Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR
Njarðvík
Vatnsból lagt af
Njarðvíkingar hœtta vatnstöku úr einu vatnsbóla sinna vegna
grunnvatnsmengunarinnar. Öryggisráðstöfun, segir Oddur
Einarsson bæjarstjóri
Mannslát
Eiginmaður
handtekinn
Rannsóknarlögreglan
krefst gœsluvarðhalds
Tuttugu og sex ára gömul kona
fannst látin í íbúð sinni við Klapp-
arstíg í fyrrakvöld. Var hún með
áverka á höfði og var eiginmaður
hennar handtekinn á staðnum.
Vegna ölvunar var frásögn hans
óljós af því sem gerðist.
Að sögn Rannsóknarlögreglu
ríkisins í gær verður lögð fram
krafa um gæsluvarðhald yfir
manninum vegna rannsóknar
málsins, en að öðru leyti varðist
rannsóknarlögreglan allra frétta
af gangi rannsóknarinnar.
grh.
- Það er á mörkunum að við
getum verið án þessarar holu, en
við eigum ónýtta borholu í aðal-
vatnsbólinu og höfum gert ráð-
stafanir til að auka dælingu þar til
að bjarga okkur, segir Öddur
Einursson bæjarstjóri i Njarðvík,
en að kröfu heilbrigðiseftirlitsins
hefur vatnstöku nú verið hætt úr
vatnsbóli því sem hættast er við
mengun eftir að mikið magn gas-
olíu af olíugeymslusvæði hersins
lak út í jarðveginn og mengaði
grunnvatn.
Að sögn Odds verður holunni
lokað af öryggisástæðum meðan
séð verður hversu víðtæk meng-
unin er orðin, en sýni eru þarna
tekin daglega, sem og í öðrum
vatnsbólum bæjarins.
Rannsóknarholur vegna
grunnvatnsmengunarinnar verða
boraðar einhvern næstu daga, og
munu niðurstöður liggja fyrir
fljótlega. Oddur kveðst ekki eiga
von á öðru en að þá verði hægt að
nýta holuna á ný, og halda því
áfram meðan tryggt sé að vatnið
sé óspillt.
Bæjarstjórarnir í Njarðvík og
Keflavík héldu fund með
Steingrími Hermannssyni utan-
ríkisráðherra síðdegis í gær og
komu á framfæri sjónarmiðum
bæjarstjórna sinna í þessu máli.
HS
Bergþór KE
Leitaðán
r
Norðurlandaráð
Norrænt tækniár
Árið íár tileinkað tœkni á Norðurlöndum.
Ýmsar ráðstefnur á döfinni. Fyrirtœki kynna
starfsemi sína
Markmið Norræns tækniárs
eru að auka þekkingu al-
mennings á tækni og skilning á
mikilvægi tækniþróunar, og að
efla innlenda og norræna sam-
vinnu milli atvinnulífs og þeirra
aðila sem starfa að tæknimálum,
en Norðurlandaráð hefur ákveð-
ið að tileinka árið 1988 tækni á
Norðurlöndum.
Nokkur samnorræn verkefni
hafa þegar verið undirbúin af
þessu tilefni, og unnið er að öðr-
um; Norræn tækniverðlaun verða
veitt á árinu, gagnabanki verður
settur á stofn og ýmsar ráðstefnur
eru á döfinni.
Helstu rannsóknarstofnanir og
ýmis önnur fyrirtæki munu
standa fyrir opnu húsi einn
sunnudagseftirmiðdag hvert og
kynna starfsemi sína og tækni.
Ríkisútvarpið ríður á vaðið, en
þar verður opið hús á sunnudag-
inn kemur.
Meðal ráðstefna sem eru í bí-
gerð á tækniári má nefna Konur
og tækni, Áhrif tækni á samfélög
manna í nútíð og framtíð, Tækni-
þróun og sjálfvirkni í atvinnulíf-
inu, og Tækni og umferðarör-
yggí-
Norrænt tækniár hér á landi
hófst formlega í gær með sam-
komu í Norræna húsinu, en
nokkur félagasamtök hafa tekið
að sér undirbúning framkvæmda.
Þau eru Alþýðusambandið, Fé-
lag íslenskra iðnrekenda, Há-
skólinn, Iðnaðarráðuneytið, Iðn-
tæknistofnun, Rannsóknaráð
ríkisins, Tæknifræðingafélag ís-
lands og Verkfræðingafélag ís-
lands.
HS
Magnús Kjartansson og samverka-
menn hans leika tæknivædda tónlist
eins og vera ber við upphaf Norræns
tækniárs, en það hófst formlega í gær
með samkomu í Norræna húsinu.
Mynd: E. Ól.
Verkaskiptingin
llla undirbúinnsandormur
arangurs
Leitin að mönnunum tveim
sem saknað er af vélbátnum Bcrg-
þóri KE 5, sem fékk á sig brotsjó
og sökk átta sjómílum
vestnorðvestur af Garðskaga síð-
astliðinn föstudag, hefur enn eng-
an árangur borið. Þrem skipverj-
um tókst að komast í gúmmí-
björgunarbát og var skömmu
seinna bjargað um borð í Akurey
KE.
Mennirnir tveir, sem leitað er
að, heita Magnús Geir Þórarins-
son og Elvar Þór Jónsson. Magn-
ús Geir er skipstjóri og eigandi
Bergþórs. Hann er 50 ára, fædd-
ur 20. september 1937, til heimi-
lis að Óðinsvöllum 1 í Keflavík,
kvæntur og á þrjú uppkomin
börn. Elvar Þór matsveinn er 30
ára, fæddur 18. janúar 1957, til
heimilis að Tunguvegi 10, í Ytri-
Njarðvík. Hann er í sambúð og á
tvö börn og eina fósturdóttur.
