Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 11
sviði samgangna, svo að dæmi séu nefnd. Nýtt stjórn- sýslustig Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar, að breyta þurfi stjórn- skipan í landinu til að skapa í landshlutunum afl sem einhvers sé megnugt gagnvart höfuðborg- arvaldinu. \ tillögum á Alþingi um nýtt stjórnsýslustig milli ríkis og sveitarfélaga hef ég nefnt það héruð, en aðrir kjósa að tala um fylki í svipuðu samhengi. Kjarn- inn í hugmyndum um slíkt milli- stig í stjórnkerfinu er að flytja fjármagn og verkefni frá rflcis- valdinu í höfuðborginni út í Iandshlutana. Slík tilfærsla felur í senn í sér valddreifingu og aukin áhrif almennings og skapar sér- hæfðu og menntuðu fólki verk- efni. Yfirstjórn héraða ætti að vera í höndum néraðsstjórna, sem kosnar yrðu með beinni kosningu á viðkomandi svæði. Dæmi um svæðisbundin verkefni sem þann- ig myndu flytjast út í kjördæmin eru húsnæðismál, tryggingamál, langtímaáætlunar um jarð- gangnagerð. Þingmenn Alþýðubandalags- ins hafa ýtt á eftir undirbúningi að framkvæmdum við jarðgöng og sama er að segja um heima- menn í viðkomandi landshlutum. Nú á ekkert að vera því til fyrir- stöðu að marka stefnu til næstu 10-15 ára varðandi jarðgöng og þingið má ekki víkja sér undan að taka á málinu. Samkvæmt fyrir- liggjandi áætlunum er kostnaður við 12,3 km jarðgöng undir Fjarðarheiði talinn nema 1750 kr. á verðlagi síðasta árs og vegna 5,6 km jarðgangna undir Odd- skarð 880 milljónir króna. Síðari upphæðin er hin sama og um- framkostnaðurinn, sem stofnað var til í heimildarleysi við flug- stöð í Keflavík! Breytt húsnæðisstefna Þótt íbúum fjölgi lítið sem ekk- ert úti á landi, ríkir þar víða mikill skortur á leiguhúsnæði og félags- legum íbúðum. Þáttur í raunhæfri byggðastefnu þarf því að vera að auka framboð á slíku húsnæði. Þetta hefur m.a. komið fram með Eftakast á að bjarga landsbyggðinni í efnahagslegu ogfélagslegu tilliti og koma í veg fyrirað ísland verði lítið annað en borgríki við Faxaflóa þarfmikið að breytast. Umfram allt þarflandsbyggðarfólk og þau öfl á Reykjavíkursvœðinu, sem koma vilja í veg fyrirslíka þjóðarógæfu, að násaman á vettvangi stjórnmálanna skipulagsmál, heilbrigðismál, menntamál og umhverfismál. Meðferð byggðamála á svæðinu ætti einnig að falla undir héruðin, svo og ráðgjöf í atvinnu- og fé- lagsmálum. Aukið sjálfræði og samstarf sveitarfélaga á fullan rétt á sér, en sveitarfélögin úti um land verða seint það afl sem hnekkt geti of- ríki Reykjavíkursvæðisins. Þar þurfa að koma til stærri lög- bundnar heildir. Gott dæmi um það hvernig miðstjórnarvald höfuðstaðarins hlunnfer lands- byggðina er stjórnarfrumvarp um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem nú liggur fyrir Alþingi. Það mál er undirbúið af ríkisvaldinu og fulltrúum sveitarfélaga á höfuborgarsvæð- inu og ber þess öll merki. Samgöngubætur sem um munar Bættar samgöngur eru eitt þýð- ingarmesta mál landsbyggðarinn- ar og um leið þjóðarheildarinnar. Samdrátturinn í fjárveitingum til vegamála og flugmála er um leið atlaga gegn landsbyggðinni. Á Vestfjörðum, Austfjörðum og sumpart á Norðurlandi verður vegasambandi ekki komið í við- unandi horf nema með jarð- göngum. Sá dráttur sem orðið hefur á framtaki í jarðgangna- gerð er afar tilfinnanlegur. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga frá mér og Steingrími J. Sigfússyni um að yfirstandandi þing taki afstöðu til ótvíræðum hætti í könnun á veg- um Húsnæðisstofnunar ríkisins. Hér er um eins konar vítahring að ræða: Aðkomufólk kemst ekki í sómasamlegt húsnæði á meðan það er að átta sig á staðarkostum og taka ákvörðun um framtíð sína. Það hrekst því fljótlega burt, og skiljanlegt er að kaup á húsnæði við ótryggar markaðsað- stæður sé ekki fyrsta verk manna í nýju umhverfi. Sama máli gegn- ir um ungt fólk heima fyrir sem er að stofna til fjölskyldu. Ég tel að íbúðir í búseturétt- arkerfi geti ásamt leigunúsnæði á vegum fyrirtækja og sveitarfélaga bætt hér verulega úr. Jöfnun í framfærslu og þjónustu Jöfnun kostnaðar fyrir undir- stöðuþjónustu verður