Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 5
Krafan er—Island úrNató, herinnburt - þartil sigur vinnst ísland úr Nató, herinn burt, - hvað svo? spyr Ölafur Gíslason blaðamaður í Þjóðviljanum 8. janúar sl. Ekki riður andskotinn við ein- teyming nú fremur en endranær. Tilefni greinar - ólg. er ára- mótaviðtal við Svavar Gestsson þingmann Alþýðubandalagsins og í framhaldi þess spyr - ólg. hvernig hér eigi að tryggja frið og öryggi án herstöðva og aðildar að hernaðarbandalagi. Ólafur segir Alþýðubandalag- ið verða að svara þessum spurn- ingum vilji það „hafa mótaða stefnu í þessum málum sem er annað og meira en hin hefð- bundna hreinlífsstefna". „Hreinlífsstefna" er það greinilega að halda á lofti kröfum um brottför hersins og úrsögn úr Nató. Ólafur segir „ekki lengur hald- bæra pólitík að segja bara að her- inn eigi að fara, án þess að skýra það út nánar hvernig tryggja eigi öryggishagsmuni íslands og land- anna í kringum okkur.“ Öryggi valdastétta öryggi hverra tryggir Banda- ríkjaher á íslandi samkvæmt - ólg.? Öryggi íslenskrar borgar- astéttar, öryggi bandarískrar borgarastéttar, sameiginlegt ör- yggi valdastétta heimsins sem ætíð og ævinlega treysta á mögu- lega kúgun og valdbeitingu til að halda yfirráðum sínum, eða ætlar - ólg. kannski að halda því fram að bandaríski Natóherinn sé hér til að tryggja öryggi allra landsins barna? Ólafur segir að hér geti skapast „óvissuástand" fari herinn og Birna Þórðardóttir skrifar „Frelsifœst ekki í eitt skiptifyrir öll. Þjóð sem œtlar að viðhaldafrelsi og . sjálfstœði verður að heyja sífellda bar- áttu. Það gerir hún ekki með þvíað ganga inná hugmyndafræði þess sem hremma vill frelsið og sjálfstœðið. “ ekkert eftirlit verði með „hernað- arumsvifum kringum landið“. Hernaðarumsvifum hverra? Bandaríkjahers eða annarra Nat- óherja? Af hverju segir - ólg. ekki hreint út það sem hann virð- ist meina, að það myndist „óviss- uástand" (miðað við „öryggisá- stand“ dagsins í dag) ef banda- ríski Natóherinn á Miðnesheiði getur ekki lengur fylgst með ferð- um sovéskra kafbáta frá íslandi og haft tilbúna árásaráætlun sína sem herstöðvarnar á íslandi eru stór hlekkur í. Óttast-ólg. ekki óvissuástand- ið sem mun skapast í Tékkó við brottför sovéska innrásarliðsins þaðan? eða er það tímalengd sem segir til um hvenær fyrri breyting (herseta og Natóaðila) verður að öryggi og vissu en breyting á breytingunni (brottför hersins og úrsögn úr Nató) skapar óöryggi og óvissu. Herstöðva- og Natósinnar á Spáni viðhöfðu svipaðar aðferð- ir. Raunsæi kratanna fól í sér að fyrst gengi Spánn í Nató til þess að síðar væri hægt að tala um það að ganga úr Nató, engu skipti mikil andstaða mikils meirihluta Spánverja gegn inngöngu í Nató. Nú segja ráðamenn Spánar: Það skapar óvissu að ganga úr Nató, við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum. Hafiði heyrt þetta áður? Hugmyndafræði feita þjónsins í viðhorfum - ólg. felst and- staða gegn Nató og hernum sé óraunsæ, vegna þess aðherinn er hér og ísland er í Nató. Við verð- um að spila með vegna þess að ástandið er einsog það er. Petta er raunsæispólitík þess sem engu þorir að breyta. Gangan langa útí óvissu frelsisins er óþægilegri en vissan um molana úr kjötkötlum húsbóndans. Frelsi fæst ekki í eitt skipti fyrir öll. Þjóð sem ætlar að viðhalda frelsi og sjálfstæði verður að heyja sífellda baráttu. Það gerir hún ekki með því að gangast inná hugmyndafræði þess sem hremma vill frelsið og sjálfstæð- ið. Þeir sem ekki þora að berjast fyrir breytingum sem brottför hersins og úrsögn úr Nató hafa í för með sér afsala sér fyrirfram öllum möguleikum til frelsis. Ótti við óvissu frelsisins er aðal ríkjandi hernaðarhyggju. Áróð- urinn hefur glumið allt frá því ís- landi var laumað í Nató og raunar lengur. Þegar-ólg. óskar í niður- lagi greinar sinnar eftir umræðu útfrá þessum „nýju forsendum“, þá er hann aðeins að óska eftir umræðu útfrá gömlum rökum herstöðvasinna og Natódindla. Sigrar her- stöðvaandstæðinga Heyrst hefur æ ofaní æ að bar- átta okkar herstöðva- og Nató- andstæðinga hafi engu skilað og ekkert miðað. Þetta er rangt. Það að herstöðva- og Natóandstaða skuli enn vera svo almenn sem raun ber vitni eftir 39 ára veru íslands í Nató er eingöngu að þakka baráttu herstöðva- og Nat- óandstæðinga. Hér hefur svotil samfellt verið haldið á lofti and- stöðu gegn veru