Þjóðviljinn - 22.01.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 22.01.1988, Síða 7
Spuming um stríð eða frið Stjórnvöld í Nicaragua segja bandaríska þingmenn hafa í hendi sér hvort íbúar Mið-Ameríku munu búa við stríð eða frið á nœstu árum Ríkisstjórn Nicaragua kom mönnum í opna skjöldu í gær með því að senda fulltrúa sína tU viðræðna við fuUtrúa Kontraliða f Costa Ricu, mun fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Hún lýsti þvf jafnframt yfir að frekari fjár- framlög Bandarfkjaþings tU rek- sturs málahersins myndi binda enda á alla friðarviðleitni og valda styrjöld í Mið-Amerfku. „Hverskyns fjáraustur, hvort Þjóðarleiðtogarnir sex létu það verða sitt fyrsta verk á fundi sínum í Stokkhólmi að heiðra minningu Olofs Palme. Friðarfrumkvœði úr fimm heimsálfum Krefjast tilraunabanns Þjóðarleiðtogarnir sex krefjastþess að tilraun- ir með kjarnvopn verði bannaðar og skora á Reagan og Gorbatsjov aðfœkka langdrægum kjarnvopnum um helming Leiðtogar sex ríkja bandalags um friðarfrumkvæði í heimin- um kröfðust þess í gær að kjarn- orkuvopnum yrði þegar f stað fækkað um helming og að Sam- einuðu þjóðirnar ættu frum- kvæði að því að blátt bann yrði lagt við tUraunum með slík vopn. Þriðji leiðtogafundur ríkjanna sex hófst í Stokkhólmi í gær með því að fundarmenn heiðruðu minningu Olofs heitins Palmes en hann var einn af stofnendum samtakanna árið 1984. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, lagði blómsveig á gröf Palmes en viðstaddir voru Ingvar Carlsson, eftirmaður Palmes, Miguel de la Madrid, forseti Mexíkó, Julius Nyerere, fyrrum forseti Tanzaníu, Andreas Pap- andreou, forsætisráðherra Grikklands og Dante Caputo, utanríkisráherra Argentínu. Raul Alfonsin forseti átti ekki heimangengt sökum eftirmála dátauppreisnarinnar um síðustu helgi. Síðdegis í gær undirrituðu leiðtogarnir síðan sjö síðna plagg, svonefnda Stokkhólms- yfirlýsingu, sem dreift verður til forystumanna í öllum ríkjum heims. Gestgjafinn Carlsson lét svo ummælt í gær að hann myndi við fyrstu hentugleika beita sér fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar efndu til sérstakrar ráðstefnu í því augnamiði að hanna traust eftirlitskerfi með tilraunabanni. Hann gat þess ennfremur að á næstunni myndu sérfræðingar ríkjanna sex funda í Stokkhólmi um leiðir til þess að koma í veg fyrir að samningsaðilar brytu slíkt bann. í Stokkhólmsyfirlýsingunni er orðum beint að Ronaldi Reagan Bandaríkjaforseta og Míkael Gorbatsjov sovétleiðtoga og hart lagt að þeim að semja um helm- ingsfækkun langdrægra kjarn- vopna sinna fyrir lok júnímán- aðar í ár. í ræðu sinni fórust Carlsson orð á þessa lund: „Það verður að binda enda á kjarnorkuvígbún- aðarkapphlaupið strax! Langd- rægum kjarnvopnum verður að fækka strax! Það verður strax að koma í veg fyrir vígbúnaðar- kapphlaup úti í geimnum!" Gandhi tók í sama streng og kvað brýna nauðsyn bera til að þeir Reagan og Gorbatsjov létu ekki staðar numið eftir gerð samningsins um eyðingu með- aldrægu kjarnflauganna í síðasta mánuði heldur næðu jafnframt samskonar samningum um aðrar gerðir kjamvopna. Reuter/-ks. sem hann verður sagður til hern- aðar ellegar „mannúðarmála" eða hvað sem hann verður nefnd- ur, mun eyða að fullu öllum til- raunum til þess að koma á friði í álfunni og leiða til styrjaldar sem mun geisa hvarvetna í Mið- Ameríku.