Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 5
Umsjón SigurðurÁ. Friðþjófsson Verkaskip tingin Vísað aftur til fööurhúsa Bandormur ríkisstjórnarinnar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga mœtir mikilli andstöðu áþingi. Stjórnarandstaðan leggur til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og endurunnið ísamráði við sveitarstjórnir ogþingflokka Ljóst er að bandormur ríkis- stjórnarinnar um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga mætir mikilli andstöðu á þingi og einangrast sú andstaða ekki við stjórnarandstöðuna, heldur er mikil óánægja með frumvarpið hjá ýmsum lands- byggðarmönnum ríkisstjórnar- flokkanna, einkum þó innan Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknar á Suðurlandi, lýsti þannig yfir andstöðu við frum- varpið við aðra umræðu um það í neðri deild. Sagðist hann taka undir margar af ábendingum minni hlutans og lagði til að frum- varpinu yrði vísað aftur til ríkis- stjórnarinnar til frekari vinnslu í samráði við sveitarstjórnir og þingflokka, einsog minni hluti félagsmálanefndar deildarinnar leggur til. Aukinn kostnaöur fyrir sveitarfélögin Frumvarp þetta tekur á ýmsum Spurt um... ...Eftirlit á innfluttri mat- vöru Stefán Valgeirsson spyr heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra um hvernig heilbrigðiseftir- liti er hagað á innfluttri matvöru, t.d. á grænmeti og ávöxtum. ...Innflutning á fatnaði Ingi Björn Albertsson spyrfjár- málaráðherra og viðskiptaráð- herra um innflutning á fatnaði með fölsuðum upprunaskírtein- um. Hann spyr hvort fram hafi farið könnun á því hvort slíkur innflutningur sé stundaður og ef svo er, hvað hún hafi leitt í ljós. Loks spyr hann hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir slíkri könn- un ef hún hafi eícki þegar verið gerð. ...Stöðu ullar- iðnaðarins Hjörleil'ur Guttormsson spyr iðnaðarráðherra hverjar séu horfur í ullariðnaði á nýbyrjuðu ári og til hvaða aðgerða stjórn- völd hyggist grípa til að bæta rek- strarstöðu hans. ...Byggingurafskauta- verksmiðju Hjörleifur Guttormsson spyr iðnaðarráðherra með hvaða hætti Alusuisse hafi staðið við ákvæði bráðabirgðasamnings við ríkisstjórnina frá 23. september 1983 um að „gera hagkvæmnisat- huganir á því að koma upp raf- skautaverksmiðju á bræðslulóð- inni og á stækkun steypuskála," samanber einnig „bréf um sam- komulag" milli ríkisstjórnarinnar og Alusuisse frá 5. nóvember 1984. mismunandi málefnum, málefn- um fatlaðra, breytingu á íþrótta- lögum, Félagsheimilasjóði, skemmtanaskatti, rekstri og byggingu dagvistarheimila, tón- listarskólum, byggðasöfnum, að- stoð við vatnsveitur og lands- höfnum. Eitt eiga þó allar breytingarnar sameiginlegt en það er að kostnaður við alla þessa þætti færist frá ríki til sveitarfé- laga. í stað þess á að minnka skerðinguna á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lög þessi taki gildi í upphafi þessa árs en meiri hluti félagsmála- nefndar neðri deildar flytur breytingartillögu um tónlistar- skólana og leggur til að sá kafli taki ekki gildi fyrr en 1. septemb- er 1989. Þá leggur meirihlutinn einnig til að sérdeild Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga greiði hlut rík- issjóðs og sýslusjóða vegna kostnaðar við eyðingu refa og minka en þessi íiður mun hafa gleymst á fjárlögum 1988. Hér er um að ræða 7 milljónir og er því skerðing á ráðstöfunarfé sjóðs- ins. Rök stjórnar- andstöðu Meginástæðurnar fyrir því að minni hluti félagsmálanefndar leggur til að frumvarpinu verði aftur vísað til ríkisstjórnarinnar eru samkvæmt nefndarálitinu 10 talsins. í fyrsta lagi gerir frum- varpið ráð fyrir að verkefni séu flutt til sveitarfélaga og muni það hafa í för með sér meiri útgjöld fyrir sveitarfélögin en ríkið tekur að sér á móti. f öðru lagi fjallar frumvarpið aðeins um hluta af þeim mörgu viðfangsefnum sem tillögur hafa komið fram um að breyta í núverandi verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Hér séu því ekki á ferðinni lög um heildarstefnumörkun í þessum málum. Þá telur minni hlutinn að fjármögnunarþáttur verkaskipt- ingarinnar sé í lausu lofti þannig að engin drög hafa verið gerð að uppgjöri við einstök sveitarfélög vegna þeirra framkvæmda sem ríkissjóður hefur tekið þátt í. Ekki hafi heldur verið