Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 9
Umskiptin hafa orðið mikil, óttinn og vanmetakenndin hafa vikið fyrir pólitískum skiln- ingi og baráttuvilja gegn kynþátt- akúguninni. En stjórnin mun ekki gefast upp meðan efnahags- lífið gengur nokkurnveginn snurðulaust. Vitanlega skiptir viðskiptabann á Suður-Afríku og skyldar aðgerðir máli, en það verðar mestu sem er að gerast heima. ekki síst með eflingu ver- klýðshreyfíngar. Svo mæla þau Jean og Bawana Njamela, sem hafa verið í fimmtán ár í útlegð frá Suður- Afríku, fyrst í Zambíu en nú um alllangt síceið í Svíþjóð. Þau voru um hátiðarnar í heimsókn hjá ís- lenskri vinkonu sinni og þá var tækifærið notað til að spyrja þau hvernig þau mætu ástandið í heimalandi sínu og hvað þau teldu líklega þróun þar syðra á næstunni. Æfing í valdatöku Þau sögðu þann hæng á sínum vitnisburði að þau væru vitanlega ekki sjónarvottar að tíðindum. En hitt væri ljóst þeim sem til þekktu og með fylgdust, að á síð- astliðnum tíu árum hefðu orðið mjög stórfelldar breytingar á pól- itísku ástandi í iandinu og nefndu uppreisn í Soweto árið 1976 sem vendipunkt í þeirri þróun. Síðan hefur UDF, Sameinaða lýðræðis- fylkingin, orðið til og eflst og ver- kalýðshreyfíngin hefur orðið mikið afl. Nú seinni misseri ger- ast tíðindi eins og þau að skólar eru hunsaðir, fólkið rekur burt þá embættismenn sem stjóm hins hvíta minnihluta hefur skipað og býr til sitt eigið kerfi. Setur upp eigin löggæslu og dómstóla. Æfir sig semsagt með ýmsu móti í því að taka völdin í sínar hendur. Svæði þar sem þetta gerist eru umkringd af hermönnum, sem eiga í stöðugum útistöðum við ungt fólk sem grýtir þá og gerir þeim lífið leitt - margir eru hand- teknir, og hermennimir hika ekki við að skjóta menn til bana, enda eru fyrirmæli sem þeir hafa feng- ið í þá veru. 1>eir ungu í forystu Engin ein samtök hafa ótví- ræða forystu fyrir þessari hreyf- ingu. ANC (Afríska þjóðaráðið, flokkur Nelsons Mandela) gerir tilkall til forystu að sönnu, en í rauninni er erfitt að vita hver ger- ir hvað - ANC, UDF, eða COS- ATU ( Alþýðusamband Suður- Afríku). Við vitum það eitt að öll samtök svartra manna, öll mannréttindasamtök, hafa sama markmið og þau hafa öll sam- þykkt Frelsisskrána sem ýmis framsækin samtök settu á blað 1955 sem framtíðarstjórnarskrá Suður-Afríku. Síðan er það ljóst, að það er ungt fólk sem hefur tekið foryst- una og einatt alið upp foreldra sína til vitundar um gildi sam- stöðu og baráttu. Pað er unga fólkinu að þakka að UDF og COSATU verða að þýðingar- miklu afli, að það tekst að hrekja út í horn vanmáttarkennd og ótta sem hefur staðið hinum eldri fyrir þrifum. Vitanlega er ágreiningur um aðferðir í baráttunni. UDF getur til dæmis ekki stutt þá vopnuðu baráttu sem ANC telur nauðsyn- lega, UDF er miklu breiðari samtök, þar eru trúaðir kristnir menn, friðarsinnar, frjálslyndir, þar eru nokkrir hvítir menn, þótt ekki séu þeir margir. En þeir skilja afstöðu ANC. Og ANC heldur því ekki fram að hægt sé að kveða kynþáttakúgunina nið- ur með vopnum einum saman. Vopnuð barátta verði að haldast í hendur við svo margt annað - al- þjóðlegan þrýsting á stjórnina, friðsamlegar kröfugöngur og bænarskrár. Merkilegt verkfall Efling verklýðshreyfingar hinna svörtu er eitt það besta og merkilegasta sem gerst hefur á undanförnum árum. Menn lásu í fréttum ekki alls fyrir löngu um verkfall námumanna sem var það mesta sem háð hafði verið - og það er bara byrjunin. Það verk- Hinn háskalegi leikur með „þriðja aflið": menn úr samtökum Zúlu- höfðingjans But- helezi, Inkatha, ráðast á áhang- endur UDF, Sam- einuðu lýðræðis- fylkingarinnar. ÁB rœðir við Jean og Bawana Njamela, útlagafrá Suður- Afríku fall var mikill sigur, ekki síst vegna þess, hve erfítt hefur til þessa reynst að samfylkja