að fylgja því átaki í byggðamálum, sem knýja þarf fram. Á Alþingi hefur sá er þetta skrifar ítrekað flutt tillögur um jöfnun símagjalda og orkukostnaðar, en talað þar fyrir daufum eyrum ráðandi meiri- hluta. Nú síðast flutti ég tillögu um athugun á flugfargjöldum, sem eru orðin tilfinnanlega há á innanlandsleiðum. Þetta eru dæmi um þætti, sem opinberir að- ilar geta haft áhrif á. Hærra vöruverð almennt á landsbyggðinni er einnig íþyngj- andi fyrir framfærsiu manna og leita verður leiða til að ná því nið- ur. Um það markmið þyrftu verslunaraðilar úti á landi að taka höndum saman með hagræðingu í vöruflutningum og viðskiptum beint við útlönd, þar sem það get- ur hentað, eins og átt getur við á Austurlandi. Landbúnaður í þrengingum Það er afar brýnt að svigrúm verði til vaxtar og nýsköpunar í atvinnulífi á landsbyggðinni á grundvelli hefðbundinna og nýrra greina. Til þess þarf að skapa starfandi fyrirtækjum svig- rúm til endurnýjunar og þróunar og styðja markvisst að myndun nýrra fyrirtækja. Hefðbundinn landbúnaður hefur átt í miklum þrengingum og þær eru engan veginn afstaðnar. Ranglega hefur þar verið staðið að framleiðslustjórnun í land- búnaði með almennum fram- leiðslutakmörkunum, sem bitna verst á frumbýlingum og bændum á minni búum. Glatað hefur verið tækifæri til að færa til framleiðsl- una með skipulegum hætti með tilliti til landgæða og staðbund- inna markaðs- og úrvinnslu- möguleika. Tillaga mín um að hraða búrekstrarkönnun, sem leiða myndi í ljós aðstæður á hverri jörð og þar sem fram kæmu viðhorf bændanna sjálfra til breytinga, hefur ekki náð fram að ganga. Að nýjum búgreinum hefur verið staðið af handahófi, eins og m.a. sést í lítilli fyrirhyggju varð- andi fóðurstöðvar fyrir loðdýra- bændur og allsendis ófullnægj- andi ráðgjöf. Hugur núverandi ríkisstjórnar til sveitanna birtist mönnum í grófum niðurskurði á framlögum vegna rannsókna- og tilraunastarfsemi í landbúnaði og til fleiri þátta samkvæmt fjár- lögum. Uppgjör við bændur sem skáru niður vegna riðuveiki er kapítuli út af fyrir sig og mikil óvissa ríkir um framtíð búskapar í sumum þeim sveitum, sem nú eru fjár- lausnar. Þróunarátak í fiskvinnslu Eitt brýnasta verkefnið í atvinnulífi er að auka framleiðni og bæta vinnuskilyrði og önnur kjör fólks í fiskiðnaði. Tilkoma frystitogara og útflutningur á óunnum ferskum fiski til útlanda í vaxandi mæli ber vott um það, hve hefðbundin fiskvinnsla stendur höllum fæti. í fiskiðnaði er því mikil þörf á þróun sem að hluta til verður að byggja á nýrri tækni og aukinni sjálfvirkni. Á meðan frystiiðnaðurinn er rekinn með miklu tapi og fyrir- tækin berjast í bökkum er Iítii von til að forráðamenn þeirra leggi að marki í þá nýsköpun, sem þörf væri á. Því verður af opinberri hálfu að ýta undir þróunarátak með fjármagni til rannsókna og þróunarstarfsemi. Við fjárlaga- umræðu fyrir 1988 flutti ég ásamt þingmönnum Kvennalista til- lögur um hækkuð framlög til Rannsóknasjóðs og sérstakt framlag til Fiskimálasjóðs í þessu skyni. Þær tillögur voru miskunn- arlaust felldar af meirihluta ríkis- stjórnarinnar á Alþingi. Sömu örlög hlutu tillögur um aukið fjármagn til hafrannsókna og fiskileitar. íslendingar verja hlutfallslega mun minna fé til hafrannsókna en nágrannaþjóð- ir, sem þó byggja afkomu sína að óverulegu leyti á sjávarafla. Sér- staklega er brýnt að efla vist- fræðilegar rannsóknir á sjávarlífi til að menn geti áttað sig á sam- verkan þeirra þátta, sem eru undirstaða þeirra stofna sem við hagnýtum. Slíkar rannsóknir snerta einnig fiskveiðistjórnunina í bráð og lengd. Hér er ekki rúm til að fjalla um það stóra mál og þá ann- marka, sem eru á málsmeðferð og stefnu ríkisstjórnarinnar. Ég minni hér aðeins á þá hættu sem tengist einhliða ráðstöfunarrétti útgerðar á kvóta og sem steðjar að byggðarlögum, sem búa við ótryggt hráefni til vinnslu, kann- ski aðeins frá einu skipi. Aðförin að trillugerð og smábátum er svo sér á parti. Þar kemur fram nán- ast óskiljanleg þráhyggja ráð- herra, sem ætti að þekkja betur til aðstæðna en tillögur hans bera vott um. Hugur ríkisvaldsins