Þjóðviljinn - 30.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.01.1988, Blaðsíða 2
r'SPURNINGIN— Fer skammdegiö í skapið á þér? Bjami Freyr Kristjánsson blaðberi: Mér er alveg sama hvaða árs- tíð er. Jú ég er eitthvað léttari á morgnana á sumrin. Að öðru leyti finn ég engan mun á mér. Ólafur Engilbertsson teiknari og gagnrýnandi: Skammdegið hefur engin áhrif á skapið. Það er kannski vegna þess að ég drekk lýsi á morgn- ana. Halla Arnar verslunarmaður: Já. En þegarjanúarferað halla tekur brúnin að léttast að nýju. í skammdeginu borða ég mikið súkkulaði, sef mikið og er geð- vond. Jón Ormar: Skammdegið fór í skapið á mér, en nú er sól tekin að hækka á lofti að nýju. Ég var fjári úrillur þegar myrkrið var sem mest. Njáll Þórðarson frjótæknir: Skammdegið hefur aldrei gert mér gramt í geði. Ég er að eðlis- fari léttur og það hjálpar trúlega. SKAK Grœnland Vilja örari siglingar Útflutningsráð: Skip á 2ja mánaðafresti er ekki nóg. Heildarútflutningur héðan til Grœnlands í ár er talinn verða um einn miljarður. Stjórnskipaðri nefndfalið að kanna málið Iljósi þeirrar miklu og öru þró- unar sem orðið hefur í sam- skiptum okkar og Grænlendinga að undanförnu er brýnt að fjölga skipaferðum á milli landanna frá þvi sem nú er. Nú kemur skip frá Grænlandsversluninni aðeins á 2ja mánaða fresti hingað, sem er alls ekki nóg, sagði Jens Ingólfs- son hjá Utflutningsráði í samtali við Þjóðviljann. Sem dæmi um þróunina í út- flutningi okkar til Grænlands, sagði Jens að 1983 hefðum við aðeins flutt út vörur fyrir 3,1 milj- ón króna, en 1987 nam vöruút- flutningurinn þangað um 4-500 miljónir króna og því er spáð að í ár verði hann nálægt einum milj- arði. í því skyni að fjölga skipaferð- um á milli Grænlands og íslands hefur verið stjórnskipuð nefnd frá báðum aðilum til að kanna hvað hægt sé að gera til að koma á fleiri skipaferðum á milli land- anna. Aðaluppskipunarhöfn Grænlendinga er í Álaborg í Danmörku, sem er ansi mikill krókur með vörur sem eiga að fara héðan til Grænlands, fyrir utan aukinn kostnað. Siglingar til Grænlands eru í höndum Grænl- andsverslunarinnar sem hefur einkaleyfi á þeim. En hún tók við þeim úr hendi Konunglegu dönsku verslunarinnar þegar Grænlendingar fengu sína heima- stjórn um árið. Stóraukin viðskipti og önnur samskipti við grannann í vestri, Grænlendinga, kalla á fleiri skipaferðir á milli landanna að mati Útflutningsráðs. Myndin er frá höfninni í Nuuk. Ljósm. áb. Einar Hermannsson, hjá Sam- bandi íslenskrar kaupskipaút- gerðar, sem var skipaður af hálfu samgönguráðuneytisins í nefnd- ina, sagði við Þjóðviljann að nefndin væri rétt að byrja að starfa og væru Grænlendingar ný- búnir að skipa sína menn í hana. Einar sagði að of snemmt væri að segja til um það hver árangurinn yrði af starfi hennar, en fyrsta skrefið væri auðvitað að ræðast við og athuga þá möguleika sem væru í stöðunni. Einar sagði það engu að síður vera keppikefli fyrir Grænlendinga að skipaferð- um á milli landanna fjölgaði úr því sem nú er í ljósi hinna miklu og öru viðskipta sem verið hafa á milli þeirra og okkar. -grh Fiskmarkaðurinn í Grindavík Seljendur tvístíga Gunnlaugur Dan Ólafsson: Peimfinnstskrítið að kaupa af sjálfum sér. Selt úr20-30 bátum á degi hverjum Grindavík við Það hefur verið stígandi í söl- unni á markaðnum hér í Grindavík, en því er ekki að leyna að margir fiskseljcndur eru tví- stígandi í afstöðu sinni til hans. Hérna eru svo til allir bæði með útgerð og fiskvinnslu og finnst dá- lítið skrítið að þurfa að kaupa físk af sjálfum sér,“ sagði Gunn- laugur Dan Ólafsson, starfsmað- Verkalýðssaga Gullna flugan í Sóknarsal Félag áhugafólks um verkalýðssögu efnir tilfundar um bók Þorleifs Friðrikssonar í dag Sigurður Pétursson sagnfræðing- ur. Bók Þorleifs kom út fyrir síð- ustu jól og vakti athygli og umtal, en rauður þráður verksins er samskipti Alþýðuflokksins hér heima og stóru bræðraflokkanna á Norðurlöndum, og eru fjár- hagstengsl þar í brennidepli. Félag áhugafólks um verkalýðs- sögu efnir til fundar í Sóknar- sainum í dag, laugardag, klukkan tvö. Fjallað verður um bók Þor- leifs Friðrikssonar, Gullnu fluguna. Frummælendur verða Árni Gunnarsson alþingismaður og ur markaðarins Þjóðviljann. Að sögn Gunnlaugs hafa þetta 20-30 bátar selt á markaðnum daglega. Meðaltalsverð fyrir þorsk hefur verið um 40 krónur kflóið, meðaltalsverð fyrir kflóið af ufsa hefur verið 22-23 krónur, slægð ýsa hefur farið á 42-43 krónur kflóið að meðaltali, en ó- slægð ýsa upp í 80 krónur kflóið- Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru útgerðarmenn, sem jafnframt er fiskverkendur, hræddir um að markaðurinn fái ekki nógan fisk og við það fari verðið á honum upp úr öllu valdi. Þessvegna er þeim nauðsynlegt! að sjá honum fyrir nægilegum fiski, en þó ekki öllum, því þeim finnst, sumum hverjum, betra að ráðstafa honum að eigin vild án þess að kaupa hann á markaði. -grh Háskólinn Álfrún skipuð prófessor Fyrsta konan sem skipuð er prófessor við heimspekideild. Hænufet í jafnréttisátt Álfrún Gunnlaugsdóttir hefur verið skipuð prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskólann og er hún fyrsti prófessorinn í þessari grein. Er þetta í fyrsta sinn sem kona er skipuð í slíkt embætti við heimspekideildina. Margrét Guðnadóttir var um langt skeið eini kvenprófessorinn við skólann. Auk hennar og Álf- rúnar hefur Guðný Guðbjörns- dóttir gegnt embætti prófessors, en hún var sett tímabundið í Un- escoforföllum Andra ísakssonar. Sú fjórða er Þórdís Kristmunds- dóttir, læknadeild. Enn hallast á jafnréttisdróg- inni þrátt fyrir þessa gífurlegu fjölgun í hópi kvenprófessora; starfsbræðurnir eru um hundrað talsins. HS 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJiNN Laugardagur 30. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.