Þjóðviljinn - 22.01.1988, Page 4
LEHDARI
Aaðskipta um þjóð?
Þær fréttir bárust ofanaf valdapíramítanum í
gær að nú stæði til að fresta því að birta nýgerða
þjóðhagsspá. Spádómarnir voru þannig að
ráðamenn ákváðu að taka fyrir munninn á hag-
fræðingum Þjóðhagsstofnunar.
Þessi ákvörðun segir ýmsar sögur, meðal
annars um eðli Þjóðhagsstofnunar. I stað þess
að þar séu unnin hagfræðistörf fyrir alla þátttak-
endur í efnahagslífinu hefur stofnunin í síaukn-
um mæli orðið að einskonar áróðursráðuneyti
fyrir ríkisstjórnina. Þannig var settur forstöðu-
maður stofnunarinnar dreginn upp fyrir kosn-
ingarnar í vor og látinn vitna um það ásamt
forystumönnum þáverandi ríkisstjórnar að allt
væri í stakasta lagi með hagstjórn og horfur, - á
sama tíma og verðbólga hríðóx og Ijóst var að
stjórn efnahagsmála var farin úr böndunum.
Niðurlæging Þjóðhagsstofnunarog forstöðu-
manns hennar nú kemur gleggst fram í því að sá
sem segir frá frestuninni í gær í DV er ekki
Þórður Friðjónsson forstöðumaður heldur efna-
hagsráðunautur ríkisstjórnarinnar, Ólafur ís-
leifsson.
Sú ákvörðun að fresta Þjóðhagsspánni segir
líka sína sögu um þann galdur sem nú er magn-
aður í tilefni þess að kjarasamningar eru lausir
og samtök launafólks búast til að rétta sinn hlut
eftir svikin loforð og efnahagsóstjórn síðustu
missera.
í vígstöðunni nú hefur ríkisstjórnin ekkert með
nýja þjóðhagsspá að gera. Sú mynd sem á að
halda að almenningi af stöðu efnahagsmála
fyrir kjarasamninga er þegar komin fram, - ríkis-
stjórnin ætlar að nota þá kolsvörtu spá sem VSÍ
lét búa til fyrir sig um daginn til að veifa framan í
verkalýðsforystu og almenning.
En þótt þeir í Þjóðhagsstofnun láti sér lynda
að settur sé á þá múll er erfiðara að binda
hendur Hagstofunnarvið útreikning á vísitölum.
í kjölfar tilkynningarinnar um það að vísitala
framfærslukostnaðar hafi í desember hækkað
sem nemur 55 prósent á ári varð í gær Ijóst að
lánskjaravísitala fyrir febrúar hefur hækkað um
2,3 prósent. Þvert á margendurtekin loforð ráð-
herranna um að þessi vísitala hækki ekki við
nýja skatta og tolla er staðreyndin sú að sá sem
núna skuldar milljón, til dæmis vegna húsnæð-
is, skuldar í næsta mánuði 23 þúsund og 350
krónur í viðbót við milljónina.
„Róm brennur," sagði Steingrímur Her-
mannsson um síðustu helgi, og fyrir áramót
hvísluðu ráðherrarnir því hver að öðrum að
eitthvað þyrfti að gera.
Samt hefur ekkert gerst nema það að í
samfélaginu hefur í gegnum fjölmiðlana verið
þyrlað upp miklu moldviðri um erfiðleikana
frammundan, að það er galaður öllum áttum
gríðarlegur galdur í tilefni kjarasamninganna.
Og þessar vikur kemur betur og betur í Ijós
hvert var hið raunverulega hlutverk Alþýðu-
flokksins þegar hann var tekinn inní síðustu
ríkisstjórn. Honum var ætlað að tryggja að
samtök launafólks færu sér sem allra hægast í
kjarabaráttu, að þau sættu sig við að almennt
launafólk bæri kostnaðinn af þensluverðbólg-
unni, af offjárfestingunum, af hávaxtastefnunni.
