Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 9
MENNING Upplestur og kabarett Dan 09 Chili Turéll Konum finnst Michael Falch bæði sjarmerandi og sexí % [ dag kl. 14:00 verðurfrum- sýnd í Regnboganum kvik- myndin Morð í myrkri, gerð eftirfyrstu sakamálasögu danska rithöfundarins, Ijóð- skáldsins, blaðamannsins og skemmtikraftsins DansTur- éll. Dan Turéll og Chili kona hans sem er leikkona, eru stödd hér á landi til að vera við frumsýningu myndarinnar, og eins bjóða þau upp á kabarett í Norræna húsinu á sunnu- dagskvöldið kl. 20:30. Einnig munDan Turélllesaúrverk- um sínum og segja frá sjálfum sér í Norræna húsinu á sunnudaginnkl. 17:00. Dan Turéll segir það eitt um kvikmyndina Morð í myrkri, að hún sé ekki fullkomin, en það sama megi segja um bókina. Sér lítist vel á kvikmyndina sem slíka, og sé ánægður með bókina sem bók, en hins vegar séu þetta tvö ólík fyrirbæri. Hann vill ekkert láta uppi um skoðun sína á frammistöðu Michaels Falch, að- alleikara kvikmyndarinnar, en segist hafa heyrt að konum finnist hann ákaflega sexí og sjarmer- andi. Kabarettinn er blanda úr tex- tum Turélls og annarra, söngvar, ákveðinn boðskap, en þau séu svitna í þrjú kortér við að flytja töluð Ijóð og textar fyrir einn vitaskuld ekki svo vitlaus að þennan boðskap fyrir áhorfendur leikara (mónólógar). Þau Chili reyna að segja frá honum í stuttu ef þau gætu komið honum fyrir í segjastauðvitaðveraaðflytjaþar máli. Hvers vegna ættu þau að einni setningu? LG Chili og Dan Turéll á blaðamannafundi í Norræna húsinu á dögunum. Mynd E.ÓI. Matreiðsluþættir Sigrúnar Davíös- dóttur Mál og menning hefur sent frá sér bókina Pottarím eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. í þessari bók er úr- val matreiðsluþátta, en Sigrún birti lengi þætti um það efni í Morgunblaðinu. Bókin er ekki aðeins matreiðslubók, því auk þess að birta fjölda matarupp- skrifta fjallar Sigrún um mat- reiðslu fyrr á tímum, matarsiði í ýmsum löndum, hollustu í mat og margt fleira sem snertir matar- gerð. f bókinni er fjallað um þjóðlegan mat og alþjóðlegan, og er efninu raðað eftir árstíðum. Pottarím er 235 blaðsíður að stærð. Kápu hannaði Teikn; myndskreytingar eru eftir Sig- rúnu Eldjárn. Bókin er prentuð hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar og bundin hjá Hólum hf. I Hver er munurinn á þessum rauðsprettum ? Verðmunurinn Fiskbúðin Hafkaup og Fiskbúðin Ránargötu selja rauðsprettuflök á 220 kr/kg sem er lægsta verð sam- kvæmt nýjustu verðkönnun Verðlagsstofnunar. Dýrust er rauðsprettan hjá fiskbúðinni Sæval eða 360 kr/kg - Það munar um minna. Vissir þú að verðmunurinn væri svona mikill? Þegar hámarksverð á ýsu og ýsuflökum lækkaði um 8% 29. janúar beindi Verðlagsstofnun því til fisksala, að lækka verð annarra fisktegunda til jafns við Iækkun ýsunnar. Af niðurstöðum könnunarinnar, sem gefin var út 11. febrúar, má sjá að margar fiskverslanir hafa sinnt þessum tilmælum. Það sama verður ekki sagt um stórar matvöruverslanir sem halda fiskverðinu uppi. Verðmunur á milli þessara verslana er nokkur t.d. selur Nýi Bær útvötnuð saltfiskfkök á 250 kr/kg á meðan JL- húsið selur sams konar vöru á 418 kr/kg. Það kemur einnig fram að mikill verðmunur mælist á stórlúðu í sneiðum, þar sem lægsta verð er 365 kr/kg og hæsta verð reynist vera 525 kr/kg sem samsvarar 44% verðmun. Þetta eru aðeins örfá dæmi um ótrúlegan verðmun á fiskmeti. Það getur skipt sköpum fyrir fjárhag heimilanna að verslað sé þar sem ódýrast er, og ein forsendan fyrir lágu vöruverði er hið vakandi auga neytandans. VERUM Á VERÐI VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.