Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 6
«Fjölbrautaskóli Suðurnesja Sálfræðikennari Vegna forfalla vantar sálfræðikennara að Fjöl- brautaskóla Suðurnesja næstu tvo mánuði. Um er að ræða 26 stundir á viku og dreifast þær á 3 daga. Upplýsingar veitir undirritaður í símum 92- 13100 og 92-14160. Skólameistari REYKJAVÍKURHÖFN Reykjavíkurhöfn óskar eftir að ráða bygg- ingarverkfræðing eða byggingartækni- fræðing til starfa í tæknideild. Verkefni: Tæknideild Reykjavíkurhafnar sér um byggingu, viðhald og rekstur hafnar- mannvirkja og annarra eigna hafnarsjóðs. Starfssvið: Starfið er m.a. fólgið í undirbún- ingi verka, framkvæmd verka með starfs- mönnum hafnarinnarog verktökum og eftirlit með framkvæmdum. Nánari upplýsingar um starfið gefur aðstoð- arhafnarstjóri í síma 28211. Umsóknir um starfið skulu hafa borist fyrir 27. febrúar n.k. Rafvirkjar og línumenn Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafvirkja og línumenn til loftlínustarfa. Bónusvinna. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri alla vinnu- daga og yfirverkstjóri milli kl. 12.30-13.30. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR £££ Sjúkraliðar Laus er til umsóknar staða á sjúkra- og ellideild Hornbrekku í Ólafsfirði. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna Ólafs- vegi 4, Ólafsfirði, fyrir 25. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veita eftirtalin: Formaður stjórnar í síma 96-62151 Forstöðumaður Hornbrekku í síma 96-62480 Hjúkrunarforstjóri Hornbrekku í síma 96-62480 Ólafsfirði, 28. janúar 1988 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar o.fl. óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: 1. 19100 til 24200 tonn af asfalti. 2. 130 til 200 tonn af bindiefni fyrir asfalt (asfalt emulsion). Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 22. mars nk. kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 FRÉTI1R > sveitarstjórnir og samtök þeirra um þessar skipulagsbreytingar." Nú berast þær fréttir að fél- agsmálanefnd efri deildar, sem hefur frumvarpið til umsagnar, hiki enn við að mæla með að það verði samþykkt. Nefndinni hafa borist erindi frá mörgum sveitar- stjórnarmönnum með beiðni um að farið verði betur ofan í saumana á málinu og því frestað. Var ekki haft samráð við þessa menn eða eru þetta flautaþyrlar sem hafa skipt um skoðun á ör- skömmum tíma? „Sem nánast samstarf“ Vissulega höfðu ráðherrar samband við sveitarstjórnar- menn en varla er unnt að segja að það samband hafi verið mjög náið eða víðtækt. Þeir virðast hafa látið duga að hlusta á þá menn sem eru í forsvari fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga. Nú er það svo að í flestum til- fellum eru menn kosnir í sveitar- stjórn sem fulltrúar ákveðinna pólitískra flokka. Og þegar kem- ur að því að samtök sveitar- stjórnarmanna kjósa sér oddvita þá hugsa flokkspólitískt kjörnir bæjar- og hreppsnefndarfulltrúar eftir flokkspólitískum línum. Það er t.d. alls ekki einber tilviljun að nú situr í embætti formanns Sam- bands íslenskra sveitarfélaga maður, sem verið hefur áberandi félagi í Sjálfstæðisflokknum og hefur verið á lista flokksins til al- þingiskosninga. Það var ekki fyrr en seint í jan- úar að fulltrúaráð Sambands ís- lenskra sveitarfélaga fjallaði um nýjar hugmyndir ráðherranna um samskipti ríkis og sveitarfé- laga. Hefði jólaslagurinn á al- þingi verið ögn rólegri og öll mál ráðherranna náð fram að ganga, hefði fulltrúaráðið ekki verið að fjalla um lagafrumvarp á þessum janúarfundi sínum heldur gild- andi lög. Umsögn þess hefði þá verið tilgangslítil. í fulltrúaráðinu sitja 25 menn auk 9 manna stjórnar sambands- ins eða samtals 34 menn. Eftir að formaður sambandsins hafði lagt höfuð sitt að veði og hótað af- sögn, yrði ekki farið að hans ráðum, var samþykkt með fimmtán atkvæðum að mæla með því að alþingi samþykkti frum- varpið. Sú spurning hlýtur að vakna hvort slík samþykkt segi nokkurn skapaðan hlut um af- stöðu sveitarsjórnarmanna til þessa frumvarps ráðherranna. Illa undir- búnar breytingar Og hverjar hafa svo verið hug- myndir ríkisstjórnarinnar um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga? Ráðherrarnir hafa lagt til að ríkissjóður hætti að greiða hluta af rekstrarkostnaði tónlistarskóla. Þeir vilja að niður verði lagður íþróttasjóður sem fær tekjur sínar úr ríkissjóði og veitt hefur fé til byggingar íþróttamannvirkja, hvort heldur þau eru