hersins og ver- unni íNató. Finnist mönnum lítið hafa miðað vegna þess að herinn er hér enn og ísland er enn í Nató þá skulum við aðeins íhuga hvernig ástandið væri hefði pó- litík raunsæishegranna verið tekin upp í kjölfar hersetu og engri andstöðu haldið á lofti, heldur klifað á „öryggishagsmun- um okkar og nágrannaþjóða okk- ar“. Alþýðubandalagið hefur ekki þörf fyrir slíkt „raunsæi“. Þar hefur fremur skort einarða og undanbragðalausa baráttu gegn herstöðvunum og Nató. Alþýðubandalagið hefur alls ekki sinnt herstöðva- og Nató- andstöðu sem skyldi og sýpur nú af því seyðið þegar óskir berast um að gera uppgjöfina að sam- þykktri stefnu. Það er engin þörf á að taka upp útvatnaða stefnu andstæðing- anna þegar hún finnst ómenguð hjá þeim. 10. janúar 1988 Blrna Þórðardóttlr á sætl f framkvæmdastjórn Alþýðubandlagslns Lambið við hlið Ijónsins Vangaveltur Ólafs Gíslasonar um Nató og herstöðvamálið síð- astliðinn föstudag snúast um það að hverfa frá „hefðbundinni hreinlífisstefnu" vigorðanna Is- land úr Nató, herinn burt og taka upp nýja stefnu i takt við nýja tíma. Hann saknar umræðna í Al- þýðubandalaginu og Þjóðviljan- um um þessi mál á nýjum nótum og telur flokkinn sinn vera að daga uppi ( málinu en vill opna umræður um það hvort hverfa skuli frá þessum kröfum. Það er rétt að ekki hefur verið mikið rætt um herstöðvamálið í Þjóðviljanum undanfarin ár en það verður aldeilis ekki sagt að flokkurinn hafi ekki sýnt á sér andlitið í sambandi við herinn og Nató. í stefnuskrá flokksins stendur skýrum stöfum að herinn skuli fara og ísland standa utan hernaðarbandalaga en í reynd- inni hefur herstöðvamálið verið notað sem skiptimynd í pólitík flokksins, í samningum um ríkis- stjórnarþátttöku og hagsmuna- poti. Kjósendur flokksins hafa ekki getað treyst því, að staðið yrði fast á kröfunni um herlaust land og á það eflaust stóran hlut í Jón Torfason skrifar „Einaraunhœfafriðarbaráttanferfram meðal almennings. Sérhver maður verð- ur að berjast gegn þeim hersem er í landi hans. ÍEvrópu eruþað hernaðar- hreiður stórveldanna og kjarnorku- vopnageymslur, hér á landi herbúnaður Bandaríkjanna í Keflavík, Hornafirði og víðar. “ fylgistapinu í undanförnum kosn- ingum. Menn skyldu hafa í huga að samkvæmt skoðanakönnun- um eru 30-40% landsmanna and- vígir herstöðvum Bandaríkja- manna hér á landi en kjörfylgi Alþýðubandalagsins er að hrapa niður í 10%. Er líklegt að stefna sú sem Ólafur boðar yrði til að laða herstöðvaandstæðinga að flokknum? Svo haldið sé fram orðaleik Ólafs um hreinlífisstefnu í her- stöðvamálinu þá er andstæðan við hreinlífi lauslæti og pólitískt lauslæti hét hentistefna öðru nafni í minni sveit og þótti ekki par fín í eina tíð. En nú eru kann- ski breyttir tímar. Ólafur drepur á hugmyndina um eftirlitsstöð í Keflavík á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Þar yrði komið upp einhvers konar alþjóðlegu njósnahreiðri, nokk- urs konar njósnagagnabanka, sem njósnarar allra landa gætu gengið í eftir þörfum til að leita upplýsinga um hernaðarplön andstæðinganna í norðurhöfum. Þar sætu spíjónar frá stórveldum og smáríkjum við sama borð, lambið við hlið ljónsins á Biblíu- máli, eða hákarlinn við hlið sar- dínunnar svo hugsað sé til ágætr- ar bókar um alþjóðastjórnmál. Það er undarlegt í sambandi við slíkar hugmyndir að menn skuli ekki geta áttað sig á því að í hern- aði gildir það að segja ekki ands- tæðingnum frá leyndarmálum - með öðru móti er ekki hægt að berjast. Þessi hugmynd er raunar gömul þótt tilbrigðið um Samein- uðu þjóðirnar sem rekstraraðila sé ný. Síðast þegar nokkur hreyf- ing var á herstöðvarmálinu með- an Ólafía, ríkisstjórn vinstri flokkanna, sat 1971-73 þokaðist málið nokkuð á veg en þó ekki lengra en svo að gert var ráð fyrir svokallaðri fataskiptalausn. Bandarísku dátarnir færu úr jún- íformunum og klæddust jakka- fötum við vinnu sína en til liðs við þá kæmu jakkaklæddir hermenn frá Evrópulöndum eða þá ís- lenskir þykjustudátar. Það datt engum í hug að herstöðin breytti að nokkru verulegu leyti um eðli þótt sú leið væri farin, kannski hefði ekki verið til staðar búnað- ur til að taka á móti kjarorku- vopnum en njósnastarfsemin hefði verið í fullum gangi eftir sem áður. Meðan hér eru her- stöðvar verða þær á vegum Framhald á síðu 6 Þrlðjudagur 12. janúar 1988 |ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.