Þjóðviljinn - 06.01.1988, Síða 12
Kaldir krakkar
18.20 Á STÖÐ 2
í kvöld byrjar Stöð 2 sýningar á
nýjum nýsjálenskum mynda-
flokki fyrir börn og unglinga og
nefnist hann Kaldir krakkar,
(Terry and the Gunrunners).
Myndaflokkurinn fjallar um
systkini sem taka sér fyrir hendur
að ráða niðurlögum glæpamanna
sem meðal annars smygla byss-
um. En glæpamennirnir deyja
ekki ráðalausir og verjast með
kjafti og klóm. Athygli skal vakin
á því að fyrrum forsætisráðherra
Nýja-Sjálands, Sir Robert Muld-
oon, leikur hlutverk of-
urnjósnara í þáttum þessum.
Á ystu nöf
22.05 Á STÖÐ 2
Stöð 2 sýnir fyrri hluta myndar-
innar Á ystu nöf (Out on a
Limb), sem gerð er eftir sam-
nefndri ævisögu Shirley Mac-
Laine. Myndin hefst þar sem
Shirley MacLaine er stödd á yfir-
gefinni strönd í Kaliforníu í
Bandaríkjunum og nær hámarki
sínu í Perú í Suður-Ameríku, þar
sem Shirley finnur fortíð sína,
nútíð og kannski framíð. Shirley
leikur hér sjálfa sig, en með
önnur aðalhlutverk fara Charles
Dance, John Heard, Anne Jack-
son og Jerry Orcbach. Leikstjóri
er Robert Butler.
Stiklur
20.35 í SJÓNVARPINU
Sjónvarpið sýnir í kvöld þátt
Ómars Ragnarssonar, Stiklur.
Þátturinn heitir Nær þér en þú
heldur og í kynningu með þættin-
um segir meðal annars: I næsta
nágrenni höfuðborgarinnar
leynast slóðir sem gaman er að
fara um, en sumar þeirra liggja
við alfaraleið, án þess að vegfar-
endur hafi hugmynd um það. í
þessum þætti er stiklað í austur
frá Hafnarfirði í átt að Reykja-
nesfjallgarðinum.
„Nú er hún Snorrabúð stekkur
20.25 Á STÖÐ 2
{ kvöld sýnir Stöð 2 heimilda-
mynd um Þingvelli og ber hún
titilinn „Nú er hún Snorrabúð
stekkur ...“. Rætt er við fólk sem
á sumarhús á Þingvöllum, þá sem
gerðu framtíðarskipulag þjóð-
garðsins og marga fleiri. Leitast
er við að finna svör við því hvaða
hlutverki Þingvellir komi til með
að gegna í framtíðinni. Hilmar
Oddsson kvikmyndagerðarmað-
ur annaðist gerð myndarinnar, en
kynnir og textahöfundur er Pétur
Gunnarsson rithöfundur.
©
6.45 Veöurlregnir. Baen.
7.00 Fréttir
7.03 I morgunsáriö meö Kristni Sig-
mundssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30,
fréttir kl. 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15.
Tilkynningar lesnar laust fyrir kl. 7.30,
8.30 og 9.00.
8.45 íslenskt mól Endurtekinn þáttur frá
laugardegi sem Gunnlaugur Ingólfsson
flytur.
9.00 Fréttir
9.03 Morgunstund barnanna: „Grösin
í glugghúsinu" eftir Hreiðar Stefáns-
son Ásta Valdimarsdóttir les (3).
9.30 Upp úr dagmálum Umsjón: Sigrún
Björnsdóttir.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Óskastundin Umsjón: Helga Þ.
Stephensen.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur Umsjón: Edward J.
Fredriksen.
12.00 Fréttayfirlit. Tónlist. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn - Þrettándinn. Um-
sjón: Anna M. Sigurðardóttir.
13.35 Miðdegissagan: „Úr minninga-
blöðum“ eftir Huldu Alda Arnardóttir
byrjar lesturinn.
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Harmoníkuþáttur Umsjón: Högni
Jónsson.
14.35 Tónlist
15.00 Fréttir
15.03 Landpósturinn - Frá Austurlandi.
Umsjón: Inga Rós Þórðardóttir. Tónlist.
16.00 Fréttir
16.03 Dagbókin Dagskrá
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið
17.00 Fréttir
17.03 Tónlist á síðdegi - Weber og
Schumann. a. Konsertstykki fyrir píanó
og hljómsveit í f-moll op. 79 eftir Carl
Maria von Weber. Alfred Brendel leikur
meö Sinfóniuhljómsveit Lundúna;
Claudio Abbado stjórnar b. Sinfónía nr.
4 í d-moll op. 120 eftir Robert Schu-
mann. Fílharmoníusveit Vínarborgar
leikur; Leonard Bernstein stjórnar.
18.00 Fréttir
18.03 Torgið - Efnahagsmál Umsjón:
Þorlákur Helgason. Tónlist. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar
19.35 Þrettándagleði Umsjón: Örn Ingi.
(Frá Akureyri).
20.00 JohnCageogtónlisthansÞátturi
umsjá Snorra Sigfúsar Birgissonar.
20.40 Kynlegir kvistir - Kraftaverkið.
Ævar R. Kvaran segir frá.
21.10 Dægurlög á milli stríða
21.30 Að tafli Jón Þ. Þór flytur skákþátt.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir
22.20 Sjónaukinn Af þjóðmálaumræðu
hérlendis og erlendis. Umsjón: Bjarni
Sigtryggsson.
23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árnason.
24.00 Fréttir
00.10 Samhljómur Umsjón: Edward J.
Fredriksen.
01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
00.10 Næturvakt útvarpsins Gunn-
laugur Sigfússon stendur vaktina.
