson er með fjölda breytingartillagna við frumvarpið m.a. um að sérstök framkvæmdanefnd skipuð níu mönnum kosnum hlut- fallkosningu til eins árs fari með stjórn fiskveiðanna samkvæmt lögunum. Þá boðar Hjörleifur enn frekari rýmkun fyrir smábát- ana og það sama gerir Hreggvið- ur Jónsson. Hjörleifur er einnig með til- lögu um að þriðjungur af kvótan- um fylgi skipi en restinni sé út- hlutað til byggðarlaga. Búist er við löngum umræðum um kvótann og þarf frumvarpið að fara aftur til efri deildar áður en það verður að lögum. -Sáf Tívolíbombur sala bönnuð Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að banna sölu á Tívolí- bombum til almenningsnota á meðan rannsókn fer fram á þeim slysum sem urðu af völdum þeirra um síðustu áramót. Jafnframt hefur ráðuneytið. óskað eftir því að lögregla út um allt land fylgist vel með því að þessu banni sé framfylgt svo og fyrri fyrirmælum ráðuneytisins varðandi sölu og meðferð skot- elda. _ grh Miðvikudagur 6. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.