Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 10
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Tilkynning um breytt aðsetur Ellimáladeild og Heimilishjálp Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar eru fluttar í Tjarnargötu 20. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar ERLENDAR FRETTIR Fasteignaeigendur Kópavogi athugið Þeir sem keypt hafa eignir í Kópavogi á síðast- liðnu ári og ekki hafa enn fengið afsal, vinsam- legast hafi samband við innheimtuna svo að fast- eignagjaldaseðlar berist réttum aðilum. Innheimta Kópavogskaupstaðar Dagheimilið Steinahlíð Okkur vantar fóstrur og fólk með aðra uppeldis- menntun til starfa strax. Upplýsingar hjá for- stöðumönnum í síma 33280. St. Jósefsspítali Landakoti Röntgendeild Aðstoðarfólk vantar í fullt starf á röntgendeild nú begar eða eftir samkomulagi. Dagvinna, einstak- ar bakvaktir. Upplýsingar veitir deildarstjóri röntgendeildar frá kl. 9-14ísíma 19600/330. Ræsting - Landakoti Hefur pú áhuga á notalegum vinnustað? Okkur á Landakoti vantar gott fólk til ræstinga. Upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu ræstingastjóra á 5. hæð A-álmu kl. 10- 14 daglega. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Reykjavík 13.1. 1988 Auglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1988 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykja- vík, en einnig er hægt að greiða gíróseðla í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, símar 18000 og 10190. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar munu fá lækkun á fasteignaskatti samkvæmt reglum, sem borgarstjórn setur og framtalsnefnd úr- skurðar eftir, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um lækkunina þegar framtöl hafa verið yfirfarin, sem vænta má að verði í mars- eða aprílmánuði. Borgarstjórinn í Reykjavík 11.janúar1988 Franz Joseph Strauss í Kreml: Sinnaskipti á þrem klukkustundum. Vestur-Þýskaland Vonast eftir heim- sókn Gorbatsjovs Stjórnin íBonn reiðubúin að „snúa við blaðinu" ísamskiptum við Moskvu Edvard Shevardnadse utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna er væntanlegur í opinbera lieim- sókn til Bonn í næstu viku, þar sem hann mun meðal annars ræða möguleika þess að Gorbat- sjov flokksleiðtogi komi í opin- bera heimsókn til Bonn síðar á árinu. Andrúmsloftiö á milli Vestur- Þýskalands og Sovétríkjanna hef- ur breyst mikið undanfarna mán- uði, ekki síst eftir heimsókn Franz Josef Strauss forsætisráð- herra Bæjaralands til Moskvu. Strauss, sem hefur haft forystu fyrir harðsvíruðustu hægri- mönnum í Vestur-Þýskalandi, þurfti ekki nema þriggja klukku- stunda samtal við Gorbatsjov til þess að skipta um skoðun. „Eftir- stríðsárunum er lokið. Nýtt skeið í sögunni er hafið," sagði hann eftir fund sinn með Gorbatsjov, og bætti því við að Sovétríkin hefðu lagt öll árásarplön á riill- una. Frans Josef Strauss hefur lengi staðið uppi í hárinu á Hans Dietr- ich Genscher utanríkisráðherra V-Þýskalands og stefnu hans gagnvart A-Evrópuríkjunum. Nú hefur Genscher fagnað því að Strauss sé kominn á sömu skoðun og hann varðandi Sovétríkin og látið í það skína að nú sé kominn tími til að auka viðskiptaleg, tæknileg og menningarleg sam- skipti við austurblokkina. Meðal annars sé ástæða