Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 16
Það getur margborgað sig að sleppa fiskkaupunum í stórmörkuðum en versla frekar í fiskbúðum. Mynd: E.ÓI. Soðningin Allt að 67% verðmunur Mun ódýrara að versla ífiskbúðum. Matvöruverslanirfœstar lœkka Mjög mikill verðmunur er á fiski á milli verslana á höfuð- borgarsvæðinu. Er verðmunur- inn allt að 67% á útvötnuðum saltfiski og nær 64% á rauðsprettuflökum. Þrátt fyrir tilmæli Verðlagsráðs til kaupmanna um að lækka verð á fiski þegar sett var hámarksverð á ýsu, er ljóst að fæstar matvöru- verslanir og stórmarkaðir hafa lækkað verð á fiski og fisksalar ekki nema að hálfu leyti, sam- kvæmt verðkönnun Verðlags- stofnunar. Meðalverð á rauðsprettu- flökum er 14% hærra í matvöru- verslunum en í fiskbúðum, 17% hærra á stórlúðu, 15% hærra á reyktri ýsu og regnbogasilungur er um 20% dýrari að meðaltali í matvöruverslunum og stórmörk- uðum en í fiskbúðum. -lg. Sjá bls. 11 Dýrtíðin Nær 60 þúsTTmat og hita Ólafur Ragnar Grímsson: Stórhækkanir á matar- og hitareikningum hafa komið verst niður á landsbyggðarfólki að er gífurleg reiði og ólga hjá fólki út í allar þessar hækkan- ir sem dunið hafa yfir síðustu vik- urnar og maður verður sérstak- lega var við þetta úti á lands- byggðinni þar sem hækkun á matvælum og annarri opinberri þjónustu kemur á margan hátt harðar niður á fólki en á höfuð- borgarsvæðinu, segir Olafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, en hann hefur verið á fundaferðarlagi um Vest- firði og Snæfellsnes undanfarna daga. - Matarskatturinn hefur kom- ið mjög illa við fólk og það er algengt að matarreikningur hjá fjögurra manna fjölskyldu sé vel 35-45 þúsund krónur á mánuði og þar til viðbótar kemur hita- og rafmagnsreikningur uppá 7-8 þús. kr. á mánuði á Snæfellsnesi og frá 12-15 þús. kr. á Vestfjörð- um. Bara matur og hiti er því jafnvel komið hátt uppí 60 þús- und krónur á mánuði og því þarf engan að undra þótt dýrtíðin sé ofarlega í huga almennings, ekki síst fiskverkunarfólks sem hefur 35-45 þúsund krónur á mánuði fyrir 6 daga vinnuviku, sagði Stúdentar Stofnfundurinn í kvöld Sameining félagshyggjuafl- anna i Háskólanum í ein samtök verður að veruleika í kvöld. Stofnfundurinn hefst ' klukkan hálfátta og verður haldinn í Stúd- entakjallaranum. f nafni hinna nýju samtaka verður boðið fram til Stúdenta- og Háskólaráðskosninga um miðjan næsta mánuð. Ekki hafði fólk komið sér nið- ur á nafn á hin nýju samtök er síðast fréttist, en ljóst er að ekk- ert fararsnið er á „aðstandendun- um;“ Félagi umbótasinna og Fé- lagi vinstrimanna, og munu þau bæði starfa áfram jafnhliða hin- um nýju heildarsamtökum. HS Snælandsskóli Maraþonskákmót Nemendur í Snælandsskóla í Kópavogi ætla að tefla skák sam- fleytt í 26 klukkustundir og slá gildandi íslandsmet í maraþon- skák sem er réttur sólarhringur. Byrjað verður að tefla í skólan- um í hádeginu í dag og taflmenn- skunni ekki hætt fyrr en í fyrsta lagi kl. 14 á morgun. Öllum sem áhuga hafa er heimilt að taka þátt í mótinu en Jón L. Árnason stór- meistari kemur í skólann í dag kl. 16 og teflir fjöltefli. Olafur Ragnar. -Misréttið í launamálunum hefur einnig mikið komið til um- ræðu og þá ekki síst skattalög stjórnvalda sem tryggja hátekju- fólki mun betri útkomu en al- mennu launafólki sem á fullt í fangi með að vinna fyrir sínum lffsnauðsynjum. Þegar forstjóri Álversins er búinn að borga sína staðgreiðslu heldur hann eftir tí- földum launum fiskvinnslufólks. Ríkisstjórnin gerir því sitt til að auka enn frekar á launamisréttið, sagði Ólafur Ragnar. -•g- Loðdýr Viðurkennir mistök Jón Baldvin Hannibalsson viðurkenndi í gær að mistök hefðu átt sér stað við afgreiðslu laga um tolla og vörugjald, þegar ákveðið var að leggja á 17,5% vörugjald á búrnet til loðdýra- ræktar. Þetta munu þó ekki einu mistökin sem urðu við fljótaaf- greiðsluna um jólin, því fjármála- ráðherra boðar leiðréttingafrum- varp við tolla- og vörugjalds- frumvörpin fyrir lok þessa árs. Hjörleifur Guttormsson hafði borið fram fyrirspurn um hvernig á þessu vörugjaldi á búrnet stæði og hvort ríkisstjórnin hygðist leiðrétta þessi mistök. Jón Bald- vin sagði að það yrði gert með því að endurgreiða innflytjendum vörugjaldið þar til leiðréttinga- frumvarpið hefði verið sam- þykkt. -Sáf i f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.