Þjóðviljinn - 30.01.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.01.1988, Blaðsíða 8
Nýlistasafnið Tvær sýningar Einkasýning Ingólfs Arnarssonar og fjórar einkasýningar frá Gallerí Gang í einni (dag kl. 14:00 opna tvær sýn- ingar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Á neðri hæðinni sýnir Ingólfur Arnarsson lág- myndir og teikningar, og á ef ri hæðinni sýna fjórir erlendir myndlistarmenn, Alan Johns- ton, Franz Graf, Jussi Kivi og Wolfgang Stengl, málverk, teikningarog rýmisverk. Ingólfur stundaði nám við Ný- listadeild Myndlista- og handíða- skóla íslands og var við fram- haldsnám í Hollandi. Síðustu ár hefur hann lagt stund á myndlist, og haldið um sjö einkasýningar, Kjallari Norræna hússins Tumi meðal annars í Nýlistasafninu, Ganginum, á ísafirði og Akur- eyri, á Norðurlöndunum og í Sviss. Auk þess er Ingólfur um- sjónarkennari Fjöltæknideildar M.H.Í. Á sýningunni í Nýlista- safninu sýnir hann verk frá síð- astliðnum tveimur árum, og eins og á sínum fyrri sýningum leggur hann áherslu á heildaráhrifin. „Mér finnst mikilvægt að verkin rími saman,“ segir Ingólfur, „og þó að sum geti kannski virst ill- skiljanleg er það ekki tilgangur- inn. Það sakar ekki að fólk sé vant að horfa á myndlist, en það sem það sér og finnur er það sem skiptir máli.“ A sýningunni verður auk lág- myndanna og teikninganna bók- in „tvær bækur“ sem Ingólfur gerði í samvinnu við Eggert Pét- ursson. Bókin er gefin út af Hong Kong Press í Gautaborg, en myndlistarmennirnir Carina He- dén og Magnús Pálsson standa að útgáfufyrirtækinu. Alan Johnston sýnir málverk frá 1987. Hann er fæddur 1945, og býr í Edinborg. Hann sýnir reglulega í Köln, Tókíó og New York, en síðast var hann með sýningu á Orkneyjum. Franz Graf sýnir teikningar. Hann er fæddur 1954 og býr í Vínarborg. Hann hefur verið meðal mest áberandi ungra lista- manna frá Austurríki og sýnt víða heima og erlendis. Hann var á síðustu listahátíðarsýningu Ný- listasafnsins. Jussi Kivi er fæddur 1959 og býr í Helsinki. Hann hefur sýnt víða fyrir Finnland, meðal annars á finnskri samsýningu á Kjarvals- stöðum, Attitudes 1986. Síðast var hann annar tveggja Finna á Sao Paulo Biennialnum. Wolfgang Stengl er fæddur 1957 og býr í Vín. Eins og Franz Graf er hann meðal áberandi austurrískra listamanna og þek- ktur fyrir rýmisverk. Ingólfur Amarsson: Mikilvægast að verkin á sýningunni rími saman. Mynd - E.ÓI. Sýning þeirra Johnstons, Graf, Kivi og Stengl var upphaflega fjórar einkasýningar í Gallerí Gang, einkagalleríi Helga Þorgils Friðjónssonar. Tvær sýninganna eru unnar sérstaklega fyrir Ganginn, til að mynda verkið Vessel of love eftir Stengl. Hinar tvær sýningarnar eru að öllum líkindum einnig unnar með Ganginn í huga. Sýningarnar í Nýlistasafninu Sinfónían og Gísli Magnú Magnússon sýnir olíumálverk (dagkl. 16:00 opnarTumi Magnússon sýningu olíumál- verka í kjallara Norræna hússins. Tumi hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum á íslandi og erlendis frá 1978. Myndirnar í kjallara Nor- ræna hússins eru málaðar á síð- ustu 18 mánuðum. „Ég hef málað með olíu síðan 1981,“ segir Tumi, „áður var ég í teikningum og mikið í skúlptúr og kvikmynd- um.“ Auk sýningarinnar í Nor- ræna húsinu er Tumi nú með litla einkasýningu í galleríi í Sviss, þar sem hann sýnir 18 litlar myndir, allar málaðar með akrýl á pappír. Sýningin er opin daglega frá kl. 14:00 til 19:00 og stendur til 14. febrúar. LG L Þegar ég var unglingur las ég í Britingi pistil eftir Thor Vil- hjálmsson. Þar kallaði skáldið ensku tónhöfundana Elgar og Delius „svæfingameistara". Þetta fannst mér sniðugt. Svo sniðugt að ég hlustaði alls ekki á þessa heiðursmenn í aldarfjórðung. En Ioks varð ég fullorðinn og sjálf- stæður í anda. Og þá rann það upp fyrir mér að þó Thor hafi ýmislegt til síns máls, þá