Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.01.1988, Blaðsíða 10
!■! REYKJÞNÍKURBORG 22:2! 'I- Aautevi St&du* Dagvist barna Nóaborg Stangarholti 11 Deildarfóstra eöa starfsfólk meö uppeldis- menntun óskast. Einnig vantar starfsfólk í hluta- störf. Upplýsingar gefur forstöðumaöur í síma 29595 og á staðnum. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Samkvæmt lögum nr. 1/1988 um breytingu á lögum um söluskatt ber frá og meö 7. janúar 1988 á ný aö greiða 25% söluskatt af öllum söluskattsskyldum viöskiptum. Frá sama tíma verður m.a. einnig söluskattsskyld eftirtalin vara og þjónusta sem aö undanförnu hefur verið undanþegin söluskatti: a. Öll matvara, þ.m.t. nýmjólk og mjólkurafurðir. b. Einkaflugvélar og eldsneyti fyrir þær. c. Aðgangseyrir aö gufubaðsstofum, nuddstof- um, Ijósastofum og heilsuræktarstofum. d. Aðgangseyrir að sýningum á íslenskum kvik- myndum. e. Aðgangseyrir að útiskemmtunum. Frá og með 7. janúar 1988 hækkar sérstakur söluskattur af sérfræðiþjónustu o.fl. úr 10% í 12%. Aðilum, sem stunda söluskattsskylda starfsemi og ekki eru þegar á söluskattsskrá ber að til- kynna starfsemi sína til viðkomandi skattstjóra þegar í stað. Vegna janúarmánaðar 1988 skulu þeir sem eru söluskattsskyldir eða skattskyldir til sérstaks söluskatts skila tveimur söluskattsskýrslum, annarri vegna skattskyldrar starfsemi frá 1. janú- ar 1988 til og með 6. janúar 1988 og hinni vegna skattskyldrar starfsemi frá 7. janúar 1988 til loka mánaðarins. Þó skulu þeir sem eingöngu stund- uðu starfsemi sem undanþegin var söluskatti til og með 6. janúar 1988 aðeins skila einni skýrslu vegna starfseminnar frá 7. janúar 1988 til loka mánaðarins. Vakin skal athygli á því að smásöluverð á ný- mjólk, skyri, smjöri og dilkakjöti hækkar ekki í kjölfar söluskattsbreytinganna vegna aukinna niðurgreiðslna. Af sömu ástæðum mun smásölu- verð á neyslufiski, eggjum, alifuglakjöti, svínakj- öti og nautakjöti ekki þurfa að hækka umfram 10% vegna söluskatts, og á ostum ekki umfram 12%. Fjármálaráðuneytið, 6. janúar 1988 Tilkynning til þeirra sem annast dreifingu og sölu á f lugvélaeldsneyti Seljendur flugvélaeldsneytis skulu frá og með 7. janúar 1988 innheimta 25% söluskatt af sölu á flugvélaeldsneyti til annarra en handhafa flugrekstrarleyfa. Söluskattsfrjálsri sölu til flug- rekstrarleyfishafa skal halda greinilega að- greindri frá annarri sölu þannig að hún sé færð á sérstaka reikninga. Fjármálaráðuneytið, 6. janúar 1988 Áramótahugleiðing frá landsbyggðinni Nýsköpun atvinnulífs á landsbyggðinni og félagslegt réttlæti Hjörleifur Guttormsson skrifar Við þessi áramót er mér efst í huga erfiðieikarnir á landsbyggð- inni. Ég mun hér ræða, hvernig þeir koma mér fyrir sjónir, um hættumerkin sem hvarvetna blasa við og um möguleika til við- náms. Hvers er að vænta frá fólk- inu sjálfu, forystu stjórnmála- flokkanna og öðrum gerendum á vettvangi þjóðmálanna? Stöðnun á flestum sviðum Þegar meta á stöðu lands- byggðarinnar og einstakra byggðarlaga, má nota ýmsar mælistikur. Þróun íbúatölu og flutningur fólks að og frá gefur þó einna besta vitneskju um hvert stefnir, einkum ef það hnígur í sömu átt um árabil. Enn liggur ekki fyrir uppgjör að þessu leyti fyrir sl. ár, nema hvað upplýst hefur verið að fjölgun íbúa í Reykjavík hafi numið nálægt 1900 manns milli ára og ekki orð- ið meiri síðan 1967. Engum blandast hugur um að þessi til- færsla er að miklu leyti á kostnað Iandsbyggðarinnar. Ibúum