Þjóðviljinn - 27.01.1988, Page 11
ERLENPAR FRETTIR
ísrael og herteknu svœðin
Berja bamshafandi konur
JassírArafatsegir27palestínskar konur hafa misstfóstur eftir barsmíðar ísraelsdáta.
Rabin sœtir æ meiri gagnrýni, jafnt innanlands sem utan
fsraelskur dáti mundar vopn sín frammi fyrir palestínskum ungmennum á Gazasvæðinu.
Varnarmálaráðherra ísraels
sætir æ meiri gagnrýni innan-
lands og utan fyrir barsmíða-
stefnu sína gagnvart Palestínu-
mönnum á herteknu svæðunum.
Engu að síður virðist hann ekki
ætla að iáta segjast og ísraelskir
dátar halda uppteknum hætti við
misþyrmingar á vesturbakkanum
og Gazasvæðinu. Ríkisstjórnir
ýmissa arabalanda reyna að
vinna hugmyndum um friðar-
stefnu um málefni Mið-
Austurlanda fylgi á ný. ísraels-
stjórn hyggst reka fimm Palest-
ínumenn úr landi til viðbótar við
þá sem áður hafa verið reknir frá
heimkynnum sínum á Gazasvæð-
inu þótt ríki heims hafi fordæmt
slíkar lögleysur.
Jassír Arafat, leiðtogi Frelsis-
samtaka Palestínumanna sagði á
blaðamannafundi í Túnis í gær að
hann hefði sannanir fyrir því að
ísraelskir hermenn hefðu barið
27 barnshafandi palestínskar
konur og orsakað fósturlát af yf-
irlögðu ráði. „Það er hin nýja
stefna ísraelskra ráðamanna að
drepa palestínsk börn meðan þau
eru enn í móðurkviði,“ sagði
Arafat.
ísraelskir embættismenn við-
urkenndu í gær að barsmíðunum
væri ekki síður ætlað að „skjóta
palestínskum ungmennum skelk í
bringu“ en koma á friði og spekt á
herteknu svæðunum. En arabísk-
ir íbúar Gaza og vesturbakka Jór-
danár segja það vopn gersamlega
hafa snúist í höndum ísraels-
manna. „Nú er svo komið að eng-
inn óttast lengur ísraelska dáta,“
skrifar palestínski blaðamaður-
inn Awad Abdel Fattah,
„mótmælendur hugsa fyrst og
fremst um máistað sinn og láta
ekki kúga sig til hlýðni með byss-
ukúlum og bareflum."
ísraelskir hermenn skutu og
særðu ungan Palestínumann í
bænum Jenín á vesturbakka Jór-
danár í gær. Þrír Palestínumenn
sem liggja á sjúkrahúsinu í Ram-
allah með mjög slæma áverka
eftir barsmíðar, meðal annars
beinbrot í andliti, greindu frétta-
manni Reuters frá því í gær að
ísraelskir dátar hefðu ruðst inná
heimili þeirra á mánudaginn,
flutt þá á afvikinn stað og barið
þá látlaust alla aðfaranótt þriðju-
dags.
Yitzhak Rabín var gagnrýndur
harðlega af vinstrisinnuðum
þingmönnum í gær sem segjast
hafa í höndunum sannanir fýrir
gegndarlausum fantaskap bar-
smíðaglaðra dáta hans. Hann
hefur ennfremur sætt gagnrýni
erlendis frá, til dæmis frá banda-
rískum gyðingum.
Ríkisstjómir ýmissa araba-
landa, svo sem Egyptalands og
Jórdaníu, reyna nú að vinna hug-
myndinni um alþjóðlega ráð-
stefnu um frið £ Mið-Austurlönd-
um fylgi meðal ríkisstjórna á
Vesturlöndum og í Páfagarði.
Hosni Mubarak Egyptalandsfor-
seti hefur gert víðreist að undan-
förnu og kom til Bandaríkjanna í
gær. Ráðgert er að bæði hann og
Hussein Jórdaníukóngur eigi
fund með Jóhannesi Páli páfa á
næstunni. Munu þeir leggja mjög
hart að honum að vinna að fram-
gangi friðarfundarins.
Reuter/-ks.
Bangladesh
Verkfall númer 20
Mikil þátttaka var í tuttugasta allsherjarverkfalli
stjórnarandstœðinga til höfuðs Ershadforseta
Oeirðalögregla Hossains Mo-
hammads Ershads forseta
Bangladesh slóst við stjórnar-
andstæðinga í gær en þeir skipu-
lögðu daglangt verkfall sem virð-
ist hafa tekist með ágætum, að
minnsta kosti voru samgöngur og
hverskyns viðskipti í ólestri af
völdum þess. Að sögn forystu-
manna stjórnarandstöðuflokka
slösuðust að minnsta kosti 100
manns í átökunum í gær. Lög-
regluyfirvöld tjáðu frétta-
mönnum að 45 einstaklingar
hefðu verið teknir höndum fyrir
að reyna að vera með uppsteyt.
reglu við háskóla borgarinnar.
I Chittagong Iögðu um 25 þús-
und hafnarverkamenn niður
vinnu í gær og víða slógust verk-
fallsmenn við kylfubera Ershads.
Að sögn hinna síðarnefndu munu
50 manns hafa slasast þar í bæ.
Hasina var í gærkveldi hæst-
ánægð með þátttöku alþýðu
manna í verkfallinu. Sagði hún
eins gott fyrir Ershad að segja af
sér þegar í stað þar eð ella kynni
honum að verða sparkað frá
völdum á næstunni.
Reuter/-ks.
Lögreglumenn í Dakka lumbra á stjórnarandstæðingi. Enn þráast Ershad við
að segja af sér.
