Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.01.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími ^MOkt,^ 681333 fAptt^/J^ Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN Hafnarfjörður Spennt fiskverð „FiskverðiO hjá okkur hefur verið vel spennt þcssa dagana og er það fyrst og fremst vegna lítils framboðs á fiski. Við höfum verið að selja þetta 25-30 tonn, en í dag seljum við 80 tonn og um 150 tonn á morgun," sagði Einar Sveinsson framkvæmdastjóri Fiskmarkað- arins f Hafnarfirði í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Einars hefur ýsan far- ið í 104 krónur hæst hvert kíló, þá slægð, en verið að jafnaði f 90 krónum. Þorskurinn, hvert kíló á 43 krónur og upp í 52 krónur. Ekkert hefur verið af karfa eða ufsa á markaðnum síðustu daga. Stenbítur hefur lækkað í verði, enda mjög smár. grh Miðvikudagur 13. janúar 1988 8. tölublað 53. ðrgangur Þjónusta íþínaþágu # SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. _______i Þorlákshöfn Dýrkeypt símtal KristínÁR 101 tekinfyrir meint landhelgisbrot4. janúarsl. Skipstjórinn: Var búinn aðfá leyfifrá ráðuneytinu. Afli og veiðarfæri gerð upptœk Við vorum á langlúruveiðum með dragnót suðaustur af Eyjum 4. janúar síðastliðinn þeg- ar þyrla Landhelgisgæslunnar tók okkur fyrir meint landhelgis- brot. Þá vorum við búnir að fá um sex tonn og var aflinn gerður upptækur ásanit veiðarfærunum. Þetta kom ansi flatt upp á mig þar sem ég var búinn að hringja í sjávarútvegsráðuneytið og fá leyfi fyrir dragnótarveiðunum. Síðan hef ég ekki farið á sjóinn og er þetta töluvert fjárhagslegt tjón fyrir mig fyrir einberan misskiln- ing að því er virðist," sagði Þor- leifurGuðmundsson, skipstjóri og eigandi Kristínar ÁR 101 sem er 30 lesta bátur frá Þorlákshöfn, í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Þorleifs var málið tekið fyrír hjá sýsiumannsem- bættinu á Selfossi í gær en dómur í málinu var ekki kveðinn upp. í staðinn þurfti Þorleifur að greiða háa tryggingu og sagði hann að dragnótarleyfið væri á leiðinni frá ráðuneytinu og kvaðst hann at- huga það gaumgæfilega áður en hann leysti festar og héldi til veiða á nýjan leik. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu virðist hér hafa orð- ið einhver misskilningur á milli ráðuneytisins og Þorleifs. Sagði Jón að á meðan kvótafrumvarpið var ekki orðið að lögum hefðu engin leyfi verið gefin út fyrir dragnótarveiðum. Afgreiðslu- stúlka sú sem Þorleifur á að hafa talað við minnist þess ekki að hafa talað við hann, en neitar því heldur ekki. Jón sagði að per- sónulega teldi hann hér vera á ferðinni afsakanlegan misskiln- ing. -grh Lánsfjárlög Leikskólinn Álftaborg í Safamýri átti 20 áraafmæli í gær. Börnin gerðu sér dagamun og héldu upp á daginn með því að setja upp kórónur, því allir eru kóngar og drottningar í Álftaborg. Þjóðviljinn óskar starfsfólki, börnun- um og aðstandendum þeirra til hamingju með daginn! Ljósm. Sig. Patró Vandinn óleystur Á stjórnarfundi Byggðastofn- unar í gær var ekki gengið frá heildarlausn á vandræðum Hrað- fryslihúss Patreksfjarðar hf. en ákveðið að vinna áfram að lausn þeirra. Húsið hefur verið lokað um skeið vegna mikilla vanskila við Orkubú Vestfjarða. Samkvæmt frétt frá Byggða- stofnun heimilaði stjórn hennar aftur á móti forstjóra hennar að afgreiða lán til að Ijúka megi við- gerðum á einum Patreksfjarðar- bát sem verið hefur frá veiðum. Einnig var forstjóra Byggða- stofnunar heimilað að skuldb- reyta vanskilum Patrekshrepps við stofnunina. -grh r Olíulekinn Staðfesting á mengunarhættu Rannsóknarhola boruð ídag. Magnús Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi: Vatnsbólin á afar óheppilegum stað vegna mengunarhœttufrá Vellinum r Idag verður boruð rannsóknar- hola 150 metra frá þeim stað er mikið magn gasolíu frá hernum lak út í jarðveginn og mengaði grunnvatn, en að kröfu heilbrigð- isyfírvalda hefur vatnstöku nú verið hætt í því vatnsbóli Njarð- vfkinga sem talið er f mestri hættu. Að sögn Magnúsar Guðjóns- sonar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja verður borað niður á grunnvatn og tekin kjarnasýni úr jarðlögum. Verður vatnið mælt með tilliti til mengunar. Holan sem taka á er milli mengunar- staðarins og sjávar, en umrætt vatnsból er í sömu stefnu. - Ef mengun er komin á þessar slóðir verður borað áfram til að kanna ytri mörk hennar, sagði Magnús. Athuganir þessar eru fram- kvæmdar í samvinnu við Orku- stofnun, en í ráði er að nota þessa holu og fleiri til að kortleggja grunnvatnsflæðið á þessum slóð- um, þar sem öll vitneskja um það er af skornum skammti. - Heilbrigðiseftirlitið hefur lengi verið mjög óánægt með staðsetningu vatnsbólanna, með- al annars vegna hugsanlega mengandi starfsemi á Keflavíkur- flugvelli, en straumstefnan þaðan til sjávar er í átt að vatnsbólun- um. Við lítum á olíumengunar- slysið sem staðfestingu á þessari hættu, sagði Magnús. HS Hringferð rebba Framlag ríkissjóðs til refa- skyttirís hefur farið mikla hring- ferð um frumvörp ríkisstjórnar- innar sem eru til umfjöllunar á Alþingi þessa dagana; lánsfjárlög og frumvarp til verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt ákvæði í lögum skal ríkissjóður greiða ákveðið fram- lag til sveitarstjórna vegna eyðingar á refum og minkum. Sveitarstjórnirnar greiða ákveðna upphæð fyrir hvern skotinn ref eða mink og fá það svo endurgreitt frá ríkissjóði. Lánsfjárlögin fyrir árið í ár mæla hinsvegar svo fyrir um að þetta framlag falli niður. Þegar það uppgötvaðist flutti meiri hluti félagsmáladeildar neðri deildar breytingatillögu við frum- varpið um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem gengur út á það að sérdeild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sjái um þessar endurgreiðslur, sem í ár eru metnar á 7 miljónir króna. Við þetta minnkaði tekjustofn Jöfnunarsjóðsins og nú voru góð ráð dýr þar sem skerðingin á tekj- um Jöfnunarsjóðsins hefur verið mjög umdeild. Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar neðri deildar komst þá að þeirri niðurstöðu að Jöfnunarsjóðurinn nyti ekki hlut- deildar í bættri innheimtu sölu- skatts vegna einfaldara sölu- skattskerfis. Liggur nú fyrir breytingatillaga um að Jöfnunar- sjóðurinn fái hlutdeild f minnkun skattsvika. Og hver skyldi hlut- deildin vera? Mikið rétt. Sjö milj- ónir króna. -Sáf þJÓÐUIUINN Happdrætti Þjóðviljans Enn er hœgt að greiða gíróseðlana. Dregið verður 15. janúar. Styrkjum blaðið okkar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.