7.03 Morgunútvarpið Daegurmálaút-
varp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30,
fréttum kl. 8.00 og veðurfregnum kl.
8.15. Tíðindamenn Morgunútvarpsins
úti á landi, í útlöndum og í bænum
ganga til morgunverka með lands-
mönnum. Miðvikudagsgetraunin lögð
fyrir hlustendur.
10.05 Miðmorgunssyrpa Umsjón:
Kristín Björg Þorsteinsdóttir.
12.00 Á hádegi Dægurmálaútvarp á há-
degi hefst með fréttayfirliti. Stefán Jón
Hafstein flytur skýrslu um dægurmál og
kynnir hlustendaþjónustuna, þáttinn
„Leitað svars“ og vettvang fyrir hlust-
endur með „orð í eyra".
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Á milli mála M.a. talað við afreks-
menn vikunnar. Umsjón: Gunnar Svan-
bergsson.
16.03 Dagskrá Hugað að því sem er efst
á baugi, Thor Vilhjálmsson flytur syrpu
dagsins og flutt kvikmyndagagnrýni.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 íþróttarásin Umsjón: ArnarBjörns-
son.
22.07 Háttalag Umsjón: Gunnar Salvars-
son.
00.10 Næturvakt útvarpsins Gunn-
laugur Sigfússon stendur vaktina til
morguns.
7.00 Stefán Jökulsson og morgun-
bylgjan. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00.
9.00 Valdís Gunnarsdóttir á léttum nót-
um. Fréttir kl. 10.00, og 11.00.
12.00 Fréttir
12.10 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt
hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00.
14.00 Asgeir Tómasson og siðdegis-
poppið Fréttir kl. 14.00,15.00 og 16.00.
17.00 Hallgrímur Thorsteinsson í
Reykjavík síðdegis Fréttir kl. 18.00.
19.00 Anna Björk Birgisdóttir Bylgju-
kvöld, tónlist. Fréttir kl. 19.00.
21.00 Örn Árnason Tónlist og spjall.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar -
Bjarni Ólafur Guðmundsson. Tónlist og
upplýsingar um flugsamgöngur.
7.00 Þorgeir Ástvaldsson Morguntón-
list.
8.00 Stjörnufréttir
9.00 Gunnlaugur Helgason Tónlist,
gamanmál.
10.00 og 12.00 Stjörnufréttir
12.00 Hádegisútvarp Rósa Guðbjarts-
dóttir stjórnar hádegisútvarpi
13.00 Helgi Rúnar Óskarsson Tónlist.
14.00 og 16.00 Stjörnufréttir
16.00 Mannlegi þatturinn Jón Axel Ól-
afsson.
18.00 Stjörnufréttir
18.00 íslenskir tónar Innlend dægurlög.
19.00 Stjörnutiminn Dægurlagatónlist
ókynnt í eina klukkustund.
20.00 Einar Magnús Magnússon Létt
popp.
22.00 Andrea Guðmundsdóttir Tónlist.
00.00 Stjörnuvaktin til kl. 07.00
17.50 Ritmálsfréttir
18.00 Töfraglugginn Guörún Marinós-
dóttir og Hermann Páll Jónsson kynna
gamlar og nýjar myndasögur fyrir börn.
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Steinaldarmennirnir Bandariskur
teiknimyndaflokkur
19.25 Gömlu brýnin Breskur gaman-
myndaflokkur
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Stiklur - Nær þér en þú heldur
Fyrri hluti I næsta nágrenni höfuðborg-
arinnar leynast slóðir sem gaman er að
fara um, en sumar þeirra liggja við al-
faraleið, án þess að vegfarendur hafi oft
hugmynd um það. I þessum þætti er
stiklað í austur frá Hafnarfirði í átt að
Reykjanesfjallgarðinum. Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson.
21.05 Völuspá Hljómsveitin Ríkshaw
flytur frumsamda tónlist við þetta forna
kvæði.
21.30 Listmunasalinn Breskur fram-
haldsmyndaflokkur í léttum dúr.
22.30 Fosshjartað slæf- Endursýning
Islensk kvikmynd um virkjun fallvatna á
Islandi. Kvikmyndun: Rúnar Gunnars-
son.
23.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
þlÖDVIUINN
óskar eftir blaðamanni
Okkur vantar í hópinn einn blaðamann eða fleiri.
Reynsla af blaðamennsku eða svipuðum starfa
æskileg. Sendið umsóknir (nám, fyrri störf
o.s.frv.) til Halls Páls Jónssonar framkvæmda-
stjóra fyrir 10. janúar.
Ritstjórn Þjóðviljans
Allir eiga að sitja öruggir í bíl.
Notum bílbelti - alltaf!
IUMFERÐAR
Iráð
16.30 # Aðkomumaðurlnn Biómynd
18.20 # Kaldir krakkar Nýr spennandi
framhaldsmyndaflokkur í 6 þáttum fyrir
börn og unglinga. 1. þáttur.
18.50 Garparnir Teiknimynd.
19.19 19.19
20.25 # „Nú er hún Snorrabúð stekk-
ur...“ Hvaða sess skipa Þingvellir í hug-
um Islendinga og hvers konar hlutverki
er þjóðgarðinum ætlað að gegna í fram-
tíðinni?
21.05 # Shaka Zulu Nýr framhalds-
myndaflokkur í tíu þáttum. 2. hluti.
22.00 # Martin Berkovskl leikur á pianó
22.05 # Á ystu nöf Fyrri hluti myndar
sem byggð er á samnefndri ævisögu
ShirleyMacLaine.
00.30 # Aðeins fyrir augun þín Þessi
mynd hefur allt það til að bera sem
prýða má góða Bond mynd; hraða,
húmor, spennu og fagrar konur.
02.35 Dagskrárlok
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN