Þjóðviljinn - 27.01.1988, Síða 6
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið
Ólafsvík
Steingrímur J. Sigfússon og
Skúli Alexandersson veröa á
fundi í Mettubúð fimmtudags-
kvöldið 28. janúar. Fundurinn
hefst kl. 20:30.
Allir velkomnir Stjórnln
Skúli
Steingríi
rimur
Alþýðubandalagið Akureyri
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur í Lárusarhúsi, mánudaginn 1. febrúar, kl. 20.30.
Dagskrá: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar 2. febrúar. 2) Fjárhagsáætlun
Akureyrarbæjar.
Stjórnin
Alþýðubandalagið
Stjórnmálafundir
á Austurlandi
Brelðdalur, opinn fundur í Staðar-
borg, fimmtudaginn 28. janúar kl.
20:30.
Hjörleifur Gutt-
ormsson alþing-
ismaður heldur
áfram ferð um
kjördæmið, kemur
á vinnustaði og
verður á fundum
sem hér segir:
Reyðarfjörður, aðalfundur Alþýðu-
bandalagsfélags Reyðarfjarðar í
Verkalýðshúsinu, föstudaginn 29.
janúar kl. 20:30.
Alþýðubandalagið
- kjördæmisráð
Alþýóubandalagið
í Kópavogi
Þorrablót
fólagsins verður haldið í Þing-
hóli, Hamraborg 11, laugardag-
inn 30. janúar. Húsið verður
opnað kl. 19.00 og verður þá
boðið upp á lystauka. Blótstjóri
verður Sigurður Grétar Guð-
mundsson. Heimir Pálsson
stjórnar fjöldasöng. Hljómsveit-
in Haukar leikur fyrir dansi.
Miðasala er í Þinghóli miðvikudaginn 27. janúar kl. 17-19 og fimmtudaginn
28. janúar kl. 17-22 og verða þá borð frátekin um leið. Miðaverð er aðeins
kr. 1.750.- Stjórnin.
pplpf}^ ^ jr
m,'
Heimlr
Sigurður
Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis
Almennur félagsfundur
Þingmennirnir Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræða
þjóðmálin við félaga og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, miðvikudaginn
27. janúar kl. 20.30.
ATH! Fundurinn verður í sal verkalýðsfólagsins Þórs, Árvirkjahúsinu við Eyra-
veg.
Mætiðvelogstundvíslega. Stjórnin
ÆSKULÝÐSFYLKENGIN
Æskulýðsfylkingin
Stjórnarfundur
Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldinn á ísafirði dagana
28. janúar til 1. febrúar. Dagskrá verður auglýst síðar. Atkvæðisrétt á
stjórnarfundum ÆFAB eiga framkvæmdaráðsmeðlimir ÆF, auk eins full-
trúa frá hverri deild. Rótt til setu á stjórnarfundi eiga allir meðlimir ÆFAB og
gestir þeirra.
Félagsfundur í ÆFAH verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.00.
Allir velkomnir.
SKÁK_______________
Jóhann
heldur forystunni
Jafntefli eftir einn leik í biðskákinni. Short ogJúsúpov
sigurvœnlegir
Þótt aðeins tvær skákir hafl
verið tefldar á áskorendamótinu í
Saint John í Kanada eru iínur
þegar farnar að skýrast í nokkr-
um einvígjanna. Englendingur-
inn Nigel Short virðist ekki ætla
að bregðast vonum landa sinna,
hann hefur unnið báðar skákir
sínar við Ungverjann Gyula Sax,
og má teljast öruggur um sigur.
Short er yngsti keppandinn í Sa-
int John, aðeins 22 ára gamali, og
sjá margir í honum líklegan
áskoranda Garys Kasparovs.
HELGI ÓLAFSSON
SKRIFAR FRÁ
ST. JOHN
Enn er ekki gott að segja til um
það hvernig Jóhanni Hjartarsyni
reiðir af í einvíginu við Kortc-
hnoi, en taflmennskan hingað til
lofar góðu, þótt hann hafi teygt 8
sig heldur of langt í annarri skák- 7
inni.
Kortchnoi fékk mjög þægilega o
stöðu úr byrjuninni, en Jóhanni -
tókst með nákvæmri taflmennsku
að jafna taflið og náði síðan smátt 4
og smátt betri stöðu. Hann missti
svo af vænlegri leið í tímahrak-
inu, en jafnteflið varð reyndin
eftir einn leik í biðskákinni. Þótt
Kortchnoi hafi hafnað jafnteflis-
tilboði Jóhanns í fyrradag bauð
hann það sjálfur í gær. (62. leikur
Kortchnois var Kb5, Jóhann
svaraði með Be3, - og hvítur finn-
ur enga leið.) Jóhann hefur nú
hvítt gegn Kortchnoi í þriðju ein-
vígisskákinni í kvöld.
