Þjóðviljinn - 27.01.1988, Side 2
'SPURNINGItrn
Hefurðu borðað hvalkjöt
nýlega?
Þorbergur Ólafsson
auglýsingamaöur:
Já, ég borða hvalkjöt yfirleitt og
finnst það gott. í dag borða ég
hann helst súran með öðrum
þorramat.
Ásta Ingvarsdóttir
tækniteiknari:
Nei. Ég hef aðeins borðað hval-
kjöt einu sinni og fannst það vont.
Síðan þá hef ég látið það vera.
Vilhjálmur Hendriksson
rafeindavirki:
Nei, ekki nýlega. Ég borða hval-
kjöt þegar ég næ í það, því mér
finnst það gott.
Ingíbjörg Þórhallsdóttir
sjúkraliði:
Nei. Ég hef smakkað það, en mér
finnst það vont og ekki fyrir minn
smekk.
Pétur Óli Pétursson
verslunarmaður:
Nei, það hef ég ekki. Þó hef ég
borðað það og finnst það gott. En’
súran hval borða ég um leið og
ég kemst í tæri við hann.
FRÉTTIR
Verðtrygging lána
Myrkviðir vísitalna
Lánsloforð Húsnœðisstjórnar hækka ekki í takt við bankalán
eir sem nú eru að fá greidd út
lán hjá Húsnæðisstjórn hafa
sumir hverjir haft lánsloforð
undir höndum í heilt ár. I mörg-
um tilvikum hafa menn slegið
bankalán út á lánsloforðin og
þurfa að endurgreiða þau nú
ásamt verðbótum samkvæmt
hækkunum á lánskjaravísitölu. Á
biðtímanum hafa veitt lánsloforð
Húsnæðisstjórnar breyst í takt
við byggingarvísitölu en hún hef-
ur ekki hækkað líkt því eins mikið
og lánskjaravísitalan.
Vitað er um mann sem fékk
fyrir tæpu ári loforð um að fyrri
hluti húsnæðisstjórnarláns yrði
greiddur út í febrúar 1988, 603
þúsund krónur sem breytast
skyldu samkvæmt byggingarvísi-
tölu. Honum tókst að slá lán
tryggð með lánskjaravísitölu út á
loforð Húsnæðisstjórnar. í næsta
mánuði fær hann 710 þúsund
króna húsnæðisstjórnarlán en
þarf þá að greiða 741 þúsund
krónur auk vaxta til að greiða
upp bráðabirgðalánið.
Misgengi vísitalna stafar m.a.
af efnahagsaðgerðum ríkisstjórn-
arinnar. Lánskjaravísitalan er
samsett úr framfærsluvísitölu að
tveim þriðju en byggingarvísitölu
að einum þriðja. Framfærslu-
kostnaður hefur rokið upp m.a.
vegna álagningar matarskattsins
en byggingarvísitalan hefur vaxið
hægar og jafnvel lækkað nú í jan-
úar vegna breytinga á tollum og
vörugjaldi. ÓP
Á síðustu árum hefur islenskum kaupskipum fækkað úr 50 í 34 og farmönnum fækkað um 300 en erlendum leiguskipum
stórfjölgaö.
ASÍ
Kaupskip undir fölsku flaggi
Viðskiptaráðherra grípi í taumana. Fjölgun erlendra leiguskipa
stöðvuð. íslenskskip verkefnalaus á sama tíma ogerlendum
leiguskipumfjölgar
Miðstjórn ASÍ skorar á við-
skiptaráðherra að stöðva nú
þegar öll leyfi til gjaldeyrisyfir-
færslu vegna töku erlendra skipa
sem mönnuð eru erlendum sjó-
mönnum og ætluð til reglubund-
inna siglinga að og frá landinu,
segir m.a. í samþykkt miðstjórn-
ar Alþýðusambandsins.
í samþykktinni er bent á að ís-
lensk skipafélög hafi að undan-
förnu tekið á leigu kaupskip með
erlendum áhöfnum og íslensk
kaupskip legið langtímum saman
verkefnalaus í fslenskum höfn-
um.
