Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 7
Húsakynni Rannsóknastofnunarinnar á Keldnaholti. Guðrún Rögnvaldsdóttir hugar að sínum verkefnum. Það er að mörgu að hyggja í þessum sal. Rannsóknastofnun landbúnað- arins hefur nýlcga birt starfsáætl- un sína fyrir árin 1988-1992, (Fjölrit RALA nr. 128). í trausti þess að lesendur blaðsins yfirleitt iáti sig þessi mál einhverju skipta, þykir rétt að birta hér áætlunina ásamt þeim formála, sem fyrir henni er hafður. Starfsmarkmið Landbúnaðarrannsóknir á ís- landi miða að öflun og prófun nýrrar þekkingar og um leið er eldri þekkingu haldið við. Rann- sóknir eru mikilvæg undirstaða þess að unnt sé að stunda arðbær- an landbúnað án þess að gengið sé á landgæði. Rannsóknirnar eiga að geta bætt markaðsað- stöðu búvöru innanlands og stuðlað að því að einstakar afur- ðir vinni markað erlendis. Farsæl stefnumótun í landbúnaði byggist að verulegu leyti á niðurstöðum rannsókna. Hinar öru breytingar á mark- aðsstöðu landbúnaðarins ásamt fjölgun búgreina hafa orðið til þess, að nú þarf að stefna að fleiri markmiðum í rannsóknum en áður. Vaxandi kröfur eru um rannsóknir á landgæðum, bæði í þágu almennings og landbúnað- ar. Þótt nokkur samdráttur hafi orðið í hefðbundnum búgrein- um, eru þær eftir sem áður uppi- staðan í landbúnaði þjóðarinnar. Pörfin á rannsóknum í þeirra þágu hefur ekki minnkað, þvert á móti vekja ný viðhorf nýjar spurningar. Starf Rannsóknastofnunar landbúnaðarins mun á næstu fimm árum beinast að eftirfar- andi markmiðum. 1. Landnýting - að rannsaka orsakir gróðurs- og jarðvegseyðingar, læra að verjast þeim og leita heppilegra og hagkvæmra plantna og að- ferða til landgræðslu. - að rannsaka ástand og nýt- ingu haglendis við ólík skilyrði. - að leita eftir því skipulagi landnýtingar, sem arðbærast reynist án náttúruspjalla og að aðstoða við gerð áætlana um nýt- ingu lands, jafnt til landbúnaðar sem annarra nota. Ræktun nytjaplantna - að rannsaka ræktun á fóður- jurtum og plöntum til manneldis og iðnaðar með tilliti til hag- kvæmni, öryggis og fjölbreytni. - að rannsaka eiginleika jarð- vegs með hliðsjón af uppruna og flokkun og kanna hvernig mis- munur á efnasamsetningu og eðl- isgerð jarðvegs hefur áhrif á gróður- og ræktunarskilyrði. - að rannsaka ferli plöntunær- ingarefna til þess að finna hag- kvæmnustu not áburðar við ólík skilyrði og draga úr hættunni á mengun. - að rannsaka erfðaeðli nytja- plantna og vinna að því að fá fram ný afbrigði og stofna með kyn- bótum. - að rannsaka eðli og út- breiðslu plöntusjúkdóma og meindýra og leita leiða til að draga úr skaðsemi þeirra. - að efla þekkingu á líftækni og lífeðlisfræði í þágu plöntunæring- ar, plöntukynbóta og varna gegn skaðvöldum á gróðri. 3. Búfjárrækt - að rannsaka erfðaeðli búfjár, grasbíta, loðdýra og eldisfiska. - að finna leiðir og innleiða nýja tækni til kynbóta á búfé í því skyni að auka afurðagetu þess, fjölbreytni, gæði og verðgildi afurðanna og hagkvæmni við framleiðslu. - að rannsaka fóðrun og með- ferð búfjár, hagnýtingu inn- lendra fóðurefna af landi og úr sjávarfangi til framleiðslu búfjár- afurða. 4. Bútækni - að fylgjast með nýjungum á sviði tækni og framleiðsluþátta í landbúnaði, reyna þær og aðhæfa íslenskum aðstæðum. - að rannsaka vinnubrögð og tækni við jarðrækt, fóðuröflun og hirðingu búfjár. - að rannsaka byggingar og annað vinnuumhverfi í því skyni að stuðla að aukinni hagkvæmni og vernda heilbrigði þeirra er bú- skap stunda. 5. Matvæla- rannsóknir - að rannsaka efnainnihald matvæla úr íslenskum landbún- aði til að ávallt verði til sem rétt- astar upplýsingar um næringar- gildi og hollustu þeirra. - að bæta meðferð, gæði og geymsluþol matvæla og halda um leið notkun á aukaefnum og hjálparefnum innan eðlilegra marka. - að bæta samkeppnisaðstöðu iandbúnaðar með því að bæta nýtingu afurðanna og draga úr framleiðslukostnaði. - að auka fjölbreytni með þátt- töku í þróun nýrra vörutegunda úr landbúnaðarafurðum. 6. Hagrannsóknir - að rannsaka hagræna þætti landbúnaðar, bæði búrekstrar og markaðsskilyrða. 7. Þjónusturann- sóknir og eftirlit - að annast eftirlit með að- föngum til landbúnaðar og inn- flutningi plantna. - að veita bændum og fyrir- tækjum tengdum landbúnaði þjónustu með rannsóknum á bú- vélum, jarðvegi, plöntum, áburði, fóðri og fæðu. 7. Kynning á niðurstöðum - að koma niðurstöðum rannsókna á framfæri og tryggja árangursríkt streymi upplýsinga til bænda, samtaka landbúnaðar- ins og stjórnvalda um þau verk- efni, sem stofnunin fæst við. - mhg Þorsteinn Tómasson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins. Landbúnaðarrannsóknir Atta meginmaricmið Starfsáœtlun RALA nœstu fimm árin Þriðjudagur 12. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.