Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Ríkissjóður rSPURNINGINH Hvernig líst þér á að þurfa sjálf(ur) að fylla út tjónstilkynningu? ' ' H ^ ' kjt m ! Óskar Jóhannsson, vörubílsstjóri: Mér líst ágætlega á það. Þetta verður til hagsbóta fyrir alla. v;pp|. »l|p - Inga Eðvaldsdóttir, verslunarmaður: Það verður svindlað á þessu. Menn koma sér saman um að skrifa meira tjón en varð. ':w' 1 SH| i jj^’ Halldóra Hjaltadóttir, kennari: Það veltur á þeim sem maður lendir á móti. Þetta fyrirkomulag mun spara ferðir hjá lögreglunni og draga úr umferðarteppum. HLT1''/ Helgi Jóhannsson, sölumaður: Mér líst ekkert á það. Ég held það verði bara rugl, því fólk kemur sér ekki saman um hver er í rétti. [ vJ K María Kristjánsdóttir, nemi: Mjög vel, fólk hlýtur aö geta lært að fylla þetta út. Verður bæði sparnaður og þægindi fyrir lögregluna. Hallinn 2,7 miljaröar Veikleikamerki í innlendri hagstjórn. Tókst ekki að nýta góðærið Halli á rekstri ríkissjóðs á sl. ári var um 2,7 miljarðar, sem er töluvert verri útkoma en stjórnvöld áttu von á eftir að þau gripu til sérstakra aðgerða sl. haust til að minnka rekstarhall- ann. í yfirlýsingu frá fjármálaráðu- neytinu segir að það verði að telj- ast veikleikamerki að ekki skuli hafa tekist að draga úr halla ríkis- sjóðs í því góðæri sem einkenndi íslenskan þjóðarbúskap á síðasta ári. f upphafi sl. árs var sýnt að ríkissjóðshallinn á árinu gæti orð- ið allt að 3,4 miljarðar. Eftir fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjórn- ar sl. sumar var talið að hallinn yrði um 2,7 miljarðar og eftir enn frekari tekjuöflun sl. haust var álit stjómvalda að hallinn yrði um 2,3 miljarðar en útkoman varð síðan 2,7 miljarðar. Heildartekjur ríkissjóðs í fyrra námu tæpum 49 miljörðum eða um 14% meiri en áætlað var en á móti jukust útgjöld ríkissjóðs á árinu um 13% og urðu heildarút- gjöldin um 51,7 miljarðar króna. ->g- SlM Rætt um höfundarrétt í dag er seinni dagur Myndlist- arþings 1988, en þar er fjallað um höfundarrétt myndlistarmanna, en nokkuð er ábótavant um að hann sé virtur sem skyldi. Fjórir starfshópar á þinginu fjalla um baráttumál listamanna, en þau eru: Dagleigugjöld, að /• listamaður fái greitt fyrir að verk m hans sé sýnt opinberlega, stofnun Starfslaunasjóðs Myndlistar- manna, og kröfur listamanna um greiðslur fyrir birtingar mynda af listaverkum í bókum og á póstkortum. Ennfremur er fjall- að um Listskreytingasjóð Ríkis- ins, sem er óstarfhæfur vegna þeirra erfiðleika sem Alþingi á í að fylgja þeim lögum sem það hefur sjálft sett um fjárveitingar til sjóðsins. LG sís Erfing fulltrúi forstjóra Erling Aspelund hefur verið ráðinn fulltrúi forstjóra Sam- bandsins. Hlutverk Erlings í fyrstunni verður m.a. að skipuleggja starfs- menntun í tengslum við hin nýju tölvukerfi Sambandsins. Jafn- framt mun hann vinna að skipu- lagningu á þjálfun og fræðslu starfsfólks og hafa umsjón með gerð starfslýsinga og framkvæmd frammistöðumats. Erling, sem er fæddur 28. fe- brúar 1937, hefur sl. þrjátíu ár starfað hjá Loftleiðum og síðan Flugleiðum. Gallerí Svart á hvítu Flutt næstu helgi Gallerí Svart á hvítu, sem hing- að til hefur verið til húsa við Óð- instorg, verður frá og með næstu helgi heimilisfast að Laufásvegi 17, á horninu ofan Listasafnsins. Nýja aðsetrið verður vígt með sýningu á verkum Ólafs Lárus- sonar og hefst hún sumsé laugar- daginn 19. febrúar.-ogekki 12., einsog komið hefur fram hér í blaðinu og víðar. Hún hefur greinilega ekki áhyggjur af því hvernig fylla á út nýju tjónstilkynning- una. Svona eyðublöð á að hafa í hverjum bíl frá 1. mars. Árekstrar Bflstjórar skrátjón Óþarft að kalla til lögreglu vegna óhappa Um næstu mánaðamót fá bif- reiðaeigendur send eyðublöð frá tryggingafélögunum. Þau eiga menn að fylla út sjálfír ef minni- háttar tjón verður í umferðar- óhappi. Lögreglan mun reyna að koma til aðstoðar fyrst um sinn, sé þess óskað. Alagið á lögregluna ætti að minnka til muna, er málsaðilar fara sjálfir að skrá tjón og að- stæður við minniháttar árekstra. Umferðartafir vegna árekstra ættu einnig að minnka, þegar ekki þarf lengur að bíða eftir skýrslugerð lögreglu. í öllum tilfellum þar sem slys verða á fólki ber áfram að fá lög- reglu til skýrslugerðar. Á það einnig við ef tjón verður á öðrum eignum en og ef um gróf umferð- arbrot er að ræða. Undir umferð- arbrot fellur ölvunarakstur og ak- stur án réttinda. Hver og einn á því að gæta þess að samborgar- arnir geti ekki brotið umferðar- lög án þess að taka út sína refsi- ngu. -mj Umferðarlög Af afreinum og aðreinum Nýyrðin of r Inýju umferðarlögunum fínnast nýyrðin afrein og aðrein, sem fólk þarf nú að fara að temja sér notkun á. Vekur strax athygli hve forskeytin eru lík orðum með skylda merkingu og taldi Sigurð- ur Jónsson hjá íslenskri málstofu að erfitt yrði að gera greinarmun á orðunum í tali. Á sínum tíma tafðist afgreiðsla umferðarlaganna m.a. vegna þess að orðalag var talið of marg- brotið og óþjált, til að allur al- menningur gæti numið innihald lík til að greina á milli þeirra. Þó að margt hafi lagast frá eldri lögum, sem þóttu illa orðuð og því erfið til kennslu, verður að telja að betur hefði mátt gera en aðrein og afrein. Háskólinn var beðinn um um- sögn um umferðarlögin og voru í henni ýmsar tillögur um betra orðalag, en aðeins hluta þeirra sinnt. Notkun orðsins frárein í stað afreinar fékk t.d. ekki hljómgrunn. Heimildamaður taldi að það væri galli á íslenskum lögum, sem snerta hegðun alls al- í mœltu máli mennings, ef of mikill lögfræði- stíll væri á þeim. Orðið akrein, var fundið upp fyrir áratugum, en í daglegu máli virðist afmyndunin akgrein vera fólki tamari. Skilgreining á ak- rein er skv. umferðarlögunum: Hver og ein af samhliða reinum, sem akbraut er skipt í að endi- löngu með merkjum eða er nægi- lega breið fyrir umferð bifreiða í einni röð. A meðfylgjandi mynd sést hvernig af- og aðreinar liggja frá og til akreina. mj 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.