henn- ar hefur fækkað stöðugt frá árinu 1981 að telja og sá straumur hefur vaxið að heita má ár frá ári. í riti sem Byggðastofnun gaf út í desember 1986 var bent á, að með sama áframhaldi muni íbú- um höfuðborgarsvæðisins fjölga um nær 27% til aldamóta, um 19% á Suðurnesjum, en standi nánast í stað á landsbyggðinni utan Eyjafjarðarsvæðisins. Sam- kvæmt þessu fengi landsbyggðin ekkert í sinn hlut af fólksfjölgun- inni í landinu næstu 15 árin. Þessar tölur segja þó engan veginn alla sögu, svo skuggalegar sem þær þó eru. Unga fólkið sem aflar sér menntunar í sívaxandi mæli finnur aðeins fá viðfangs- efni úti á landi og snýr því ekki til baka til átthaganna. Ungir Reykvíkingar leita fremur til út- landa en út á land. Þessu fylgir óhjákvæmilega atgervisflótti, sem hefur í för með sér að byggð- arlögin eiga enn erfiðara með að verja rétt sinn gagnvart höfuð- borgarsvæðinu en áður. Sveitir og sjávarpláss í hættu Fólksfækkunin gerir mest vart við sig í sveitum og í sjávarpláss- um með einhæft atvinnufram- boð. Staðir þar sem saman fer útgerð og þjónusta við landbún- að standa eðlilega betur að vígi. Þó hefur hægt verulega á fólks- fjölgun í slíkum byggðarlögum síðustu árin, t.d. hér eystra á Höfn í Hornafirði. Þjónustu- og iðnaðarkjarnar eins og Egilsstað- ir hafa einnig átt í vök að verjast með að halda sínu, en á slíkum stöðum fjölgaði íbúum ört fyrir nokkrum árum. Fækkun starfa í frumvinnslu- greinum, landbúnaði og fisk- veiðum, kemur í kjölfar aukinnar tækni og framleiðni. Slík þróun getur ekki talist neikvæð í sjálfu sér, en til að bæta upp samdrátt í atvinnu á þessum sviðum þarf annað að koma til. Þar horfðu menn lengi vel til úrvinnslu- greina, svo sem fiskiðnaðar, al- menns iðnaðar og byggingar- starfsemi. Þessar greinar hafa hins vegar bætt sáralitlu við sig í mannafla undanfarin ár, og margt bendir til að þar verði um verulega fækkun í störfum að ræða innan tíðar. Það eru þjónustugreinarnar sem tekið hafa til sín lungann eða yfir 90% af nýjum störfum á vinn- umarkaði hérlendis á þessum áratug, þar af er meira en þriðj- ungur í opinberri stjórnsýslu og opinberri þjónustu. í hvers kyns þjónustu svo sem í stjórnsýslu, verslun og viðskiptum og upplýsinga- og sérfræðistörfum af margvíslegu lagi er hlutur höfuðborgarsvæðisins langtum stærri en landsbyggðarinnar. Það er einkum á slíkum sviðum sem vænta má nýrra starfa á komandi árum. Á meðan þau falla fyrst og fremst til á höfuðborgarsvæðinu verður fábreytni í atvinnulífi áfram hlutskipti landsbyggðar- jinnar. Á þessu þarf því að verða breyting landsbyggðinni í vil. Landsbyggðin hjálenda Á meðan íslendingar háðu sína sjálfstæðisbaráttu gegn dönskum yfirráðum var oft talað um land okkar sem hjálendu Dana. Hið erlenda vald bitnaði ekki síst á landsmönnum vegna verslunará- þjánar í skjóli einokunar, svo og stöðnunar sem af henni leiddi beint og óbeint í atvinnulífi. Það eru engar ýkjur þótt á það sé bent, að Reykjavík og ná- grenni hefur um margt tekið við hlutverki Kaupmannahafnar gagnvart öðrum svæðum á landinu. Megnið af hlutfallslega mjög miklum utanríkisvið- skiptum Iandsmanna fer um höfuðstaðinn. Þar skapast mörg störf við slíka iðju og þar verður hagnaðurinn eftir, m.a. af við- skiptum við landsbyggðina. Við þetta bætist að opinber stjórn- sýsla og fjármálastofnanir með tilheyrandi umsvifum eru að yfir- gnæfandi meirihluta í Reykjavík. Afleiðingin er sú að landsbyggðin er nú orðin hjálenda höfuðborg- arsvæðisins