Þjóðviljinn - 22.01.1988, Page 1
Föstudagur 22. janúar 1988 16. tölublað 53. örgangur
Kjarasamningar
Mænt vestur á firði
Verkalýðsforystan tvístígandi. Bakslag komið í kröfur um
samninga til skemmri tíma. Karvel Pálmason: Rétt að
Véstfirðingar fáifyrst að sýna hvað íþeim býr. Þórarinn V.
Þórarinsson: Innanhússvandamál VMSI
Forystmenn Verkamannasam-
bandsins og atvinnurekendur
virðast á einu máli um að rétt sé
að bíða átekta með frekari hug-
myndir um skammtímasamn-
inga, þar til sýnt er hver niður-
staðan verður í samningaviðræð-
unum á Vestfjörðum í anda ný-
rrar þjóðarsáttar. - Mér finnst
að Vestfirðingar eigi að fá að
reyna til þrautar áður en aðrir
rjúka til, sagði Karvel Pálmason,
varaformaður Verkamannasam-
bandsins og Þórarinn V. Þórar-
insson, framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins tók í
sama streng.
Formaður og varaformaður
VMSÍ gengu fyrir fjármálaráð-
herra í gær og viðruðu hugmyndir
um að ríkisvaldið greiddi götu
kjarasamninga með skattaíviln-
unum fiskverkafólki til handa og
verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði
hefur sent forsætisráðherra
áskorun sama efnis. Forsætis- og
fjármálaráðherra taka ekki ólík-
indalega undir þá hugmynd, en
því aðeins að kauphækkunum
verði haldið í lágmarki.
- Verkamannasambandið hef-
ur ekki rætt við atvinnurekendur.
Ég tel eðlilegt að menn bíði
átekta þar til útséð er með samn-
ingatilraunir á Vestfjörðum og
Suðumesjum, sagði Karvel, en
líklegt er að línurnar muni
skýrast fyrir vestan í dag er af-
staða verður tekin til áframhald-
andi viðræðna á fundi aðalsamn-
inganefndar Alþýðusambands
Vestfjarða.
- VMSÍ hefur ekki óskað eftir
viðræðum við okkur. Það er
fullkomlega ótímabært að kasta
frá sér hugmyndum um samninga
til lengri tíma og hugmyndir um
skammtímasamning eru fyrst og
fremst innanhússmálefni í VMSL
- Ljái stjórnvöld máls á skatta-
ívilnunum af einhverju tagi liðkar
það vissulega fyrir kjarasamning-
um, sagði Þórarinn V. Þórarins-
son.
Að sögn Ásmundar Stefáns-
sonar, forseta Alþýðusambands-
ins er líklegt að landssamböndin
innan ASÍ haldi að sér höndum
þar til niðurstaða liggur fyrir í
kjaramálum VMSÍ, en miðstjóm
ASÍ þingaði í gær, þar sem kjara-
málin bar meðal annars á góma.
Ásmundur sagði að hugmyndir
um skattaívilnanir, s.s. hækkun
skattleysismarka, væru allrar at-
hygli verðar.
-rk
Austurland
10% fyrst -
meira síðar
Ófaglœrðir á elliheimil-
um ogsjúkrahúsumfá
10% kauphækkun
Samkvæmt kjarasamningi til
skamms tíma sem Alþýðusam-
band Austurlands náði fram á
mánudag við stjórnir elliheimila
og sjúkrahúsa á Austurlandi,
hækkar kaup ófaglærðs starfs-
fólks um 10% frá og með ára-
mótum. Samningurinn gildir til 1.
apríl. Viðsemjendur Alþýðusam-
bandsins gáfu jafnframt vilyrði
fyrir því að föst afturvirk krónut-
öluhækkun yrði greidd þegar nýr
heildarkjarasamningur hefur
náðst.
Þessi 10% hækkun jafngildir á
mánuði frá 3.100 krónum til
4.200 króna kaupauka ófaglærðs
starfsfólks elliheimila og sjúkra-
húsa á Austurlandi.
