Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI En hvað með lægstu launin? í dag eru lægstu samningsbundin laun margra verkalýðsfélaga 29.975 krónur á mán- uði og hafa verið óbreytt frá því í byrjun októ- bermánaðar. Athuganir á verðlagi sýna að á þessum tíma, þ.e. frá því í október og þar til nú, hefur framfærslukostnaður hækkað um rúm 10%, framfærsluvísitalan hefur hækkað úr 213,85 stigum í október í 235,37 stig nú í febrú- ar. Lágmarkslaun þyrftu því að hækka nú þegar um 10% og verða 32.973 krónur á mánuði og væri þá markið samt ekki sett hærra en að kaupmáttur þeirra yrði svipaður og í október. Minni hækkun á lágmarkslaunum er spor til baka miðað við fyrri samninga. Fyrir formannaráðstefnu Verkamannasam- bandsins í september síðastliðnum var lagt svokallað samkomulag kjaranefndar. í því var gert ráð fyrir að lágmarkslaun yrðu 32.400 krón- ur á mánuði að viðbættri þeirri samnings- bundnu hækkun auk verðbóta sem vitað var að kæmi á laun þann 1. október. Hækkun launa 1. október varð 7,23% þannig að síðastliðið haust voru forystumenn verkamanna að tala um að lágmarksmánaðarlaun í október ættu að verða 34.743 krónur. Sé þessi upphæð framreiknuð í takt við hækkun framfærslukostnaðar kemur í Ijós að umræðan í Verkamannasambandinu í september var um lágmarkslaun sem nú í dag samsvöruðu 38.217 krónum á mánuði. Allt tal um lægri lágmarkslaun er fráhvarf frá kröfum Verkamannasambandsins síðastliðið haust. Nú, fimm mánuðum síðar, hafa formenn Verkamannasambandsins aftur komið saman til að móta kröfur því að atvinnurekendum hefur frá því í haust ekki þóknast að vera í alvöru til viðtals um nýja samninga. Kröfurnar eru viða- miklar og ná til ýmissa atriða, allt frá ákvæðum um yfirvinnutaxta til stofnunar starfsmenntunar- sjóðs. Ákvæði um starfsaldurshækkanir eru þó trúlega það atriði sem hækkaði laun hvað mest. En mikla athygli vekur að lágmarkslaun yrðu nú samkvæmt kröfunum ekki nema 31.975 krónur á mánuði en kæmust 1. maí upp í 32.934 krónur á mánuði. Ljóst er að Verkamannasambandið hefur á fimm mánuðum görbreytt hernaðaráætlun sinni og ætlar ekki að leggja jafnmikla áherslu á hækkun lágmarkslauna og gert var í haust. Ekki er vitað hvað veldur þessari stefnubreytingu. Stundum hefur því verið haldið fram að ekki þurfi að hafa áhyggjur af lægstu töxtum verka- lýðsfélaganna, þeir séu aldrei notaðir. Bent er á að ungir og óreyndir menn, sem eru að taka fyrstu sporin í launavinnu á höfuðborgarsvæð- inu, láti sér ekki koma til hugar að vinna hjá atvinnurekanda sem greiðir minna en 250 krón- ur á tímann, 45% ofan á lágmarkstaxta. Væri það rétt að aldrei sé miðað við lágmarkstaxta, þyrfti að finna einhverja skýringu á því að svona lágar kauptölur eru inni í samningum. Ef ekkert fyrirtæki notaði þessa taxta, ætti þá ekki að vera létt verk að fá samþykki atvinnurekenda við því að strika þá út? Því miður er þetta ekki svona einfalt mál. Atvinnurekendur vilja alls ekki hækka taxtakaupið. Hvað veldur? Sú kenning hefur verið sett fram að atvinnu- rekendum sé síður en svo á móti skapi að hafa kauptaxta verkalýðsfélaganna nokkuð langt fyrir neðan þau laun sem þeir greiða í reynd. Upphæð launa komi þar með verkalýðshreyf- ingunni ekki lengur við. Launafólk hafi þá tak- markaðan áhuga á baráttu verkalýðsfélaganna og telji meira í húfi þegar kemur að persónu- bundnum samningum hvers einstaklings við sinn atvinnurekanda. Áhugi á „hörðum" að- gerðum verði minni en enginn. Þetta sé einföld en áhrifarík aðferð til að splundra verkalýðs- hreyfingunni og gera hana máttlausa. Vera má að nokkuð sé til í slíkum kenningum. En þær geta aðeins átt við þann hluta launa- manna sem nýtur yfirborgana. Og enn er það svo að talsvert margir fá laun samkvæmt taxta. Það er í raun og veru til fólk sem fær ekki nema um 30 þúsund krónur á mánuði fyrir fullan vinnudag. Vissulega fækkaði í þessum hópi, ef myndarlegar aldurshækkanir fengjust inn í samninga. En það verður að tryggja að alls enginn sitji eftir á botninum. KUPPT OG SKORHD Með útvarp í sturtuna Fjölmiðlar virðast, með vax- andi fyrirferð sinni, verða æ virk- ari í þá veru að þeir skipti mannfólkinu í hópa og syndir hver burt frá öðrum. Sumir ger- ast beinlínis fjölmiðlafælnir, eins og ýmsar athuganir á útvarps- hlustun benda til. Pví meira sem framboðið er, þeim mun minna hlusta þeir. Aðrir virðast aftur á móti geta stækkað endalaust við sig skammtinn og líkjast í því átvöglum og bjórvömbum. Til dæmis segir útvarpsstjóri Stjörn- unnar, Ólafur Hauksson, íviðtali við Helgarpóstinn í gær, að hann eigi sér reyndar engin sérstök áhugamál í tómstundum önnur en