reist á vegum sveitarfé- laga eða íþróttasamtaka. Þeir ætla að leggja niður félags- heimilasjóð sem fengið hefur tekjur sínar frá ríkinu og hefur veitt fé til byggingar félagshei- mila vítt um landið. Þeir hyggjast láta ríkissjóð hætta að endur- greiða sveitarfélögum helming af stofnkostnaði við barnaheimili. Þetta eru nokkrir veigamestu þættirnir í þeim verkefnum sem þeir ætla sveitarfélögunum að sinna óstuddum. En til að ekki hallist á hafa ráð- herrarnir sagst vera reiðubúnir að skerða ekki framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga jafn- mikið og þeir höfðu upphaflega hugsað sér. Þannig hyggjast þeir auka tekjur allra sveitarfélaga jafnt og vera ekkert að líta sér- staklega til þeirra sem eru að rembast við að byggja félags- heimili, íþróttahús eða leikskóla og sjá nú drauminn um ríkisfram- lag verða að engu. Andóf tónskólanna Það voru kennarar og aðstand- endur tónskóla sem fyrstir urðu til að rísa upp og andmæla. And- mæli þeirra urðu það kröftug að stjórnarflokkarnir munu hafa heitið ársfresti á áformum sínum um að skera niður ríkisstyrk til tónskólanna. Almenningur nýtur fagurrar tónlistar og vill því ekki láta draga úr almennri tónlistar- kennslu. Sofni hann ekki á verð- inum verður ekkert úr þessum á- formum ráðherranna haustið 1989. Eins víst að þeir verði ekki lengur ráðherrar. Og nú berast af því tíðindi að dyggir þingmenn stjórnarflokk- anna treysti sér ekki til að sam- þykkja frumvarp ráðherranna. Þeir hafa fengið tíma til að hugsa málið og eru því alls ekki sam- mála að leggja niður íþróttasjóð eða félagsheimilasjóð. Hugsan- legt er að félagsmálanefnd neðri deildar leggi til að málinu verði öllu frestað, að frumvarpinu verði vísað aftur til flutnings- mannanna, þ.e. til ráðherranna, og þeim falið að undirbúa málið betur. Það skyldi þó ekki vera að hamagangurinn á alþingi í des- ember leið - hamagangur sem ráðherrarnir sögðu að væri til kominn vegna málþófs stjórnar- andstöðunnar en stafaði í raun af fúski í vinnubrögðum ríkisstjórn- arinnar - það skyldi þó ekki vera að sá darraðardans hafi orðið til þess að stjórnarþingmönnum gafst tóm til að hugsa. KÍ KENNARASAMBAND ÍSLANDS Kennarasamband íslands auglýsir eftir starfs- manni til að vinna að kynningu á skólastefnu KÍ í samvinnu við kynningarnefnd og skólamálaráð. Um er að ræða 50% starf í 3 mánuði. Umsóknir sendist skrifstofu KÍ, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, fyrir 1. mars n.k. W% Garðabær ^ - bæjarbókari Laus er til umsóknar staða bæjarbókara bæjar- sjóðs Garðabæjar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendast bæjarstjóranum í Garðabæ, Sveinatungu v/Vífilsstaðaveg, fyrir 17. febrúar nk. Allar nánari upplýsingar veitir bæjarbókarinn og bæjarritarinn í Garðabæ í síma 42311. Bæjarstjórinn í Garðabæ ALÞÝÐUBANDAIAGIÐ ÆFAB Sameiginlegur fundur Sameiginlegur fundur stjórna Reykjavíkurdeildar, Hafnarfjarðardeildar og Kópavogsdeildar Æskulýðsfylkingarinnar verður haldinn í Þinghóli, Ham- raborg 11, Kópavogi, sunnudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Dagskrá fundarins verður: 1) Kynning á starfi deildanna. 2) Hvað ber Æskulýðsfylkingunni að gera á næstu mánuðum? 3) önnur mál. Allir eru velkomnir á fundinn. FramkvæmdaráðÆFABmætir. ÆFAB Æskulýðsfylkingin í Kópavogi ÆFABK heldur almennan félagsfund sunnudaginn 14. febrúar 1987 kl. 20.00, í Þinghóli Hamraborg 11. Á fundinum verður Heimir Pálsson bæjarfulltrúi. Allirvelkomnir. ÆFABK Alþýðubandalagið Rangárþingi Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 16. febrúar kl. 21.00 að Þrúð- vangi 9, Hellu. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður kemur á fundinn. Stjórn AB Rangárþingi Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráöi í Lárusarhúsi, mánudaaginn 15. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar þriðjudaginn 16. febrúar. 2) Fjárhagsáætlun 3) Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra boðar til almennra stjórnmálafunda í Norður-Þingeyjarsýslu Þórshöfn fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20.30 í félagsheimilinu. Raufarhöfn föstudaginn 19. febrúar kl. 20.30 í félagsheimilinu. Kópaskeri laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00 í barnaskólanum. Alþingismennimir Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson koma á fundina og ræða þjóðmálin. Allir velkomnlr. 6 SÍÐA - ÞJÓOVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.