Þjóðviljinn - 13.02.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 13.02.1988, Side 3
FRÉTTIR Maraþonskák. Krakkarnir í Snælandsskóla í Kópavogi settust niður við taflborð í skólanum í hádeginu í gær og ætla að tefla hraðskákir fram eftir degi í dag. Tilgangurinn er að slá nýtt met í maraþonskák. Mynd: Sig. Kaupleigufrumvarpið Leysir ekki vanda Búseta Reynir Ingibergsson: Verðurekki vikist undan heildarendur- skoðun áfélagslega íbúðakerfinu. Alexander Stefánsson: Ekki hissa á að menn séu ekki hrifnir endurskoðuninni þegar hún hefst fyrir alvöru.“ SI. haust héldu samtökin ráð- stefnu um félagslegar fbúðir og kynntu þar frumvarpsdrög sem þau höfðu unnið. Á næstu vikum munu þau kynna það frumvarp enn frekar m.a. með útgáfu sér- staks bæklings. Alexander Stefánsson sagði að stjórnarflokkarnir væru að funda um málið, en það ljóst væri að yrði að gera vissar lagfæringar á frumvarpinu. Sagðist hann hafa lagt áherslu á að frumvarpið væri unnið í samráði við samtök launafólks, en þeim samtökum hefði ekki verið kynnt frumvarp- ið enn. „Ég er hinsvegar ekki hissa á því þótt forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar séu ekki hrifnir af frumvarpinu," sagði Alexander um viðbrögð þeirra Péturs Sigurðssonar, Grét- ars Þorsteinssonar og Björns Þór- hallssonar í fimmtudagsblaði Þjóðviljans. Frumvarpsdrögin um kaup- leiguíbúðir, sem nú eru til um- sagnar hjá stjórnarflokkunum munu ekki leysa vanda Búseta, né annarra almannasamtaka um fé- lagslegar íbúðir. Að sögn Reynis Ingibergssonar voru Búseta og öðrum almanna- samtökum um húnæðismál kynnt frumvarpsdrögin þegar þau voru á vinnslustigi í haust og gerðu samtökin þá athugasemdir við tvo þætti frumvarpsins. Annar- svegar að félagasamtökin hefðu ekki sömu möguleika og sveitarfélög til að nýta sér lán úr Byggingarsjóði verkamanna. Hinsvegar gerðu samtökin at- hugasemd við lánstímann. í þeim frumvarpsdrögum sem eru til umsagnar hjá stjórnarflokkunum hefur hinsvegar ekki verið tekið tillit til þessara ábendinga. „Samtökin leggja höfuð- áherslu á endurskoðun félagslega íbúðakerfisins og hvað kaup- leiguna varðar, þá gerðum við okkur strax ljóst að hún mun ekki leysa nema hluta vandans. Það verður því ekki vikist undan heildarendurskoðun kerfisins og við höfum óskað eftir því að þessi átta almannasamtök fái aðild að Útsýn Með Utsýn tiTSuður-Afríku Helgi Magnússon forstjóri: Veitum því fólki þjónustu sem vill ferðast Ferðaskrifstofan Útsýn býður upp á ferðaiag til Suður- Afríku í haust, og er hér um að ræða 9. heimsreisu fyrirtækisins. Eins og kunnugt er hafa leið- togar blökkumanna hvatt til al- gerra og alþjóðlegra efnahags- þvingana gegn landinu, afnáms fjárfestinga og einangrunar til að koma apartheid-stjórninni á kné. Til að mynda hefur Winnie Mandela sagt að þetta sé eina friðsamlega leiðin sem fær sé til að binda endi á kynþáttakúgun- ina í landinu. í Ijósi þessa var Helgi Magnús- son, forstjóri Útsýnar, spurður um 9. heimsreisuna. Sagði hann að þessari hlið mála hefðu menn velt fyrir sér áður en Suður- Afríkuferðin var skipulögð. „En við sem ferðaskrifstofa, ópólit- ískt fyrirtæki, teljum ekki rétt að taka afstöðu til viðkvæmra deilu- mála eins og þessa. Við veitum því fólki þjónustu sem vill ferð- ast, alveg án tillits til pólitískra þátta eða annarra," sagði hann. í nýútkomnum ferðabæklingi Útsýnar er greinarkorn um Suður-Afríku og ferðatilhögun í heimsreisunni. Þar stendur að ástandið í landinu og almanna- hagur fari stöðugt batnandi, þrátt fyrir viðskiptahömlur af hálfu Bandaríkjamanna og allmargra annarra þjóða. „Suður-Afríka er mjög friðsælt land, og ferðamenn njóta þar fyllsta öryggis," segir í annarri klausu. „Útlendingar, einkum frá Norður-Evrópu, eru þar vel- komnir gestir.