Ráðstefna hvalveiðiþjóða
Rætt um
svæða-
samtök
Hugað að úrsögn úr
Alþjóðahvalveiðiráð-
inu. Mikill lögreglu-
viðbúnaður við ráð-
stefnustaðinn
Ljóst er að aðal umræðuefni
ráðstefnu hvalveiðiþjóðanna,
sem sett var í Borgartúni 6 í gær,
er stofnun sérstakra svæðasam-
taka hvalveiðiþjóða, annarsvegar
þjóða við Norður-Atlantshaf og
hinsvegar þióða við Kyrrahaf.
Halldór Ásgrímsson drap lítil-
lega á þessa hugmynd í setningar-
ávarpi sínu á ráðstefnunni í gær,
en blaðamenn fengu að hlýða á
ræðu hans áður en salnum var
lokað.
Halldór sagði að meðal þess
sem íslensku fulltrúarnir vildu at-
huga, „er svæðisbundin stjórnun,
sem nær til allra sjávarspendýra
og gerir ráð fyrir: - ábyrgð á vís-
indarannsóknum á öllu svæðinu,
- ábyrgð á stjórnun utan fisk-
veiðilögsögu; - stofnun við-
eigandi alþjóðlegra samtaka á
hverju svæði um sig.“
Mikill lögregluviðbúnaður var
í kringum ráðstefnuna og var
gerð vopnaleit á blaðamönnum
áður en þeir fengu að stíga í fund-
arsalinn.
Framsöguerindum lauk um há-
degi í gær og hófust þá vinnu-
fundir starfshópa. Munu starfs-
hóparnir vera að fram yfir hádegi
í dag en þá hefjast umræður um
niðurstöður þeirra. Ráðstefn-
unni lýkur svo klukkan 17:15 í
dag og halda ráðstefnugestir þá í
Þjóðleikhúskjallarann, en þar
snæða þeir kvöldverð í boði sjáv-
arútvegsráðherra.
Það vakti athygli að tveir
Bandaríkjamenn eru í íslensku
sendinefndinni. -Sáf
Sjá bls. 5, 6 og bak
Joan Falwell ræðir við fréttamenn eftir handtöku Watsons.
Sea Shepherd
Watson handtekinn við komuna
Paul Watson forystumaður Sea Shepherd var handtekinn á Keflavík urflugvelli ígœr.
Fœrður íyfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins
Paul Watson, forystumaður
Sea Shepherd samtakanna, var
handtekinn við komu sína á Kefl-
avíkurflugvöll í gær og færður til
yfirheyrslu hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins vegna þeirrar að-
ildar sem hann hefur sagst eiga að
þvi að sökkva tveimur hval-
veiðibátum í Reykjavíkurhöfn og
að skemmdarverkum sem unnin
voru á Hvalstöðinni haustið
1986.
Um 10 lögregluþjónar tóku á
móti Watson við landgang flug-
vélarinnar í gær og færðu hann út
um bakdyr á flugvallarbygging-
unni í bfl sem flutti hann til
Rannsóknarlögreglunnar. í fylgd
með Watson voru sambýliskona
hans Joan Falwell og formaður
Bretlandsdeildar samtakanna.
Þau fengu inngöngu inní landið
eftir stutt spjall við útlendingaeft-
irlitið sem spurði þau m.a. hvort
þau hygðust fremja hryðjuverk á
meðan á dvöl þeirra hér á landi
stæði. „Við sögðum þeim eins og
er að við erum komin hingað í
friðsamlegum tilgangi til þess að
vekja athygli á málstað Sea Shep-
herd,“ sögðu þau Falwell og
Berg, en þau komu hingað til
lands ásamt Watson vegna ráð-
stefnu um nýtingu sjávarspen-
dýra sem nú stendur yfir. Sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
eru fleiri meðlimir samtakanna
komnir hingað til lands vegna
ráðstefnunnar.
Líkur eru á að Watson muni
við yfirheyrslur standa við fyrri
yfirlýsingar sínar, en óvíst er
hvernig mál hans verður afgreitt.
Því er spáð að annað hvort verði
honum vísað úr landi eftir að
framburður hans liggur fyrir eða
að gefin verði út ákæra og hann
verði dæmdur hér á landi. Telja
margir það líklegra að íslensk
stjórnvöld leysi málið með því að
vísa Watson úr landi.
-K.Ól.