kynntar reglur eða drög að reglugerð varðandi fjárframlög til jöfnunar milli sveitarfélaga, en framlag til jöfnunarsjóðs hefur verið skert um árabil og er svo einnig á fjár- lögum þessa árs. Minni hlutinn bendir á að ein- stakir kaflar frumvarpsins, svo sem um byggðasöfn, tónlistar- fræðslu og íþróttastarfsemi, snerta verkefni sem ekki hafa verið bundin við einstök sveitarfélög eða verið á þeirra vegum. Þá gagnrýnir minnihlutinn að frumvarpið hafi ekki verið sent til kynningar eða umsagnar sveitar- stjórna eða annarra aðila og álit þeirra liggur því ekki fyrir. Einn- ig hefur komið í Ijós að við samn- ingu frumvarpsins var ekkert samráð haft við aðila sem hafa unnið að viðkomandi málum í Stef án Valgeirsson var ekki par hrifinn af hugmyndum ríkisstjórnarinnar um breytta ve rkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga: „Þrátt fyrir að þeir fáu sem hafa fjallað um frumvarpið hafi mótmælt; því ætla embættismenn ríkisstjórnarinnar að keyra það í gegn." Mynd E.ÓI. áratugi. Þá hefur einnig komið í ljós að flestir sem kallaðir voru á fund nefndarinnar voru andvígir breytingunum eða töldu að vinna þyrfti málið betur. Þá er ljóst að frumvarpið var unnið að fá- mennum hópi manna sem allir eru búsettir á höfuðborgarsvæð- inu og aðeins einn maður utan Suður- og Vesturlands kom á fund félagsmálanefndar til við- ræðna um frumvarpið. Víðtæk andstaða og mótmæli í nefndarálitinu segir að víðtæk andstaða og mótmæli hafi komið fram um fyrirætlanir frumvarps- ins um tónlistarskóla. Þá hafi full- trúar íþróttasambands íslands og Ungmennafélags íslands lýst þungum áhyggjum af ákvæðum um breytingu á íþróttalögum. Þjóðminjavörður og talsmenn byggðasafna eru örvæntingarfull- ir vegna breytinga á stuðningi ríkis við byggðasöfn og deildar- stjóri í menntamálasráðuneyti, sem fer með dagvistarheimili, lýsti þungum áhyggjum vegna þess að veikja á fagíega umsjón stjórnvalda með dagvistarheimil- um. Stjórnarandstaðan gagnrýnir einnig að þarna sé verið að grípa inn í sérlög um einstaka mála- flokka án þess að ráðrúm gefist til heildarendurskoðunar á lögun- um. „Minnihlutinn telur að með frumvarpinu sé byrjað á öfugum enda. í stað þess að tryggja fyrst fjárhagslega stöðu sveitarféíag- 'anna gagnvart ríkinu er ráðist í „áfanga" í verkefnatilfærslu og valdir úr þættir sem orka tvímælis að því er verkaskiptingu áhrærir og gagnast sveitarfélögum lítið fjárhagslega. Reynt er að láta líta svo út af talsmönnum frumvarps- ins að í því endurspeglist vilji sveitarfélaga í landinu, en þau hafa raunar ekki fengið að segja orð um efni þess. Með vísan til ofangreindra at- riða ítrekar minnihlutinn það álit sitt að vinna beri þetta mál í heild frá grunni áður en lögfest verði breytt verkaskipting ríkis og sveitarfélaga. Það er því tillaga minni hlutans að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar," segir í lok nefndarálitsins. Undir þetta rita Kristfn Einarsdóttir og Óli Þ. Guðbjartsson en Steingrímur J. Sigfússon sat fundi nefndarinnar og lýsir sig sammála nefndarálit- inu. Verði niðurstaðan ekki sú að vísa málinu aftur til ríkisstjórnar- innar áskilur stjórnarandstaðan sér að flytja breytingartillögur við frumvarpið og þegar hefur ein komið fram, en það er tillaga Steingríms J. Sigfússonar um að frumvarpið taki ekki gildi fyrr en í upphafi næsta árs. Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að frumvarpið verði að lögum sem fyrst en nú þykir ljóst að það nái ekki fram áður en þingheimur fer í frí nú um helg- ina. Sáf Mlðvlkudagur 13. Janúar 1988; wöÐVILJINN - SÍÐA 5 Spurt um... ...Nauðungaruppboð Svavar Gestsson spyr dóms- málaráðherra hversu mörg nauðungaruppboð hafi farið fram á ári hverju frá 1982 til og með 1987. Annarsvegar alls og hinsvegar eftir lögsagnarum- dæmum. Hann fer fram á skri- flegt svar. ...Gjaldþrotamál / Svavar Gestsson spyr dóms- málaráðherra hversu margir úr- skurðir hafi verið kveðnir upp um gjaldþrot á ári hverju frá Í982 til og með 1987. Annarsvegar alls og hinsvegar eftir lögsagnarum- dæmum. Skriflegt svar óskast. ...Vísitöluframfærslu- kostnaðar Svavar Gestsson spyr ráðherra Hagstofu íslands um hvað líði verðupptöku vegna nýs grund- vallar vísitölu framfærslukostn- aðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.