líkt og háttaði til um ísland allt gagnvart Kaupmanna- höfn fyrrum, bæði í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Vegna efnahagsstefnu hægri sinnaðra ríkisstjórna undanfarin ár hafa magnast upp ókostir þessa kerfis. Nægir þar að benda á síminnkandi framlög til sam- neyslu á landsbyggðinni á sama tíma og hver milljarða fram- kvæmdin tekur við af annarri á höfuðborgarsvæðinu: Flugstöð, Seðlabankahús og brátt ráðhús, svo dæmi séu tekin af sviði hins opinbera. Eru þá ótalin milljarðamusterin yfir smásölu- verslunina og íbúðahverfin sem þjóta upp í Stór-Reykjavík, á sama tíma og kreppa er í hús- byggingum og smásöluverslun víða úti um land. Útflutnings- greinarnar mergsognar Stærsti hlutinn af gjaldeyris- öflun landsmanna er borinn uppi af fyrirtækjum á landsbyggðinni, fyrst og fremst í sjávarútvegi. Éfnahagsstefna margra undan- genginna ára hefur leikið þennan atvinnurekstur grátt, og fólkið sem við hann starfar hefur ekki fengið umbun í neinu hlutfalli við erfiði og vinnuaðstæður. Sprengingin á fjármagnsmark- aði í kjölfar óheftra vaxta, sem ákvörðun var tekin um af ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar í ágúst 1985, hefur orðið atvinnurekstri á landsbyggðinni sérstaklega dýrkeypt. Þjónustu- fyrirtæki hafa getað velt þeim kostnaðarauka út í verðlagið og magnað um leið verðbólgu. Ut- flutningsfyrirtækin hafa á sama tíma búið við minnkandi tekjur vegna fastgengisstefnu stjórn- valda og mátt axla sívaxandi til- kostnað og fjármagnsbyrðar. Fólkið í fiskvinnslunni, í iðnfyr- irtækjum og við verslunarstörf á landsbyggðinni hefur í óveru- legum mæli notið góðs af því launaskriði, sem náð hefur til fle- stra starfsgreina á höfuðborgar- svæðinu. Sérstakir landsbyggðar- skattar Við þessar aðstæður hefur rík- isstjórn Þorsteins Pálssonar samt séð ástæðu til að knýja fram auknar álögur sem leggjast af mestum þunga á landsbyggðina. Þar má nefna 1% launaskatt á fiskvinnslu og iðnað, sem lögfest- ur var nú fyrir j ólin. Þar við bætist lækkun á endurgreiðslu sölu- skatts til sjávarútvegsfyrirtækja úr 700 milljónum króna 1987 í 320 milljónir 1988 samkvæmt fjárlögum. Opinber gjöld fyrir þjónustu af ýmsu tagi hafa líka hækkað um- fram almenna verðþróun, svo sem fyrir síma og heilbrigðisþjón- ustu. Út yfir taka síðan hækkanir á raforku til upphitunar og heim- ilisnota, sem leggjast með mun meiri þunga á fólk úti um land en samsvarandi hækkanir á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta gerist áður en ríkisstjórn- in ræðst í það verkefni væntan- lega nú í janúarmánuði að undir- búa efnahagsráðstafanir til að glíma við afleiðingarnar af eigin verkum. Ekkert bendir til annars en að þær ráðstafanir verði af sama toga og fyrr og auki á ójöfnuð gagnvart fólki á lands- byggðinni umfram aðra lands- menn. Leiðir til viðnáms Eins og hér hefur verið bent á er öfugþróunin á landsbyggðinni ekkert náttúrulögmál. Henni veldur langvarandi skipulagsleysi í atvinnulífi og byggðamálum, röng fjármálastjórn og miðstýr- ing í opinberri stjórnsýslu. Það má ekki lengur dragast að fólk úti um land stilli betur en hingað til saman krafta sína til andófs gegn rangsleitni ríkjandi stefnu. Ekkert eitt atriði nægir til að rétta við stöðu landsbyggðar- innar. Þar verða að koma til sam- þættar aðgerðir í atvinnumálum, kjaramálum, félags- og menning- armálum, húsnæðismálum og á 10 SfÐA - ÞJÖÐVILJiNNi Föstudagur 8. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.