Þjóðviljinn - 10.02.1988, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.02.1988, Qupperneq 6
Takið eftir Staöa leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar er laus til umsóknar. Skriflegar umsóknir skulu berast formanni leikfélagsins, Theódóri Júlíussyni, fyrir 15. mars 1988. Hann veitir jafnframt frekari upp- lýsingar um starfið í síma 96-25073. Leikfélag Akureyrar Dagsbrúnarmenn Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar kl. 16 í Bíóborginni, Snorrabraut 37, áður Austurbæjarbíó. Dagskrá: 1. Heimild til verkfallsboðunar. 2. Skýrt frá gangi samningavið- ræðna. Dagsbrúnarmenn, stjórn félagsins hvetur ykkur eindregið til að taka ykkur frí og koma beint frá vinnu á fundinn kl. 16. Stjórn Dagsbrúnar REYKJkMIKURBORG JLau&cvi Staða safnvarðar við Árbæjarsafn er laus til um- sóknar. Staðan verður veitt frá 1. mars 1988. Umsækjandi skal hafa lokið háskólaprófi í þjóð- fræði eða á sviði norrænnar menningarsögu. Auk þess væri iðnmenntun æskileg. Starfs- reynsla á minjasöfnum áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Upplýsingar um starfið veitir borgarminjavörður í síma 84412. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannahaldi Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir 25. febrúar 1988. ST. JÓSEFSSPlTALI, LANDAKOTI Skóladagheimilið Brekkukot Viltu vinna í notalegu umhverfi á góðum stað í bænum? Okkur vantar aðstoðarmann á skóla- dagheimilið Brekkukot. Upplýsingar gefur for- stöðumaður í síma 19600/260 virka daga. Reykjavík 9. febrúar 1988 Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Fríðu Davíðsdóttur Eyrargötu 14b Sigluflrði Sigurbjörn Torfason, Danmörku Halldóra Jónsdóttir, Siglufirði Hjartkær eiginkona mín Guðlaug Helgadóttir Hátúni 8, Reykjavík andaðist á Landspítalanum 8. febrúar sl. Fyrir hönd aðstandenda Ragnar Elíasson Þjóðminjasafnið Bömin teikna Samkeppni í tilefni 125 ára afmœlis safnsins Þjóðminjasafnið hefur efnt til teiknisamkeppni meðal grunn- skólanema í tilefni 125 ára afmæl- is síns nú í lok mánaðar. Myndirnar eiga að vera um efni tengt gömlum tíma og sögu, af munum Þjóðminjasafnsins eða byggðasafna, gömlum húsum eða húsarústum, af daglegu lífi fólks eða atburðum úr íslandssögunni, - eða af söfnum framtíðarinnar. Verðlaun verða veitt fyrir níu bestu myndirnar, þrjár í hverjum aldursflokki. í verðlaun eru silf- ureftirlíkingar af þórshamri, þús- und ára gömlum skartgrip eða verndargrip, sem fannst á Fossi í Hrunamannahreppi. Einnig er áætlað að sýna eins margar myndir og mögulegt er í Þjóð- minjasafninu. Verður sýningin opnuð laugardaginn 26. mars og fer verðlaunaafhending fram við opnunina. í dómnefnd sitja Þór Magnús- son þjóðminjavöraður, Rakel Pétursdóttir safnkennari Lista- safns íslands og Þóra Kristjáns- dóttir listfræðingur. Ný frímerki Steinn Steinarr ogDavíð Stefánsson Póst- og simamálastofnun hef- ur tilkynnt um tvö ný frímerki 25. febrúar, og eru á þeim myndir af Steini Steinarr og Davíð Stef- ánssyni. Þessi frímerki eru í flokki um merka íslendinga, og er á mynd- um skáldanna brot úr ljóði eftir þá og undirskrift. Davíðsmerkið hefur verðgildið i Ég geng í hring í kringum allt, sem er. Og útan þessa hrings er verold min. 1008-1958 I 21 krónu, en Steinsmerkið 16 kr. Teiknari er Tryggvi T. Tryggva- son en merkin eru prentuð í Sviss. Úr blóði rainu dirifaöi ég aín b«ztu ástarlióð é vængina fn'r.a svöitu. vetrarnóttin hljóf. 18H5-5S64 <3> þessi skipan að jafnstöðu foreldr- anna.“ ★ „Að svo stöddu virðist ekki ráðlegt að lögmæla heimild fyrir dómsmálaráðuneyti (eða dóm- stóla) til að kveða á um sameigin- lega forsjá gegn andstöðu annars foreldris. Er og heppilegt að fá fyrst reynslu af sameiginlegri forsjá skv. samkomulagi for- eldra, áður en lengra skref verður stigið í löggjöf. “ Persónuleg viðhorf og efasemdir Undirritaður hefur ekki sannfærst um það, að skynsam- legt sé að lögfesta þá skipan um sameiginlega forsjá, sem að er stefnt með þessu frumvarpi. Kemur þar fyrst og fremst til, að með því að ýta undir sameigin- VIDHORF lega forsjá eftir skilnað sé hagur barnsins ekki betur tryggður en með núverandi lagaákvæðum. Foreldrar sem þrátt fyrir skilnað hafa vilja og forsendur til að koma sér saman um samskipti við börn sín, þurfa ekki til þess lagaboð, en forsjá barnsins yrði áfram formlega á annars hendi. Ég hef heyrt sterkar efasemdir og andstöðu fólks sem fylgst hef- ur með umræðu og reynslu á öðr- um Norðurlöndum og í Banda- ríkjunum varðandi sameiginlega forsjá eftir skilnað. í athuga- semdum með frumvarpinu segir Sifjanefnd, að „ekki er kunnugt um kannanir á því, hversu hald- bær þessi skipan hefur reynst.“ Margir hafa staðhæft við mig, að tilraunir foreldra með sameigin- lega forsjá hafi oft runnið út í sandinn eftir 1-2 ár, og að barnið verði þolandi „tveggja skilnaða" og langvinnrar togstreitu. Ekki vil ég flokka þá skipan mála, sem lögð er til með frum- varpinu, sem jafnréttismál. Ég teldi illa farið ef breyting af þessu tagi yrði til þess að veikja stöðu móður í deilu um forsjá eftir skilnað, en vil á engan hátt stað- hæfa, að það vaki fyrir flutnings- mönnum. Að endingu vil ég hvetja þá mörgu sem láta sig skipta hag barna til að kynna sér þetta frum- varp og koma sjónarmiðum sín- um á framfæri, m.a. við félags- málanefnd Neðri deildar Alþing- is, sem nú hefur fengið frumvarp- ið til meðferðar. Alþingi, 9. febrúar 1988 Hjörleifur Guttormsson Hjörleifur Guttormsson er alþingis- maður fyrir Alþýðubandalagið í Austurlandskjördæmi. 6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN! Mlðvlkudagur 10. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.