Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Samkomulag um bankastjóra Árni Vilhjálmsson prófessor hefur sagt af sér sem fulltrúi í bankaráði Landsbankans. Hann er prófessor í viðskiptafræðum við Háskóla ís- lands, hefur setið í bankaráðinu með fulltingi Sjálfstæðisflokksins frá því 1974 og var um tíma formaður þess. Árni býr yfir þeirri þekkingu og reynslu að það vekur verulega athygli að hann skuli skyndilega sjá sig tilknúinn að hætta setu í bankaráði Landsbankans. Árna greindi á við forystumenn Sjálfstæðis- flokksins um hvaða mann ætti að ráða sem bankastjóra þegar Jónas Haralz lætur af störf- um. Árni vildi ráða einn af starfsmönnum bank- ans, Tryggva Pálsson, en flokksforystan taldi heppilegast að við embættinu tæki Sverrir Her- mannsson, þingmaður og fyrrum ráðherra. Árni Vilhjálmsson hefur lýst þessu á þann veg að togast hafi á hagsmunir bankans og stjómmála- hagsmunir. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisf lokksins hef ur aftur á móti lýst ástandinu þannig að flokksforystan hafi lagt á það áherslu að samstaða yrði í þessu máli með ráðherrum og bankaráðsmönnum flokksins. í bankalögum er tekið fram að það skuli vera bankaráð ríkisbankanna sem kýs bankastjóra. Afskipti Þorsteins Pálssonar og annarra ráð- herra eru í algjörri andstöðu við anda þessara laga. Það er engu líkara en þeir telji bankaráðs- menn skylduga til að taka ákvarðanir í samráði við flokksformenn. Um margra ára skeið hefur Sjálfstæðisflokk- urinn prédikað nauðsyn þess að draga úr áhrif- um pólitískra flokka á ríkisbankana. Oft hefur ræða íhaldsmanna fengið þann grunntón að best væri að losna við eignarhald ríkisins á bönkum því að annars væri komið í veg fyrir að einkaframtakið fengi að njóta sín. „Báknið burt," hafa þeir hrópað og vonandi átt við eitthvað annað en að ríkið gæfi fyrirtæki sín. Alþýðuflokkurinn hefur stundum tekið undir þennan söng og sumir toppkratar hafa verið kaþólskari en páfinn í þeim efnum. Margir hafa átt bágt með að trúa því að flokk- ur, sem í orði hefur lagt þunga áherslu á af- skiptaleysi ríkisins af bankamálum, nýtti sér stöðu sína til að hafa hönd í bagga með innri málefnum ríkisbanka og það svo blygðunar- laust að virtur bankaráðsmaður sæi sér þann kost vænstan að segja embætti sínu lausu. En átökin í Landsbankanum eru aðeins einn þáttur í víðtæku samkomulagi sem allir þrír stjórnarflokkarnir eiga aðild að. Það samkomu- lag sýnir að í augum þeirra, sem ráða ferðinni í Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Alþýðuflokki, eru góð embætti fyrst og fremsttæki til að umbuna dyggum flokksmönnum eða þá pottþétt aðferð til að losna við þá sem eru erfiðir í daglegri pólitískri sambúð. Og til að koma vilja sínum fram í þessum efnum er ekki hikað við að ganga þvert á ákvæði laga sem kveða skýrt á um að bankaráðsmenn skuli ákveða hverjir ráðnir séu bankastjórar. Óprúttið samkomulag ráðherranna byggir á því að allir þrír stjórnarflokkarnir fái að ráðstafa einu bankastjóraembætti í ríkisbanka. Alþýðu- flokkurinn á að fá bankastjóra í Búnaðarbank- anum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn báðir í Landsbankanum. Þegar það vitnaðist að Árni Vilhjálmsson, annar af tveimur bankaráðsmönnum sem merktir voru Sjálfstæðisflokknum, vildi ekki ráða Sverri Her- mannsson, var heldur betur þrengt að hinum pólitísku hagsmunum. í raun var ekki ein banka- stjórastaða í húfi heldur þrjár. Auðvitað gátu kratar og Framsókn ekki búist við að íhaldið stæði við sinn hluta af samkomulaginu ef Sverri Hermannssyni