Spánn/Nicaragua
Ortega leggur land undir fót
Hyggst vinna stjórnir Spánar, Páfagarðs, Ítalíu og Svíþjóðar til liðs
við friðarstarfí Mið-A meríku
Verkfallið í gær var hið tuttug-
asta í röð slíkra frá því breiðfylk-
ing stjórnarandstöðuflokka sagði
Ershad forseta stríð á hendur í
nóvember í fyrra. Sem kunnugt
er vilja stjórnarandstæðingar að
Ershad segi af sér þegar í stað
enda hafi hann komist í embættið
með bolabrögðum og helberri
fúlmennsku árið 1982.
Ákvörðunin um verkfallið í
gær var tekin eftir að 17 stjórnar-
andstæðingar voru skotnir til
bana í hafnarbænum Chittagong
á sunnudaginn. Peir höfðu safn-
ast saman á fjölförnum stað til að
hlýða á mál leiðtoga Awami-
bandalagsins, Sheikh Hasinu,
sem þar var á ferð.
Lögregluyfirvöld og embættis-
menn kváðu banka og verslanir
hafa verið lokuð um land allt í
gær og samgöngur í algeru lág-
marki.
Yfirvöld í Dakka, höfuðborg
Bangladesh, kváðu verkfallið
hafa farið friðsamlega fram í gær
utan hvað eitthvað kastaðist í
kekki milli námsmanna og lög-
Vel var tekið á móti Daníel Or-
tega, forseta Nicaragua, á
Barajas flugvelli í Madríd í gær
en för hans þangað er liður í bar-
áttuherferð fyrir auknum stuðn-
ingi Evrópuríkja við friðaráform
í Mið-Ameríku.
Blaðamenn fengu ekki að
koma nærri Ortega á flugvellin-
um og öryggisgæsla var í há-
marki. Hann mun dvelja á Spáni í
tvo daga en þvínæst er ferðinni
heitið til Ítalíu, þá Páfagarðs og
loks verður hann gestur Svía.
Talsmenn spænsku ríkisstjórn-
arinnar sögðu að heimsókn Or-
tegas hefði átt sér skamman að-
draganda og hefði hann sjálfur
átt frumkvæði að henni. Létu
þeir þess ennfremur getið að Fel-
ipe Gonzalez forsætisráðherra
myndi ræða ítarlega við forsetann
um stöðu mála í Mið-Ameríku og
hygðist gera allt sem í hans valdi
stæði til þess að stuðla að friði í
álfunni.
Ortega ræddi við spænska fjöl-
miðlamenn nokkru eftir komu
sína til Madríd í gær og ítrekaði
fyrri ummæli sín um að nú stæðu
þjóðir Mið-Ameríku á tíma-
mótum, héðanífrá yrði annað
tveggja unnið af heilindum að
friði ellegar að styrjaldarbál
blossaði upp fyrir tilstuðlan
Bandaríkjastjórnar og erindreka
hennar. Hann kvaðst ennfremur
Vera þeirrar skoðunar að Spán-
verjar og aðrar Evrópuþjóðir
ættu að eiga hlutdeild í þróun álf-
unnar og ljá friðaráætlun forseta
fimm ríkja á þessum slóðum
heilshugar og virkan stuðning.
Ákvörðunin um för Ortegas til
Evrópu var tekin í Managua
skömmu eftir að Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti Iét það boð út
ganga að hann hygðist af öllum
mætti reyna að fá bandaríska
þingið til að samþykkja viðbótar
fjárframlög til málaliða sinna í
Mið-Ameríku, svonefndra
Kontraliða. Ríkisstjórn Nicarag-
ua kveður slíkan fjáraustur ein-
ungis leiða til frekari átaka á
svæðinu og grafa undan friðar-
áætlun forsetanna fimm en í
henni er skýrt tekið fram að ríkis-
stjórnum sé bannað að hygla
uppreisnarhópum utan landa-
mæra ríkja sinna. Reuter/-ks.
Ítalía
Goría fer
gálgafrest
Einhverra hluta vegna
hlaut hin ósamstœða
ríkisstjórn Ítalíu
traustsyfirlýsingu
þingsins
Hin sex mánaða gamla ríkis-
stjórn Giovannis Gorias hélt velli
þegar tvívegis voru greidd at-
kvæði um trauststillögu á hana á
ítalska þinginu á mánudagskvöld-
ið. Engu að síður er talið að for-
sætisráðherrann eigi mikið og
vandasamt verk fyrir höndum að
sigla ljárlögum gegnum óstýriláta
löggjafarsamkunduna.
Goria fór þess sjálfur á leit við
þingheim að hann segði af eða á
um stuðning sinn við fimm flokka
stjórn sína eftir að hún hafði hvað
eftir annað mátt þola smánarlega
ósigra í leynilegum atkvæða-
greiðslum um ákvæði fjárlaga
ársins í ár. Stjórnarþingmenn
virðast nefnilega ítrekað hafa
hlaupist undan merkjum og því
síst að furða þótt Goria væri far-
inn að efast um einlægan stuðn-
ing þeirra við sig og sín áform.
En ríkisstjórnin vann glæsta
sigra í hvoru tveggja traustskjör-
inu, 348-209 og 349-210.
Mestum vandkvæðum hafa
kommúnistar valdið Goria. Þeir
báru fram tillögu um að þrjú þús-
und miljörðum líra til viðbótar
upphaflegum útgjöldum yrði á
næstu þrem árum varið til fram-
færslu berfætlinga. Þetta var sam-
þykkt á þingi með 20 atkvæða
meirihluta þrátt fyrir hatramma
baráttu Gorias sem var allur af
vilja gerður að hindra þessa
ósvinnu enda góður og gildur
frj álshyggj udrengur.
Reuter/-ks.
Mlðvikudagur 27. Januar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11