Að sögn Sigfúsar Magnús-
sonar, formanns björgunarsveit-
arinnar Ægis í Garði, gengu fjöl-
mennir flokkar björgunarsveitar-
manna frá Suðurnesjum fjörur
beggja megin Garðskaga yfir
helgina, án þess að finna nokkuð.
Ennfremur hefur flugvél Land-
helgisgæslunnar TF-Syn leitað úr
lofti og bátar siglt um svæðið án
árangurs.
Eftir hádegi í gær var leit haldið
áfram og fjörur gengnar. Sigfús
sagði í samtali við Þjóðviljann að
björgunarsveitarmenn úr Garð-
inum og Sandgerði myndu leita á
hverjum degi út vikuna og fleiri
bætast í hópinn um næstu helgi.
grh.
Vestfirðir
Frumvarpið um verkaskiptingu ríkis ogsveitarfélaga er illa undirbúið
og stjórnarandstaðan vísarþví heim tilföðurhúsa og leggur til að
málið verði endurskoðað íheild ísamvinnu við sveitarstjórnir og
þingflokka. Guðni Ágústsson tekur undirþað og segist ekki styðja
frumvarpið
Hofleg
bjarsýni
Fyrirliggjandi frumvarp er illa
undirbúið og sú stefna, sem
birtist i einstökum köflum þess,
orkar mjög tvímælis. Minni
hlutinn leggur því til að frum-
varpinu verði vísað til ríkisstjórn-
arinnar með það að markmiði að
málið verði endurskoðað í heild í
samvinnu við sveitarstjórnir og
þingflokka.“
A þessum orðum hefst nefnd-
arálit minni hluta félagsmála-
nefndar neðri deildar um frum-
varp um breytingar á verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga og
undir þetta tóku allir stjórnar-
andstöðuþingmenn sem tóku til
máls í gær við aðra umræðu um
frumvarpið og það sama gerði
Guðni Ágústsson, þingmaður
Framsóknarflokksins.
„Ég hef miklar efasemdir um
að við séum að ganga götuna til
góðs með þessu frumvarpi,"
sagði Guðni og bætti því við að
hann gæti ekki staðið að af-
greiðslu á frumvarpinu einsog
það lægi fyrir.
Guðni gagnrýndi alla máls-
meðferð einsog aðrir gagnrýn-
endur frumvarpsins, sagði að það
hefði verið leitað til alltof fárra til
umsagnar um frumvarpið, t.d.
hefðu sveitarstjórnarmenn ekki
fengið málið til umsagnar.
Það var Óli Þ. Guðbjartsson
sem hóf umræðuna í gær og ræddi
hann m.a. bréf frá Jóni G. Tóm-
assyn/borgarritara til félagsmála-
ráðherra, þar sem Jón kvartar
undan því að í greinargerð með
frumvarpinu sé gefið í skyn að
hann hafi staðið að tillögu, sem
hann hafði áður mótmælt, um að
fjárveitinganefnd skipti
greiðslum úr uppgjörsnefnd milli
sveitarfélaga og félagasamtaka.
Guðrún Helgadóttir sagði það
með ólíkindum að sveitarstjórnir
hefðu ekki fengið málið til um-
sagnar, en það væri eftir öðru
enda væri frumvarpið svo illa
unnið að þar rækist hvað á annars
horn og í sama streng tóku þau
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og
Stefán Valgeirsson, sem sagði að
hér væri á ferðinni illa undirbúinn
bandormur sem ekki hefði verið
fjallað nógu vel um úti í þjóðfé-
laginu og að þeir sem hefðu fjall-
að um það hefðu flestir mótmælt
frumvarpinu.
Alexander Stefánsson formað-
ur félagsmálanefndar neðri
deildar átti síðasta orðið í gær.
Gagnrýndi hann það að hvorki
félagsmálaráðherra né forsætis-
ráðherra, sem bæði hefðu mælt
fyrir frumvarpinu, hefðu verið
viðstödd umræðuna í gær. Þá
boðaði Alexander að frumvarpið
yrði aftur tekið til umfjöllunar í
félagsmálanefnd á milli annarrar
og þriðju umræðu.
Verkaskiptingin er eitt þeirra
frumvarpa sem hafa verið á for-
gangslista ríkisstjórnarinnar og
stefnt er að því að ljúka af í þess-
ari viku, áður en þingheimur
tekur sér síðbúið jólafrí. Efast nú
flestir um að það nái fram að
ganga á svo skömmum tíma því
þegar fundi var slitið í gær var enn
ólokið annarri umræðu og þegar
þeirri þriðju lýkur á frumvarpið
eftir að fara í gegnum þrjár um-
ræður í efri deild.
-Sáf
Vestfirðingar
svartsýnni á gang
samningsviðrœðna
Ég er hættur að vera mjög
bjartsýnn og er það nú aðeins í
hófí, sagði Pétur Sigurðsson for-
maður Alþýðusambands Vestf-
jarða um gang samningavið-
ræðna fyrir vestan eftir síðasta
fund sambandsins og samtaka
vinnuveitenda, en Pétur hefur að
undanförnu lýst yfír því að tónn-
inn í viðræðunum gæfí tilefni til
bjartsýni.
Pétur sagði að verkalýðsfé-
lögin hefðu enn ekki lagt fram
neinar beinar launakröfur heldur
hefðu menn mest verið að velta
fyrir sér þeim leiðum sem hægt
væri að fara án þess að „allt fari á
annan endann“. -K.ÓI.
Þriöjudagur 12. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3