yrði hafnað. Eitthvað yarð undan að láta og það var bankaráðsstaða Árna Vilhjálmssonar. Málið er afgreitt, Sverrir Her- mannsson verður bankastjóri Landsbankans. Næsti þáttur verður líklegast leikinn í Búnaðar- bankanum og þar verður Kjartan Jóhannsson, góður og gegn Alþýðuflokksmaður, í hlutverki umsækjandans. Þjóðviljinn óskar öllum nýjum bankastjórum til hamingju með nýja stöðu og farsælar mála- lyktir en leyfir sér að vona að almenningur hafi ekki öllu gleymt þegar íhaldsöflin hefja næst upp söng um nauðsyn þess að bankar starfi sjálfstætt og óháð pólitískum flokkum. KLIPPT OG SKORK) Bandormurinn langi Á alþingi er nú tekist á um stjórnarfrumvarp um breytta verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Frumvarp að láns- fjárlögum er þar líka til umræðu og er áætlað að þau verði bæði orðin að lögum nú í vikulokin og þingið verði sent heim. Það var meining ríkisstjórnarinnar að fá þessi mál afgreidd fyrir jól, en eins og kunnugt er varð af- greiðsla þingmála önugri en ráð- herrar höfðu ætlað. Þeim er því orðið mál að losna við þingið. Frumvarp stjórnarinnar um breytta verkaskiptingu kemur mjög víða við. Það er með svo- kölluðu bandormssniði sem reyndar er ekki alveg óþekkt þeg- ar málefni sveitarfélaga eru ann- ars vegar. Höfundar þess hafa lesið fjölmörg lög um samskipti ríkissjóðs og sveitarsjóða og búið síðan til eitt frumvarp þar sem í fjölmörgum liðum er drepið á hin óskyldustu mál. Það eina sem sameinar þau er að alls staðar er verið að fjalla um peningaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Þarna er fjallað um kostnað vegna dvalar fatlaðra barna á dagvistarstofnunum, um bygg- ingarkostnað íþróttamannvirkja, félagsheimila og almennra barna- heimila. Þá eru þar tillögur um greiðslu á rekstrarkostnaði tón- skóla ásamt byggingu og rekstri byggðasafna, og er þá ekki allt talið. Tónskólar settir á í eitt ár Menn hafa tæpast áttað sig á því hversu margir liðir eru á bandorminum. Kannski ræður því hending ein hvaða liðir hafa ^"Sa*,- :4jll ~.s w i* _,t—>. vakið athygli og þar með nokkra umræðu. Sú ætlan ríkisstjórnarinnar, að láta ríkissjóð hætta að greiða helming kennslulauna í tón- skólum, vakti sem betur fer at- hygli býsna margra. Þeir, sem þekktu rekstur tónskóla og vissu um þá miklu uppbyggingu sem orðið hefur í tónlistarmenntun á undanförnum árum, sáu í hendi sér að hér var stórhættulegt mál á ferðinni. Vegna kröftugra andmæla hef- ur ríkisstjórnin nú runnið á rass- inn með þá fyrirætlan sína að af- nema ríkisstuðning við tónskóla. Þetta kemur fram í breytingatil- lögu sem stjórnarþingmenn bera fram við bandormsfrumvarpið. Þeir vilja breyta þar dagsetningu. í stað þess að taka ríkisstyrkinn af tónskólum í upphafi næsta skóla- árs, á að gera það haustið 1989. Ef nemendur, aðstandendur þeirra, kennarar og sveitar- stjórnarmenn halda vöku sinni, mun ráðherrum mistakast þessi aðför að tónlistarmenntun. Þá verður frestur uppgjöf. Tófuvinir Tófuvinafélagið hefur lengi barist fyrir því að villirefur yrði látinn í friði. Þegar Jón Baldvin lagði fram fjárlagafrumvarp í haust, héldu margir að tófuvinum hefði tekist að hafa áhrif á ráðherrann og til voru þeir sem héldu að Jón Baldvin væri orðinn yfirlýstur tófuvinur. Gamalgróinn fjárlagaliður, greiðslur til sveitarfélaga vegna eyðingar refa og minka, var hvergi í frumvarpinu. Á fjár- lögum fyrir sfðasta ár var reiknað með að hátt í fjórar miljónir færu í þennan lið. Fyrir hönd hins tví- fætta hluta íslensku þjóðarinnar hafði Jón Baldvin lagt niður vopnin í því stríði