til iðnþró- unar á landsbyggðinni birtist okkur þessi árin m.a. í fjárhags- svelti og stöðugri óvissu varðandi iðnráðgjöf og afdrif fyrirhugaðr- ar kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði tala líka sínu máli. Hverjir eiga samleið? Ef takast á að bjarga lands- byggðinni í efnahagslegu og fé- lagslegu tilliti og koma í veg fyrir að ísland verði lítið annað en borgríki við Faxaflóa þarf mikið að breytast. Umfram allt þarf landsbyggðarfólk og þau öfl á Reykjavíkursvæðinu, sem koma vilja í veg fyrir slíka þjóðarógæfu, að ná saman á vettvangi stjórn- málanna. Eðlilegt er að spurt sé hvort núverandi stjórnmála- flokkum sé alvara í að vilja stemma stigu við að landið sporð- reisist. Alþýðubandalagið hefur á liðnum árum lagt sitt af mörk- um og bygðastefna hefur átt mik- inn hljómgrunn hjá fylgis- mönnum þess, einnig á höfuborg- arsvæðinu. Flokkurinn hefurhins vegar ekki haft afl til að ráða ferðinni í landsmálum, og ekki heldur veitt nógu afdráttarlausa leiðsögn. Núverandi ríkisstjórnarflokk- ar hafa þegar talað nógu skýrt til að landsbyggðarfólk ætti að gjalda við þeim varhug. Sjálf- stæðisflokkurinn má teljast úr sögunni sem landsbyggðarflokk- ur. Formaður hans hafði það helst til mála að leggja á ráð- stefnu um byggðamál á Selfossi í nóvember sl., að verja mætti hagnaði af sölu ríkisfyrirtækja til stuðnings landsbyggðinni. Davíð Oddsson fjallaði á sömu ráð- stefnu um þann voða, ef íbúar Reykjavíkur væru nú aðeins 40 þúsund talsins og ámóta fjöl- mennir bæir hefðu myndast á Vestfjörðum og Austurlandi! Framsóknarflokkurinn hefur sótt styrk sinn til landsbyggðar- fólks, en ekki ávaxtað það pund betur en raun ber vitni, m.a. með síendurtekinni íhaldssamvinnu. Steingrímur Hermannsson kann vel þá Iist að tala tveimur tung- um, látast vera andsnúinn því sem óvinsælt er hverju sinni en skrifa upp á allt saman í ríkis- stjórn. Sjálfur ber hann nú ábyrgð á áframhaldandi hernað- aruppbyggingu Bandaríkjanna hérlendis og lætur sér nægja að styðja afvopnun úti í heimi. Um Alþýðuflokkinn þarf ekki að fjölyrða. Hafi einhverjir tekið mark á byggðahjali frambjóð- enda hans fyrir kosningar, eru þeir hinir sömu nú reynslunni ríkari. Tillögur Jóns Baldvins sem fjármálaráðherra og for- manns flokksins í málefnum landbúnaðar og varðandi rekstr- araðstöðu sjávarútvegsins ættu þar að nægja. í mörgum greinum stendur Álþýðuflokkur Jóns Baldvins hægra megin við íhaldið og er límdur upp að því í afstöðu til erlends hers og vígbúnaðar- mála. Alþýðubandalagið hefur í 30 ára sögu sinni komið miklu til leiðar í þágu byggðamála á ís- landi. Nægir í því sambandi að vísa til forystu þess í landhelgis- málum og fyrir nýsköpun í sjávar- útvegi og iðnaði. Flokkurinn hef- ur í vaxandi mæli gerst málsvari sveitafólks og unnið þar trúnað margra, þótt málefnaáherslurnar hafi öðru fremur mótast af hags- munum launafólks. Til marks um þessa breiðu skírskotun Alþýðu- bandalagsins er sú staðreynd, að enginn annar flokkur hefur sótt fylgi sitt viðlíka jafnt til þéttbýlis og dreifbýlis. Þetta hefur verið styrkur Álþýðubandalagsins og því sérkenni má flokkurinn síst glata við r.úverandi aðstæður. Því þarf Alþýðubandalagið áfram að taka heils hugar undir kröfuna um að halda landinu í byggð og flokkurinn verður að veita landsbyggðinni fullan og óskiptan stuðning. í þessu felst ekki krafa um óbreytt ástand, heldur um nýsköpun atvinnulífs á landsbyggðinni og félagslegt rétt- læti til handa því fólki sem þar býr. Alþýðubandalagið á þess enn kost, að reisa kröfuna um jöfnuð, viðgang íslenskrar menningar og verndun íslenskrar náttúru. Jöfnuð óháð búsetu og kynferði og réttlæti í samskiptum þéttbýlis og dreifbýlis. Takist að lyfta því merki og vinna á ný trúnað þeirra, sem hvarflað hafa frá stuðningi við flokkinn, og fá tiltrú og stuðning frá æskufólki, hefur Alþýðubandalagið áfram hlut- verki að gegna á þjóðmálasvið- inu. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýbyrjuðu ári. Neskaupstað, á nýárdag 1988 Hjörleifur Guttormsson Föstudagur 8. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.