“ Þetta er tilvitnun í leiðara málgagns ráðamanna í Managua, Barricada, frá því í gær. A sama tíma og það barst til lesenda sinna í gærmorgun bárust þær fréttir frá Hvíta húsinu í Was- hington að Reagan hygðist beita sér fyrir slíkum fjáraustri. Var haft eftir talsmanni Hvíta hússins að forsetinn hygðist fara fram á 50 miljón dala framlag þings til Kontraliða og róa að því öilum árum að þingfulltrúar skelltu ekki skollaeyrum við beiðni sinni því lýðræði og frelsi Vesturheims væri í húfi. í leiðaranum stóð jafnframt: „Afnám fjárstuðnings til Kontra- liðanna er hið eina er tryggt getur framgang friðaráætlunarinnar," en með þessum orðum er vísað til áætlunar miðamerísku forset- anna fimm frá því í ágúst í fyrra en hún aflaði höfuðsmiðnum, Osc- ari Arias frá Costa Ricu, friða- rverðlauna Nóbels. Leiðarahöfundurinn klykkti út með því að staðhæfa að samþykkt frekari fjárframlags til málalið- anna myndi gefa Reagan frjálsar hendur til nánast hvers sem væri í Mið-Ameríku, hugsanlega inn- rásar bandarískra hermanna í Nicaragua. Reuter/-ks. Tveir kampakátir snáðar í Managua, höfuðborg Nicaragua. Það veltur á ákvörðun Bandaríkjaþings um fjáraustur í Kontraliða hvort þeir munu alast upp i friði eða styrjöld. Spánn Sósíalistar þinga Ríkisstjórn Felipes Gonzalezarþykir hafa staðið sig vel í efna- hagsmálum en sœtir ámœli vinstrimannafyrir árangursleysi íbaráttu við atvinnuleysi Spænskir sósíalistar munu þinga í dag og um helgina. Mál málanna á samkundu þeirra verður án efa óánægja vinstri- manna með launastefnu ríkis- stjórnar Felipes Gonzalezar og hið mikla atvinnuleysi í landinu. Sökum þessa tveggja tapaði Só- síalistaflokkurinn um einni milj- ón atkvæða í sveitarstjórnarkjöri í fyrra og hafa forystumenn flokks og rflds legið undir miklu ámæli félaga sinna af vinstri- vængnum. Hafa þeir borið Gonz-t alez á brýn að hafa fórnað sígild- um hugsjónamálum sósíalista í skiptum fyrir huggulegar tölur um hagvöxt og látið spillast af þrásetu við kjötkatla ríkis-jöt- unnar. En sagnir herma að stór hluti spænsku þjóðarinnar sé fjarri því óánægður með núverandi vald- hafa. Frá því Sósíalistaflokkurinn hófst til valda árið 1982 er talið að hætta á upphlaupi valdfíkinna herforingja hafi liðið hjá og heyri nú sögunni til. Hagvöxtur kvað hafa verið um 4,5 af hundraði í fyrra sem er helmingi meira en aðrar aðildarþjóðir Evrópuband- alagsins geta státað af. Stjórnin hefur samið um inngöngu Spánar í Evrópubandalagið, markað skýra stefnu í varnarmálum og hafið þátttöku í allskyns alþjóð- legu stússi. En atvinnuleysið er akkilesar- hæll ríkisstjómarinnar, 21 af hundraði vinnufærra manna mæl- ir götur með hendur í vösum þar syðra. Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað gagrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í málum þessa fólks og segja forystumenn hennar til lítils að ná árangri í efna- hagsmálum ef afraksturinn kem- ur ekki alþýðu manna til góða. Maður er nefndur Nicolas Re- dondo. Hann er leiðtogi verka- lýðssambands sósíalista og átti stóran þátt í því á sínum tíma að Gonzalez var falin forysta flokks- ins. Hann sagði af sér þing- mennsku í fyrra í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjómarinnar í kaupgreiðslu- og eftirlaunamál- um. Hann hefur þrásinnis gert því skóna að hann muni leita samstarfs við verkalýðsfélög kommúnista um andóf gegn ríkis- valdi og atvinnurekendum hristi Gonzalez ekki af sér slyðruorðið og taki af festu á atvinnuleysis- málunum. Þótt fæstir þeirra 862 fulltrúa flokksþingsins sem ráða ráðum sínum um helgina þyki líklegir til þess að beita sér fyrir stefnu- breytingu í ríkisrekstrinum er ljóst að Gonzalez hyggst gera gangskör að því að koma atvinnuleysi fyrir kattamef og auka hlut almennings af vaxandi þjóðarauði. „Það verður líkast því að rita nýja biaðsíðu í sömu bókina,“ sagði blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar, Javier Solana. Reuter/-ks. Föstudagur 22. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.