Á sama tíma og íslenskum
kaupskipum hefur fækkað á síð-
astliðnum árum úr 50 skipum í 34
og farmönnum fækkað um 300,
eru um þessar mundir 12 erlend
leiguskip í reglubundnum sigling-
um fyrir íslensk skipafélög. Þar af
eru 7 skipanna eingöngu mönnuð
útlendingum.
„Miðstjórn ASÍ mótmælir
harðlega gegndarlausum leigu-
tökum erlendra kaupskipa sem
mönnuð eru erlendum sjón-
mönnum. Jafnframt er varað við
þeirri þróun að í vaxandi mæli eru
skip undir svokölluðum „þæg-
indafánum" í rekstri íslenskra
Samkvæmt tölum frá ávana- og
fíkniefnadeild lögreglunnar voru
447 einstaklingar ákærðir fyrir
að flytja inn, dreifa eða neyta
ólöglegra fíkniefna á sl. ári. Árið
1986 voru 380 manns ákærðir
fyrir þessar sömu sakir.
Karlar eru í miklum meirihluta
ákærðra, 366 en 81 kona. Um
kaupskipaútgerða mönnuð ís-
lendingum sem lögskráðir eru er-
lendis. Ljóst er að þess vegna
greiða útgerðarmenn slíkra skipa
ekki það sama í sameiginlega
sjóði og aðrir íslenskir atvinnu-
rekendur."
þriðjungur þeirra sem ákærðir
voru í fyrra höfðu ekki verið
ákærðir áður af ávana- og fíkni-
efnadeildinni.
Flestir þeirra sem ákærðir voru
eru neytendur en 85 voru ákærðir
fyrir dreifingu og 39 fyrir inn-’*
flutning. Þeir yngstu sem ákærðir
voru eru 15 ára en flestir ákærðu
eru á aldrinum 20-30 ára.
Kvenréttindafélagið
Sérstakar
aðgerðir í
þágu kvenna
Afmœlisfundur á Litlu-
Brekku í kvöld
Sérstakar aðgerðir í þágu
kvenna - hvernig má nýta 3. grein
jafnréttislaganna? nefnist erindi
sem Vilborg Harðardóttir blaða-
maður flytur á afmælisfundi
Kvenréttindafélagsins á veitinga-
húsinu Litlu-Brekku í kvöld.
Fundurinn hefst kl. 19.30 með
borðhaldi og er sérstaklega hald-
inn í tilefni 81 árs afmælis félags-
ins. í 3. grein jafnréttislaganna,
sem Vilborg ætlar að fjalla um, er
heimild til að framkvæma sér-
stakar aðgerðir í þágu kvenna til
að bæta stöðu þeirra t.d. við
stöðuveitingar, nefndastörf o. fl.
Að loknu framsöguerindi
verða almennar umræður sem
Lára V. Júlíusdóttir formaður
félagsins stýrir. Félagsmenn eru
hvattir til að mæta og tilkynna
þátttöku á skrifstofu félagsins.
Fiskeldi
Söluskaftti
mótmælt
Stjórn Landssambands fískeld-
is- og hafbeitarstöðva hefur harð-
lega mótmælt álagningu 25%
söluskatts á vatnafíska, lax og si-
lung á sama tíma og 10% sölu-
skattur er lagður á annan neyslu-
físk.
Segja fiskeldismenn að með
þessari skattlagningu sé vegið að
ört vaxandi atvinnugrein og að
stórlega hafi nú dregið úr
kaupum almennings á laxi og sil-
ungi.
- Það er því verulegt áhyggju-
efni að á tímum umræðna um
heilbrigt mataræði skuli vatna-
fiskar vera skattlagðir sem um
lúxusvöru væri að ræða, segja fi-
skeldismenn og skora á
stjórnvöld að lækka söluskattinn
í það minnsta niður í 10%.
-Ig-
Fíkniefni
Um 450 ákærðir
Sífellt fleiri ákœrðir en fœrri nýliðar
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 27. janúar 1988