Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 13. janúar 1988 8. tölublað 53. árgangur Reykjavík Sof ið á tímasprengju Leki íammoníaksgeymi gœti leitt til dauðafjölda manns íReykjavík. Ríkisstjórnin telur að grípaþurfi til fyrirbyggjandi ráðstafana þegar í stað Iskýrslu um hugsanlegar hættur sem kynnu að stafa af staðsetn- ingu ammoníaksgeymis við Áburðarverksmiðjuna kemur fram að verði leki í geyminum við ákveðin veðurskilyrði muni það leiða til dauða fjölda manns. Fé- lagsmálaráðherra lagði þessa skýrslu fram á ríkisstjórnarfundi í gær, en hún var unnin af starfs- hópi sem Alexander Stefánsson skipaði í ráðherratíð sinni. Ríkis- stjórnin var á einu niáii um að grípa þyrfti til fyrirbyggjandi ráðstafana þegar í stað. í skýrslunni, sem félagsmála- ráðherra lagði fram á ríkis- stjórnarfundi í gær, er sett upp dæmi þar sem gert er ráð fyrir miklum og skyndilegum leka úr ammoníaksgeyminum. Sé gert ráð fyrir að geymirinn sé fullur þegar lekinn verður myndar am- moníakið ský sem á þremur mín- útum verður tveir kílómetrar í þvermál og heldur áfram að stækka. í skýrslunni segir að skýið byrji ekki að stíga fyrr en í fyrsta lagi 10 mínútum síðar. Þá segir að afleiðingarnar myndu ráðast af veðri þegar slysið yrði, en við ákveðin skilyrði er líklegt að skýið bærist yfir Sundahafnar- svæðið og Laugarnessvæðið í stefnu á miðborgina. í skýrslunni segir: „Berist skýið yfir byggðina er líklegt að afleiðingarnar yrðu skelfilegar og fjöldi manns myndu farast, einkum þeir sem væru utandyra. Þeir sem dveldu innandyra í byggingu myndu lifa af ef gluggar væru lokaðir og loft- ræstikerfi ekki í gangi." f skýrsl- unni er hins vegar jafnframt bent á að líkurnar á slíku slysi séu afar litlar, en þær gætu orsakast m.a. vegna jarðskjálfta, flugslysa eða óhappa. í skýrslunni er bent á aðferðir til þess að draga úr þessari hættu og felast þær m.a. í því að kæla ammoníakið niður og að byggt verði hús utan um geyminn. Þá verði komið upp ákveðnum út- búnaði sem brenni upp ammoní- akið verði leki. Félagsmálaráð- herra lagði auk þess til á ríkis- stjórnarfundi í gær að verksmiðj- an yrði lögð niður af öryggisá- stæðum eða byggður nýr og fullkomnari geymir þar sem efnið er ekki geymt á yfirþrýstingi. „Þótt líkurnar á stórslysi séu ekki miklar þá eru þær engu að síður fyrir hendi. Þetta er eins og að sofa á tímasprengju," sagði Sigurjón Pétursson fulltrúi Al- þýðubandalagsins í samtali við Þjóðviljann í gær, eftir að skýrsl- an hafði verið kynnt á borgar- ráðsfundi. -K.Ól. Tjarnargata 11 Húsið flutt Húsið að Tjarnargötu 11 var í gær flutt af lóðinni á tunnur á gömlu Tívolflóðinni í Vatnsmýr- inni. f tilefni af flutningnum sendu samtökin Tjörnin lifi frá sér svo- hljóðandi yfirlýsingu: „Samtökin Tjörnin lifi lýsa undrun sinni á óskiljanlegum hamagangi við flutning á nýuppgerðu húsi, Tjarnargötu 11, þó enn hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi til handa fyrirhuguðu ráðhúsi. Samtökin kveðja húsið að sinni og bjóða það hjartanlega vel- komið aftur á sinn rétta stað." -K.Ól. „Samtökin kveðja húsið og bjóða það hjartanlega velkomið á sinn rétta stað," segir í yfirlýsingu frá samtök- unum Tjörnin lifi sem þau sendu út við flutning hússins við Tjarnargötu 11 í gær. Mynd Sig. Landsbankinn Brautin mdd fyrir Sveiri Árni Vilhjálmsson: Vísaþvíá bugað hafa verið beygður. Afskiptum mínum afmálinu lokið. BjörgÁrnadóttir, form. starfsmannafél. Landsbankans: Höfum óskað eftir innanhússmanni. Starfsmenn funda ídag. EyjólfurK. Sigurjónsson: HarmamissiÁrnaúr bankaráði Eg er búinn að segja allt sem segja þarf í þessu máli. Ég vísa því alveg á bug að ég hafl verið beygður og fenginn til að segja af mér, sagði Arni Vilhjálmsson, er sagt hefur af sér setu í bankaráði Landsbankans fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, er hann var inntur eftir því hvort afsögn hans mætti rekja til krafna flokksforystunnar um að hann styddi Sverrí Hermanns- sontu bankastjóra í stað Tryggva PálssonareHa viki ella úr ráðinu. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er fastlega við því búist að bankaráðið komi saman til al- menns fundar á morgun, fimmtudag. Hvort ákvörðun verður tekin um skipan banka- stjóra þá, er talið ráðast af því hvort Pétur Sigurðsson, formað- ur ráðsins, sem er í leyfi frá störf- um, fellst á að málinu verði flýtt, en hann hafði frestað afgreiðslu þess þar til hann snýr aftur til starfa. - Við höfum engin áhrif á ákvarðanatöku bankaráðs, sagði Björg Árnadóttir, formaður starfsmannafélags Landsbank- ans, en eins og kunnugt er hafa starfsmenn skorað á bankaráð að velja næsta aðalbankastjóra úr þeirra röðum. Að sögn Bjargar heldur starfs- mannafélagið fund í dag, þar sem eins víst er að bankastjóramálin beri á góma. - Ég vil taka það fram að starfsmannafélagið og stjórn þess hafa ekki tekið neina afstöðu með eða á móti öðrum hvorum þeirra sem nefndir hafa verið í sambandi við bankastjór- astöðuna. - Það er mikið áfall að missa jafn hæfan og traustan mann úr bankaráðinu Árna Vilhjálmsson. Ég held að það sé leitun að jafn hæfum manni og með jafn mikla viðskiptareynslu, sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson, fulltrúi Alþýðu- flokksins í bankaráði og yfirlýstur stuðningsmaður Tryggva Páls- sonar í bankastjórastólinn. -rk Tilboð Sovét Steingrímur jákvæður „Allt svona sem getur orðið til bess að draga úr tortryggni milli þjóða er af hinu góða," sagði Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra. þegar Þjóðviljinn leitaði viðbragða hjá honum. Það var Ryzhkov forsætisráð- herra Sovétríkjanna sem bauð fulltrúum Norðurlandanna að fylgjast með slfkum æfingum, en hann er nú staddur í opinberri heimsókn í Stokkhólmi. „Ég teldi sjálfsagt að Norður- löndin hafi samráð um það hvernig slíku eftirliti yrði háttað, en þau hafa þegar slíkt samráð á ýmsum sviðum utanríkismála, einsog t.d. að undirbúningi þess að Norðurlöndin verði lýst kjarn- orkuvopnalaust svæði," sagði Steingrímur. _g^f Sjá bls. 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.