fjölmiðlun. „Eg er núna að leita mér að vatnsheldu útvarpi til að hafa með mér í sturtu", segir hann. Ef við viljum líta jákvæðum augum á málin, þá segjum við, að slíkur fjölmiðlamaður sé af lífi og sál í sínu starfi. Ef hinn gállinn er á okkur, þá vorkennum við aumingja manninum að hann skuli vera svo ávanabundinn fjöl- miðlahljóðum að músík vatns- bununnar er honum hvergi nærri nógur félagsskapur við helga hreinsun dagsins. Bandarískar fyrirmyndir Ólafur útvarpsstjóri drepur á eitt og annað í blaðamennsku og reifar m.a. hugmyndir sínar um það, hvar sé fyrirmynda að leita á því sviði. Hann vann einu sinni í heila viku við dagblað í banda-. rískum smábæ og komst þá að þessari niðurstöðu hér um banda- ríska fjölmiðla: „Þar eru fréttir settar fram skýrt og skilmerkilega og alltaf gengið út frá því að lesandinn viti ekki hvað um er að ræða - sé að koma ferskt inn í málið. Þetta hafa bandarískir fjölmiðlar fram yfir þá íslensku.“ Það er satt best að segja vafa- samt að fréttir sé settar fram sér- lega „skýrt og skilmerkilega“jí bandarískum fjölmiðlum. Lík- lega á Ólafur í rauninni við það, að þar er lengra fram gengin stöðlun í fréttaflutningi en hér - og þarf það náttúrlega ekki að vera kostur. Það er svo mikill misskilningur að halda, að það sé kostur á fjölmiðlum að þeir tali - eða þurfi að tala - við notendur sína eins og börn, sem ekkert vita og ekkert muna. Ef „hið nýja ó- læsi“ í Bandaríkjunum er komið á það stig að það verður að skrifa bæjarblöðin þar með þessum hætti (eins og enginn viti neitt), þá er það vandi og kross banda- rískrar fjölmiðlunar en kemur gæðum hennar ekkert við. Allt annað ástand Það er annars mjög áberandi, að yngri menn í fjölmiðlastússi hér á íslandi hafa verið mjög fúsir til að taka mark á tilteknu fjöl- miðlaástandi í Bandaríkjunum sem einhverskonar allsherjarlög- máli og fyrirmynd. Klippari heyrði þá sögu, að þegar fyrsta einkaútvarpsstöðin var að fara af stað hér á landi, þá hafi hönnuðir hennar ákveðið, að í rabbþáttum mætti ekki tala við nokkurn mann lengur en svona þrjár mín- útur í senn. Á þeim forsendum að það væri sannað í Bandaríkjun- um, að lengur þyldu nútímamenn ekki að hlusta á talað mál - eftir þrjár mínútur eða fjórar yrði að skella plötu á fóninn til að fólki færi ekki að líða illa. Væntanlegir þáttastjórnendur hinnar nýju stöðvar munu sem betur fer hafa kveðið þessa villu í kútinn - þeir vissu sem var, að þótt við séum isífellt á leið til Amríku í fjöl- miðlamálum, þá erum við enn ekki haldnir því óþoli sem bannar mönnum að tala meira en þrjár mínútur í útvarp og 45 sekúndur í sjónvarp. 1 því viðtali sem hér um ræðir ítrekar Ólafur Hauksson það að íslenskir blaðamenn og frétta- menn gerðu rétt í því að taka sér bandaríska blaðamennsku til fyr- irmyndar - en með einum fyrir- vara þó: „Þörf“ fyrir skepnuskap“ „Hann telur litla þörf á þeim miskunnarlausu aðferðum, sem einnig eru tíðkaðar vestra, í stíl við það hvernig farið var með Gary Hart. „Persónuleg aðför dugir ekki hérna. Hennar er ekki þörf, enda veit almenningur oft allt sem vita þarf, án þess að orð hafi komið um málið í fjölmiðlum". Hvað er nú þetta? Á Ólafur Hauksson við það, að „almenn- ingur“ viti t.d. allt um kvennafar íslenskra stjórnmálamanna án þess að um sé skrifað ( sbr. dæm- ið af Gary Hart)? Og hvað er átt við með því að segja að ekki sé „þörf fyrir“ miskunnarlaust slúð- ur um einkamál manna og fleira þessháttar sem bandarískir fjöl- miðlar eru feiknalega uppteknir af? Hvers vegna er Ólafi um megn að byrja blátt áfram að hugsa sem svo: það er engin rétt- lætanleg „þörf“ fyrir skítablaða- mennsku af vissu tagi. Vitanlega er til markaðsþörf fyrir hana hér sem annarsstaðar, og undan þeirri „þörf“ hafa sumir íslenskir fjölmiðlar látið meir og oftar á síðari misserum en áður. Við skulum barasta vona að blaða- menn íslenskir og lesendur þeirra eigi í sameiningu enn eftir nægi- lega seigan bakfisk siðferðilegan til að koma í veg fyrir að sú þróun gangi lengra en orðið er. Og haldi sig þar með sem lengst frá þeirri bandarísku fyrirmynd, að allar upplýsingar séu til sölu, einkum og sér í lagi þær sem varða við- kvæm einkamál. ÁB þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, OttarProppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. FramkvæmdastJórhHallurPáll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbroið8iu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Útbreiðsla: G. Margrét Óskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Holgarblöð:65 kr. Áskriftarverð á mónuði: 600 kr. 4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.