til þess að end- urskoða þann lista yfir tæknibún- að sem bannað er að selja til A- Evrópu. Söguleg þáttaskil Helmuth Kohl kanslari Vestur-Þýskalands, sem fyrir rúmu ári líkti áróðurstækni Gor- batsjovs við áróðursaðferðir Jos- efs Göbbels, áróðursmeistara nasista, hefur einnig lýst því yfir að stjórnin í Bonn sé reiðubúin að „snúa við blaðinu í sögu sam- skipta Þýskalands og Sovétríkj- anna". Ýmsar ástæður liggja til þess að Vestur-Þjóðverjum er nú um- hugað um að fá Gorbatsjov í op- inbera heimsókn. Ein af þeim er sú að Vestur-Þjóðverjar tóku við forsæti Evrópubandalagsins þann 1. janúar sl. á erfiðum tím- um eftir að bandalaginu hafði mistekist að ná samkomulagi á fundinum í Kaupmannahöfn í lok síðasta árs. Sambandsstjómin í Bonn dregur enga dul á það að þótt illa gangi að ná samkomulagi innan bandaiagsins, þá sé henni í mun að ná fram gjörbreytingu á samskiptum bandalagsins við Austur-Evrópu á meðan hún hef- ur forsæti bandalagsins. Fyrsta skrefið í þá átt fælist í gagn- kvæmri viðurkenningu Evrópu- bandalagsins og COMECON, Efnahagsbandalags Austur-Evr- ópuríkjanna. Helsta hindrunin í vegi sliícrar viðurkenningar hefur hingað til verið deilan um stöðu Berlínar, þar sem Vestur- Þjóðverjar hefðu í hendi sér að gera þær tilslakanir sem til þyrftu. „Eina von mannkynsins" Forsæti V-Þjóðverja í Evrópu- bandalaginu rennur hins vegar út í júní, og því er stjórninni í Bonn það mikið kappsmál að Gorbat- sjov komi fyrir þann tíma. Fund- ur þeirra Reagans og Gorbat- sjovs í Moskvu er hins vegar fyrir- hugaður í maí eða júní, þannig að nú er talað um að heimsókn Gor- batsjovs verði annað hvort rétt fyrir eða rétt eftir fundinn í Moskvu. Hans Dietrich Genscher utan- ríkisráðherra Vestur-Þýskalands hefur lengi barist fyrir bættum samskiptum austurs og vesturs. Eftir honum var nýlega haft að á bak við sókn Gorbatsjovs til bættrar sambúðar austurs og vesturs lægi sú von hans að hægt væri að draga úr útgjöldum til vígbúnaðar og bæta hinn erfiða efnahag Sovétríkjanna. „En á tímum kjarnorkuvopna," sagði Genscher, „þýðir samvinna austurs og vesturs í öryggismál- um annað og meira en bara að spara útgjöld til vopna. Hún er eina von mannkynsins til þess að lifa af," sagði Genscher í vest- ur-þýska útvarpinu. Fréttaritarar hafa sagt að bætt sambúð Vestur-Þýskalands við Sovétríkin muni vekja upp þann gamla ótta innan NATO, að Vestur-Þjóðverjar kjósi hlutleysi og sameiningu við Austur- Þýskaland. Aðrir benda á að stjórnvöld í Moskvu líti á skipt- ingu Evrópu sem bæði ákjósan- lega og nauðsynlega fyrir öryggi sitt, og því sé það Moskvustjórn- inni jafn mikið í hag að Bandarík- in viðhaldi ítökum sínum í Bonn og að Sovétstjórnin haldi sínum ítökum í Austur-Berlín. Sovét- stjórnin vilji í raun ekki reka Bandaríkin út úr Vestur-Evrópu því að það kallaði á röskun þess jafnvægis sem fyrir væri. Auk fyrirhugaðrar heimsóknar Gorbatsjovs er talið að á fundum Shevardnadses og Genshers í næstu viku verði væntanlegir samningar stórveldanna um tak- mörkun langdrægra eldflauga á dagskrá, sem og samningar um bann við efnavopnun og samn- ingar um jafnvægi í hefðbundn- um vopnum í Evrópu. -ólg 10 SÍOA - WÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. Janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.