Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 1
Tjarnargata 20 Öryrkjar andmæla Öryrkjabandalagið leitast við aðfá úrþví skorið hvort borgaryfirvöld hafi hunsað byggingarreglugerð. Bygginganefnd hefur ekkifengið umsókn um breytta notkun á Tjarnargötu 20. Húsið fullnœgir fráleitt aðstöðufyrir hreyfihamlaða. Arnþór Helgason: Ónothœft að öllu leyti Oryrkjabandalagið hefur ósk- að eftir svari frá byggingafull- trúa Reykjavíkurborgar við því hvort borgaryfirvöld hafi fengið samþykki bygginganefndar á breyttri notkun húsnæðisins að Tjarnargötu 20 þar sem áður var til húsa fræðslustjóraembættið og sálfræðideild skóla og sem fyrir- hugað er að nýta undir starfsemi ellimáladeildar og heimilis- hjálpar Félagsmálastofnunar. Samkvæmt athugun á bygging- arreglugerð sem bandalagið hef- ur látið gera ber borgaryfirvöld- um að leita slíks samþykkis. Að sögn Gunnars H. Gunnarssonar fulltrúa Alþýðubandalagsins í bygginganefnd hafa borgaryfir- völd ekki leitað eftir samþykki nefndarinnar. Samkvæmt faglegri athugun, sem Öryrkjabandalagið fól Baldri Andréssyni arkitekt og stjórnarfulltrúa félagsmálaráðu- neytisins í samstarfsnefnd um ferlismál að gera á byggingar- reglugerð, ber þeim sem æskja breytingar á notkun húss að sækja um heimild til þess til bygg- inganefndar. Það sé nefndarinn- ar að meta hvort breytt notkun húss sé í samræmi við gerð húss- ins, þ.e hvort húsið uppfylli m.a. skilyrði laga og reglugerða. í greinargerð Baldurs segir m.a. að þar sem nota eigi Tjarnargötu 20 undir miðstöð fyrir aldraða og því oft hreyfihamlaða og þeirra sem þurfi á heimilisþjónustu að halda, leiki varla nokkur vafi á því að fyrirmælum 3. málsgreinar 4. greinar byggingalaga hafi m.a. verið ætlað að ná til húsnæðis af þessu tagi. Fyrirmælunum er annars vegar ætlað að tryggja möguleika hreyfihamlaðra til at- vinnuþátttöku og stjórnsýslu- þátttöku og hins vegar rétt hreyfi- hamlaðra til þess að sækja opin- bera þjónustu til jafns við aðra. í greinargerð sinni vekur Bald- ur athygli á því að 8 steintröppur liggi að aðalinngangi hússins og hindri m.a. hjólastólaumferð. Þá sé engin lyfta í húsinu, en starf- semin fer fram á báðum hæðum hússins. Þá fullnægi salernisað- staða ekki hreyfihömluðum, né heldur annar innri umbúnaður hússins. „Húsið verður að dæmast að öllu leyti óhæft til þess að geyma þá starfsemi sem því er ætlað,“ sagði Amþór Helgason formaður Öryrkjabandalagsins. Arnþór Ingveldur Sigurðardóttir kemst ekki lengra í húsnæði ellimáladeildarinnar og heimilishjálparinnar að Tjarnargötu 20,en Öryrkjabandalagið hefur harðlega gagnrýnt valið á húsnæðinu. Þá hefur verið bent á að samþykkis bygginganefndar hafi ekki verið leitað á breyttri notkun húsnæðisins. Mynd E.ÓI. sagði að ákvörðun um frekari framhaldi af svari byggingafull- Málið verður tekið fyrir á fundi meðferð málsins yrði tekin í trúa. borgarráðs í dag. -K.ÓI. Þýskalandsmarkaður Ormafárið erliðið hjá VigriREsettinýttsölumet íBremerhaven ígœr. Almennurfiskskortur á markaðnum Togarinn Vigri RE setti nýtt sö- lumet í Þýskalandi í gærmorg- un þegar hann seldi 155,6 tonn af blönduðum afla í Bremerhaven fyrir 14,3 milljónir króna. Meðal- verðið sem fékkst fyrir aflann var 91,75 krónur. 87 tonn af aflanum voru karfi og seldist kflóið af hon- um á hvorki meira né minna en á 102,75 krónur sem er hreint ótrú- legt verð. f síðustu viku setti Hoffellið SU einnig nýtt sölumet þegar skipið seldi 166 tonn, sem mest var þorskur, fyrir 16,2 milljónir króna í Hull á Englandi. Meðal- verð sem fékkst fyrir aflann var 97,60 krónur kflóið. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar, hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, er aðal- ástæðan fyrir þessum sölumetum á mörkuðunum erlendis að al- mennur fiskskortur er á þeim. En þrétt fyrir það eru menn agndofa yfir þessu háa verði sem fæst fyrir fiskinn. Vilhjálmur sagði við Þjóðviljann að eftirspurn á Þýskalandsmarkaði væri nú kom- in í 80% af því sem hún var fyrir ormafárið sem geisaði á honum í sumar, eins og frægt var. Þá kæmi það íslensku skipunum vel að bæði Norðmenn og Danir settu mjög lítið á markaðinn og afli heimamanna væri mjög tregur. Landssamband íslenskra út- vegsmanna skipuleggur sölur skipanna nú 5 vikur fram í tímann og næstu vikur munu 2 skip að jafnaði selja á mörkuðunum. grh Garðabœr Réttindamissir Húsasmíðameistari sviptur réttindum. Sam- hljóða ákvörðun bygg- inganefndar Bygginganefnd Garðabæjar hefur ákveðið að svipta Svein V. Jónsson húsasmíðameistara rétt- indum til að standa að fram- kvæmdum sem húsasmíðam- eistari í sveitarfélaginu, vegna ítr- ekaðra brota á byggingareg- lugerð. Ákvörðun þessi var tekin á fundi nefndarinnar 5. janúar, og að sögn byggingafulltrúa Garða- bæjar, Agnars Ástráðssonar, var hún samþykkt samhljóða. I byg- ginganefnd bæjarins eiga sæti fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags. Að sögn Agnars er sviptingin til komin vegna ítrekaðra brota á byggingareglugerð, nú síðast hvað varðar breytingar á verslun- arsamstæðunni að Garðatorgi 1. Áður hefur byggingafulltrúi veitt Sveini áminningu, með bréfum dagsettum 10. 10. 1984 og 8. 10. 1986. HS r Sjónvarpið Olafur Ragnar gegn að reynir fyrst og fremst á vopnfimi formannanna í orð- um og rökum í þessari umræðu og ég vona að þetta verði líflegur og skemmtilegur þáttur, sagði Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri Sjón- varpsins sem stýrir í kvöld nýjum umræðuþætti sem nefnist „Mað- ur á mann“. Þeir sem takast á í þættinum í kvöld sem hefst kl. 21.30 eru Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins og Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins. Þorsteini - Hugmyndin er að vera með þessa þætti einu sinni til tvisvar í mánuði og það þótti ekki úr vegi að láta forystumenn höfuðfylk- inga í stjórnmálunum ríða á vað- ið, eins og mál standa nú í efnhags- og kjaramálum, sagði Ingvi Hrafn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.