Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 9
Msþingi. Frá Heilb rigð isþingi ífyrri viku. íslensk heilbrigðis- áœtlun til umfjöllunar, en samkvœmt henni verður áhersla lögð á heilsuvernd stjórnar Heilsugæslustöðvar Kópavogs, sagðist sakna kafla um stöðu einstaklingsins og fjöl- skyldunnar í kerfinu. Einnig vantaði hnitmiðaða úttekt á því hvernig helst mætti styðja aldr- aða til sjálfsbjargar. Helgi Guðbergsson gerði mengunarmál að umtalsefni. Sagði hann að víða væri pottur brotinn þar sem förgun eiturefna væri annars vegar; við sitjum að- gerðarlaus meðan þessum efnum fjölgar mjög hratt. Með sama að- gerðarleysi búum við til illviðráðanlegt vandamál, sagði hann. Ólafur Hergill Oddsson sagði að 3. algengasta dánarorsök á ís- landi væri slys. Hann stakk upp á því að umferðarslys og slys í heimahúsum yrðu rannsökuð eins og önnur „alvöruslys", og sagðist telja að heilsugæsluum- dæmi væru heppilegar einingar fyrir slysavarnir. Hér hafa fáir einir verið nefnd- ir af þeim sem tóku til máls á þinginu, og eru þessi dæmi raun- ar öðru fremur tilfærð til að gefa hugmynd um umræðurnar. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði er hann sleit þinginu að þess væri skammt að bíða að frumvarp um heilbrigðisfræðslu og forvarnir yrði lagt fram. HS 12. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 WHO Heilbrigði allm árið 2000 Half dan Mahler, framkvœmdastjóri stofnunarinnar, á Heilbrigðisþingi: Breyttar áherslur þurfa að koma til - íslensk heilbrigðisáætl- un er byltingarkennt og mjög metnaðarfullt plagg í Ijósi þess að þið hafið þeg- ar byggt upp gott heilbrigðiskerfi; svo gott að margur mun ætla að öllu betur verði ekki gert, sagði dr. Halfdan T. Mahler, fram- kvæmdastjóri Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar -WHO - er hann hitti blaða- menn að máli á Heilbrigðis- þingi á föstudaginn var. Dr. Mahler var sérstakur gestur þingsins. Áætlunin er gerð með hliðsjón af stefnumiði WHO: Heilbrigði allra árið 2000. Stórauknar for- varnir gegn sjúkdómum og slys- um eru þar ofarlega á blaði, og eins er lögð áhersla á að kynna og efla heilbrigða lífshætti. - Víðtæk samvinna allra sem hlut eiga að máli, heilbrigðis- stétta og -stofnana, ráðuneyta og svo framvegis, verður að koma til ef stefnumarkið Heilbrigði allra á að verða meira en orðin tóm, sagði dr. Mahler. Hann sagði ljóst að stefnumið WHO þýddi sitt hvað á íslandi og til dæmis á Indlandi þar sem vandamálin væru öll önnur, en fyrir bragðið væri íslenska heilbrigðisáætlunin þeim mun ánægjulegra framtak. „Þið hafið byggt upp heilbrigðis- kerfi sem er meðal þess besta sem þekkist og myndu flestar þjóðir hrósa happi ef þær stæðu í ykkar sporum, en samt sem áður hafið þið nú ákveðið að gera enn bet- ur,“ sagði hann. Að áliti framkvæmdastjórans hafa íslendingar alla burði til að koma heilsufarsmálum sínum í Halfdan Mahler, framkvæmdastjóri WHO, á Heilbrigðisþingi í fyrri viku: Heilsusamlegra líferni, breyttan lífsstíl. Mynd: E.ÓI. betra horf en annars staðar þekk- ist, ekki síst vegna þess hve vel hefur tekist að dreifa þjónustu heilbrigðiskerfisins um landið. - í læknisfræðilegum skilningi er heilbrigðiskerfi ykkar hrein- asta fyrirtak, sagði dr. Mahler. Hættan er sú, ef hættu skyldi kalla að haldið verði áfram að fullkomna í hið óendanlega svið sem þegar eru í góðu lagi; fleiri lækna, enn fullkomnari lækn- ingatæki. Nú þarf að leggja áherslu á að gera fólk meðvitað um heilsu sína, fá það til að eta og drekka í hófi, reykja ekki: í einu orði sagt breyta um lífsstíl, og í því sambandi eru forvarnir og fræðsla lykilatriði, sagði hann. Dr. Mahler hefur verið fram- kvæmdastjóri WHO síðan á miðju ári 1973, en lætur af störf- um á næsta ári, enda orðinn hálfsjötugur. Stefnumið samtak- anna; Heilbrigði allra árið 2000 er fyrst og síðast frá honum kom- ið, og hefur hann ferðast víða um lönd í kynningar- og útbreiðslu- skyni. HS Heilbrigðisáœtlunin: Stefnumöriain fyrir framtíðina Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra: Áhersla á forvarnarstarfið íslensk heiibrigðisáætl- unsem rædd vará Heilbrigðisþingi í síðustu viku var lögð 1 ram á Alþingi í fyrravor. Að sögn heilbrigðisráðherra er í ráði að endurskoða hana í Ijósi þeirra sjónarmiða sem fram komu á Heilbrigðisþinginu, og leggja hana síðan fyrir Alþingi fyrir vorið, og þá í formi þingsályktunartil- lögu. Að sögn Guðmundar Bjarna- sonar, heilbrigðisráðherra, var áætlunin unnin af fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og land- læknisembættisins. Þær raddir hafi heyrst að samsetning þessa vinnuhóps hafi verið í þrengra lagi, og því hafi verið ákveðið að Heilbrigðisþing fjallaði um heilbrigðisáætlunina og gefa þar með fleiri aðilum kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Rúmlega 200 fulltrúum heil- brigðisstétta og -stofnana, fé- lagasamtaka og stjórnmálaflokka var boðið til þingsins. Sjö starfshópar tóku saman skýrslur um einstaka þætti heilbrigðisáætlunarinnar fyrir þinghaldið og sagði Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, að starfshóparnir væru eingöngu skipaðir fólki utan ráðuneytis og landlæknisembættis, og væri þetta gert til að fá fram sem víð- ust sjónarmið. - Áætlunin tekur á nánast öllum þáttum heilbrigðismála, en áhersla er þó lögð á forvarnar- starf, sagði Guðmundur. Við höfum byggt upp gott heilbrigðis- kerfi, en nú þarf að gera fólk bet- ur meðvitað um heilsu sína. Þetta þýðir þó ekki að dregið verði úr uppbyggingu sérhæfðrar þjón- ustu á borð við þá sem sjúkrahús veita, sagði hann. Með íslenskri heilbrigðisáætl- un höfum við markað okkur stefnu í þessum málaflokki. Ein- stök atriði er að sjálfsögðu ekki hægt að ákvarða fram í tímann og við verðum að vera við því búin að bregðast við nýjungum. Engu að síður þurfum við að setja okk- ur markmið, og með áætlun á borð við þessa sem nú liggur fyrir verður auðveldara fyrir stjórn- völd að finna hlutum farveg. Þá verður hægara að sækja á fjár- veitingavaldið ef Alþingi hefur mótað stefnuna, sagði Guð- mundur. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu skal halda Heilbrigðisþing fjórða hvert ár, en þetta er í annað sinn sem slíkt þing er haldið. HS Guðmundur Bjamason, heilbrigðisráðherra: Leitast við að fá fram sjónarmið sem flestra áður en íslensk heilbrigðisáætlun verður lögð fyrir Alþingi á ný í endurskoðaðri gerð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.