Þjóðviljinn - 22.01.1988, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 22.01.1988, Qupperneq 6
ALÞYDUBANDALAGK) Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra Þingmenn á almennum stjórnmálafundum í þinghléi Akureyri Margrót Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon verða á fundi í Alþýðu-. húsinu á Akureyri föstudaginn 22. janúar. Fundurinn hefst kl. 20:30. Ólafsfjörður Svanfríður Jónasdóttir og Steingrímur J. Sigfússon verða á fundi í Tjarnar- borg í Ólafsfirði sunnudaginn 24. janúar. Fundurinn hefst kt. 20:30. Spilakvöld Alþýðubandalagsins í Reykjavík Fyrsta spilakvöld vetrarins verður haldið kl. 20:30 þriðjudaginn 26. janúar í Miðgarði, Hverfisgötu 105. ABFj Alþýðubandalagið í Kópavogi Þorrablót félagsins verður haldið í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn, 30. janúar Husið verður opnað kl. 19:00 og verður þá boðið upp á lystauka. Blótstjóri verður Sigurður Grétar Guðmundsson. Heimir Pálsson stjórnar fjöldasöng. Hljómsveitin Haukar leikur fyrir dansi. __Miðsala er í Þinghóli miðvikudaginn 27. janúar kl. 17-19 og fimmtudaqinn 28. januar kl. 17-22 og verða þá þorð frá tekin um leið. Miðaverð er aðeins kr. 1.750. Stjórnin Alþýðubandalagið Skagafirði Félagsfundur Fundur í Villa Nova, Sauðárkróki, mánudaginn 25. janúar kl. 20 30 Fundarefni: 1) Félagsstarfið. 2) Fjárhagsáætlun Sauðárkróksbæjar. 3) Önnur mál. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Afmælisundirbúningur Vegna undirbúnings fyrir 30 ára afmæli Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði 5. mars n.k. boðar stjórn fólagsins til fundar í Skálanum, Strandgötu 41, laugardaginn 23. janúar n.k. kl 10.00. Til umræðu verður útgáfa afmælisblaðs félagsins og eru allir þeir sem áhuga hafa á að vinna að útgáfunni eða eru með tillögur um efni og vinnslu hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin Alþýðubandalagið Stjórnmálafundir á Austurlandi Bakkafjörður, opinn fundur með Hjörleifi Guttormssyni, föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Esklfjörður, félagsfundur ABE, föstudaginn 22. janúar kl. 20.30. Fáskrúðsfjörður, aðalfundur Alþýð- ubandafélags Fáskrúðsfjarðar í Verkalýðshúsinu, mánudaginn 25. janúar kl. 20:30. Höfn I Homafirðl, opinn fundur í Miðgarði, þriðjudaginn 26. janúar kl. 20:30. Hjörleifur Gutt ormsson alþing- ismaður heldur áfram ferð um kjördæmið í kom- andi viku, kemur á vinnustaði og verður á fundum sem hér segir: Hjörleifur Breiðdalur, opinn fundur í Staðar- borg, fimmtudaginn 28. janúar kl. 20:30. Reyðarfjörður, aðalfundur Alþýðu- bandalagsfélags Reyðarfjarðar í Verkalýðshúsinu, föstudaginn 29. janúar kl. 20:30. Alþýðubandalaglð - kjördæmisráð Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur (bæjarmálaráði í Lárusarhúsi, mánudaginn 25. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Dagskrá bæjarstjómarfundar þriðjudaginn 26. janúar. 2) Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. Stjórnin Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Lífskjörin - nýjar leiðir í íslenskum stjórnmálum Opinn almennur fundur í Félagsheimili Vestmannaeyja, þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.30. Frummælendur: Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins og Margrét Frímannsdóttir alþm. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur Þingmennirnir Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræða þjóðmálin við félaga og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, miðvikudaqinn 27. janúar kl. 20.30. ATH! Fundurinn verður í sal verkalýðsfélagsins Þórs, Árvirkjahúsinu við Eyra- veg. Mætiðvelogstundvíslega. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn í Þinghóli, Hamraborg 11, mánu- daginn 25. janúar kl. 20.30. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Kópavogskauþstaðar fyrir 1988, önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kóþavogi Morgunkaffi Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og Eggert Gautur Gunnarsson, fulltrúi í félagsmálaráði, verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 23. janúar frá 10-12. Allir velkomnir. Stjórnln Öryggisverðir leita á tveimur japönskum blaðamönnum sem fylgdust með setningunni, en einsog íslenskum kollegum þeirra, var þeim vísað á dyr strax að afloknu setningarávarpi sjávarútvegsráðherra. Löggur í leyni Öflug löggcesla við Borgartún 6 og Hótel Sögu. Leynimakk um stofnun svœðissambanda hvalveiði- þjóða Mjög öflug löggæsla er við Borgartún 6 og Hótel Sögu á með- an að hvalveiðiþjóðirnar þinga. Ráðstefnustaðnum var haldið leyndum fram á síðustu stundu og var leitað að vopnum á blaða- mönnum þegar þeir komu á ráð- stefnustaðinn. Allt í kringum gömlu Rúg- brauðsgerðina mátti sjá fíleflda lögregluþjóna, liggjandi í leyni á bakvið húshom og í anddyrinu tóku óeinkennisklæddir lögreglu- menn á móti gestum og könnuðu skilríki þeirra. Þegar upp var komið var öllum blaðamönnum fyrirskipað að stíga í gegnum vopnaleitarhlið og þá fyrst gátu þeir farið í salinn. Ekki mun hins- vegar hafa verið leitað að vopn- um á ráðstefnugestum. Einsog fram hefur komið þá rikir mikil launung um ráðstefnu- haldið og fengu blaðamenn bara að vera viðstaddir á meðan Hall- dór Ásgrímsson flutti setningará- varp sitt. Síðan var blaða- mönnum vísað út og dyrum lok- að. Nokkuð ljóst er samt að aðal- tilgangur ráðstefnunnar er að kanna hug þessara þjóða til stofn- unnar sérstakra svæðasambanda hvalveiðiþjóða. -Sáf Ljósmyndari Tímans þurfti að ganga í gegnum sérstakt vopnaleitarhlið, einsog tíðkast á flughöfnum. Aldrei að vita nema að úlfur leynist undir sauðargæru Timans. Myndir Sig. ______________VIÐHORF_____________ Fasteignagjöld Alögum mótmælt Opið bréf til bœjarstjórnar í Kópavogi Rcykjavík, 20. janúar 1988 Ég undirritaður, sem er greiðandi fasteignagjalda og íbúi í Kópavogi, fékk um daginn inn- heimtubréf vegna fasteigna- gjalda af íbúð við Furugrund 62. Þegar ég sá seðilinn þá brá mér illilega í brún því við samanburð við gjöld ’87 höfðu þessi gjöld hækkað um ca. 62%. Ég verð að segja að þrátt fyrir að þegnar þessa lands séu ýmsu vanir í hækkunum álaga nú þessa mánuði, þá tekur steininn úr með þessari ósvífnu hækkun fast- eignagjalda hjá bæjarstjóm Kópavogs. Þær skýringar sem forseti bæjarstjórnar gefur til réttlætingar í Alþýðublaðinu eru svo fáránlegar að engu tali tekur - í því sambandi er rétt að benda á að ekki rekur Kópavogur slök- kvilið eða sjúkrahús og til þessa dags hefur varla verið hægt að tala um að í Kópavogi væri sund- laug. Þá er rétt að benda ykkur á, ef þið skylduð ekki vita það, að til skamms tíma var varla hægt að tala um frambærilegt gatnakerfi í bænum. Halldór Bjömsson Ég hefði nú haldið að flokkar sem kenna sig við félagshyggju gengju ekki fremstir í því að hækka álögur á íbúana í slíkum mæli og gert er með þessari hækkun. Ég vii harðlega mótmæla þess- ari ósvífnu hækkun og krefst þess að hún verði tekin til endurskoð- unar til lækkunar álagningunni. Vlrðlngarfyllst, Halldór Björnsson Furugrund 62 Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.