sem geisað hafði hérlendis í 1100 ár. Nú skyldi rebbi loksins fá frið. Fjárlög voru svo samþykkt án þess að ein einasta króna væri ætluð til að greiða herkostnað í stríðinu gegn ref og minki. En skaufhali fékk ekki að vera lengi í Paradís. í breytingatillög- um stjórnarþingmanna við frum- varp um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er lagt til að 7 milj- ónir renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga umfram það sem áður var ætlað. Þetta fé á að nýta til að greiða verðlaun fyrir unna refi og minka. Svo vel vildi til að menn höfðu fundið það út að söluskattur gæfi einmitt 7 miljón- um meira en áætlað hafði verið fyrir nokkrum dögum. Þess vegna þarf ekki að skatt- leggja þjóðina meira en til stóð þótt hætt sé við vopnahlé í stríð- inu við skolla. Auðvitað er þetta eintómt grín. Nema hvað? Því hærri söluskattur þeim mun meira stolið Morgunblaðið birti í gær fróð- lega grein eftir dr. Magna Guð- mundsson hagfræðing um skattaálögur ríkisstjórnarinnar. Þar segir m.a: „Mergurinn málsins er sá, að afnám undanþága frá söluskatti er ótímabœrt á þessu stigi. Unda- nþáguákvœði á að fella niður samhliða upptöku fyrirhugaðs virðisaukaskatts, þegar skatt- byrðin dreifist og skattundan- dráttur verður bœði ólíklegri og erfiðari... Allt tal um „aðlögun" söluskatts að virðisaukaskatti er út í hött. Svo er ogáþað að líta, að annríki hjá skattstofum er slíkt við þessi áramót í sambandi við hið nýja staðgreiðslukerfi tekjuskatts, að telja má útilokað að byggja jafnframt upp hert skatteftirlit á öðrum sviðum. Fjármálaráð- herra skattleggur þannig brýnustu lífsnauðsynjar almennings, án þess að hafa nokkurt öryggifyrir þvíaðsúskattlagningskilisérþol- anlega í ríkissjóð." Síðar í greininni segir dr. Magni: „Bendir fleira tilþess að skatt- kerfið verði nú stiglœkkandi (reg- ressive), þannig að skattþeginn berí að tiltölu því þyngri skatt- byrði sem tekjur hans eru lægri. Það er sœmilegt afrek, ef rétt reynist, af formanni Alþýðu- flokksins." ÓP þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rttstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Ottar Proppé. Fréttaat|órl:LúðvlkGeirsson. Blaoamenn: Elfsabet K. Jðkulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, Hjðrleifur Sveinbjörnsson, Kristín Olafsdóttir, KristðferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir) MagnúsH. Gfslason, ÓlafurGlslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Hondrlta- og prófarkalostur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Lfósmyndarar: Einar Ólason, Sígurður Mar Halldórsson. Útlttatelknarar: SævarGuöbjðmsson, Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Fromkvæmdostjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofust)órl:JóhannesHarðarson. Skrtfstofa: Guðrún Guðvarðardðttir, Krislín Pétursdðttir. Auglýslngast|órl: Sigrfður HannaSigurbjörnsdðttir. Auglýslngor: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdðttir. Slmavarsla: Hanna Ólafsdðttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilst|órl: Jðna Sigurdðrsdðttir. Útbrelðslu-ogafgrel&slustJórhHðrðurOddfrfðarson. Utbrelðela: G. Margrót Óskarsdóttir. Afgrel&sla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgrel&sla, ritstjórn: Sf&umúla 6, Reyk]avfk, sfmi 681333. Auglýslngar: Siðumúla 6, slmar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðilaúsasölu.'55kr. Helgarblö&:65kr. Askrlf tarverð á mánu&l: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 13. ianúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.