gerðu þessi tónskáld ágæta tónlist þegar þeim tókst best upp. Eftir mynd- um að dæma virðist Elgar hafa verið breski heimsveldishrokinn holdi klæddur. Samt gat hann samið góða músík. Síðasta stór- virki hans var sellókonsertinn sem hann gerði 1919, þá 72 ára, og sumir telja verkið sorgaróð út af fyrri heimsstyrjöldinni. Alla vega er konsertinn meistaraverk. Og hann var fluttur á síðustu tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands þ. 21. janúar. Stjórnandi var Guido Ajmone-Marsan. Ein- leikari Ralph Kirshbaum. Hann er frábær listamaður og lék þetta vandmeðfarna og margslungna verk af mikilli snilld. Tónn hans var mjög fagur og innilegur og túlkun hans streymdi innan frá, eðlilega og blátt áfram. Þar var sorg og eftirsjá en hvergi væmni né tilgerð. Og hljómsveitin lét ekki sitt eftir liggja. Delius var reyndar af þýskum ættum en fæddur og uppalinn í Englandi. Hann dvaldi þó lengst af í Evrópu og Ameríku. Þar varð hann sér úti um sárasótt sem drap hann að lokum. Áður var hann blindur og lamaður um árabil. En hann varð ekki geðveikur og skapaði fram í andlátið með hjálp aðstoðarmanns. Delius þekkti Strindberg og þeir döðruðu sam- an við gullgerðarlist í París. Hann var líka vinur Griegs. Og þykir minna nokkuð á hinn norska meistara. En tónlist Deliusar er líka talsvert munarblíð og fer það vel í suma en miður í aðra. Tvö stutt verk voru flutt eftir hann á þessum tónleikum: Sumarnótt við ána og Þegar heyrist í fyrsta vorgauknum. Ekki er þetta sér- lega merkileg músík en þó nokk- uð seiðandi. Og hún var mjög snoturlega spiluð. Að lokum flutti hljómsveitin Júpitersinfón- íu Mozarts. Það göfuga meistara- verk. En skemmst er frá því að segja að hún var leikin hræðilega andlaust og leiðinlega. Það vant- aði þessa einkennilegu Mozarts- dýrð sem ekki birtist síst í blást- urshljóðfærunum. Það var eng- inn þokki, enginn „stfll“, enginn drifkraftur. Aðeins hversdags- legasta rútína. Gísli Magnússon hélt tónleika í Langholtskirkju á vegum Tón- listarfélagsins þ. 23. janúar. Ég tók eftir því hve hlutfall eldra fólks var hátt meðal áheyrenda. ermingartilboð sem samanstendur af; Kransaköku, rjómatertu, Sachertertu, ,Alltfyrirkonuna“, Mokkatertu, brauðtertu, skúffuköku og snittum osnið ifið áhyggjur og fyrirhöfn Jti eimsendingarþjónusta tldarkjor m* Verðhugmyndir 20 manna veisia 13.500.- 30 manna veisla 18.900.- 40 manna veisla 24.400.- Og er auðvitað ekkert nema gott um það að segja. En það vekur til umhugsunar um það hvort styrkt- arfélagar Tónlistarfélagsins séu að mestu leyti gamalmenni og hvað taki við í framtíðinni. Unga fólkið gengur ekki í félög. Það er blátt áfram ekki í tísku núna. Gísli lék enska svítu nr. 6 eftir Bach. Leikur hans var óskýr og grautarlegur. En ef til vill var að einhverju leyti slæmum hljóm- burði um að kenna. Þá lék Gísli Magnússon næst síðustu sónötu Beethovens. Leikur hans olli mér vonbrigð- um. Þetta stórkostlega verk naut sín engan veginn. Fyrsti kaflinn var of hraður og skorti alia mögnun og dramatískt flug, t.d. í þessum máttugu trillum í vinstri hendi niður hljómborðið. Það var eins og stangastökkvari væri að stökkva undir rána einhverja ofsalega hæð. Skersóið var sömu- leiðis óvenju tíkarlegt. Þessi „duttlungafullu dyntir“ Beetho- vens í síðustu verkunum eru ekki svo lítið merkilegir. Auðvitað eru þetta ekki dyntir né duttlungar, heldur hatrömm glíma við djúpar gátur lífs og listar. Þetta er eins og spurningar sem hvorki er hægt að svara né ganga framhjá. Eins konar músikölsk kóön. Hæga kaflann. lék Gísli svo hratt og flausturslega að maður varð van- dræðalegur inni í sér. Þessi tónlist er næstum því eins og kveinandi Canon Rétti tíminn til reiknivélakaupa. Mikiðúrval. Lækkað verð. Suðurlandsbraut 12. S:685277 - 685275

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.