námu- mönnum, sem koma héðan og þaðan, eru af mörgum ólíkum þjóðum og hafa til þessa lítið vit- að um möguleika verklýðsfélaga. Verkfallsbarátta verður ekki síst þýðingarmikil vegna þess að hún hittir efnahagslífið í hjartastað. Meðan efnahagslífið gengur sinn vanagang finna hinir hvítu lítt fyrir átökum í sínu landi, þeir Iifa þægilegu lífi í sínum úthverfum, langt frá slömmum og örbirgð og skærum. En ef efnahagslífð verð- ur fyrir verulegum skakkaföllum þá fínna allir fyrir því og þá fara menn að spyrja sjálfa sig og aðra óþægilegra spurninga. Uppskipting Annars á sér stað viss upp- skipting hjá þeim hvítu. Mennta- menn margir eru gagnrýnir á ástandið, en taka flestir þann kost að flkýja land, setjast að í Ástralíu, Nýja-Sjálandi. Á hinn bóginn hafa þeir færst í aukana sem standa yst til hægri. Þeir ráð- ast jafnvel á fundi sem stjórnar- flokkur Botha stendur fyrir. Þeir hafa sínar dauðasveitir sem ræna fólki og drepa - bæði svarta andó- fsmenn og hvíta menn sem þeir telja svikara ( lögfræðinga sem verja pólitíska fanga ofl.). Að þessu leyti getur verið að sícapast hjá okkur „argentínskt" ástand. Höfðingjaleikurinn Og svo reynir hvíta stjórnin það gamla bragð að deila og drottna. Beita til dæmis fyrir sig svörtum höfðingjum eins og But- helezi, sem er í raun á mála hjá hvítu stjórninni fær hjá henni peninga til að halda úti eigin her. Og nýtur líka stuðnings Reagans og hans manna, sem vilja sjá í honum „þriðja aflið“. Vissulega er Buthelezi um margt hættu- legur. Hann er sá sem kemur fram fyrir útlendinga og segir: ekki setja viðskiptabann á Suður- Afríku af því að hinir svörtu munu þá þjást enn meir. Hann hefur einkaher sem ræðst á UDF og verklýðsfélögin - og þá má bóka það að lögreglan heldur að sér höndum. Svo reynir hann að stofna sjálfur „gul“ verklýðsfé- lög. Buthelezi ber fyrir sér þjóð- ernishyggju Zúlumanna og held- ur margar lýðskrumsræður um mikilleik Zúluþjóðar. En það er mikill misskilningur að halda að honum að baki standi sex miljón- ir Zúlumanna eins og stundum má lesa í blöðum. Það er minni- hluti, ekki síst hinir fáfróðustu, sem fylgja honum í blindni. Miíclar breytingar hafa orðið á hugsunarhætti kynblendinga og fólks af indversku bergi. Þetta fólk fékk ögn betri meðferð en þeir svörtu og vildi ekki blanda sér í mál þeirra. En á seinni árum hafa hinir „lituðu" í vaxandi mæli tekið þátt í mótmælum gegn ap- artheid, gera sér grein fyrir því að við erum öll í sama báti. Hvað er í vændum Það er erfitt að spá um það hvað í vændum er á næstunni. Við vitum að allri okkar baráttu er mætt með ofbeldi, en við sjáum líka að fólkið finnur alltaf nýjar smugur þegar leiðum er lokað. Við vitum að það hefur orðið mikil vitundarvakning, ekki síst meðal yngra fólksins, og að þessi vakning verður ekki aft- ur tekin. Það má búast við fleiri og stærri verkföllum - og því að þeim verður mætt með ofbeldi. Stjómin mun halda áfram að reyna að koma fótum undir „þriðja aflið“, svokallaðan „hóf- saman“ svartan leiðtoga. Hún mun reyna sem fyrr að grafa undan nágrannaríkjum eins og Angola og Mósambik og hræða þau frá stuðningi við baráttu ANC. Hvíta stjórnin mun ekki gefast upp meðan efnahagslífíð er sterkt. í þeim efnum skiptir hana ekki miklu hvað smærri ríki eins og t.d. Svíþjóð gera - það skiptir mestu hvað Bandaríkin, Vestur-Þýskaland og Bretland gera, og þar eiga stjórnarherrarn- ir enn marga hauka í horni. Við tengjum satt best að segja ekki miklar vonir við almenningsálitið í heiminum, eins og nú er komið, þótt vitanlega hafi það sitt að segja. En það sem um munar er það sem gerist heima. í landinu sjálfu. Og þar gerast tíðindi hraðar en okkur gat órað fyrir fyrir nokkrum árum. ÁB skráði. Föstudagur 8. janúar 1988;ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.