Hollendingurinn Jan Timman
hefur teflt fremur ósannfærandi í
einvígi sínu við Sovétmanninn
Valery Salov. Báðum skákunum
hefur lokið með jafntefli, en þar
hefur verið fátt um fína drætti.
Artúr Júsúpov hefur hinsvegar
teflt af miklu öryggi gegn landa
sínum Jan Ehlvest, og er greini-
lega sterkari en hinn tiltölulega
óreyndi Eistlendingur. Júsúpov
vann fyrstu skákina, og var ná-
lægt sigri í annarri skákinni.
Þá hefur orðið jafntefli í báð-
um skákum Vaganjans frá Sovét-
ríkjunum og Ungverjans Lajos
Portisch, og er einsog hvorugur
þori að taka mikla áhættu í þessu
einvígi.
Hinn sovéski Andrei Sokolov
vann öruggan sigur gegn heima-
manninum Kevin Spraggett í
annarri skákinni, en Spraggett
var einsog Sax talinn „dæmdur
maður“ í þessari keppni.
í>á vakti athygli að Englend-
ingurínn Speelman náði forystu í
einvígi sínu við Yasser Seirawan
frá Bandaríkjunum þrátt fyrir að
hafa klúðrað yfirburðastöðu í
fyrstu skákinni.
Það hefur komið fram að að-
stæður eru til fyrirmyndar hér í
Saint John, - nema að einu leyti.
Friðrik Ólafsson vakti máls á því
þegar mikið tímahrak var yfirvof-
andi á fjðrum borðum að júgó-
slavneski stórmeistarinn Gligoric
var eini dómarinn sem var ná-
lægur. Þá hékk sýningartjaldið
fyrir ofan þá Jóhann og Kortc-
hnoi hálfskakkt uppi, þannig að
fyrsta reitaröðin hvarf alveg af
borðinu, og einnig tímaskráning
og leikj afjöldi.
Nóg um það. Hér kemur skák
þeirra Sax og Shorts úr annarri
umferð.
Hvítt: Guyla Sax
Svart: Nigel Short
Spænskur leikur
1. e4 e5
2. RÍ3 Rcó
3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Be7
6. Hel b5
7. Bb3 d6
8. c3 0-0
9. h3 Bb7
10. d4 He8
11. a4 h6
12. Rbd2 Bf8
13. Bc2 exd4
14. cxd4 Rb4
15. Bbl c5
16. d5 Rd7
17. Ha3 c4
18. axb5 axb5
19. Rd4 Hxa3
20. bxa3 Rd3
21. Bxd3 cxd3
a b c d e f g r •
Ég hef farið hratt yfir sögu.
Þessi staða kom upp í 14. einvíg-
isskák Kasparovs og Karpovs í
þriðja einvígi þeirra. Kasparov
vann eftir harða baráttu, en það
var ekki útá byrjunina. Fyrir ól-
ympíumótið í Dubai 1986 var
leikurinn 22. He3 tekinn til at-
hugunar en síðar beitti Jón L.
Árnason honum með árangri á
skákmóti í ísrael. Sax fer að ráði
hans en missir fljótlega þráðinn.
22. He3 Re5
23. Rxb5?
Þetta er ekki góður leikur. Við
litum aðeins á 23. Db3, sem færir
hvítum heldur betri möguleika.
23. ... Da5
24. Rd4 1X3!
Svarta drottningin og peðið á
d3 vinna feiknalega vel saman og
bæta fyllilega upp óverulegt lið-
stap svarts.
25. R2b3 Ba6
26. Bd2 Db2
27. Bb4 g6
28. f4?!
Vafasamur leikur. Sax var
einsog venjulega kominn í mikið
tímahrak, en hann ætti að vita að
opnun stöðunnar þjónar aðeins
hagsmunum svarts.
28. ... Rc4
29. Hxd3 Hxe4
30. Df3 He8
31. Kh2 Bg7
32. Rc6 De2
33. Rbd4 Dxf3
34. Hxf3 He4
35. Rb3 He2
36. Rcd4 He4
37. Rc6 He2
38. Kg3??
Þessi hrikalegi afleikur á víst
að heita vinningstilraun af hálfu
Sax. Hann gat endurtekið leiki og
sett stefnuna á jafntefli þótt Short
geti í raun og veru teflt áfram. En
í einni hendingu nær Englending-
urinn nú vinningsstöðu.
38. ... Re3
39. h4 Hxg2+
40. Kh3 Bc8+
Sax sást yfir þennan einfalda
leik. Nú er staða hans vonlaus.
41. f5 Bxf5+
42. Hxf5 gxf5
43. Bxd6 Hb2
44. Re7+ Kh7
45. Rc5 Bf6
- og Sax gafst upp.
Nigel Short hinn enski, einn líklegra áskorenda.
6 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN Miðvlkudagur 27. janúar 1988