Þjóðviljinn - 27.01.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Svo bregðast krosstré, sem
önnur tré. Tveir ágætir vinir mín-
ir, sem ég hef síst viljað væna um
ótryggð við málstað og baráttu
herstöðvaandstæðinga - og Al-
þýðubandalagsins undir kjörorð-
inu ísland úr Nató, herinn burt! -
hafa látið í sér heyra með furðan-
legum hætti á síðum Þjóðviljans.
Hér á ég við þá Svavar Gestsson
og Ólaf Gíslason.
Um áramótin birtir Þjóðviljinn
viðtal við Svavar, þá nýkominn
frá Ameríku, þar sem hann með-
al annars þáði kaffiboð hjá Nató.
Þar sagði hann gestgjöfum að ef
við réðum, Allaballar, þá gengi
ísland úr Nató, og létum herinn
fara, en gaf í skyn að þeir fengju
góðan tíma til að pakka niður.
Ekki veit ég hvað sú kurteisi á að
þýða. Því ekki að segja að þeir
yrðu að hypja sig um hæl.
Síðan fer Svavar minn blessað-
ur að bollaleggja um nánara sam-
starf og samstöðu við Vestur-
Evrópu. Ætli við yrðum ekki að
vera áfram í Nató og helst að
ganga í EBE, ef við ættum að
komast í kompaní við þann fúla
kratisma í bland við frjálshyggu-
óskapnað járnkerlingarinnar í
Bretlandi? Er ekki þeim löndum
stjórnað eftir frjálshyggjuboð-
orðunum bandarísku, þar sem líf
og dauði ráðast fyrst og fremst af
spákaupmennsku kauphallanna,
það er að segja í þágu pening-
anna, ekki fólksins?
Og hverjir draga eins lappirn-
ar, þegar risaveldin eru að stíga
fyrstu skrefin til afvopnunar, og
ráðamenn Vestur-Evrópu? Hver
er meiri kjarnorkuskelfir í dag en
Mitterrand Frakklands-krati,
sem svífst einskis í kjarnorkuvíg-
Skammdegisrutl
Þorgrímur Starri Björgvinsson skrifar
búnaði? Á meðan almenningur
þessara landa knýr ekki sína
valdsmenn til gagngerðrar stefn-
ubreytingar, situr síst á okkur í
Alþýðubandalaginu að reyna að
Auðvitað ber okkur íslending-
um að styðja alla friðar- og af-
vopnunarveiðleitni, nema hvað?
Því aðeins verðum við trúverðug-
ir í þeirri baráttu, því aðeins
greinda kjörorð okkar er ekki
innantómt slagorð, það er stefnu-
markandi, inntak okkar friðar-
baráttu. Því verður ekki breytt!
Grein Ólafs Gíslasonar, með
yyÆtli við yrðum ekki að vera áfram í
NA TÓ og helst að ganga í EBE, efvið
œttum að komast í kompaní við þann
fúla kratisma í bland viðfrjálshyggju-
óskapnað járnkerlingarinnar
í Bretlandi?“
troðast inn í það kompaní. Þegar
sú stórpólitíska breyting hefur átt
sér stað horfir málið öðruvísi við.
Vonandi verður sú þróun ör,
sem von mannkyns er bundin við
í dag, að þjóðir heims fari að ræð-
ast við um sín samskipti, án
kjarnorkuógnunar og annarrar
hernaðarhótunar. Þá væri hugs-
anlegt að hér á landi yrði eins-
konar lögreglustöð frá SÞ til að
hirða glæpamenn sem væru
staðnir að hernaðarbrölti hér á
norðurslóðum.
leyfist okkur að opna kjaft á þeirn
vettvangi, liggur mér við að
segja, að við innum af hendi það
mikilverða hlutverk í þágu friðar
og afvopnunar sem nærtækast er,
sem okkur ber skylda til, að reka
hermenn og herstöð úr landi og
egja skilið við hernaðarbandalag,
semsagt, ísland úr Nató! Herinn
burt! Þá fyrst getum við með
góðri samvisku rætt við almenn-
ing í Evrópu og leitað samstarfs,
gert kröfu til þess að á okkur sé
hlustað. Fyrr ekki. Þetta til-
yfirskriftinni: ísland úr Nató!
Herinn burt! Hvað svo? skal ég
ekki vera langorður um. Það hafa
aðrir tekið piltinn í karphúsið
fyrir það rugl, og er það vel.
Við ykkur báða, kæru félagar,
vil ég að lokum segja þetta: Ég vil
leita góðgjörnustu leiða til að
finna skýringar á þessum óheppi-
legu skrifum ykkar urn þessi
mikilsverðu mál, skrifum, sem nú
í kvöld hafa verið gerð skil af
fjandmönnum okkar í Ríkisút-
varpinu, þar sem matreidd eru
ykkar orð á þann veg að Alþýðu-
bandalagið sé endanlega búið að
leggja fyrir róða andstöðu við
hersetu og Natóaðild. Sáuð þið
þetta ekki fyrir? Gerið þið ykkur
ekki grein fyrir afleiðingunum?
