Þjóðviljinn - 30.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.01.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 30. janúar 1988 23 tölublað 53. órgangur VMSÍ Dagsbrun hnyklar brynnar VMSÍþrýstir á samninga. Lágmarkslaun verði33.000 á mánuði. Þröstur Ólafsson: Boðað verkfall á vaktavinnu. Bann við nœtur- og helgarvinnu. Þórarinn V. Þórarinsson: .Ekki Ijóst til hvaða tíma VMSÍvillsemja Verkamannasambandið hefur ekki enn kynnt atvinnurek- endum kröfur sínar, en sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans mun VMSÍ fara fram á 10% samningar náist um hópbónus freisti þeirra ekki aö öðru leyti. eða hlutaskipti í líkingu við það Landssamband iðnverkafólks semkveðiðeráumíVestfjarðas- hefur afráðið að leita eftir við- amningnum, þótt sá samningur ræðum við VSÍ um gerð skammtímasamninga. Vitað er innan VSÍ hermdi, hefur Víg- að deildar meiningar eru innan lundur Þorsteinsson, form. Fé- VSÍ um lengd samningstíma, að lagsiðnrekendaljáðmálsásamn- því er heimildamaður Þjóðviljans ingum til skemmri tíma. -rk/kól kauphækkun, auk starfsaldurs- hækkana og að eftirvinna verði metin til næturvinnu. Ljóst er að VMSÍ leggur kapp á að samning- ar til skamms tíma náist fljótlega og til að þrýsta á að svo verði, hefur Dagsbrún boðað verkfall á vaktavinnu og næturvinnubann í hafnarvinnu eftir kl. 20. frá og með 8. næsta mánaðar. - Vaktavinnuverkfallið mun ná til afgreiðslu á skipum Eim- skipa og Sambandsins og nætur- vinnubann til Ríkisskipa, sagði Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, eftir samn- ingafund VMSÍ með Vinnuveit- endasambandinu í gær. Afráðið var að viðræðum yrði fram haldið í dag og á sunnudag. - VMSÍ kynnti engar kröfur á fundinum. Menn ræddu aðallega um hvernig viðræðunum um helgina skyldi hagað. Við vitum að VMSÍ-menn vilja semja til skemmri tíma, eins og þeir nefna það, en ég held það sé ekki ljóst til hve skamms tíma. Okkar af- staða til lengdar samningstímans er óbreytt, en við látum ekki samningaviðræður stranda í upp- hafi á þessu atriði, sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans gekk erfiðlega á fram- kvæmdastjórnarfundi VMSÍ í gærmorgun að samræma sjón- armið varðandi þá kröfugerð sem sambandið hyggst leggja á borð með sér í viðræðunum. Talsmenn fiskverkafólks innan forystu ___________________________________________I_________________________________ VMSÍ leggja ríka áherslu á að Guðmundur J. Guðmundsson og Þröstur Ólafsson mæta á samningafund Verkamannasambandsins og atvinnurekenda í gær. Mynd: Sig. Nauðungaruppboðl gjaldþrot Óhugnanlegar tölur Gjaldþrot og nauðungarupp- boð hafa aldrei verið fleiri í Is- landssögunni en á síðustu tveimur árum. Þá urðu yfir 1200 einstak- lingar og fyrirtæki gjaldþrota og 540 fasteignir voru seldar á nauðungaruppboðum, sem að meðaltali voru 11 á mánuði. Þessar upplýsingar koma fram í samantekt dómsmálaráðuneyt- isins sem gerð var að ósk Svavars Gestssonar. Yfirlitið nær til síð- ustu 6 ára og hafa 2093 félög og einstaklingar verið gerð gjald- þrota á þessum tíma og 858 fast- eignir selst á nauðungaruppboð- um. Mikill meirihluti þessara upp- boða og gjaldþrota urðu síðustu tvö ár. Þannig voru gjaldþrota- mál 613 árið 1986 og 595 á síðasta ári og nauðungaruppboð voru alls 246 árið 1986 og 294 fast- eignir voru seldar á uppboði í fyrra. -Jg. Húsnœðislánin Olta á eldinn Hugmyndfjármálaráðherra um að hætta útgáfu lánsloforða á niðurgreiddum vöxtum til húskaupenda mætir mikilli andspyrnu essi yfirlýsing fjármálaráð- herra er óskiljanleg í Ijósi síð- ustu atburða, þar sem við höfum hvatt lífeyrissjóðina til að standa við sinn hluta samkomulagsins um skuidabréfakaup af Húsnæð- isstofnun. Þessi ummæli munu ekki auðvelda ákvörðun lífeyris- sjóðanna, sem nú eru í óða önn að ganga frá samningum við stofn- unina,“ sagði Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri SAL. Ummæli þau sem Hrafn vitnar til voru höfð eftir fjármálaráð- herra í Alþýðublaðinu sl. fimmtudag. Þar sagði ráðherra að brýnt væri að draga úr þenslu með því að hefja ekki á ný útgáfu niðurgreiddra lánsloforða til húsnæðismála í óbreyttu kerfi. „Við munum halda okkar striki og hefjumst handa um út- gáfu lánsloforða í næstu viku, einsog okkur var uppálagt,“ sagði SigurðurE. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar. Sigurður benti á að þau lán sem verið er að senda lánsloforð um nú komi ekki til greiðslu fyrr en á árunum 1989 og 1990 og þá verði þau á þeim vöxtum, sem þá eru í giidi, en ómögulegt er að segja til um þá nú. Þau lánsloforð sem koma til greiðslu í ár eru fyrir löngu komin frá Húsnæðisstofn- un. Pétur Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða, sagðist ekki geta tjáð sig um af- stöðu lífeyrissjóðanna, þar sem hann hefði ekki rætt þetta mál við forsvarsmenn þeirra. Hinsvegar væri ljóst að hvatinn til að kaupa rétt handa sjóðfélögum minnkaði ef niðurgreiðslurnar yrðu af- numdar. Pétur taldi hinsvegar að þessi hugmynd Jóns Baldvins væri at- hygli verð, enda hefði Lands- sambandið ætíð gagnrýnt lögin á þeirri forsendu að niðurgreiddir vextir gengju ekki til lengdar. Hrafn Magnússon sagði það brot á samkomulaginu við líf- eyrissjóðina, ef það ætti að nota þessa peninga í eitthvað annað en húsnæðismál, eða frysta fjár- magnið. -Sáf Áskorendaeinvígin Johann stelur senunni Helgi spáir jöfnu í fimmtu skákinni í kvöld - Menn eru náttúrlega í ský- junum eftir sigur Jóhanns I fjórðu skákinni. Þetta var logandi bar- átta í tímahrakinu, og sýnt að þegar þeir Korchnoi áttu aðeins um tvær mínútur eftir á tíu leiki þá hlaut þetta að enda á sögu- legan hátt, sagði Helgi Ólafsson stórmeistari, fréttamaður Þjóð- viljans í St. John. - Korchnoi varð að tefla til vinnings, en Jóhann rataði á fantasterka leiki, sagði Helgi, sem varaði þó við alitof mikilli bjartsýni: Ef Korchnoi tekst að vinna með svörtu í næstu skák þá er allt galopið. En ég spái því nú að henni lykti með jafntefli. Að sögn Helga hefur einvígi þeirra félaga borið af í St. John hvað spennu varðar og því stolið senunni. Fimmta umferðin hefst í kvöld klukkan nítján að íslensk- um tíma. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.