“ HS Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Fundir í Moskvu og Washington Þingmannanefndin um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd til Sovét og Bandaríkjanna íár. Æðstaráð Sovétríkjanna sendir Norðurlandaþingum skilaboð um öryggi á norðurslóðum Bjórinn Ungir vilja, eldri ekki Tveir þriðjujylgjandi bjór í skoðanakönnun Yfir 80 prósent kjósenda undir 25 ára vilja leyfa áfengan bjór á íslandi samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Hagvangs og Vikunn- ar. Hlutfall bjórmanna lækkar hinsvegar jafnt og þétt með auknum aldri, og þrír af hverjum fimm svarendum yfir sextugu eru andvígir bjórnum. í heild er meirihluti með bjór, einsog í svipuðum könnunum síð- ustu árin, rúm 65 prósent. Einnig er spurt hvort menn telji að heildarneysla áfengis muni aukast með bjórnum, og telja um 52% að svo muni verða. Um 60% svarenda telja sennilegt að þingmenn afgreiði bjórfrum- varpið á þessu þingi, en aðrir eru efins. Á sunnudag ætla aðstandendur Útvarps Rótar að bera saman bækur sfnar og skyggnast inní framtíðina á hluthafafundi í Sóknarsalnum. Hlutir í Rót hf. eru um 500, og hluthafar ekki miklu færri. Hlutabréfið er á fimmþúsund Starfi Jörgensen-nefndarinnar miðar vel áfram að sögn Svav- ars Gestssonar, sem er nýkominn af fundi samnorrænar þing- manna-nefndar um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. Nefndin hefur samþykkt pólit- krónur og eiga flestir einn hlut eða tvo, en í reglum er áskilið að enginn hluthafa eigi meira en fjögur prósent af hlutafénu. Rót- arútvarpið fór af stað í janúar og kvaðst útvarpsstjórinn, Þórodd- ur Bjarnason, ánægður með fyrstu vikurnar í samtali við Þjóð- viljann. ískar forsendur svæðisins og ákveðið var að halda áfram við- ræðum um fyrirkomulag kjarn- orkuvopnalausra Norðurlanda. Þær viðræður verða milli Norður- landanna ,auk þess sem nefndin . hefur þegið boð Ryzhkovs for- sætisráðherra til Sovétríkjanna til viðræðna um málið. Þá hefur einnig verið ákveðið að heimsækja Washington og ræða við þingið í Bandaríkjunum. í Moskvu og Washington mun- um við fyrst og fremst kynna okk- ar sjónarmið og heyra hvað risa- veldin hafa til málanna að leggja, sagði Svavar. I gær sendu utanríkismála- nefndir beggja deilda æðstaráðs Sovétríkjanna þjóðþingum Norðurlandanna, Kanada og Bandaríkjanna skilaboð um ást- andið í Norðurhöfum, þar sem vakin er athygli á vígbúnaðar- uppbyggingu Atlantshafsbanda- lagsins í Norður-Atlantshafi á sama tíma og afvopnunarvið- ræður eru að skila árangri á öðr- um vettvangi. í fréttaskeyti frá Reuter segir að með skilaboðunum fylgi áætl- un Gorbatsjovs í sex liðum um öryggi á norðurslóðum, þar sem m.a. er lagt til að Atlantshafs- bandalagið og Warsjárbanda- lagið geri með sér samkomulag um kjarnorkuvopnulaust svæði í Norður-Evrópu. Meðlimir í æðstaráðinu leggja til að í fram- tíðinni verði haldnir vinnufundir utanríkismálanefnda Norður- landanna, Kanada, Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna um þetta mál. -Sáf Útvarp Rótaimenh funda -Sáf Hafísinn Færist nær Allt bendir nú til þess að haf- ísinn muni færdkt enn nær landi en orðið er og sást íshrafl fyrir mynni Önundarfjarðar í gær. Spáð er hvassri norðanátt um helgina og á mánudag. Það getur leitt til þess að ísinn reki suður fyrir Langanes og sæki Austfirð- inga heim. Að sögn Þórs Jakobssonar veðurfræðings er meginísjaðar- inn á 67. gráðu norðlægrar breidoa*, en ísharfl og spangir fyrir öllu Norðurland. ísinn er þegar farinn að Ieita inn í fjarðar- mynni víðs vegar um Norðurland og eru menn þar farnir að huga að því að strengja víra fyrir hafnar- mynnin til þess að varna ísnum inngöngu í hafnirnar. ís er nú allt í kringum Grímsey. Strandferðaskipið Esja var á leið þangað í gær frá Sauðarkróki og sóttist ferðin seint í gegnum ísinn. Skipið tilkynnti á hádegi í gær um ísspangir og íshrafl leiðinni, en þess á milli sigldi skipið á auðan sjó. Sigling fyrir Norðurlandi er tafsöm í birtu og stórvarasöm í myrkri því ísinn sést afar illa og nánast ekkert í radar. -grh Kjarvalsstaðir Sjálfið á bók í tilefni af sjálfsmyndasýning- unni á Kjarvalsstöðum er þar efnt til bókmenntakynningar um sjálfsævisögur íslenskra rithöf- unda. Lesið verður úr verkum Þór-. bergs, Laxness og Sigurðar A. Magnússonar og einnig lesa þeir Ámi Bergmann og Pétur Gunn- arsson úr eigin verkum. Dagskrá- in hefst klukkan þrjú í dag, laug- ardag. -*g- Laugardagur 13. febrúar 1988 (ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.