Hvað ætlið þið nú að gera?
Auðvitað náðu þeir svo að hafa
samband við nýja formanninn,
Ólaf Ragnar, þar sem hann var
santþykkur vitleysunni. Nema
hvað?
Og nú kemur mín góðgjarna
skýring á ykkar glappaskoti, sem
þið eigið áreiðaniega eftir að sjá
eftir. Þótt síðar verði. Ég hef per-
sónulega reynslu af því, og það
hafa fleiri, hversu ntikið andlegt
álag íslenska skammdegið er,
meira segja hverjum andlega
heilbrigðum manni. Jafnt í
draumum, sem í vöku sækir þá
oft á hugann alls konar rugl,
meiri og minni hringavitleysa,
sem ég vil kalla skammdegisrutl.
Við þessu er ekkert að segja,
bara taka því, þetta lagast líka
með hækkandi sól. Aðeins eitt
ber að varast, og það er það að
segja engurn lifandi rnanni frá
þessu skammdegisrutli liugans,
hvað þá láta slíkt á þrykk út
ganga. En það var nú einmitt
ykkar yfirsjón, hitt var ykkur ó-
sjálfrátt, svo sem mér og öðrum.
Svo óska ég ykkur gleðilegs
árs, og vona að með hækkandi
sól, helst í „nóttlausri voraldar-
veröld“, megum við hittast og
ræðast við og þá muni heiðríkja
hugans verða slík, að skammdeg-
isrutl komist þar hvergi að.
21. jan. '1988
Starri í Garði
ísafjarðarsamningurinn er ótækur
Hann var kampagleiður fjár-
málaráðherrann að kvöldi 25.
janúar:
Góðar fréttir úr Aþýðuhúsinu á
ísafirði!
Það virtist ekki fara á milli mála
hvernig línur liggja: Að loknum
fréttum af ísafjarðarsamningi og
viðtali við Pétur Sigurðsson for-
mann Alþýðusambands Vestf-
jarða var hringt í Jón Baldvin og
síðan skýrt frá því að næsta dag
hæfist Karl Steinar handa í Kefla-
vík.
Frá áramótum hafa kjara-
samningar ASÍ-félaga verið
lausir og lítið gerst annað en hug-
myndir innan VMSÍ um skamm-
tímasamning sem engan vanda
leysir. Rökin fyrir skammtíma-
samningi eru þau að fólk er á
hvínandi kúpunni sérstaklega
eftir nýjustu álögur stjórnvalda.
En verður ástandið betra þegar
skammtímasamningur rennur
út? Matarskatturinn kom ekki
einsog þruma úr heiðskíru lofti.
Hluti hans kom til framkvæmda
þegar í ágúst og það lá ljóst fyrir
að hann legðist á af fullum þunga
um áramót, nema því aðeins að
verkalýðshreyfingin risi upp
fyrirfram og beitti samtakamætti
sínum tilað hindra skattlagning-
una.
Það lá einnig ljóst fyrir að
samningar rynnu út um áramót.
Skammtímasamningur er því að-
eins tilraun duglausrar forystu að
kaupa sér frest uppá von og óvon.
Samningur
Sóknar
Sókn reið á vaðið með kjara-
samningi sem samþykktur var
naumlega á félagsfundi þann 21.
janúar, gildistími er til næstu ára-
móta. í samningnum eru endur-
skoðunarákvæði á launalið með
tilvísun til ákvæða um endur-
skoðun BSRB-samninga.
Kjarasamningur Sóknar tekur
fyrst og fremst til leiðréttinga á
síðasta samningi varðandi starfs-
aldurshækkanir og auknar
greiðslur fyrir námskeið sem
Birna Þórðardóttir skrifar
Sóknarfélagar fara á. Hann er því
ekki leiðandi á nokkurn hátt fyrir
önnur verkalýðsfélög.
ísafjarðar-
samningurinn
Og nú hafa Vestfirðingar skrif-
að undir samning, sem ef til vill
Pétri Sigurðssyni að Vestfirðing-
ar hafi ekki tekið þátt í því „upp-
boði á kjarakröfum“ sem oft hafi
átt sér stað. Það hefur greinilega
verið leiðarljós Vestfirðinga og
gefur lítil fyrirheit um það, að
ætlað sé að minnka hlut
ákvæðishlutar í fiskvinnslu.
I fjórða lagi eru engin verð-
Lægstu taxtar ASÍ-félaga eru
um 30 þúsund kr. á mánuði og
ekki eru laun BSRB-félaga hærri.
Eftir þessum töxtum fá stórir
hópar launafólks greidd laun,
auk þess sem ýmsar bætur al-
mannatrygginga taka mið af
þeim. Eftir nýgerðan kjarasamn-
ing Sóknar er obbinn af félags-
„Óverðtryggðirláglaunasamningar
einsog ísafjarðarsamningurinn þýða
aðeins að launabilið mun enn aukast.
