Þjóðviljinn - 10.02.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 10.02.1988, Síða 7
Lilja Gunnarsdóttir Myndlistarþing 1988 AÖ listamenn vakni sjálfir til ábyrgðar Kristín, Rut Rebekka og Þórdís: Löngu tímabært að taka fyrir höfundarrétt myndlistarmanna Á morgun hefst myndlistar- þing 1988, þriðja þing Sam- bands íslenskra myndlistar- manna. Þar verðurfjallað um höfundarrétt myndlistar- manna, en það er mál sem hefur lítið verið sinnt hingað til. (undirbúningsnefnd eru fulltrúar þeirra félaga mynd- listarmanna sem standa að SÍM, en það eru þær Þórdís Sigurðardóttir fyrir Mynd- höggvarafélagið, Kristín Jónsdóttir fyrir T extilfélagið, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir, Félagi íslenskra myndlistar- manna, Bryndís Jónsdóttir, Leirlistarfélaginu og Halidóra Gísladóttir, (slenskri grafík. Þær Þórdís, Kristín og Rut Re- bekka voru staddar á skrif- stofu SÍM í Ásmundarsal þeg- ar undirritaða bar að til að forvitnast um myndlistarþing. Hvers vegna er höfundarréttur- inn spurning dagsins? - Þetta er mál sem hefur verið í deiglunni í mörg ár, og löngu orð- ið tímabært að það verði tekið fyrir. Við teljum að myndlistar- menn séu langt á eftir rithöfund- um og tónlistarmönnum hvað varðar höfundarrétt. Til dæmis eru myndlistarmenn þeir einu sem ekki fá þóknun fyrir birtingu verka sinna á opinberum vett- vangi. Þetta er meðal annars vegna þess að myndlistarmenn fóru seinna að huga að höfundar- réttarmálum sínum en rithöfund- ar og tónlistarmenn. Myndlistar- menn voru lengi dreifðir í mörg félög, og það var fyrst eftir mynd- listarþing 1981, sem var fyrsta myndlistarþingið, að skriður komst á hugmyndir um að sam- einast í eina fylkingu. Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) var svo stofnað 1982. Eftir stofnun þess hefur sambandið rekið skrifstofu, sem reyndar gekk skrykkjótt vegna fjárskorts fyrstu árin, en nú er á skrifsto- funni fastur starfsmaður, Jó- hanna S. Einarsdóttir, og eins höfum við fastan lögfræðing sem sér um okkar mál, en það er Knútur Bruun. - Það má segja að við höfum þrengt viðfangsefnin á þessum myndlistarþingum, kom- ist nær því að taka fyrir ákveðna þætti í okkar hagsmunamálum. Fyrsta myndlistarþingið 1981 var almenns eðlis, þá var rætt um stöðu myndlistar, á þinginu 1985 var rætt um myndlist sem at- vinnu, og nú er efnið eitt ákveðið atriði, en það er höfundarréttur í myndlist. Hvað er átt við þegar talað er um höfundarrétt? - Höfundarréttur listamanns að verki sínu er ótvíræður. Sem dæmi má nefna að ekki má ljós- mynda eða endurprenta verk án leyfis höfundar, og þetta er nokk- uð sem sjaldan er tekið tillit til, þegar myndlistarmenn eiga í hlut. Þarna er til dæmis þörf á sérstökum samningum, því með . aukinni útgáfu bóka og póst- korta, svo eitthvað sé nefnt, ger- ist það æ oftar að það er brotið á höfundarrétti myndlistarmanns- ins. Við vitum dæmi þess að fyrir- tæki hafa tekið myndir af lista- verkum til að setja á póstkort og dagatöl, og nota þannig verk höf- undar, án þess að hafa svo mikið sem beðið um leyfi, - hvað þá að viðkomandi fái borgað fyrir að verk hans sé notað á þennan hátt. Þarna er brotið á rétti myndlistar- manna og það sýnir okkur að það er mikil þörf á fastmótuðum samningum. Verða þessar greiðslur, eða nauðsynin á þeim, þá aðalefni myndlistarþingsins? - Greiðslur vegna birtingar mynda af listaverkum eru bara eitt af atriðunum sem flokkast undir höfundarrétt. Önnur atriði eru dagleigugjöld og fylgiréttur, og eins verður á þinginu fjallað um Starfslaunasjóð og List- skreytingasjóð ríkisins. Það er full ástæða til að taka Lists- kreytingasjóðinn fyrir, það er ótrúlegt að Alþingi skuli ekki fara eftir þeim lögum sem það hefur sjálft sett, en samkvæmt þeim á eitt prósent fjárveitinga til opinberra bygginga að renna til Listskreytingasjóðs. Ef farið væri eftir því ætti sjóðurinn að vera 18 miljónir króna í ár, en hann var lækkaður niður í fimm miljónir. Hvað er fylgiréttur? - Fylgiréttur, sem er reyndar það fyrsta sem hefur áunnist í baráttu myndlistarmanna hvað varðar höfundarrétt, var lögfest- ur 1987. En fylgiréttur er að tíu prósent af söluverðmæti verks renni til höfundarins þegar verk- ið er endurselt. ísland er fyrst Norðurlandanna til að lögfesta þennan rétt, en hann gildir aðeins á listmunauppboðum enn sem komið er, til dæmis er ekkert far- ið að reyna á hann við endursölu í galleríum. En dagleigugjöldin. Hvað er átt við með þeim? - Sem dæmi má nefna að myndlistarmaðurinn fái ákveðna greiðslu í sinn hlut fyrir listaverk á sýningum sem haldnar eru á . vegum opinberra aðila. Við vekj- um athygli á að ef lesið er upp úr verki rithöfundar eða ef verk tón- listarmanns er flutt í útvarpi, fá höfundarnir greiðslu fyrir það. En eins og málin standa nú, lánar myndlistarmaður kannski verk á sýningu sem fer út um allan heim, og fær það kannski aftur í mjög lélegu ásigkomulagi, en enga greiðslu fyrir. Eins væri eðlilegt að einhver þóknun kæmi fyrir verk myndlistarmanns í opinberri eigu, þegar það er lánað á sýning- ar, og að þeir peningar renni þá í sameiginlegan sjóð. Hugmyndin er að stofna launasjóð mynd- Jóhanna S. Einarsdóttir, Kristin Jónsdóttir, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Mynd: Sig. listarmanna, sem verði svipaður launasjóði rithöfunda. Höfund- arrétt eftir látinn listamann færist til erfingja hans í ákveðinn tíma, en eftir það gæti gjaldið runnið í þennan sjóð. Eruð þið bjartsýnar á að það. takist að koma þessum málum í höfn? - Við teljum að þetta hafi þok- ast í áttina nú þegar. Eins og við minntumst á áðan er Jóhanna fastur starfskraftur á skrifstof- unni og eins erum við með lög- fræðing sem starfar að okkar mál- um. Það sem mestu máli skiptir nú er að listamenn vakni sjálfir til ábyrgðar, sameinist um baráttu- mál sín og berjist fyrir þeim af einurð. LG Miðvikudagur 10. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.