Alþýðublaðið ber nú í leiðurum þau skilaboð
frá fjárrnálaráðherranum til launafólks og for-
ystumanna þess að halda kjafti og leggja niður
vopn. Fjölsótt fundaferð forystumanna Verka-
mannasambandsins fær þá einkunn í blaðinu
að þar sé ferð án fyrirheits, það sé úreltur hugs-
unarháttur hjá Karveli Pálmasyni að „blása í
herlúðra og búa sig undir átök“.
í stað þess segir Alþýðublaðið fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar að menn eigi „að vinna á upp-
byggilegan hátt að lausn kjarasamninga".
Lýsir matarskatturinn því að ríkisstjórnin sé
að reyna að finna uppbyggilega lausn?
Lýsirfeluleikurinn með þjóðhagsspána því að
ríkisstjórnin sé að reyna að finna uppbyggilega
lausn?
Lýsir hækkun lánskjaravísitölunnar því að
ríkisstjórnin sé að reyna að finna uppbyggilega
lausn?
Ráðherrarnir hafa látið í veðri vaka að framm-
undan séu efnahagsráðstafanir til að koma í
veg fyrir að Rómaborg brenni til kaldra kola.
Aðeins tvær leiðir hafa ennþá verið nefndar.
Annarsvegar óbein kjaraskerðing með geng-
isfellingu.
Hinsvegar bein kjaraskerðing með því að
minnka kaupmátt.
Er þetta hinn uppbyggilegi hugsunarháttur
Alþýðublaðsins og ríkisstjórnarinnar?
Alþýðublaðið hefur undanfarna daga ráðist
harkalega að nokkrum forystumönnum laun-
þegasamtakanna, að þeim hópum launþega
sem síst eru líklegir tii að fallast á kjaraskerðing-
ar, og að stjórnarandstöðuflokkunum, sérstak-
leaa Alþýðubandalaginu.
I raun virðist það þó vera þjóðin öll sem vekur
megna óánægju Alþýðublaðsins og ríkisstjórn-
arinnar. í leiðara sínum í gær segir um okkur
sem hvorki sitjum í ríkisstjórn né skrifum í Alþýð-
ublaðið að „sífrandi hinnar velmettu, kaupglöðu
íslensku þjóðar“ sé að verða að „leiðum vana
sem jaðrar við heimtufrekju og dekur".
Kannski eru blaðið og ráðherrarnir að íhuga
það sem Bertolt Brecht lagði til þegar austur-
þýsk alþýða var með heimtufrekju og dekur:
fyrst þjóðin getur ekki skipt um ríkisstjórn ætti
ríkisstjórnin að hugleiða að skipta um þjóð.
-m
KUPPTOG
Grátið með
ekkasogum
Hitaveita Reykjavíkur ætlar aö
byggja veitingahús uppi á heita-
vatnsgeymum í Öskjuhlíð og
eyða í það rúmum 500 miljónum
króna á núgildandi verðlagi. Hér
verður ekki um neina venjulega
sjoppu að ræða heldur fyrsta-
klassa matsölu sem snarsnýst eins
og skopparakringla, en þó það
settlega að matargestum verður
ekki bumbult.
Pað orð hefur lengi legið á
Þjóðviljanum að hann tíðki grát
með ekkasogum og að frá honum
berist sífrandi sem orðin sé að
leiðum vana, svo að notað sé orð-
afar leiðarahöfundar Alþýðu-
blaðsins þegar hann ræðir um það
lið sem hangir „í pilsum flokka
sinna með tár í augum og hor í
nefi“. En þetta lið dregur lapp-
irnar þegar almennilegir kratar
sækja fram í uppbyggingu vel-
ferðarkerfisins með því að leggja
á matarskatt og afnema stig-
hækkandi álagningu tekjuskatts.
Þjóðviljinn er sem sagt þekkt-
ur fyrir að vera alltaf á móti öllu
því sem til framfara horfir og í
fyrradag var verið að nöldra um
það hér í blaðinu að tilvonandi
leigutaki hússins, veitingamaður-
inn í Spunakerlingunni, gæti átt í
einhverjum erfiðleikum með að
greiða leiguna. Gengið var út frá
því sem gefnu að umsjónarmenn
almenningseigna, embættismenn
borgarinnar og borgarstjórn,
% ■■■■■*/■ ■.^■-mmm- v* .