Þaufélögsem möguleika og aðstöðu
hafa munu semjafyrir sig einsog síðustu
ár en taxtafólkið situr eftir og verkalýðs-
hreyfingin heldur áfram
að molna sundur“
verður búið að þræla í gegnum
samþykktir félagsfunda þegar
þetta birtist. ísafjarðarsamning-
urinn á að gilda út árið og felst í
honum eftirfarandi:
/ fyrsta lagi: er haldið áfram að
brjóta upp bónuskerfið og er ekki
nema gott eitt um það að segja,
leiði það til þess að þetta slítandi
vinnufyrirkomulag verði afnum-
ið. Af fyrstu fréttum var útfærsl-
an hinsvegar ekki ljós.
/ öðru lagi er um að ræða
leiðréttingu á síðasta kjarasamn-
ingi hvað varðar starfsaldurs-
hækkanir og námskeiðsálög. Að
því leyti sver fsafjarðarsamning-
urinn sig í ætt við samning Sókn-
ar.
íþriðja lagi felur samningurinn
í sér grunnkaupshækkun - kr.
1500 á mánuði frá áramótum og
tvær áfangahækkanir, 1. apríl 3%
og 1. ágúst 2,5%. í Þjóðviljanum
þann 20. janúar var haft eftir
tryggingaákvæði í samning-
unum.
ífimmta lagi eru óljós fyrirheit
um hækkun skattleysismarka
uppí 44-45 þúsund kr. frá 42 þús-
und nú. En vel að merkja þetta
óljósa ákvæði mun því aðeins
koma til hugsanlegrar fram-
kvæmdar að samningurinn verði
leiðandi fyrir öll ASÍ-félög sem
eiga ósamið.
Síðustu þrjú atriðin gera það
að verkum að ísafjarðarsamning-
urinn er ótækur.
Tvennt
varðar mestu
Tvennt varðar launafólk mestu
nú. Annarsvegar að tryggja
öllum dagvinnulaun sem nægi til
framfærslu og hinsvegar að knýja
fram óskerta vísitölutryggingu
launa.
mönnum með dagvinnulaun á
bilinu 36-42 þúsuns krónur.
Það segir sig sjálft að 1500 kr.
launahækkun á mánuði hefur
ekkert að segja til leiðréttingar á
þessum launum. Hækkuð skatt-
leysismörk skipta engu fyrir þau
sem hafa laun þar fyrir neðar. en
eru einungis ávísun á aukna
vinnuþrælkun með auka- og yfir-
vinnu. Á hinn bóginn er útí hött
að greidd séu lægri laun en skatt-
leysismörk segja til um, sama
gildir um tryggingabætur, náms-
lán og aðrar tekjur sem fólki er
ætlað að lifa af. Krafa Hlífar um
42 þúsund króna lágmarkslaun er
rökrétt frá því sjónarmiði.
Allt frá kjararáninu 1983 hefur
launafólk búið við meira og
minna óverðtryggða samninga og
satt best að segja hélt ég að
verkalýðshreyfingin hefði lært
sína lexíu.
Óskertar vísitölubætur á laun
eru ekkert annað en trygging þess
að kjarasamningar haldi út samn-
ingstíma. Vísitölubætur á laun
eru til að leiðrétta laun til sam-
ræmis við hækkanir sem þegar
hafa orðið á verði annarrar vöru
og þjónustu. Það sem heitast
brennur á launafólki núna er ein-
mitt að allar hækkanir, matar-
skattur og aðrar álögur, ganga
yfir óbættar.
Óverðtryggðir láglaunasamn-
ingar einsog ísafjarðarsamning-
urinn þýða aðeins að launabilið
mun enn aukast. Þau félög sem
möguleika og aðstöðu hafa munu
semja fyrir sig einsog síðustu ár
en taxtafólkið situr eftir og verka-
lýðshreyfingin heldur áfram að
molna sundur.
Hótanir ríkisvaldsins um
aukna verðbólgu fái verkafólk
lífvænleg laun eru enn frekari
ástæða til að láta hvergi deigan
síga.
Það er auðvelt að minnka verð-
bólgu með því að hætta að greiða
fólki laun, en ástæður verðbólg-
unnar liggja ekki í launaumslög-
um verkafólks.
Þjóðarsáttarvellingurinn að
vestan seður einskis manns hung-
ur nema e.t.v. fjármálaráðherra
sem mesta ábyrgð ber á matar-
skattinum.
Samstöðu þarf
Vegna þessa má ísafjarðar-
samningurinn ekki ná fram að
ganga. Mestu varðar r.ð ná víð-
tækri samstöðu um baráttu til að
knýja fram viðunandi dagvinnu-
laun og fulla verðtryggingu
launa.
Slík samstaða má ekki ein-
• skorðast við ASÍ og nægir að
minna á að kennarar eru með
lausa samninga frá 1. febrúar. En
það er alveg ljóst að samstaða
næst ekki nema verkalýðsforkólf-
arnir verði reknir áfram og þá er
komið að okkur öllum.
Birna Þórðardóttir er læknaritari,
starfar í Samtökum kvenna á vinn-
umarkaði, er t framkvæmdastjórn
Alþýðubandalagsins.
Miðvikudagur 27. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5