<, ./%■■ 'jíPH
SKORIÐ
sæju til þess að hálfur miljarður,
sem eytt verður í byggingu verts-
hússins, verði látin renta sig á
hæstu vöxtum - annað væri sóun
á almannafé. Bent var á að leiga
þyrfti að vera 5 miljónir á mánuði
og því þyrfti vertinn líkast til að
vera nokkuð stífur á pnsunum.
Húsfyllir níu
sinnum á dag
í DV í gær kom í ljós að það eru
fleiri en Þjóðviljamenn sem hafa
áhyggjur af lélegri afkomu hjá til-
vonandi veitingamanni í spuna-
húsinu. Guðmundur Axelsson
birtir þar grein, sem hann kallar
Veitingahús og hitaveita. Hann
virðist ekki allt of hrifinn af hug-
myndinni um vertshúsið á heita-
vatnstönkunum en er þó vel með-
vitaður um ákveðna kosti við
þessa staðsetningu, kemur til
dæmis auga á að fótkuldi muni
tæpast hrjá matargesti. En gríp-
um nú með skærin niður í grein
Guðmundar.
„Ef einstaklingur œtlaði aðfara
að byggja þarna veitingahús gerði
hann það trúlega vegna þess að
hann áliti að framkvœmdin gæfi
honum betri ávöxtun fyrir fjár-
munina en t.d. banki, verðbréfa-
sjóður eða aðrar ávöxtunarleiðir.
Samkvœmt auglýsingum í dag-
blöðum má fá ávöxtun allt að
rúmum 40%. 40% ávöxtun þýðir
rúmlega tvö hundruð milljónir
króna á ári af þessum 506.
Ef við gerum okkur í hugar-
lund að veitingarekstur á þessum
stað geti skilað 10% arði af veltu
þyrfti veltan að vera tveir
milljarðar á ári.
Þessari veltu má ná t.d. með því
aðfá eina milljón gesta sem versla
hver um sig fyrir 2000 krónur.
Samkvœmt blaðafregnum á að
vera þarna salurfyrir 2-300 gesti.
Ein milljón gesta þýðir rúmlega
tvö þúsund og sjö hundruð gesti á
dag hvern einasta dag ársins eða,
ef salurinn rúmar 300 manns,
rúmlega níu sinnum salarfylli á
dag.
Mörgum þykir gott að ná tví-
setningu og þrísetning þykir frá-
bær en ég held að enginn reikni
með slíku alla daga vikunnar,
hvaðþá aðfá húsfylli níusinnum.
Trúlega geta ekki margir einstak-
lingar staðið undir svona fram-
kvæmd enda mundi líklega sá ein-
staklingur sem œtti þœr fjárhæðir
sem til þarf heldur geyma þær í
einhverju arðbærara og öruggara
og nóg er af veitingahúsum fyrir á
svœðinu. “
Má ekki lækka
verðið á heita
vatninu?
„Sú hugsun hefur flögrað að
mér að eftil vill sé meiningin með
byggingu þessa veitingahúss fyrst
ogfremstsú að reisa einhverju eða
einhverjum minnisvaraða fremur
en að koma á fót fyrirtæki sem
skili eigendum sínum arði. Við
(eigendurnir) getum varla verið
svo kvikindisleg í okkur að fara
að heimta arðsemi af minnis-
varða.
Ef hitaveitan getur peninganna
vegna lagt í svona stórfram-
kvœmdir, sem ekkert hafa með
hitaveitu að gera, gæti húnþá ekki
alveg eins selt okkur heita vatnið á
Uegra verði en hún gerir eða að
minnsta kosti sem nemur kostn-
aðinum við byggingu margum-
rœdds veitingahúss?
Hvernig er það annars þegar
borgin eða fyrirtæki hennar skila
hagnaði? Er það ekki vegna þess
að álögurnar á okkur eru hærri en
þær þurfa að vera?“
ÓP
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Arnason, Öttar Proppé.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir,
KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). MagnúsH.
Gíslason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ.
Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét
Magnúsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Útbreiðsla: G. Margrét Óskarsdóttir.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
*Verðílausasölu:55kr.
Helgarblöð: 65 kr.
Áskr Iftarverð á mánuði: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. janúar 1987